Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 113
Húsakostur Guðmundar fagra á Keldubakka stóð rétt ofan við þjóðveg-
inn.
Keldubakki
I 5. árgangi Strandapóstsins birtist greinin Síðasti vinnumað-
urinn á Ströndum eftir Jóhannes Jónsson. Segir þar frá Guðmundi
Jóhanni Magnússyni, sem seinni hluta ævinnar gekk undir nafn-
inu Guðmundurfagri., eftir einum af dvalarstöðum hans, Fagradal
í Dölum. Þessi grein má heita æviágrip Guðmundar. Engu verður
við það aukið hér, aðeins 2-3 línur Jóhannesar endnrteknar: ...,
en (Guðmundur) fluttist þá að Hrófá í Hólmavíkurhreþpi, byggði. þar
íbúðarskúr og áföst við hann fjárhús, hlöðu og hesthús yfir fjóra hesta.
Einhvern tímann kringum 1970, tók ég þessa mynd af rælni,
svipaðist um eftir íbúðarhúsinu en fann það ekki. Mig grunaði
ekki, að það væri sambyggt öllum hinum. Eg kom aldrei nær þess-
um húsum en myndin sýnir, og veit því ekkert hvað er íbúð, hvað
erihesthús, eða fjárhús. Hlaðan er sjálfsagt á bak við. Að mínu viti
hét býli þetta Keldubakki, a.m.k í daglegu tali þess fólks sem ég
umgekkst. Eg greip þetta tækifæri til að koma þessu koti, nafninu
og myndinni af húsakostinum á blað í samfloti við hitt, sem á
undan er ritað frá sömu slóðum.
111