Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 121
Onnur leið: Hætta búskap koma börnunum fyrir sjálf. Jafnvel
hjá vandalausum og fara í vinnumennsku eða flytja í burtu, hugs-
anlega í eitthvert þéttbýli og hafa nreð sér kannski bara eitt barn-
ið.
Svo var það þriðji kosturinn: Það var að reyna að búa áfram.
Þarna hafði hún húsaskjól. Þarna var nokkur bústofn. Hún þekkti
allar aðstæður og nágrennið. Þarna yrði hún að berjast fyrir sér
og barnahópnum. Þarna væri von um að halda öllum hópnum
sínum saman. Þessa leið valdi hún.
Eg held að það sé hollt fyrir okkur nútímafólk sem höfum það
sem betur fer flest nokkuð gott, að hugleiða þessar aðstæður. Eg
er ekki að gera lítið úr því að margar fjölskyldur í dag eigi í erf-
iðleikum og eiga urn sárt að binda en á þessum tíma voru ekki
neinar almannatiyggingar til, sjúkrasamlög víða ekki komin held-
ur. Það voru ekki neinar safnanir, það var nánast bara að fara á
sveitina. En hvernig voru aðstæðurnar á bænum? f Gilhaga var þá
komin fyrir nokkrum árum móðir Onnu, Dagmar. Dagmar var
með dreng sem hún hafði tekið að sér, Björn Þórðarson fæddur
Í9f3, Bjössi Þórðar, eins og hann var kallaður. Bjössi var því i9
ára þegar Ingólfur deyr. Hann var því heimilinu mikil stoð og
stytta næstu árin en það tognaði líka úr Sigurjóni og hann fór að
taka til hendinni strax og kraftar leyfðu og vel það. Enda fljótt
ákafamaður til allra verka. Eins var með stelpurnar, en Sigga fór
fljótt að vinna af bæ og eins Dagga. Bústofninn var ekki stór á
þessum árurn, a.m.k. ekki á nútímavísu. Að því sem Sigurjón segir
nrér var féð flest um eitt hundrað og af því átti amma hans urn 5
kindur og Bjössi um 15. En þó ber að geta þess að mæðiveikin var
farin að heija á sauðféð. Þá voru tvær kýr á bænurn og nokkrir
hestar. Túnið í Gilhaga var ekki mjög lítið á þeirra tíma mæli-
kvarða, en það dugði samt engan veginn. Það var bæði slegið á
engjum, niður við á og uppi á heiðinni, alveg uppi undir Miklagili
eða fyrir ofan núverandi þjóðveg. Allt lieyið bundið og flutt heim
á hesturn. Það var til þess tekið, sagði pabbi mér hvað Anna var
mikil sláttukona, þetta hefur Sigutjón líka sagt. Já, húsmóðirin
gekk í öll verk sem til féllu.
Vissulega lögðu ýrnsir gott til fjölskyldunnar í Gilhaga. Siguijón
segir að nábýlið við Grænumýrartungufólkið hafði verið einstak-
119