Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 132
Óli E. Björnsson
Slagbolti
I 28. árg. Strandapóstsins 1994 birtist greinarkomið „Slábolti“ eftir
Sigurgeir Magnússon. Svo vildi til, að ég hafði beðið þess lengi, að ein-
hver - ekki endilega Hólmvíkingur eða Strandamaður - yrði til þess að
láta í sér heyra um leik þennan, og var fyrir 3-4 árum orðinn úrkula
vonar. Og þar sem hvort tveggja var, að sjálfur hafði ég iðkað þennan
leik á sama stað og með nákvœmlega sama hugarfari og Sigurgeir lýsir,
þá hafði ég verið að rijja þetta mál upp og var kominn með nokkuð heil-
lega beinagrind í pistil þegar grein hans birtist. Og þar sem mér fannst
hún í rauninni segja flest, sem segja þarf, og er að auki einlæg lýsing á
leiknum sjálfum og tíðarandanum í kringum hann, þótti mér einsætt að
leggja mín skrif til hliðar sem óþarfa. Stóð svo önnur 2-3 ár. Þá las ég
mína ritsmíðyfir aftur og ákvað að Ijúka henni. Mér hafði farið að þykja
— þótt við S.M. værum íflestu sammála - að sjónarhomin væru a.m.k.
tvö: Fyrir honum vekti fyrst og fremst að rijja upp skemmtilega tíma, en
mér að reyna að lýsa leiknum svo, að hægt vœri að endurvekja hann, ef
hann skyldi vera að gleymast, og iðka á ný eftir lýsingunni, auk þess
vœrum við á ýmsan hátt hvor í sínum sálmum, þó að sjálft fagnaðar-
erindið vœri eitt og sama. S.M. virðist koma til Hólmavíkur 1924 en ég
kom 1932. Talsverð þróun hefur orðið í leiknum á því tímabili, ekki síst
ýmsar orðalagsbreytingar. Kemur það glögglega fram í greinum okkar og
130