Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 136
eða Brandur á Broddanesi2, numinn syðra og kenndi 20 krökkum
á Hólmavík 1914.
Víkur þá talinu að leiknum sjálfum:
TÆKNIATRIÐI:
Fernt er nauðsynlegt: Leikmenn, leiksvœði, bolti ogprik.
A) Um fjölda leikmanna eru engar reglur. Sex manns í hvoru liði
er lágmark, tólf er æskileg tala, en varla til bóta að miklu fleiri
séu. Hvenær sem er í leiknum má fjölga í liðum. Einnig geta
menn hætt í miðju kafl og skroppið t.d. heim í mat eða í hátt-
inn. Ekki skiptir höfuðmáli þó að nokkur liðsmunur sé. Fá-
menni er slæmt í slagbolta. Strákar og stelpur voru ætíð saman
í leiknum.
B) Leiksvæði (Sjá riss af slagboltavelli). Stærð og lögun vallarins
skiptir ekki öllu máli. Lengdin má þó varla vera minni en 50
metrar, fer þó eftir tápi þátttakenda. Við annan endann (eig-
inlega utan vallar) er Borg, afmörkuð með beinu striki þvert á
völlinn, með krók á öðrum endanum. Vanalega hófst leik-
urinn með því að annar foringinn, sá sem inni var í byijun,
dró þetta strik á völlinn með prikinu. I Borg er bækistöð inni-
liðsins, útiliðið kemur þangað ekki fyrr en það vinnur sig inn.
í Borg er ekkert gert nema (gefa upp og) slá. Hinum megin
(úti) er vígvöllurinn og vettvangur leiksins. Þar ræður útiliðið
ríkjum. Þangað á inniliðið ekki erindi annað en að hlaupa á
Lillamark og til baka. I námunda við aðra langhlið vallarins,
þá vinstri séð úr Borg, er Litlamark, þó ekki endilega við enda
hans, því að endinn getur verið í ótiltekinni fjarlægð. Litla-
mark getur verið staur, hliðstólpi, eða húshorn eftir staðhátt-
um. Mætti alveg eins vera afmarkaður smáreitur á vellinum.
Þess þarf vel að gæta, að hæfilega langt sé milli Borgar og Litla-
marks sem skýrist síðar. Þessir staðir voru því fyrir löngu orðn-
ir útspekúleraðir fastapunktar á þremur svæðum í þorpinu
þegar ég vissi fyrst til. Eg man aldrei til að slagbolti væri reynd-
ur annars staðar en á þessum þremur stöðum. Hliðarlínur vall-
ar voru ekki neinar. Gæti þó verið gott að marka þær, ef leikið
væri á opnu svæði. Víðast voru húsaraðir til hliðanna, garðar
2 Guðbrandur Benediktsson.
134