Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 144
Slegið var í áttina að Guðbjörnshúsi og var ekki óalgengt að þeir
frískustu slægju yfir húsið og niður í Norðurfjöru.
Þriðji völlurinn var þarna nærri og að nokkru leyti á sama svæði
og þvert á hinn. Borgin var þá undir austurgafli sláturhússins (við
dyr beykisklefans) og Litlamark var staur í girðingu umhverfis
Glaumbæ. Slegið var niður eftir Gorgötunni. Helsti gallinn við
þennan stað var, að mönnum hætti til að slá yfir fjós Benedikts
Finnssonar. Fór þá boltinn óhjákvæmilega inn í garð Hjalta Stein-
grímssonar (Höfðagata 7). Gat þá verið tafsamt að leita hans. Þess
vegna voru stundum höfð endaskipti á þessurn velli og slegið upp
götuna. Lítið rými var þarna og hentaði varla nema þeim yngri.
Oft byrjaði leikurinn hér niður frá en var fluttur upp á Pláss,
þegar fjölgað hafði í liðum. Oll leiksvæðin 3 munu nú ónothæf
fyrir löngu.
Og hver var svo aðdragandi slagboltaleiks? Hvorki voru þar nú
formlegheitin eða hátíðleikinn. Afdrei voru nein félagssamtök
um leikinn. Eg minnist þess ekki, að slagboltaleikur byrjaði öðru-
vísi en þannig, að tveir þrír strákar hittust og einn segði: „Eigum
við að koma í Slagbolta?“ Urðu sér svo úti um bolta og prik, skip-
uðu sjálfa sig foringja, eftir svipuðum lögmálum og talin eru ger-
ast með öpum, þar sem miðað er við bringubreidd og og digurð
skanka, og höfðu uppi tilburði að kjósa. Þó að hvergi væri í byrjun
hræðu að sjá á svæðinu, varð ekki þverfótað fyrir fólki eftir stutta
stund.
Hvenær hættu svo Hólmvíkingar að fara í Slagbolta? Eða iðka
þeir hann kannski enn? Mig grunar að honum hafi hnignað með
innreið nýrrar íþróttabylgju við stofnun Iþróttasambands Stranda-
sýslu (ISS/HSS) í stríðslokin. Síðast tók ég sjálfur þátt í leiknum
stundarkorn 1952. Eg veit að hann lifði talsvert lengur, en dauft
minnir mig væri orðið yfir honum, þegar ég var síðast til frásagn-
ar 1958.
142