Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 146
Ég fór svo út eftir á öðrum bát með yfirstýrimanninum og Jensen
og fjórum útlendum öðrum. Lentum hér, skildum bátinn frá
skipinu eftir, tókum sexæring Jensens og sögluðum norður að
skipi, allir útlendir nema ég. Jensen gekk út í Akurvík. Guðmund-
ur Pétursson var þá kominn þar á skipið með Finnbogastaðaskip-
ið og fjóra báta; bringdi við af krafti, varð að hætta vegna vinds og
báru sem bylti skipinu til. Þeir útlendu fylltu skipið með dýra
skipsmuni og fóru svo upp í Akurvík. Bættu þar í það kössum og
kvartilum. Þar kom Jón Jensson til liðs. Fórum svo inn á Gjögur
og þeir útlendu svo á skipinu inn á Reykjarfjörð. Þá var komið
kvöld. Fleiri bátar Olafs og Hjálmars fóru með flutninga inn eftir
af vörum úr Akurvík. Jensen og kapteinninn fóru tveir inn á Reykj-
arfjörð. Komu svo í kvöld út eftir aftur og hafa farið inn eftir til
baka í nótt og þá allir strandmennirnir með. Tveir komu og fengu
Heru inn eftir einir sér. Vörur mestar komnar á land en viður
feiknamikill f skipinu.
27. júní:
Norðan og austnorðan garðgúlpur, sjór talsverður seinni part-
inn, fúlviðri og þokurubb. - „Eljan“ fór upp og inn af skerinu
Létthöfða og sökk þar fyrir hádegi í dag svo nú sér á toppana af
möstrunum og losabómuendann að framan. Dýrir húsmunir,
sóffar, stólar, borð, bekkir, hurðir, var laust á dekkinu sem skips-
menn báru saman, átti að taka í dag, og svo nýr prammi og ósköp-
in öll af trjávið sem farið hefur nú og margt margt fleira sem ekki
verður talið.
Eljan var eitt af skipum Ottó Wathne-útgerðarinnar, sigldi milli
Noregs og Islands og var einnig í strandsiglingum hér við land.
Björgunarskipið Geir var fengið til að fara norður og reyna að
bjarga skipinu en Eljan sökk áður en Geir komst á strandstað. -
Dagbækur Níelsar Jónssonar eru varðveittar í Landsbókasafni.
144