Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 155
Pistlar og þankar
Fæðingar-hugvekjur
Undirsæng léleg
Brekán garmur
Koddi lítill
2 pottar
1 kista með skrá
1 kista skrárlaus
1 ær
1 gemlingur
1 -
I reikning á Reykjarfirði
kr. 0,18 aurar
0,12 -
2,99 -
0,50 -
0,50 -
0,70 -
0,30 -
0,15 -
6,00 -
3,50 -
2,00 -
_________23,99 -
Samtals 39,94
Eftir að yfirvöld höfðu náð þarna í 39 krónur og 94 aura, sem
trúlega hefur verið aleiga Ingveldar, vantaði enn 76 krónur og 45
aura upp í málskostnaðinn. I bréfi dagsettu í Reykjavík 17. nóv-
ember 1897 og er undirritað af J. Havsteen og er sent til lands-
höfðingans er þess farið á leit að þessar 76 kr. og 45 aurar verði
greiddar úr landssjóði þar sem ekki séu neinar líkur að þetta fáist
greitt á annan hátt.
I upphafi þessarar samantektar sagði ég frá heimsókn til Guð-
mundar heitins í Bæ, sem var kveikjan að því að ég fór að taka
þetta saman. Guðmundur sagði okkur að Jens Olason sem feng-
inn var til að fara með hina seku konu til Isafjarðar hafi haft mik-
ið yndi af ferðalögum og hann hafi verið mjög ánægður og hreyk-
inn yfir þessu ferðalagi til Isafjarðar. Hann mun meðal annars
hafa verið spurður hvort hann hafi séð fógetann á Isafirði. Hann
hélt nú það. Hann hefði bæði séð hann og meira að segja talað
við hann.
Heimildir: Skjalasafn Vesturlands.
153