Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 157
an að tefla á tæpasta vað. Stundum var maður dálítið skelkaður
eða þannig.
Þessari siglingu lauk svo þegar komið var út á móts við Snasa-
básinn, þar dettur vindur niður í vestanátt og vindhviður koma úr
ýmsum áttum. Við vorum þarna á lygnum sjó og erum í þann veg-
inn að fella seglið. Skyndilega kom rokhviða sem reif út seglið og
þverkubbaði mastrið og fleygði öllu fyrir borð. Þetta gerðist svo
snöggt að báturinn haggaðist varla. Við drösluðum þessu inn í
bátinn aftur og sáum þá að toppurinn á mastrinu hafði líka brotn-
að af þannig að mastrið á bátnum okkar góða var í þrem pörtum.
Þetta hafði aldrei gerst áður, þvílíkt!! Við vorum þarna fyrir utan
Snasabásinn í þessum misvindi. Ekki gátum við lent og sett bátinn
upp þar. Við urðum að komast fyrir Snasirnar en vestanstreng-
urinn út Veiðileysufjörðinn var orðinn nokkuð mikill. Við áttum
í raun ekkert val, við ákváðum að skríða sem næst landinu. Þar fór
minnst fyrir vindbárunni. Við þekktum vel hætturnar þarna. En
út fyrir Snasirnar urðum við að fara og þar náði vestanstrengurinn
vel til okkar. Þarna varð talsverður barningur. Sjór var sem betur
fór varla hálffallinn svo við komumst í skjól við skerin sem liggja
út af Sandoddanum. Að geta farið þarna innan skeija var frábært,
en samt gekk nú talsvert brim yfir skerin en ekki okkur til skaða.
Þegar skerjunum sleppir tekur við nokkur hundruð metra opinn
sjór þar til skjól verður af Hundavogsklettunum, eftir það var okk-
ur borgið heim í lendingu. Þessi ferð okkar endaði vel.
A Kambi voru tvær lendingar, sem kallað var, frá náttúrunnar
hendi, Nyrðri- og Innri-Lending. Sú nyrðri lá beint út úr smávogi
við fjöruna og út á milli flúra eða boða út úr sundi. Þangað inn
komu vélbátar þegar ládautt var og töfðu smátíma, ekki lengur.
En þá varð að vera ládautt. Innri-Lendingin, sem var aðallend-
ingin, var miklu hættulegri. Þegar komið var af sjó og nokkurt
brim var varð að stoppa fyrir utan og bíða og sjá hvort þverbraut
fyrir sundið inn hjá Brúnkollu. Ef svo var varð að bíða fyrir utan
og sæta lagi. Eftir þrjár bárur sem lokuðu sundinu kont hlé og þá
var tekinn lífróður inn sundið og vinstri beygja inn með hraun-
kambi sem liggur þarna og gat verið hættulegur ef brot tók sig
upp. Oft var tekin mikil áhætta við lendingu á Kambi því þar var
í raun engin lending, það var bara svona.
155
i