Morgunblaðið - 03.08.2021, Side 13
Afganistan Uppflosnun fólks vegna
stríðsátaka er alvarlegt vandamál.
Bandaríkjamenn og Bretar sögðu í
gær, að talibanar kunni að hafa
framið „stríðsglæpi“ í Afganistan.
Sökuðu þeir uppreisnarmenn um
„fjöldamorð“ á íbúum borgarinnar
Spin Boldak við landamærin að
Pakistan sem féll nýlega í hendur
talibönum.
„Í Spin Boldak í Kandahar stóðu
talibanar að fjöldamorði á óbreytt-
um borgurum í hefndarskyni. Þessi
morð gætu flokkast sem stríðs-
glæpir,“ sagði m.a. í sameiginlegri
yfirlýsingu sendiráða Bandaríkj-
anna og Bretlands í Kabúl.
AFGANISTAN
Talibanar sakaðir
um stríðsglæpi
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
Vegna fjölda eftirspurna
höfum við framlengt tilboðið!
Kynntu þér meira
á www.sleepy.is
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Pólverjar veittu hvítrússnesku
frjálsíþróttakonunni Krystsinu
Tsimanouskayu hæli af mannúðar-
ástæðum eins og hún hafði leitast
eftir en fleiri ríki buðust til að skjóta
yfir hana skjólshúsi eftir að hún lenti
í útistöðum við fararstjóra sína á Ól-
ympíuleikunum í Tókýo sem hún
sagði hafa reynt að koma henni úr
landi í Japan.
Tsimanouskaya „er komin í beint
samband við pólska stjórnarerind-
reka í Tókýó. Hún hefur fengið vega-
bréfsáritun af mannúðarástæðum.
Pólland mun gera allt sem nauðsyn-
legt er talið til að hún geti áfram
stundað íþrótt sína,“ sagði varautan-
ríkisráðherra Póllands, Marcin
Przydacz.
Bað Japani um hjálp
Tékknesk stjórnvöld blönduðu sér
í málefni Tsimanouskayu og buðu
henni sömuleiðis hæli en hún sóttist
sjálf eftir að komast til Póllands.
Hún gisti á flugvallarhóteli í Tókýó
síðastliðna nótt eftir að hafa beðið
japanska embættismenn um hjálp til
að komast hjá því að verða neydd um
borð í flugvél á leið heim til Hvíta-
Rússlands.
Hin 24 ára Krystsina Tsimano-
uskaya átti að vera á ólympíuleik-
vanginum í gær og keppa í 200 metra
hlaupi en varð í staðinn miðpunktur
átakamikilla diplómatískra þrátta
um framtíð hennar.
Tékkneski utanríkisráðherrann,
Jakub Kulhanek, sagði Tékkland
reiðubúið að bjóða henni hæli. „Jap-
anskir embættismenn voru að stað-
festa við okkur að hvítrússneska
íþróttakonan Krystsina Tsimano-
uskaya hafi þegið boð okkar um hæli.
Taki hún því munum við liðsinna
henni eins og frekast er unnt. Ól-
ympíuleikarnir snúast ekki um
stjórnmál og aðgerðir stjórnar Alex-
anders Lukashenko eru virkilega
svívirðilegar,“ sagði Kulhanek.
Áður sögðu óháð hvítrússnesk
samtök, sem styðja andóf íþrótta-
manna, að Tsimanouskaya væri að
reyna komast til Póllands.
„Krystsina Tsimanouskaya hefur
lagt fram skjöl til að fá pólitískt hæli
í Póllandi,“ sagð Alexandr Opeikin,
leiðtogi samtakanna BSSF, við AFP.
„Það er allt í lagi hjá henni, hún
stendur sig vel. Aðstæður af þessu
tagi eru mikið álag, ekki bara á
íþróttamenn heldur alla sem verða
fyrir barðinu á því.“
Japanskir embættismenn og
fulltrúar Alþjóða ólympíunefndar-
innar (CIO) sögðu að íþróttamaður-
inn væri í öruggu skjóli og ætti í
samskiptum við yfirvöld.
„Hún sannfærði okkur um að hún
teldi sig hólpna og örugga. Hún varði
nóttinni í öryggi á flugvallarhóteli,“
sagði Mark Adams, talsmaður CIO,
við blaðamenn í Tókýó í gær. Hann
sagði að nefndin myndi ræða við
hana aftur í gær til að setja sig inn í
mál hennar. „Við viljum vita hvað
hún vill aðhafast og munum styðja
hana í því.“ Bætti Adams því við að
Flóttamannaráð Sameinuðu þjóð-
anna (UNHCR) hefði aðkomu að
máli Tsimanouskayu.
Hún hefur haldið því fram að for-
svarsmenn ólympíuhóps Hvíta-
Rússlands hafi reynt að senda hana
heim eftir að hún gagnrýndi Frjáls-
íþróttasamband Hvíta-Rússlands
fyrir að skrá hana til keppni í boð-
hlaupi í Tókýó án þess að hafa gert
henni viðvart um það. „Í ljós kemur
að okkar miklu yfirmenn ákveða
hlutina alltaf fyrir okkur,“ sagði
Tsimanouskaya á samfélagsvefnum
Instagram en færsla sú var síðan
tekin út. Í seinni færslu sagðist hún
aldrei myndu hafa brugðist svo hart
við hefði henni verið tilkynnt um
málið fyrirfram, það verið útskýrt og
hún spurð hvort hún gæti hlaupið
400 metrana. „Þeir kusu að gera allt
á bak við mig,“ bætti hún við.
Talsmenn BSSF sögðu fyrirsvars-
menn hvítrússneska liðsins hafa
reynt að vísa Tsimanouskayu úr
landi. Í öðru myndbandi ákallaði
Tsimanouskaya CIO og bað nefnd-
ina að skerast í leikinn. „Það er legið
í mér og þeir eru að reyna koma mér
úr landi gegn vilja mínum,“ sagði
hún.
Hvítrússneska ríkissjónvarpið
gagnrýndi Tsimanouskayu og sagði
framkomu hennar í Tókýó „stór-
hneyksli“.
Adams sagði að CIO hefði krafið
ólympíunefnd Hvíta-Rússlands um
tæmandi skriflega skýrslu um málið.
Hefur CIO í nokkrum atriðum geng-
ið gegn hvítrússnesku nefndinni
undanfarna mánuði.
Kreppa í Hvíta-Rússlandi
Kosning Lukashenko til sjötta
kjörtímabils á forsetastóli í ágúst í
fyrra hefur kallað alvarlegustu
kreppu yfir landið í manna minnum.
Kjörinu var mótmælt á götum úti
vikum og mánuðum saman en Lu-
kashenko svaraði andstæðingum
sínum með harkalegum aðgerðum.
Í desember bannaði CIO Luka-
shenko og son hans frá ólympískum
viðburðum vegna aðgerða gegn
íþróttamönnum eftir pólitískum
skoðunum. Í mars neitaði CIO að
viðurkenna formennsku Viktors Lu-
kashenko í ólympíunefndinni, emb-
ætti sem faðir hans hafði haldið frá
1967. Hann var bannaður frá leik-
unum í Tókýó.
AFP
Hvít-Rússi Tsimanouskaya komin í skjól í sendiráði Póllands í Tókýó.
Hvítrússneskum hlaup-
ara boðið hæli í Póllandi
- Hugðust bola Tsimanovskayu um borð í flugvél er flytti hana til Hvíta-Rússlands
Að minnsta kosti átta manns hafa far-
ist í gróðureldum í suðurhluta Tyrk-
lands. Hafa þeir lagt baðstrandabæi í
rúst og hrakið ferðamenn flótta.
Eldarnir höfðu logað í sex daga í
gær og lítið útlit fyrir að þeim væri að
linna. Yfirvöld sögðu að tekist hefði að
hemja 130 elda á þessum tíma en mik-
ið álag hefur verið á slökkvisveitum.
Víðar loga gróðureldar en í Tyrk-
landi því í gær börðust hermenn við
að bæla gróðurelda í hluta Grikk-
lands, á Spáni og Ítalíu. Á Ítalíu var
við 1.500 eldblossa að etja á sunnu-
deginum einum.
Í borginni Pescara slösuðust að
minnsta kosti fimm manns sem voru í
hópi fólks er neyddist til að flýja bað-
strandabyggð og heimili sín. Þurfti að
flytja mörg hundruð manns á brott.
Í Grikklandi urðu íbúar fimm þorpa
á Pelopsskaga að yfirgefa heimili sín
og flýja elda. Gríska veðurstofan seg-
ir að búast megi við allt að 45°C loft-
hita þar í landi í vikunni.
Hvassviðri og hitabylgja sem
hækkar úr öllu valdi yfir Suður-Evr-
ópu hafa kynnt undir eyðileggingar-
bálum. Sérfræðingar segja að lofts-
lagsbreytingar auki bæði tíðni slíkra
elda og ákefð.
Verst er ástandið í Tyrklandi með-
fram ströndum Miðjarðarhafs og
Eyjahafs en þar er mikið um ferða-
þjónustu. Þaðan flúði fólk á bátum og
tóku varðskip tyrknesku strandgæsl-
unnar þátt í að flytja gesti á brott.
Á gervihnattarmyndum má sjá að
um 100.000 hektarar skóglendis hafa
orðið bálinu að bráð í Tyrklandi síð-
ustu sjö dagana. Í gær glímdu sveitir
slökkviliðsmanna af landi og úr lofti
við elda við borgirnar Marmaris og
Koycegiz. ESB bauðst í fyrradag til
að senda flugvélar sérbúnar til
slökkvistarfs. agas@mbl.is
Eldar ógna bað-
strandabyggð
- Skógareldar víða illviðráðanlegir
AFP
Eldar Hörfað undan eldum í Mugla
við Marmaris í Tyrklandi í gær.
Hundrað ára fv. fangavörður í
Sachsenhausen, útrýmingarbúðum
nasista í Oranienburg norður af
Berlín, er nógu heilsuhraustur til
að mæta fyrir rétt í október, að
sögn saksóknara.
Hann er ákærður fyrir að hafa
„vitandi og viljandi“ aðstoðað við
morð á föngum í búðunum milli
1942 og 1945. Sérstaklega er um að
ræða aðstoð hans við aftökusveitir
við morð á sovéskum stríðsföngum
1942. Lögmaður fjölda fórnar-
lamba fangavarðarins segir í
blaðinu Welt am Sonntag að margir
þeirra séu á svipuðu reki og vörð-
urinn og ætlist til að hann gjaldi
fyrir gjörðir sínar. agas@mbl.is
ÞÝSKALAND
AFP
Sachsenhausen Hliðið að búðunum.
100 ára fyrir rétt
vegna fjöldamorða