Morgunblaðið - 03.08.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.08.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik – Víkingur R........................... 4:0 Staðan: Valur 14 9 3 2 25:13 30 Víkingur R. 15 8 5 2 22:16 29 Breiðablik 14 8 2 4 33:18 26 KR 14 7 4 3 24:14 25 KA 13 7 2 4 19:9 23 FH 13 5 3 5 18:17 18 Leiknir R. 14 5 2 7 15:19 17 Keflavík 13 5 1 7 17:22 16 Fylkir 14 3 5 6 17:25 14 Stjarnan 14 3 4 7 14:23 13 HK 14 2 4 8 14:26 10 ÍA 14 2 3 9 13:29 9 Lengjudeild karla ÍBV – Afturelding .................................... 2:0 Staðan: Fram 13 11 2 0 36:10 35 ÍBV 14 9 2 3 27:13 29 Fjölnir 14 7 2 5 19:16 23 Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22 Vestri 14 7 1 6 23:27 22 Grindavík 14 5 5 4 26:28 20 Þór 14 5 4 5 29:24 19 Grótta 14 5 2 7 28:28 17 Afturelding 13 4 4 5 27:26 16 Selfoss 14 3 3 8 21:32 12 Þróttur R. 14 3 1 10 25:33 10 Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2 Þýskaland B-deild: Holstein Kiel – Schalke........................... 0:3 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Holstein Kiel. - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Schalke og var fyrirliði. C-deild: Dortmund II – Mannheim....................... 1:1 - Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leik- inn með Dortmund. Rússland CSKA Moskva – Lokomotiv Moskva ..... 1:2 - Hörður Björgvin Magnússon hjá CSKA er frá keppni vegna meiðsla. Belgía Royal Union St. Gilloise – Club Brugge 0:1 - Aron Sigurðarson var ekki í leikmanna- hópi Royal St. Gilloise. Rúmenía CFR Cluj – Chindia Targoviste ............. 1:0 - Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Cluj. Danmörk Viborg – Midtjylland............................... 0:2 - Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á bekknum hjá Midtjylland og Mikael And- erson er frá keppni þar sem hann smitaðist af kórónuveirunni. AGF – Randers......................................... 1:2 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 72 mínúturnar með AGF. OB – Köbenhavn ...................................... 0:2 - Aron Elís Þrándarson var ekki í leik- mannahópi OB. - Hákon Arnar Haraldsson var ekki í leik- mannahópi Köbenhavn. Silkeborg – AaB....................................... 0:0 - Stefán Teitur Þórðarson lék seinni hálf- leikinn með Silkeborg. SönderjyskE – Nordsjælland ................. 0:2 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Sönder- jyskE. B-deild: Esbjerg – Helsingör ................................ 1:3 - Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn með Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópnum. Fremad Amager – Horsens.................... 1:4 - Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu hjá Horsens. Lettland Riga – Daugavpils ........................... Frestað - Axel ÓskarAndrésson leikur með Riga. Hvíta-Rússland Gomel – BATE Borisov........................... 2:2 - Willum Þór Willumsson var ekki í leik- mannahópi BATE Borisov. Bandaríkin North Carolina – Orlando Pride ........... 1:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando. Houston Dash – Gotham......................... 1:1 - Andrea Rán Hauksdóttir kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Houston. New York RB – New England ............... 2:3 - Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 74 mínúturnar með New England. New York City – Columbus Crew ......... 4:1 - Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 64 mínúturnar með New York. Inter Miami – CF Montréal..................... 2:1 - Róbert Orri Þorkelsson var allan tímann á bekknum hjá Montréal. Ólympíuleikarnir Karlar, 8-liða úrslit: Spánn – Fílabeinsströndin .................frl. 5:2 Japan – Nýja-Sjáland...................... 0:0 (4:2) Brasilía – Egyptaland .............................. 1:0 Suður-Kórea – Mexíkó............................. 3:6 Konur, undanúrslit: Bandaríkin – Kanada ............................... 0:1 Ástralía – Svíþjóð ..................................... 0:1 4.$--3795.$ Harry Kane, markaskorarinn mikli í herbúðum enska knattspyrnu- félagsins Tottenham Hotspur og landsliðsfyrirliði Englands, mætti ekki á æfingu hjá Tottenham í gær- morgun eins og gert hafði verið ráð fyrir. Kane var búinn að vera í fríi eftir að hafa leitt enska landsliðið til silfurverðlauna á Evrópumótinu í sumar og átti að mæta á sína fyrstu æfingu á undirbúnings- tímabilinu í gær. Framherjinn vill yfirgefa Totten- ham og hefur verið orðaður við Manchester City. Landsliðsfyrir- liðinn skrópaði AFP Bless Harry Kane vill kveðja Tottenham og róa á önnur mið. Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samningi við danska varnar- manninn Mark Gundelach. Leik- maðurinn lék síðast með HB Køge í B-deild heimalandsins. Gundelach, sem er 29 ára gamall bakvörður, þótti efnilegur á sínum tíma og lék með öllum yngri landsliðum Dan- merkur. Hann hefur leikið með Nordsjælland, SønderjyskE og Roskilde, ásamt Køge. Hann lék með Nordsjælland í Meistaradeild Evrópu. Akureyrarliðið er í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 23 stig. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson Akureyri KA-menn hafa samið við varnarmann frá Danmörku. Danskur varn- armaður í KA BREIÐABLIK – VÍKINGUR 4:0 1:0 Jason Daði Svanþórsson 34. 2:0 Jason Daði Svanþórsson 38. 3:0 Viktor Örn Margeirsson 48. 4:0 Gísli Eyjólfsson 55. MM Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki) M Damir Muminovic (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki) Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki) Kwame Quee (Víkingi) Dómari: Erlendur Eiríksson – 7. Áhorfendur: 648. FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðabliki líður hvergi betur en heima hjá sér. Kópavogsliðið sýndi það enn og aftur er liðið valtaði yfir Víking úr Reykjavík á heimavelli í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gærkvöldi, 4:0. Breiðablik hefur nú unnið fimm af sjö heimaleikjum sín- um með sömu markatölu. Breiðablik hefur alls unnið sex af sjö leikjum í deildinni á Kópavogsvelli og þar af síðustu sex. Markatalan er ekki af verri end- anum; 22:2. Aðeins KR og Valur hafa skorað fleiri mörk, heima og heiman, í sumar en Breiðablik hefur gert á heimavelli. Víkingur byrjaði ágætlega í Kópa- voginum og skapaði sér fín færi í upphafi leiks. Það var því eins og blaut tuska í andlit gestanna þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla eftir rúmlega hálftíma leik. Víkingur náði sér ekki á strik eftir það. Miðað við leikinn í gær er það ótrúleg tilhugsun að Víkingur sé enn með þremur stigum meira en Breiðablik og í öðru sæti, einu stigi á eftir toppliði Vals. Blikar eiga að vísu leik til góða. Ljóst er að Evr- ópuævintýri Breiðabliks er að gefa liðinu byr undir báða vængi. „Víkingar fengu óþægilegan skell í kvöld, sem gæti reynst dýrkeyptur í toppbaráttunni. Enginn ætti hins vegar að afskrifa Blika úr meist- arabaráttunni, sér í lagi ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu megnið af leiknum,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á mbl.is. _ Jason Daði Svanþórsson er kominn með sex mörk í tólf leikjum í deildinni í sumar og er markahæstur í Breiðabliksliðinu. _ Viktor Örn Margeirsson skor- aði sitt þriðja mark í deildinni í sum- ar. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einu tímabili. Breiðablik óstöðvandi í Kópavogi Ljósmynd/Kristinn Steinn Mark Jason Daði Svanþórsson fagnar öðru marki sínu í gærkvöldi. - Sjötti heimasigurinn í röð - Fóru illa með Víking í toppbaráttuslag ÍBV styrkti stöðu sína í öðru sæti Lengjudeildar karla í fótbolta með 2:0-heimasigri á Aftureldingu á laugardaginn var. Erfitt verkefni varð enn erfiðara fyrir Aftureldingu á 8. mínútu þeg- ar Oskar Wasilewski fékk beint rautt spjald. ÍBV nýtti sér liðsmun- inn því Breki Ómarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu. Ellefu Eyjamönnum gekk illa að ganga frá Aftureldingu og hefðu Mosfellingar með smá heppni getað jafnað metin. Allt kom þó fyrir ekki og Seku Conneh gulltryggði sigur ÍBV með marki í uppbótartíma. ÍBV er í öðru sæti með 29 stig, sex stigum á eftir Fram og sex stigum á undan Fjölni. Afturelding er í ní- unda sæti með 16 stig. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Fögnuður Eyjamenn fagna marki vel og innilega á Hásteinsvelli. ÍBV í góðum málum Takist karlaliði Breiðabliks í fót- bolta að slá skoska liðið Aberdeen úr leik í Sambandsdeild Evrópu bíð- ur leikur við annaðhvort AEL Li- massol frá Kýpur eða Qarabag frá Aserbaídsjan í umspilseinvígi um sæti í riðlakeppninni. Breiðablik mætir Aberdeen á heimavelli næst- komandi fimmtudag og ytra viku síðar. Nokkur Íslendingalið voru svo einnig í pottinum. Sigurvegararnir úr viðureign Bodø/Glimt, sem Alfons Sampsted leikur með, og Prishtina frá Kósóvó mæta sigurvegurunum úr viður- eign Mura frá Slóveníu og Zalgiris Vilníus frá Litháen. Alfons og fé- lagar höfðu betur gegn Íslands- meisturum Vals í síðustu umferð. Sigurvegararnir úr viðureign Hammarby, sem Jón Guðni Fjólu- son leikur með, og Cukaricki frá Serbíu mæta sigurvegurunum úr viðureign Újpest frá Ungverjalandi og Basel frá Sviss. Sigurvegararnir úr viðureign Rosenborg, sem Hólmar Örn Eyj- ólfsson leikur með, og Domzale frá Slóveníu mæta franska liðinu Ren- nes, svo fátt eitt sé nefnt. Nánar má lesa um dráttinn í Sambandsdeild- inni, sem og Evrópudeildinni og Meistaradeildinni á mbl.is/sport. Breiðablik til Kýpur eða Aserbaídsjan Morgunblaðið/Unnur Karen Kópavogur Leikmenn Breiðabliks fagna marki gegn Austria Wien.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.