Morgunblaðið - 03.08.2021, Page 32
Tónlistarkonan Bríet hefur
notið mikillar hylli meðal
landsmnanna og senn er von
á nýrri plötu. Af því tilefni
blæs Bríet til útgáfutónleika
eins og kemur fram í tilkynn-
ingu frá henni: „Ég er með
rosalegar fréttir, ég ætla að
halda útgáfutónleika í Eld-
borg í Hörpu 11. september
næstkomandi. Ég er svo
spennt að ég gæti fallið í yf-
irlið! Markmiðið er að toga
út gleði og sorg og ást og
hamingju, glimmer, blöðrur
og teygja allan tilfinningaskalann. Ég fæ yndislega
meðspilara með mér upp á svið og krassasig mun sjá
um listræna stjórnun. Meðspilarar eru Rubin Pollock,
Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann, Magnús Trygvason
og leynigestir!“
Bríet heldur útgáfutónleika í
Eldborgarsalnum í september
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Breiðablik fór upp fyrir KR og upp í þriðja sæti Pepsi
Max-deildar karla í fótbolta með sannfærandi 4:0-sigri
á Víkingi á heimavelli í gærkvöldi. Jason Daði Svan-
þórsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og þeir Gísli
Eyjólfsson og Viktor Örn Margeirsson komust einnig á
blað. Þrátt fyrir sigurinn er Víkingur enn með þremur
stigum meira en Breiðablik og í öðru sæti, en Kópa-
vogsliðið á leik til góða. Breiðablik hefur raðað inn
mörkum á heimavelli í sumar og var um fimmta 4:0-
heimasigur liðsins að ræða. »26
Blikar skoruðu fjögur gegn Víkingi
ÍÞRÓTTIR MENNING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta er sannarlega mikill dagur.
Ég hef ekki undan neinu að kvarta,“
sagði Jakobína Valdimarsdóttir á
Sauðárkróki, alltaf kölluð Bína, sem
fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu.
Er hún elsti núlifandi Skagfirðing-
urinn og samkvæmt vefnum Lang-
lífi er hún 25. elsti Skagfirðingurinn.
Samkomutakmarkanir í kórónu-
veirufaraldri höfðu mikil áhrif á
tímamótin í gær því öllu veislu-
standi með fjölskyldunni var slegið
á frest til betri tíma. Það er sannar-
lega ástæða til að fagna aldar-
afmæli, ekki síst þar sem Bína er
við ágæta heilsu en hún býr enn á
heimili sínu við Skagfirðingabraut á
Sauðárkróki.
Heyrnin er þó farin að daprast og
baðst hún undan löngu viðtali, gaf
blaðamanni þó leyfi til að birta
fregn um tímamótin.
Hátt í 70 afkomendur
Bína fæddist á Sauðárkróki 2.
ágúst 1921, og ólst þar upp, næst-
yngst níu systkina. Foreldrar henn-
ar voru Valdimar Jónsson og Guð-
rún Ólafía Frímannsdóttir. Bína var
eins árs þegar móðir hennar lést úr
berklum og fósturforeldrarnir voru
Þorsteinn Maríus Pálsson og Jak-
obína Petrea Jóhannsdóttir.
Bína giftist Valgarði Einari
Björnssyni bifreiðarstjóra en hann
lést árið 2000, á 82. aldursári. Sam-
an eignuðust þau fimm börn, fjögur
þeirra komust á legg, en næstelsta
barnið þeirra, Birna Ingibjörg, lést
þriggja ára vegna hjartagalla. Eft-
irlifandi synir Bínu eru Valgarð og
Sverrir. Elsti sonurinn, Kári, lést
árið 2012, sjötugur að aldri, og
María lést í fyrra, 68 ára. Ömmu-
börn Bínu eru 16, langömmubörnin
38 og langalangömmubörnin orðin
átta, alls 67 afkomendur.
Fram kom í viðtali við Bínu í
Feyki, þegar hún varð 99 ára, að
hún sæi ekki mikinn mun á unga
fólkinu í dag og þegar hún var ung.
Í dag tíðkast þó ekki að konur séu-
heimavinnandi og karlarnir að
framfleyta fjölskyldunni, en þannig
hefði það verið í hennar tilfelli. Bína
vann aldrei utan heimilisins eftir að
hún gifti sig og eignaðist börn.
Fram að því hafði hún verið í síld á
sumrin. Haft var eftir Bínu að henni
fyndist fólk verða langlífara í dag en
áður. Fleiri næðu því að verða 100
ára en áður. Þegar hún hefði verið
ung hefði fólk um sjötugt verið eld-
gamalt í hennar huga, í dag væru
sjötugir taldir á besta aldri.
Í viðtalinu við Feyki í fyrra vildi
hún þakka móður sinni, Jakobínu
Petreu, langlífið. Hún hefði verið
dugleg að gefa henni lýsi, eða tvær
matskeiðar á hverjum degi þar til
Bína varð 12 ára. „Þá sagði Bína
stopp og lét nægja að taka eina mat-
skeið upp frá því. Bína minnist þess-
ara stunda með hryllingi því lýsið
hafi verið volgt þar sem það var
geymt á borði bak við hurð,“ sagði
m.a. í Feyki.
Ljósmynd/Ólöf Ösp Sverrisdóttir
Aldarafmæli Jakobína Valdimarsdóttir á heimili sínu á Sauðárkróki.
„Ég hef ekki undan
neinu að kvarta“
- Elsti núlifandi Skagfirðingurinn varð 100 ára í gær