Morgunblaðið - 31.08.2021, Page 1

Morgunblaðið - 31.08.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 203. tölublað . 109. árgangur . ÁVARP UNDAN SÆNGINNI ÞRÍR EFSTIR OG JAFNIR SYNTU YFIR EINS OG AFREKS- KÝRIN SÆUNN REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 11 ÖNUNDARFJÖRÐUR 2TÓMAS OG RAGNHILDUR 28 Sitjandi stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands, KSÍ, hefur ákveðið að segja af sér. Kom þetta fram í fréttatilkynningu sem sam- bandið sendi frá sér í gær. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður sambandsins, sagði af sér í fyrradag í kjölfar þess að þolandi í ofbeldis- máli steig fram og lýsti því að leik- maður karlalandsliðsins hefði beitt hana ofbeldi á skemmtistað árið 2017. KSÍ hefur verið sakað um þöggun og meðvirkni með gerendum innan sambandsins en síðustu daga hefur komið fram hávært ákall um gagn- gerar breytingar á stjórn KSÍ. „Stjórn, varafulltrúar og lands- hlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur,“ segir meðal annars í frétta- tilkynningunni en boðað verður til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ, með fjögurra vikna fyrir- vara, þar sem ný stjórn verður kjör- in. Styrktaraðilar sambandsins hafa lýst áhyggjum af stöðu mála og ósk- að eftir fundi með stjórn. „Síðustu dagar hafa verið gríð- arlega erfiðir og líklega þeir erf- iðustu sem ég hef upplifað í 27 ára starfi,“ segir Klara Bjartmarz, fram- kvæmdastjóri KSÍ, meðal annars í samtali við Morgunblaðið. »6 & 27 Stjórn knattspyrnusambandsins segir af sér - Klara Bjartmarz segir síðustu daga þá erfiðustu í 27 ára starfi - Styrktaraðilar lýsa áhyggjum af stöðu mála Morgunblaðið/Eggert Fundur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í höfuðstöðvunum í gær. Flaggað var í gær í hálfa stöng við sendiráð Banda- ríkjanna á Engjateig. Var það gert til að minnast þeirra þrettán bandarísku hermanna sem nýverið féllu í sjálfsvígsárás við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Hinir látnu, ellefu karl- menn og tvær konur, voru á aldrinum 20-31 árs. Tveggja áratuga langri hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna í Afganistan lauk í gær. »13 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Minnast þeirra þrettán sem féllu í Kabúl Andrés Magnússon andres@mbl.is Þegar rýnt er í fylgi flokka, sem hyggjast bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum, blasir við að meiri munur er að verða á kjördæmunum en verið hefur. Sem fyrr er munurinn á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni greinilegastur, en auðvelt er að koma auga ýmsa strauma aðra. Ekki er að sjá að fjölgun framboða hafi orðið til þess að slétta yfir slík- an mun með því að gefa kjós- endum fleiri kosti í kjörklefanum. Í Morgunblaðinu í dag er að finna yfirlit yfir fylgi flokkanna í einstökum kjör- dæmum, ásamt þingmannaútreikningi. Þar er byggt á tölum úr þremur síðustu skoðanakönnunum, sem MMR gerði í sam- starfi við Morgunblaðið og mbl.is. Meðal þess sem þar blasir við, er sterk hægri undiralda í Suðurkjördæmi, þar sem vinstriflokkarnir ná sér ekki á strik, en einnig má nefna hvernig Viðreisn nær lítilli viðspyrnu utan höfuð- borgarsvæðisins meðan Framsóknarflokk- urinn á við gagnstæðan vanda að etja sem oft áður. Sömuleiðis eiga Píratar mun minna fylgi að fagna á Norðurlandi en annars staðar. Það eru helst fylgisminnstu flokkarnir, sem státað geta af sæmilega jöfnu fylgi eftir kjördæmum, en jafnvel þeir eru allir með eitt kjördæmi öðrum sterkara. Misvægi fylgis flokka - Mikill munur á fylgi eftir kjördæmum Kjördæmin » Kjördæmin eru mjög misfjölmenn » Fylgi flokkanna er einnig mjög misskipt milli þeirra » Sá munur virð- ist fremur fara vaxandi en hitt MMjög misjöfn staða í kjördæmunum »4 _ Verktakafyrirtækið Eykt mun annast hönnun og framkvæmdir við stækkun seiðaeldisstöðvar Arc- tic Fish í Norður-Botni í Tálkna- firði og norska fyrirtækið Eyvi sér um tæknibúnað stöðvarinnar. Áætlað er að kostnaður við verkið verði um 3,5 milljarðar króna og verður það ein af stærstu fram- kvæmdum einkaaðila á Vest- fjörðum. Framkvæmdir hefjast næstu daga. Húsnæðið verður stækkað um 4.200 fermetra og verður samtals 14.200 og kerjarými meira en tvö- faldað því við það bætast 7.200 rúmmetrar. Framleiðslugeta stöðv- arinnar tvöfaldast, verður 1.000 tonn sem svarar til um fimm millj- óna 200 gramma seiða. Úr þeim fjölda á að vera hægt að ala um það bil 25 þúsund tonn af laxi. »9 3,5 milljarða króna stækkun fyrir seiði Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Arctic Fish Afkastageta stöðvarinnar í Tálknafirði verður tvöfölduð. _ Illkynja æxli voru algengasta dánarorsök landsmanna í fyrra en dánartíðni illvígustu sjúkdóma hef- ur lækkað allnokkuð á umliðnum árum að því er fram kemur í um- fjöllun um dánartíðni og dánar- orsakir í fyrra í Talnabrunni Land- læknis. Svonefnd aldursstöðluð dánartíðni vegna illkynja æxla var 182 á hverja 100 þúsund íbúa í fyrra. Þá hefur aldursstöðluð dán- artíðni vegna hjartasjúkdóma með- al karla lækkað um ríflega 55% frá árinu 1996 en um tæplega 44% hjá konum á sama tímabili. Er það fyrst og fremst talið skýrast af bættum lífsstíl og framförum í læknis- fræðilegri meðferð. »14 Dánartíðni illvígra sjúkdóma lækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.