Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 24

Morgunblaðið - 26.08.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Karítas Ríkharðsdóttir Inga Þóra Pálsdóttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um fram- hald á viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá á grunni tillagna stjórnlagaráðs og hærri veiðigjöld eru á meðal kosn- ingaáherslna Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar eftir tæpan mánuð. Kosningaáherslur Samfylkingar- innar voru kynntar á blaðamanna- fundi í gær, þegar sléttur mánuður var til kosninga, á Aurora base- camp í Hafnarfirði og í beinu streymi á netinu. Deildu á ríkisstjórnina Áherslupakki Samfylkingarinnar ber yfirskriftina Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kyn- slóðir, og skiptist í fjóra megin- hluta; fjölskyldur í forgang, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, sterkara samfélag og frjálst og framsækið Ísland. Logi Einarsson, formaður flokks- ins, sá um að kynna áherslunar ásamt því að Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, kynnti stuttlega áherslur ungliða- hreyfingarinnar. Í máli þeirra beggja mátti greina gagnrýni á störf sitjandi ríkis- stjórnar. Í ræðu sinni gagnrýndi Logi ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Aðspurður hvort Samfylkingin eigi þá samleið með Vinstri grænum, sem farið hafa með umhverfisráðuneytið á yfir- standandi kjörtímabili, sagði Logi í samtali við mbl.is svo vera. Samhljómur með VG „Vinstri græn hafa í stefnu sinni metnaðarfull áform í loftslagsmál- um. Við eigum samhljóm um margt af því sem þar er. Í samstarfi við hægri flokk, eins og Sjálfstæðis- flokkinn, hafa þau ekki náð nógu miklum slagkrafti,“ sagði Logi. Hann stendur við orð sín um að hafna samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn og segir ekki vera mál- efnalegan grunn fyrir samstarfi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar en útilokar þó ekki samstarf með miðjuflokkum. Ekki markmið að leiða Logi sagði ekki öllu skipta hvort Samfylkingin myndi leiða ríkis- stjórn eftir næstu kosningar heldur vildi Samfylkingin leiða saman fé- lagshyggjuflokka til að mynda ríkisstjórn. Meðal aðgerða sem Samfylkingin boðaði, undir markmiðinu sókn gegn sérhagsmunum, er hækkun veiði- gjalda á útgerðir og gagnger úttekt á núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi. Óljóst orðalag um uppboð á kvóta Spurður nánar út í hækkun á veiðigjöldum sagði Logi að aðgerðin yrði þrepaskipt og ætti að ná sér- staklega til um tuttugu stærstu út- gerðarfyrirtækjanna. Þegar nánar er rýnt í kosninga- bækling flokksins segir að taka eigi upp sérstakt álag á útgerðir með heimildir fyrir afla yfir fimm þúsund þorskígildistonn á fiskveiðiári. Þar segir sömuleiðis að kanna eigi sérstaklega áhrif af útboði tíma- bundinna veiðiheimilda. Sömuleiðis boðaði formaðurinn nýja stóreignaskatta á hreina eign umfram 200 milljónir. Samfylkingin boðaði það sem kall- að var „norrænt barnabótakerfi“ þar sem greiddar eru fullar barnabætur til foreldra með allt að meðaltekjum. Þannig að fjölskylda með 1.200 þús- und krónur á mánuði, eða 600 þús- und fyrir einstætt foreldri, með tvö börn fengi um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði. Ekki áhyggjur af könnunum Logi sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Samfylkinginni hefði fatast flugið sem hún var komin á í skoð- anakönnunum á kjörtímabilinu og að hún stendur nú ýmist í stað eða lækkar á milli kannana. Þá gaf Logi ekki mikið fyrir að Sósíalistaflokkurinn gæti verið að sækja í fylgi sem áður hafði mælst hjá Samfylkingunni og sagði kosn- ingarbaráttuna rétt vera að byrja. „Ég er bjartsýnn, ég held að við toppum á réttum tíma, ég held að við náum að fella ríkisstjórnina og mynda samstæða félagshyggju- stjórn,“ sagði Logi. Inntur eftir stefnu Samfylkingar- innar varðandi heimsfaraldur Co- vid-19 sagði Logi farsælt að fylgja tillögum sóttvarnalæknis og sagðist ekki vilja nýta farsóttarumræðuna sem pólitískt bitbein. Þó lagði Logi sérstaka áherslu á stöðu framhaldsskólanema sem nú fara inn í sinn annan vetur í tak- mörkuðu skólastarfi. „Ég legg miklar áherslu á að skólastarf geti verið eðlilegt,“ sagði Logi Einarsson og bætti við að erf- iðast væri að horfa upp á ungmenni búa við skerðingar vegna faraldurs- ins. ESB og ný stjórnarskrá - Kosningaáherslur Samfylkingarinnar kynntar - Ríkisstjórnin harðlega gagn- rýnd - Standa við að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn - Hærri veiðigjöld Morgunblaðið/Eggert Glaðbeittur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kynnti kosningaáherslur flokksins á blaðamannafundi í Aurora basecamp í gær. 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR 12.995.- / St. 20-26 5 litir / Vnr.: E-764801 11.995.- / St. 20-26 2 litir / Vnr.: E-754781 ECCO BARNASKÓR VANDAÐIR OG HLÝIR GORE-TEX KULDASKÓR 12.995.- / St. 19-26 2 litir / Vnr.: E-724131 12.995.- / St. 19-26 2 litir / Vnr.: E-754311 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hef- ur birt framboðslista í fjórum kjör- dæmum fyrir komandi þingkosn- ingar. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins, leiðir Reykjavíkurkjördæmi norður. Í öðru sæti er Auðunn Björn Lár- usson leiðsögumaður. Ekki hefur verið birtur listi fyrir Reykjavík suður en fyrr á árinu var Glúmur Baldvinsson kynntur til leiks sem oddviti í því kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi er Sig- urlaug Guðrún Inga Gísladóttir verslunarmaður í fyrsta sæti, Jó- hann Bragason rafvirki í öðru og Hafþór Magnússon sjómaður í þriðja sæti. Í Norðausturkjördæmi er Björg- vin Egill Vídalín Arngrímsson, eldri borgari, oddviti listans. Hilm- ar Daníel Valgeirsson fram- kvæmdastjóri er í öðru sæti og Hal- ina Kravtchouk yfirþerna í því þriðja. Magnús Ívar Guðbergsson skipstjóri leiðir listann í Suður- kjördæmi og Inga Jóna Trausta- dóttir öryrki er í öðru sæti. Guðmundur Franklín Jónsson Glúmur Baldvinsson Oddvitar frjálslyndra Vinstri grænir verða með fram- haldslandsfund sinn á laugardag- inn. Um fjarfund er að ræða sem streymt verður á netinu. Lands- fundurinn er á vef flokksins sagður kosningafundur, enda stutt til kosn- inganna 25. september nk. Á fundinum verða kosninga- áherslur kynntar, kosið verður í stjórn og flokksráð. Kosningarnar verða rafrænar en landsfundar- gleði verður frestað. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mun ávarpa landsfundinn kl. 10:15 á laugardagsmorgun. Um miðjan dag fer fram kosning í stjórn VG og síðdegis á laugardag verða kynntar ályktanir. Rafrænn landsfundur Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinstri græn Katrín Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.