Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.08.2021, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2021 Karítas Ríkharðsdóttir Inga Þóra Pálsdóttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um fram- hald á viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá á grunni tillagna stjórnlagaráðs og hærri veiðigjöld eru á meðal kosn- ingaáherslna Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar eftir tæpan mánuð. Kosningaáherslur Samfylkingar- innar voru kynntar á blaðamanna- fundi í gær, þegar sléttur mánuður var til kosninga, á Aurora base- camp í Hafnarfirði og í beinu streymi á netinu. Deildu á ríkisstjórnina Áherslupakki Samfylkingarinnar ber yfirskriftina Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kyn- slóðir, og skiptist í fjóra megin- hluta; fjölskyldur í forgang, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, sterkara samfélag og frjálst og framsækið Ísland. Logi Einarsson, formaður flokks- ins, sá um að kynna áherslunar ásamt því að Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, kynnti stuttlega áherslur ungliða- hreyfingarinnar. Í máli þeirra beggja mátti greina gagnrýni á störf sitjandi ríkis- stjórnar. Í ræðu sinni gagnrýndi Logi ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Aðspurður hvort Samfylkingin eigi þá samleið með Vinstri grænum, sem farið hafa með umhverfisráðuneytið á yfir- standandi kjörtímabili, sagði Logi í samtali við mbl.is svo vera. Samhljómur með VG „Vinstri græn hafa í stefnu sinni metnaðarfull áform í loftslagsmál- um. Við eigum samhljóm um margt af því sem þar er. Í samstarfi við hægri flokk, eins og Sjálfstæðis- flokkinn, hafa þau ekki náð nógu miklum slagkrafti,“ sagði Logi. Hann stendur við orð sín um að hafna samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn og segir ekki vera mál- efnalegan grunn fyrir samstarfi milli Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar en útilokar þó ekki samstarf með miðjuflokkum. Ekki markmið að leiða Logi sagði ekki öllu skipta hvort Samfylkingin myndi leiða ríkis- stjórn eftir næstu kosningar heldur vildi Samfylkingin leiða saman fé- lagshyggjuflokka til að mynda ríkisstjórn. Meðal aðgerða sem Samfylkingin boðaði, undir markmiðinu sókn gegn sérhagsmunum, er hækkun veiði- gjalda á útgerðir og gagnger úttekt á núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi. Óljóst orðalag um uppboð á kvóta Spurður nánar út í hækkun á veiðigjöldum sagði Logi að aðgerðin yrði þrepaskipt og ætti að ná sér- staklega til um tuttugu stærstu út- gerðarfyrirtækjanna. Þegar nánar er rýnt í kosninga- bækling flokksins segir að taka eigi upp sérstakt álag á útgerðir með heimildir fyrir afla yfir fimm þúsund þorskígildistonn á fiskveiðiári. Þar segir sömuleiðis að kanna eigi sérstaklega áhrif af útboði tíma- bundinna veiðiheimilda. Sömuleiðis boðaði formaðurinn nýja stóreignaskatta á hreina eign umfram 200 milljónir. Samfylkingin boðaði það sem kall- að var „norrænt barnabótakerfi“ þar sem greiddar eru fullar barnabætur til foreldra með allt að meðaltekjum. Þannig að fjölskylda með 1.200 þús- und krónur á mánuði, eða 600 þús- und fyrir einstætt foreldri, með tvö börn fengi um 54 þúsund krónur í hverjum mánuði. Ekki áhyggjur af könnunum Logi sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Samfylkinginni hefði fatast flugið sem hún var komin á í skoð- anakönnunum á kjörtímabilinu og að hún stendur nú ýmist í stað eða lækkar á milli kannana. Þá gaf Logi ekki mikið fyrir að Sósíalistaflokkurinn gæti verið að sækja í fylgi sem áður hafði mælst hjá Samfylkingunni og sagði kosn- ingarbaráttuna rétt vera að byrja. „Ég er bjartsýnn, ég held að við toppum á réttum tíma, ég held að við náum að fella ríkisstjórnina og mynda samstæða félagshyggju- stjórn,“ sagði Logi. Inntur eftir stefnu Samfylkingar- innar varðandi heimsfaraldur Co- vid-19 sagði Logi farsælt að fylgja tillögum sóttvarnalæknis og sagðist ekki vilja nýta farsóttarumræðuna sem pólitískt bitbein. Þó lagði Logi sérstaka áherslu á stöðu framhaldsskólanema sem nú fara inn í sinn annan vetur í tak- mörkuðu skólastarfi. „Ég legg miklar áherslu á að skólastarf geti verið eðlilegt,“ sagði Logi Einarsson og bætti við að erf- iðast væri að horfa upp á ungmenni búa við skerðingar vegna faraldurs- ins. ESB og ný stjórnarskrá - Kosningaáherslur Samfylkingarinnar kynntar - Ríkisstjórnin harðlega gagn- rýnd - Standa við að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn - Hærri veiðigjöld Morgunblaðið/Eggert Glaðbeittur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kynnti kosningaáherslur flokksins á blaðamannafundi í Aurora basecamp í gær. 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR 12.995.- / St. 20-26 5 litir / Vnr.: E-764801 11.995.- / St. 20-26 2 litir / Vnr.: E-754781 ECCO BARNASKÓR VANDAÐIR OG HLÝIR GORE-TEX KULDASKÓR 12.995.- / St. 19-26 2 litir / Vnr.: E-724131 12.995.- / St. 19-26 2 litir / Vnr.: E-754311 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hef- ur birt framboðslista í fjórum kjör- dæmum fyrir komandi þingkosn- ingar. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins, leiðir Reykjavíkurkjördæmi norður. Í öðru sæti er Auðunn Björn Lár- usson leiðsögumaður. Ekki hefur verið birtur listi fyrir Reykjavík suður en fyrr á árinu var Glúmur Baldvinsson kynntur til leiks sem oddviti í því kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi er Sig- urlaug Guðrún Inga Gísladóttir verslunarmaður í fyrsta sæti, Jó- hann Bragason rafvirki í öðru og Hafþór Magnússon sjómaður í þriðja sæti. Í Norðausturkjördæmi er Björg- vin Egill Vídalín Arngrímsson, eldri borgari, oddviti listans. Hilm- ar Daníel Valgeirsson fram- kvæmdastjóri er í öðru sæti og Hal- ina Kravtchouk yfirþerna í því þriðja. Magnús Ívar Guðbergsson skipstjóri leiðir listann í Suður- kjördæmi og Inga Jóna Trausta- dóttir öryrki er í öðru sæti. Guðmundur Franklín Jónsson Glúmur Baldvinsson Oddvitar frjálslyndra Vinstri grænir verða með fram- haldslandsfund sinn á laugardag- inn. Um fjarfund er að ræða sem streymt verður á netinu. Lands- fundurinn er á vef flokksins sagður kosningafundur, enda stutt til kosn- inganna 25. september nk. Á fundinum verða kosninga- áherslur kynntar, kosið verður í stjórn og flokksráð. Kosningarnar verða rafrænar en landsfundar- gleði verður frestað. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mun ávarpa landsfundinn kl. 10:15 á laugardagsmorgun. Um miðjan dag fer fram kosning í stjórn VG og síðdegis á laugardag verða kynntar ályktanir. Rafrænn landsfundur Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinstri græn Katrín Jakobsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.