Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 206. tölublað . 109. árgangur .
SKYGGNST INN
Í HUGARHEIM
BRAGA
STÖÐIN
SKAL
VÍKJA
ÚTFÖR STYRMIS
GUNNARSSONAR
FER FRAM Í DAG
AKUREYRI 6MINNINGAR 12 SÍÐUR RITÞING 32
Möguleikar Íslands á að blanda sér í barátt-
una um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts
karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok
næsta árs minnkuðu verulega í gærkvöld
með ósigri gegn Rúmenum, 0:2, á Laugar-
dalsvellinum. Eftir góðan fyrri hálfleik af
hálfu íslenska liðsins, sem var án margra
sterkra leikmanna, fékk það á sig mark í
byrjun síðari hálfleiks og róðurinn var þung-
ur eftir það. Ísland leikur næst við Norður-
Makedóníu á Laugardalsvellinum á sunnu-
daginn. »30-31
Morgunblaðið/Eggert
Möguleikarnir minnkuðu verulega við tap gegn Rúmeníu
Teitur Björn Ein-
arsson, 3. maður
á lista Sjálfstæð-
isflokksins í
Norðvestur-
kjördæmi, telur
að hugmyndir
Samfylkingar um
að taka á ný upp
stóreignaskatt
standist ekki
stjórnarskrá.
Hæstiréttur hafi fjallað um auðlegð-
arskattinn eftir bankahrun, en talið
að hann stæðist vegna einstæðra að-
stæðna í ríkisfjármálum og þess að
hann væri tímabundinn. Hvorugt
eigi við nú. „Þessi hæstaréttar-
dómur er einstaklega skýr og lög-
gjafinn getur ekki horft fram hjá
því, hvað sem hugmyndafræðingum
Samfylkingarinnar kann að finnast,“
segir Teitur Björn. »10
Efast um
lögmætið
- Stóreignaskattur í
bága við stjórnarskrá
Teitur Björn
Einarsson
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Vatnsborðið í Grímsvötnum hefur
hækkað mikið undanfarinn mánuð
og hefur ekki verið hærra frá því
fyrir Gjálpargosið árið 1996. Um
0,75 rúmkílómetrar af vatni hafa
safnast þar saman að sögn Eyjólfs
Magnússonar, vísindamanns við
Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands.
„Það hefur hækkað í vötnunum
um 20 sentimetra á dag síðustu tvær
vikur. Við erum að bíða eftir hlaup-
um en við vitum ekki almennilega
hvenær þau skila sér. Vatnshæðin
er komin langt umfram það sem við
höfum séð í síðustu hlaupum.“
Þessa miklu uppsöfnun segir Eyj-
ólfur að megi rekja til þess að ekki
hafi komið hlaup síðan árið 2018.
Telur hann þó ólíklegt að næsta
hlaup muni valda miklu tjóni þrátt
fyrir að vera að líkindum umfangs-
meira en þau sem sést hafa und-
anfarin ár. Segir hann mannvirkin
vera hönnuð til að þola mikið álag.
„Þetta yrði ekkert sambærilegt
við það sem gerðist 1996. Sá atburð-
ur var miklu stærri og þá urðu
gríðarlega miklar skemmdir.
Hlaupið eitt og sér ætti ekki að hafa
neinar stórkostlegar afleiðingar.“
Spurður hvort Íslendingar þurfi
að búa sig undir eldgos í kjölfar
næsta hlaups segir Eyjólfur það
raunhæfan möguleika.
„Þrýstiléttirinn sem verður þeg-
ar vatnið fer eykur líkur á því að
það gæti gosið. Það er það sem
gerðist 2004 og við bjuggumst al-
veg eins við að það myndi gerast
árið 2010, en það varð ekki. Þannig
að það er ekkert á vísan að róa, að
það fylgi því gos á eftir. Það er
sumt sem bendir til þess að eld-
stöðin sé mögulega tilbúin í gos,
annað kannski síður. Það verður
eiginlega bara að koma í ljós eftir
hlaupið.“
Hlaup í Skaftá náði mögulega há-
marki í gær. Að sögn Bryndísar Ýr-
ar Gísladóttur náttúruvársérfræð-
ings hefur það haldist nokkuð jafnt
síðasta sólarhring. Gæti hlaupið
haldið áfram með sama móti í tvo til
þrjá daga til viðbótar.
Búast við öðru jökulhlaupi
- Ekki meira vatn safnast fyrir í Grímsvötnum síðan fyrir Gjálpargosið árið 1996
- Hlaup í Skaftá gæti haldið áfram með sama móti næstu tvo til þrjá daga
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Aurugt vatnsflæmi Hlaupið í Skaftá náði mögulega hámarki í gær en útlit
er fyrir að það muni halda áfram með sama móti næstu tvo til þrjá daga.