Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 24

Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 ✝ Fjóla Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1936. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 27. ágúst 2021, 84 ára að aldri. For- eldrar Fjólu voru hjónin Guðrún S. Þorsteinsdóttir húsm., f. 12.9. 1898, d. 10.7. 1970, og Karl H. Ó. Þórhallsson bifreiða- stjóri, f. 25.2. 1896, d. 11.3. 1974. Systkini Fjólu: Haraldur, f. 27.10. 1922, d. 30.10. 2007, Guð- rún Helga, f. 20.11. 1924, d. 28.9. 2020, Þórhalla, f. 28.12. 1926, d. 26.2. 2018, Sigríður, f. 24.11. 1928, d. 8.10. 2001, Kristín, f. 8.8. 1932, d. 6.11. 2017, Ásgeir, f. 2.3. 1934, d. 6.9. 2019, Hjördís, f. 13.6.1935, d. 10.1. 2009, og Þór- dís, f. 25.10. 1938. Fjóla giftist ung Gísla G. Ísleifssyni, f. 18.5. 1926, d. 13.3. 2009. Foreldrar hans voru hjónin Ísleifur Árna- son, f. 20.4. 1900, d. 7.8. 1962, og Soffía Gísladóttir Árnason, f. 1.6. 1907, d. 28.5. 1994. Fjóla og Gísli eignuðust fjögur börn. 2) Karl Gísli, f. 20.04. 1960. Börn hans Fjóla, f. 13.2. 1984. Barns- móðir Sigríður Einarsdóttir, f. 18.9. 1962. Anna Lára, f. 31.8. 1985, Arna Bára, f. 11.11. 1987. Ólafsson, f. 18.11. 1970. Barn Fjólu frá fyrra sambandi. 1) Hrafnhildur Kristjánsdóttir, f. 12.11. 1956. M. Stefán Gunn- arsson, f. 4.7. 1962. For. Gunnar Larsson, f. 13.10. 1913, d. 29.12. 1978 og Ólöf G. Ólafsdóttir, f. 17.3. 1921, d. 6.11. 2017. Börn þeirra Kristján Ari, f. 18.11. 1987, Ólöf Rún, f. 21.1. 1992, Silja Dögg, f. 8.12. 1994. Börn Hrafnhildar frá fyrra sambandi, barnsfaðir Magnús Geirsson, f. 17.1. 1958. Arnór, f. 28.12. 1982, Sigríður Eva, f. 23.10. 1984. Fjóla ólst upp í Reykjavík, í Vitanum á Hverfisgötu og á Grímsstaðaholtinu. Hún bjó nán- ast alla sína ævi í Reykjavík bæði með eiginmanni sínum þangað til að þeirra leiðir skildu árið 1997. Fjóla bjó ein eftir það lengst af í Kópavogi. Fjóla var fyrst um sinn húsmóðir, en vann meirihluta ævi sinnar við skrif- stofustörf þá lengst af hjá end- urmenntunardeild Háskóla Ís- lands. Hún var virk í starfi ITC (International Training in Communication) seinni hluta ævi sinnar og hafði mikið yndi af lestri bókmennta og einnig skriftum. Hún var söngelsk eins og systur hennar og söng með öllum systrum sínum í söng- hópnum Sjö systur á sjöunda áratugnum. Útför Fjólu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag. 3. sept- ember 2021, klukkan 15. Bálför fer fram síðar. Barnsmóðir Þur- íður Ósk Gunn- arsdóttir, f. 4.7. 1962. Hrannar Örn, f. 25.3.1991. Barns- móðir Elísabet Sig- friðsdóttir, f. 12.9. 1963, d. 12.2. 2013. Kristjana Karla, f. 9.6. 2000. Barns- móðir Sólhildur Svava Ottesen, f. 13.4. 1967. 3) Örn Tryggvi, f. 05.09. 1961. K. Katr- ín Sigmarsdóttir, f. 13.10. 1958. For. Sigmar Karl Óskarson, f. 1.7. 1932, d. 5.10. 2018, og Ingi- munda G. Þorvaldsdóttir, f. 10.9. 1929, d. 29.3. 2021. Börn þeirra: Sigmar Örn, f. 9.10.1981, Berg- lind, f. 16.10. 1987, og Gísli, f. 27.6. 1989. 4) Sigurður Kol- beinn, f. 20.9. 1962. K. Collise Keita Gíslason, f. 26.10. 1979. Börn þeirra: Nathan Gísli Muco, f. 20.2. 2007, og Nikolás Kol- beinn, f. 2.1. 2009. Börn Sig- urðar frá fyrra sambandi, Sól- rún Sif Sigurðardóttir, f. 22.2. 1991. Barnsmóðir Mardís Malla Andersen, f. 2.4. 1959. Erik Emboya, f. 17.11. 2006 5) Guð- rún Helga, f. 27.2. 1974. M. Martín González García, f. 11.4. 1967. Börn hennar Ólafur Ketill, f. 22.3. 1997, og Perla Líf, f. 7.7. 2000. Barnsfaðir Kjartan Þór Elsku mamma mín. Ég vissi að þessi dagur myndi renna upp en samt var ég ekki tilbúin að hann kæmi og sérstak- lega ekki svona snöggt. Ég á bágt með að trúa því að þú sért farin en ég veit að þú vakir yfir okkur öllum sem söknum þín svo mikið. Einnig ertu komin í faðm þeirra sem farið hafa á undan þér og það hljóta að hafa verið fagnaðarfundir. Alla vega er það mín trú og að þú sért á fallegum og góðum stað núna, þar sem þér líður einstaklega vel. Þar sem það hrjáir þig ekkert og þú ert frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Það var svo dýrmætt að fá að vera hjá þér síðustu stundirnar og andartökin þín, fá að segja þér hversu mikið mér þótti vænt um þig og fá að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina. Svo fallegar minningar eigum við til um þig. Það var einstakt að sjá að þú beiðst eftir að við værum öll fimm systkinin værum hjá þér til að kveðja okkur öll. Ég mun aldrei gleyma þessari stund sem var svo friðsæl og dýrmæt. Þú varst einstaklega góð móðir, hafðir mikið upp úr því að við lærðum þó að helst vildir þú stúdentspróf og háskólagráðu þá varð þér ekki mjög oft að ósk þinni. En mikilvægast er að börnin þín eru góðir, duglegir, heiðarlegir og hamingjusamir einstaklingar í dag. Þú varst alltaf dugleg í því sem þú tókst þér fyrir hendur, þú sinntir mér af natni og ástúð. Það var alltaf matur á slaginu sjö á okkar heimili og þá oftast eitt- hvað með sósu því pabbi var mik- il sósuaðdáandi. Egg voru mikið notuð á heimilinu í bæði morg- unverð og snöggan hádegismat eða þegar einhver varð skyndi- lega svangur. Þú varst mjög stundvís og þaðan hef ég þann eiginleika og finnst mér alveg einstaklega mikill dónaskapur og hugsunarleysi þegar fólk kemur seint. Mér fannst einstaklega skemmtilegt að halda afmælið mitt og helst veislur fyrir allt sem mér datt í hug. Þú studdir mig alltaf í því og þá bökuðum við saman eða undirbjuggum það og yfirleitt var sem flestum boð- ið. Ekki var í boði að fá gæludýr á heimilið en mér tókst að fá páfagauk sem var okkur mikil skemmtun í mörg ár, hann fékk mikið að fljúga um og settist hann þá á axlir okkar og spjallaði mikið. Það var ekki hægt að finna meiri tónlistarunnanda en þig, þú naust því að syngja og það eru allmörg lög og söngvarar sem þú kemur upp í hugann þeg- ar minnst er á þá til að mynda Barbara Streisand. Það hef ég svo sannarlega erft frá þér. Eftir að þú skildir vorum við mikið saman, þú bjóst um stundarsakir hjá okkur á Spáni, við ferðuð- umst víða og þar má nefna Fen- eyjar og svo skemmtiferðaskipið um grísku eyjarnar sem var sko alveg í þínum anda, þar naustu þín í botn. Þú dáðir að vera með barnbörnunum þínum og dekstra þau fram og til baka. Sem snérist svo við í seinni tíð þau gerðu allt sem amma vildi, þá sérstaklega samveru og hina sígildu tvennu, súkkulaðirúsínur og grænt Lays-snakk. Ég kveð þig með miklum söknuði en þú lifir í fallegum minningum sem alltaf munu vera í hjarta mér þar sem þú ert og munt alltaf verða. Þú ert ljósið í lífi mínu. Hvíl í friði elsku mamma. Þín dóttir, Guðrún Helga. Elsku amma, ég elska þig svo mikið. Ég trúi varla enn að þú sért farin. Ég veit samt að svona átti þetta að vera. Er svo þakklát fyrir allar minningarnar okkar saman. Það var enginn sem gat stoppað okkur þegar við byrjuð- um að hlæja að hinum minnstu og fáránlegustu hlutum. Ég man vel skiptið sem þér fannst svo fyndið að ég opnaði óvart Cheer- ios-pokann öfugt og allt fór út um allt, við hlógum í heilan klukkutíma að því. Ég fékk oft að gista hjá þér á sumrin og ég mun aldrei gleyma öllum bíó- kvöldunum þar sem hinar ýmsu bíómyndir voru spilaðar og oft- ast rauðhettumyndin sem amm- an elskaði, áhættur og hetja, þú vildir vera svoleiðis amma, fyrir mér varstu það alltaf. Og spila- kvöldunum okkar þar sem veiði- maður varð oftar en ekki fyrir valinu og við biluðumst úr hlátri yfir einhverju svona einföldu eins og „áttu áttu“. Þau eru ófá skiptin sem við fórum í göngutúr í Engihjallanum, þeir voru nota- legir því þá kjöftuðum við um heima og geima, og hlátrasköllin ómuðu í öllu hverfinu. Og öll stjörnuljósin sem við kveiktum á saman á gamlárskvöld eða þegar mig langaði til því mér finnst þau svo falleg, eins og sambandið okkar var. Svo var auðvitað uppáhaldið okkar að fara oft í viku með Ólafi í Elko að skoða hvort það væru komnar nýjar DVD-myndir til að setjast niður og glápa á saman. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig sama þótt það væri eitthvað frekjukast í mér eða eitthvað annað, ég gat alltaf leitað til þín. Elsku amma, besta vinkona mín, þú ert ljósið mitt. Söknuð- urinn er mikill, ég veit þú munt alltaf passa upp á okkur. Hvíldu í friði engillinn minn. Þín, Perla Líf. Elsku amma. Ég trúi þessu varla. Þetta hafa verið erfiðir tímar, en ég er mjög hamingju- samur að hafa átt svona margar góðar stundir með þér. Hjá þér leið mér alltaf eins og ég ætti heimili, þó að mér liði illa eða ég væri einmana, fannst mér ég alltaf vera öruggur og mikilvæg- ur. Ég naut þess mikið að vera hjá þér og eyða stundum saman að horfa á myndir eða góðu Dr. Phil þættina þína sem voru alltaf æsispennandi, spila tónlist á gít- arinn eða bara tala um lífið og tilveruna. Mér fannst svo gott að tala við þig, þú hafðir ávallt áhuga á mínum uppákomum og minni líðan (og það er ekki eins og að ég tali eitthvað lítið). Strax og þú vissir af einhverju sem mér líkaði eða ég vildi gera, hreyfðir þú himinn og jörð til þess að hjálpa mér að komast þangað eða fá það. Allar Nova- söngvabækurnar sem prýða pí- anóið heima eru gott sönnunar- gögn þessa. Allir sem koma í heimsókn fá að njóta góðs af þeim, því þær eru oftar en ekki notaðar til að spila lög og syngja með. Svo var frábærlega gaman að fara í búðaráp og skoða hitt og þetta, þú vildir iðulega gefa manni allt sem maður hafði áhuga á. Og fara svo í gott bóka- safnsferðalag, þar sem við náð- um í ótal myndir og þætti til þess að glápa svo á heima. Þú elskaðir svo að fara á Subway, þar sem þú gast aldrei klárað bátinn þinn, og baðst mig alltaf að „draga þig að landi“. Þetta var orðtiltæki sem mér fannst rosa forvitnilegt, en ég lærði hratt hvað það þýddi. Þú stóðst við bakið á mér og kenndir mér margt. Það skipti engu máli hvort að við værum á rölti um Kópavoginn, ég væri að elda fajitas sem þú elskaðir eða við værum að njóta góðu vorrúll- anna sem við settum í ofninn. En stundum finnst mér sárt að hafa verið svona langt í burtu og hafi því ekki fengið enn fleiri góðar stundir með þér. En ég held fast í mikinn fjölda minn- inga sem við áttum saman og allt það ljós sem tilvera þín kom með inn í líf mitt. Ég veit að þú ert á betri stað, og vona að þú sért enn þá til í að hlusta á mig, og styðja við mig á meðan þú heldur í höndina á mér og hámar í þig súkkulaðirúsínur. Ég gleymi þér aldrei. Ég elska þig. Hvíldu nú í friði elsku amma. Takk fyrir að draga mig alltaf að landi. Þinn, Ólafur Ketill. Við vorum níu systkinin og enn sest ég niður og skrifa minn- ingarorð. Sit ég nú ein eftir með minningarnar þegar síðasta syst- ir mín, Sóldís Fjóla, hefur haldið á braut. Sárt var að horfa á hana lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi sem olli málstoli, hún skynjaði allt, fylgdist með en gat ekki tjáð sig. Þetta eru víst ör- lög. Þar sem stutt var á milli okkar í aldri, rifjast upp ótal minning- ar, þrátt fyrir að áratugir hafi liðið, um það sem hefur tengt okkur saman. Eins og gefur að skilja var mikið fjör hjá þessum stóra hópi sem skiptist í tvennt eftir aldri eða þau yngri og hin eldri. Fjólu þótti mikið til þess koma á upp- vaxtarárunum að hún var eldri en ég og var ég ekki alltaf vel- kominn félagi, lítil og vitlaus. Það átti nú eftir að breytast. Hún var fljót til og fluglæs 4-5 ára. Henni gekk vel í skóla en það var með hana eins og okkur öll systkinin að við fórum ung að vinna og sjá fyrir okkur sjálf. Hún var góður félagsskapur þeg- ar fjölskyldan kom saman, með mikinn húmor, dillandi hlátur og einstaklega fallega söngrödd en um tíma söng hún með hljóm- sveit, glæsileg stúlka með fallega framkomu. Ekki vorum við systur alltaf sammála en það jafnaði sig ávallt eins og góðra systra er von og vísa. Elsku systir mín. Nú samein- ist þið öll, mamma, pabbi og þið öll systkinin. Ég kveð þig með söknuði kæra Fjóla mín og set niður hluta af ljóði eftir pabba okkar til að fylgja þér. Þá er vanda þessum lokið, þú ert sofnuð elsku systir mín. Áhyggjurnar eru eins og rokið, aftur næsta daginn sólin skín. Þórdís Karlsdóttir. Fjóla Karlsdóttir ✝ Cecelia Maria Kaldalóns Ba- lys fæddist í Mont- real í Kanada 7. desember 1969. Hún lést á Ottawa Hospital 12. júní 2020. Foreldrar hennar eru Þor- björg Kaldalóns Jónsdóttir, f. 28.10. 1945 í Reykjavík og Edward Balys fæddur 21.12. 1938 í Kaunas, Litháen. Systkini Ceceliu eru Kenneth Balys, f. 20.4. 1968, og Christina Balys, f. 4.11. 1974. Cecelia var barnabarn Selmu Kaldalóns, f. 1919, d. 1984, og Jóns Gunnlaugssonar læknis, f. 1914, d. 1997. Cecelia ólst upp í Montreal og síðar í Ottawa í Kanada. Hún hóf nám í stjórn- málafræði við Paris Institute of Politi- cal Studies og lauk því síðan frá McGill University í Mont- real. Hún starfaði m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi og á Ís- landi. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist, myndlist og bókmenntum. Eftir hana liggja nokkrar ljóðabækur sem ekki hafa verið gefnar út. Cecelia verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 3. sept- ember 2021, klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á: https://selfosskirkja.is Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Kæra Cece frænka. Okkar fyrstu kynni voru í Montreal í Kanada sumarið 1971, þú þá rétt liðlega eins árs og ég á fermingaraldri kominn til þessar- ar fallegu og listrænu borgar til að líta eftir litlu frænku og aðeins stærri bróður, Kenny. Þessi heimsókn var upphafið á fallegri vináttu okkar sem stóð óhögguð alla tíð. Þínir dvalarstað- ir á lífsleiðinni sem tengdust námi og vinnu voru allt frá Montreal, Ottawa, Los Angeles, Vancouver og París til Reykjavíkur sem gerði það að verkum að oft liðu mörg ár án þess að við hittumst en það breytti engu, alltaf var eins og við hefðum sést síðast í gær. Tíminn sem þú dvaldir á Ís- landi og við unnum saman á tí- unda áratugnum var frábær og gefandi og endurspeglaði þekk- ingu þína á málefnum tengdum okkar samstarfi og jafnframt þína góðu tungumálakunnáttu í ræðu og riti, af þér lærði ég faglega ensku sem aldrei fyrr og eflaust eitthvert smáræði í frönsku. Iðulega sátum við fram á kvöld eftir vinnu og undirbjuggum næstu skref sem tengdust meðal annars markaðssetningu og upp- stillingu á þeirri vöru sem við vor- um að vinna með auk þess að láta hugann taka flugið eins og þér var einni lagið. Afraksturinn af þessu framlagi okkar og annarra innan fyrir- tækisins þótti einstakur á heims- vísu eins og viðurkenningar sem bárust utan úr heimi bera vitni um. Þar áttir þú stóran þátt. Cece, þitt líf var ekki alltaf ein- falt en gott lundarfar, einstakar gáfur og áhugi fyrir öllu sem tengdist list og menningu var hluti af þínum stóra sjarma auk þess sem þú hefðir sómt þér vel á tískupöllum Parísarborgar. Sjáumst síðar, kæra frænka. Þinn frændi, Þórhallur. Það var morgun einn sem ég vaknaði snemma til að undirbúa Kvennahlaupið sem átti að verða seinna um morguninn, að ég kíkti á Facebook og sá að Obba frænka hafði skrifað færslu. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst. Cece frænka mín var dáin. Hún hafði látist nokkrum klukku- stundum fyrr, eftir erfið veik- indi. Þetta var í júní 2020, fyrir rúmu ári, þegar Covid-19 hélt Vesturheimi í köldum greipum sér og útgöngubann var í Kan- ada. Loksins er aska hennar komin til Íslands og verður jarð- sett á Selfossi, þar sem hún var skírð mörgum áratugum fyrr, og íslenska fjölskyldan hennar fær að kveðja í hinsta sinn. Ég var 16 ára þegar foreldrar mínir buðu Cece að búa hjá okk- ur þegar hún kom til Íslands eft- ir ævintýralegt ferðalag um Evr- ópu. Ég var ekkert ýkja hrifin af henni þegar hún kom, því ég kunni ekki ensku og hún ekki ís- lensku. Með tímanum mynduð- ust þó sterk systrabönd milli okkar. Ég lærði ensku af henni, sem ég bý enn að, og hún lærði íslensku. Hún varð stóra systir mín sem ég gat leitað til vegna stráka- og vinkvennamála. Um tíma unnum við báðar í fjöl- skyldufyrirtækinu og þá var ekki leiðinlegt hjá okkur. Mér þótti alltaf vænt um að sjá Cece og breiða brosið hennar, líka eftir að hún flutti úr húsinu okkar og fór að búa ein. Þá saknaði ég hennar, sérstaklega þegar hún flutti til baka til Kanada. Það er sárt og erfitt að kveðja og ég vildi óska þess að ég hefði fengið fleiri stundir með henni. En minningin um góða konu lifir í hjarta mér um ókomna tíð og fyrir það er ég þakklát. Selma. Með söknuði kveð ég elsku- lega frænku mína Cece sem lést 12.6. 2020 í Ottawa eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein aðeins fimmtug að aldri. Við fráfall hennar er mér efst í huga þakklæti fyrir þær mörgu skemmtilegu og innihaldsríku stundir sem við áttum saman. Ég hitti fyrst þessa ljúfu frænku mína er ég fór til Montreal sum- arið 1970 til að hjálpa til við barnapössun hjá systur minni. Cece var þá 6 mánaða og Kenný bróðir hennar 2 ára, tveir ynd- islegir og líflegir litlir krakkar. Cece mín hafði þessi undurfögru grænu augu og strax sterkan persónuleika. Mér þótti vænt um að fylgjast síðan með þessum tveimur litlu frændsystkinum vaxa og dafna er systir mín kom með þau í heimsókn til Íslands. Þegar ég fór næst til Kanada 1985 hafði Cece breyst í gullfal- lega, klára og ábyrgðarfulla unga konu þó að í rauninni væri hún bara unglingsstúlka. Cece var góður námsmaður og talaði vel frönsku enda var hún í menntaskóla fyrir frönskumæl- andi stúdenta. Eftir mennta- skóla fór Cece til Frakklands í nám við Paris Instititute of Political Studies, því námi lauk hún síðar í McGill University, Ottawa með gráðu í stjórnmála- fræði og hagfræði. En Cece var margt til lista lagt og áhugasvið- ið vítt. Cece fluttist til Íslands árið 1995 og vann þrjú ár í fyrirtæki frænda sinna. Á þessu tímabili kom hún oft í heimsókn til okkar á Grandaveginn. Hún var af- burðagreind með næman skiln- ing á lífinu og mannlegu eðli. Trygglyndi og sterk réttlætis- kennd voru einkennandi þættir í fari hennar. Cece var alltaf áber- andi smart klædd, hafði einstak- lega mikla útgeislun og einstaka frásagnargáfu. Því var alltaf skemmtilegt að fá hana í heim- sókn og oft spjallað fram á nótt. Hennar var sárt saknað hjá okk- ur á Grandaveginum er hún ákvað að flytja aftur til Kanada, þar sem hún fékk fína vinnu hjá Givenchy-tískuhúsinu í Toronto við markaðsmál. Síðar flutti hún til Los Angeles og vann þar ásamt sambýlismanni sínum við upptökustúdíó fyrir tónlista- menn. Þar undi hún hag sínum vel og naut lífsins. Seinustu árin bjó Cece í Ottawa, sem voru henni um margt erfið vegna veikinda, þó að hún bæri sig vel. Cece bjó yfir mörgum hæfi- leikum og hafði fjölþætt áhuga- mál, m.a. listir, tónlist, tísku, hönnun, bókmenntir, stjórnmál og markaðsmál. Minningin um gullfallega, vel gefna, skemmtilega og listræna frænku lifir. Cecelia Maria Kaldalóns Balys

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.