Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 Reykjavík Máfur stillir sér upp og horfir ásakandi augum á ljósmyndara Morgunblaðsins, þar sem hann stendur og mundar myndavélina í von um að fanga þessa samverustund þeirra á mynd. Kristinn Magnússon Afstaða þjóðarinnar til þess hvort mark- aðurinn eigi að ráða verðinu á verðmætum fiskimiðanna er skýr. Um 77% þjóðarinnar vilja að útgerðir lands- ins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fisk- veiðiauðlindinni, skv. nýlegri skoðanakönnun Gallup. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga og um þetta grundvallaratriði. Þjóðin virðist treysta markaðnum. Samkvæmt sömu könnun eru hins vegar 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er það sú leið sem farin er. Leið sem fámennur minnihluti styður. Fólk upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki í þágu almannahagsmuna, enda verður al- menningur af milljörðum á ári hverju með þessu fyrirkomulagi. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum í stað þess að markaður- inn meti einfaldlega verðmætin eins og eðli- legt er. Markaðsgjald fyrir verðmætin Eitt helsta baráttu- mál Viðreisnar frá stofnun flokksins er að markaðsgjald verði greitt fyrir verðmæti fiskimiðanna. Að réttur til veiða fáist með tímabundnum leigusamningum til 20-30 ára. Hluti kvótans verði boðinn upp á markaði á hverju ári. Í fyllingu tímans verði því allar veiðiheimildir bundnar samn- ingum. Útgerðin greiði fyrir afnot af fiskimiðunum í samræmi við markaðsverðmæti. Með þessum heil- brigðu leikreglum fæst sanngjarnt gjald til þjóðarinnar og jafnframt meiri arðsemi í greininni án þess að kollvarpa kerfi sem hefur marga kosti. Vissa skapast til lengri tíma hjá þeim sem stunda veiðar vegna fyrir- komulagsins um samninga til lengri tíma. Þetta er hin skynsama leið sem getur skapað sátt um sjávarauð- lindina. Sátt sem sárlega vantar. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loksins áþreifanlega og raunverulega merkingu. En hvað er það sem veldur því að breytingar í átt að markaðsgjaldi eru svo þungar þegar afstaða þjóðarinnar er svo skýr? Skýrar átakalínur Átakalínurnar milli stjórnmála- flokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveg- inn. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu grundvallar- máli. Nú fara frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi séu af hinu slæma. Flokkurinn sem í orði kveðnu boðar markaðs- lögmál telur önnur lögmál eiga að gilda hér. Það vakti eðlilega athygli þegar Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í nýlegu viðtali að flokkur hans glímdi við trúverðugleikavanda og nefndi í því sambandi sjávarútvegsmálin sér- staklega. Hið sama gerði Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður flokksins í grein þar sem hann sagði að vandi Sjálfstæðisflokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setti í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjaf- verð fyrir afnot af fiskimiðunum. Tækifærin í sjávarútvegi Við þurfum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sann- gjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái eðlilegan hlut. Það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðar- eignina í stjórnarskránni. Það er stefna Viðreisnar. Hærri tekjum sem þjóðin fær verður hægt að verja til mikilvægra verkefna í þágu almanna- hagsmuna. Sjávarútvegurinn hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið og at- vinnugreinin er mikilvægur þáttur í sögu þjóðarinnar. Það skiptir miklu að um þessa grein ríki sátt. Eðlilegar leikreglur eru leiðin til þess. Eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugs- dóttur » Þetta er hin skyn- sama leið sem getur skapað sátt um sjávar- auðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. thorbjorg.s.gunnlaugsdott- ir@althingi.is Þessi 77% þjóðarinnar sem engu ráða Kosningar fara í hönd. Sumir flokkar aðgreina sig með því að vilja taka upp stærri og stöðugri gjaldmiðil, sem mundi aga og siða þjóðina til í efnahags- málum. Hún yrði nú knúin til að haga sér með hliðsjón af því að gjaldmiðillinn veikist hvorki né styrkist eftir aðstæðum og hegðun hennar, segja þeir. Krónan Átök eru um tekjuskiptinguna, við skiptum öðru hvoru á milli okkar meiri tekjum en til skiptanna eru. Gengislækkun og verðbólga eru að- ferð til að taka svonefndar „óraun- hæfar launahækkanir“ til baka. Líka til að mæta aflabresti, verðfalli á út- flutningi og áfalli í ferðaþjónustu. Sjálftökufólkið heldur þó sínu, því laun og kaupaukar þess hækka eftir því sem hugur þeirra girnist. Kaup- máttur rýrnaði gjarnan um ca. 15% þegar svona „snúningur“ var tekinn á þjóðinni. Þetta dreifði högginu. Allir nema sjálftökufólkið missa kaupmátt, líka öryrkjar og aldraðir, sem engar óraunhæfar launahækk- anir fengu. Þegar vel gengur styrkist gengið aftur á móti. Kaupmáttur alls almennings vex. Ekki bara launamanna, heldur líka öryrkja og aldraðra. Sterkari króna heldur aft- ur af verðbólgu og skuld- um heimilanna. Upp- sveifla í gjaldeyrisaflandi greinum, s.s. sjávarútvegi og ferðaþjónustu, eykur gjaldeyristekjur landsins. Fyrirtækin kaupa krónur fyrir gjaldeyri, sem styrkir gengi hennar. Það lækkar verð gjaldeyrisins í krónum. Lífskjör almennings batna, því stór hluti okkar neysluvara er inn- fluttur. Afkoma gjaldeyrisaflandi fyrirtækja versnar his vegar. Með lægra andvirði gjaldeyris minnka tekjur þeirra. Velgengnin streymir frá fyrirtækjunum til þjóðarinnar. Þegar á móti blæs snýst þetta við. Þjóðin öll tekur höggið af gengislækkun og fyrirtækin þrauka fremur en að fara í þrot. Munum að það er auðvelt og fljótlegt að koma fyrirtæki í þrot, en afar erfitt, tímafrekt og áhættusamt að koma lífvænlegu fyrirtæki á fót. Evra eða dollar Hugleiðum nú hvað gerist ef við tökum upp evru eða dollar. Sjálf- tökufólkið færi sínu fram, ekkert mundi breyta því. Almenningur krefst sömu launahækkana. Eru ein- hver líkindi til að fólk sætti sig betur við það sem það telur óréttlæti með evru eða dollar? Verður meiri friður á vinnumarkaði? Varla. Hugsum okkur nú að það verði áfall, aflabrestur, verðfall sjávarafurða og samdráttur í ferðaþjónustu. Gjaldeyrisaflandi fyrirtæki taka þá höggið ein, engin gengisfelling kemur til hjálpar, hlut- fallið milli tekna og launa lagast ekki. Fleiri fyrirtæki týna tölunni og starfsmenn þeirra missa vinnuna. Innflutningsfyrirtækin þrauka og starfsfólk þeirra og hins opinbera heldur vinnunni. Flestir sleppa áfalla- lítið, en aðrir missa vinnuna og verða hart úti og taka höggið. Fleiri fyrir- tæki verða gjaldþrota og af því að mikið mál er að stofna ný fyrirtæki, þó glaðni til á ný, varir atvinnuleysið lengur. Hugsum okkur loks að það batni í ári. Afli, verðlag og aðstreymi ferðamanna fer upp á við. Gengið breytist ekki, eigendur og starfs- menn fyrirtækjanna sem fá aukn- inguna hagnast fyrst og mest, en svo dreifast áhrifin smám saman um efnahagslífið. Jöfnuður Sveigjanlegt gengi er jafn- aðartæki. Bæði andstreymi geng- islækkunar og meðbyr gengisstyrk- ingar dreifast jafnar. Atvinnuleysi er mesta félagslega bölið. Að hafa at- vinnu, verkefni og vinnufélaga er hamingjuuppskrift. Ég vil frekar krónu en evru eða dollar á meðan átök standa um tekjuskiptinguna. Mér er óskiljanlegt að flokkar sem vilja jöfnuð skuli setja allt sitt traust á að taka upp gjaldmiðil sem er alls ótengdur íslensku efnahagslífi og mundi valda aukinni misskiptingu og atvinnuleysi. Ef þeir bara gætu skilið harðneskjuna sem þeir ætla starfs- mönnum gjaldeyrisaflandi fyr- irtækja mundu þeir ekki hafa þessa skoðun. Ef þeir gætu skilið að langan tíma, e.t.v. þrjú kjörtímabil, tæki að ná tilætluðum árangri mundu þeir hugsa sig betur um. Flestir þeir sem vilja evru eða dollar eru opinberir starfsmenn, starfsmenn annarra fyr- irtækja en þeirra sem afla gjaldeyris eða lífeyrisþegar. Fábreytni og óstöðugleiki efnahagslífsins og sjálf- taka forréttindafólksins er hinn raunverulegi vandi. Hvers vegna leggja jafnaðarmenn ekki fram hug- myndir um lausn hans? Þegar ég var viðskiptafræðinemi 1972-6 og tekinn að fylgjast með efnahagsmálum voru læknar, flugmenn og forstjórar með ca. fimmföld lægstu laun. Svo er enn hvað lækna og flugmenn snertir. Forstjórar fákeppnisfélaganna taka sér hins vegar það sem þeim sýnist í krafti aðstöðu sinnar. Samþjöppun til fákeppni er mestu vonbrigði EES- aðildarinnar. Samkeppnisreglur ESB sem gilda hér eru byggðar á forsendu um alvöru, virka markaði. Þeir finnast varla hér á landi. Sam- keppniseftirlitið samþykkir nær all- ar yfirtökur og samruna vegna þess- ara reglna. Eigendur útflutnings- fyrirtækja hafa notið betri viðskiptakjara vegna EES og hagur þjóðarbúsins vænkast. Almenningur hefur öðru hvoru notið sterks gengis krónunnar, en misskipting hefur vaxið. Það birtist m.a. í innflutningi erlends ódýrs vinnuafls, sem nú er á lægstu laununum og býr við þröngan kost. Á meðan kjörnir fulltrúar, þingmenn og ráðherrar, taka þátt í sjálftökunni mun ekkert breytast. Eftir Ragnar Önundarson » Samkeppnisreglur ESB sem hér gilda byggjast á forsendu um alvöru, virka markaði. Þeir finnast varla hér á landi. Ragnar Önundarson Höfundur er fyrrverandi stjórnandi fákeppnisfélaga. Sveigjanlegt gengi er jafnaðartæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.