Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 30
Nicolae Stanciu slapp þá einn í
gegn, gerði engin mistök, stakk
varnarmenn Íslands af og lagði bolt-
ann snyrtilega yfir Rúnar Alex í
markinu.
Íslenska liðið var aldrei líklegt til
þess að koma til baka eftir þetta og
Rúmenar fögnuðu sigri.
Mark á versta tíma
Rétt áður en leikurinn hófst var
fjölmiðlum tilkynnt að ekki yrði
stuðst við VAR-myndbands-
dómgæsluna líkt og venjan er í dag í
keppnisleikjum á vegum UEFA. Bil-
un í tæknibúnaði varð þess valdandi
að ekki var hægt að styðjast við
myndbandsdómgæsluna.
Leikmenn íslenska liðsins vildu fá
víti eftir tæplega hálftíma leik þegar
Andri Fannar Baldursson átti skot
sem virtist fara í hönd varnarmanns
Rúmena og það hefði verið for-
vitnilegt að sjá hvort dómarinn,
Aleksei Kulbakov frá Hvíta-
Rússlandi, hefði farið í skjáinn og
skoðað atvikið betur ef myndbands-
dómgæslan hefði verið til staðar.
Íslenska liðið fékk svo sannarlega
færin til þess að skora í fyrri hálfleik
og hefði hæglega getað verið 2:0 yfir
í hálfleik. Sóknarleikur liðsins gekk
vel og bakverðir liðsins, þeir Birkir
Már Sævarsson og Guðmundur Þór-
arinsson, voru afar ógnandi í sókn-
inni og opnuðu völlinn upp á gátt
með hlaupum sínum upp kantana.
Þá gerði íslenska liðið mjög vel í
að halda í boltann og Rúmenar voru
aldrei líklegir til þess að skora. Mað-
ur fékk það á tilfinninguna að ef
þeim tækist að koma boltanum í net-
Nánast ófært til Katar
- Íslandi mistókst
að nýta sér yfir-
burði sína í fyrri
hálfleik og Rúmen-
ar unnu 2:0
Skallabarátta Brynj-
ar Ingi Bjarnason og
Viðar Örn Kjartansson
í slag við Vlad Chiric-
hes og Andrei Ratiu í
vítateig Rúmena.
30 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
Undankeppni HM karla
B-RIÐILL:
Georgía – Kósóvó...................................... 0:1
Svíþjóð – Spánn ........................................ 2:1
Staðan:
Svíþjóð 9, Spánn 7, Kósóvó 3, Grikkland 2,
Georgía 1.
C-RIÐILL:
Ítalía – Búlgaría........................................ 1:1
Litháen – Norður-Írland ......................... 1:4
Staðan:
Ítalía 10, Sviss 6, Norður-Írland 4, Búlgaría
2, Litháen 0.
E-RIÐILL:
Tékkland – Hvíta-Rússland .................... 1:0
Eistland – Belgía ...................................... 2:5
Staðan:
Belgía 10, Tékkland 7, Wales 3, Hvíta-
Rússland 3, Eistland 0.
I-RIÐILL:
Andorra – San Marínó ............................. 2:0
Ungverjaland – England ......................... 0:4
Pólland – Albanía ..................................... 4:1
Staðan:
England 12, Pólland 7, Ungverjaland 7,
Albanía 6, Andorra 3, San Marínó 0.
J-RIÐILL:
Ísland – Rúmenía ..................................... 0:2
Liechtenstein – Þýskaland ...................... 0:2
Norður-Makedónía – Armenía................ 0:0
Staðan:
Armenía 4 3 1 0 6:2 10
Þýskaland 4 3 0 1 7:2 9
N-Makedónía 4 2 1 1 9:4 7
Rúmenía 4 2 0 2 7:6 6
Ísland 4 1 0 3 4:8 3
Liechtenstein 4 0 0 4 1:12 0
Leikir á sunnudaginn:
16.00 Ísland – Norður-Makedónía
18.45 Þýskaland – Armenía
18.45 Rúmenía – Liechtenstein
Leikir á miðvikudaginn:
16.00 Armenía – Liechtenstein
18.45 Ísland – Þýskaland
18.45 Norður-Makedónía – Rúmenía
Suður-Ameríka
Bólivía – Kólumbía ................................... 1:1
Undankeppni EM U21 karla
D-RIÐILL:
Hvíta-Rússland – Ísland.......................... 1:2
Staðan:
Grikkland 2 1 1 0 5:0 4
Ísland 1 1 0 0 2:1 3
Kýpur 1 0 1 0 0:0 1
Portúgal 0 0 0 0 0:0 0
Hvíta-Rússland 1 0 0 1 1:2 0
Liechtenstein 1 0 0 1 0:5 0
Aðrir riðlar:
Króatía – Aserbaídsjan............................ 2:0
Ungverjaland – Ísrael.............................. 1:2
San Marínó – Þýskaland.......................... 0:6
Tékkland – Slóvenía................................. 1:0
Frakkland – Norður-Makedónía ............ 3:0
Bandaríkin
Houston Dash – OL Reign ...................... 0:1
- Andrea Rán Hauksdóttir var ekki í leik-
mannahópi Houston.
Danmörk
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Skive – Silkeborg..................................... 1:3
- Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn
með Silkeborg.
Varde – Horsens ...................................... 0:8
- Aron Sigurðarson lék allan leikinn með
Horsens og skoraði fjögur af mörkum liðs-
ins en Ágúst Eðvald Hlynsson var með 21-
árs landsliðinu í Hvíta-Rússlandi.
>;(//24)3;(
Danmörk
SönderjyskE – Aalborg ...................... 29:28
- Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir
SönderjyskE.
- Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir
Aalborg og átti 7 stoðsendingar. Arnór
Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Ringköbing – Randers ........................ 26:31
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 14 skot í
marki Ringköbing.
Skanderborg – Nyköbing................... 29:31
- Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark
fyrir Skanderborg.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Lengjudeildin:
Jáverkvöllur: Selfoss – ÍBV................. 17.30
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Grindavíkurv.: Grindavík – HK .......... 17.30
2. deild karla:
Rafholtsv.: Njarðvík – Reynir S.......... 17.30
Akraneshöll: Kári – Þróttur V ............ 19.15
3. deild karla:
Würth-völlur: Elliði – Augnablik ............. 20
Samsung-völlur: KFG – ÍH...................... 20
4. deild karla, fyrri um sæti í 3. deild:
Grýluv.: Hamar – Kormákur/Hvöt ..... 17.30
Valsvöllur: KH – Vængir Júpíters........... 20
Í KVÖLD!
Armenía heldur efsta sætinu í J-
riðli undankeppni HM karla í fót-
bolta, riðli Íslands, eftir markalaust
jafntefli gegn Norður-Makedóníu á
útivelli í gærkvöld.
Þýskaland vann ósannfærandi
útisigur gegn Liechtenstein, 2:0.
Timo Werner skoraði undir lok
fyrri hálfleiks og Leroy Sané gull-
tryggði sigurinn með marki á 77.
mínútu.
Armenía er því stigi á undan
Þýskalandi fyrir uppgjör tveggja
efstu liðanna í Stuttgart á sunnu-
daginn.
Armenar áfram
í efsta sætinu
AFP
Skoruðu Timo Werner og Leroy
Sané skoruðu fyrir Þjóðverja.
Englendingar unnu sannfærandi
sigur á Ungverjum í Búdapest, 4:0,
í undankeppni HM karla í fótbolta í
gærkvöld og eru með 12 stig eftir
fyrstu fjóra leiki sína. Framkoma
ungverskra áhorfenda í garð hör-
undsdökkra leikmanna Englands
setti ljótan svip á leikinn og kann að
hafa einhver eftirmál. Mörkin
komu öll í seinni hálfleik, Raheem
Sterling, Harry Kane og Harry Ma-
guire komu Englandi í 3:0 eftir 70
mínútna leik og Declan Rice inn-
siglaði sigurinn með marki undir
lokin.
AFP
Mark Raheem Sterling og Harry
Kane skoruðu báðir í Búdapest.
Fjögur ensk í
Búdapest
Víðir Sigurðsson í Tókýó
vs@mbl.is
Sundkonan Thelma Björg Björns-
dóttir hefur sett stefnuna á sitt
þriðja Ólympíumót fatlaðra í París
eftir þrjú ár og á heimsmeist-
aramótið í sundi sem fer fram í
Funchal á portúgölsku eyjunni Ma-
deira á næsta ári.
Thelma sagði þetta við Morgun-
blaðið í Tókýó í gær eftir að hún lauk
keppni í seinni grein sinni á Ólymp-
íumótinu, 400 metra skriðsundi í
flokki S6, hreyfihamlaðra. Þar náði
hún sér ekki á strik og varð síðust af
þrettán keppendum á rúmlega 20
sekúndum lakari tíma en hún á best.
Thelma synti vegalengdina á 6:31,37
mínútum. Þetta var aukagrein hjá
Thelmu, fyrst og fremst fallin til
þess að auka keppnisreynsluna, en
hún komst í úrslit í aðalgrein sinni,
100 metra bringusundinu, um síð-
ustu helgi og hafnaði í áttunda sæti.
Hún keppti áður á mótinu í Ríó ár-
ið 2016 og stefnir ótrauð að því að
komast í hóp þeirra Íslendinga sem
mest hafa keppt á þessum vettvangi.
Nánar á Ólympíuvef mbl.is.
Ljósmynd/ÍF
Reynsla Thelma Björg Björnsdóttir í skriðsundinu í gær. Hún hefur nú
keppt á tveimur Ólympíumótum og stefnir ótrauð á það þriðja.
Setur stefnuna á
París eftir þrjú ár
- Thelma ætlar á sitt þriðja Ólympíumót
Í LAUGARDAL
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu tapaði sínum þriðja leik í J-
riðli undankeppni HM 2022 gegn
Rúmeníu á Laugardalsvelli í gær.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Rúm-
ena en íslenska liðið byrjaði leikinn
vel og var mun sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik.
Viðar Örn Kjartansson fékk frá-
bært tækifæri til þess að koma Ís-
landi yfir strax á 15. mínútu en frír
skalli hans úr markteignum fór beint
á Florin Nita í marki Rúmeníu.
Rúmenar sóttu aðeins í sig veðrið
undir lok fyrri hálfleiks, án þess þó
að ógna marki íslenska liðsins af ein-
hverju viti, og staðan því markalaus
í hálfleik.
Þegar tvær mínútur voru liðnar af
síðari hálfleik kom Dennis Man
Rúmenum yfir eftir að boltinn hrökk
til hans á fjærstönginni. Denis Ali-
bec átti þá fyrirgjöf sem fór af
Brynjari Inga Bjarnasyni og datt
beint fyrir fætur Man sem skoraði af
öryggi, nánast í tómt markið.
Birkir Bjarnason fékk frábært
tækifæri til að jafna metin eftir frá-
bæra fyrirgjöf Ísaks Bergmanns á
76. mínútu en skot hans úr mark-
teignum fór fram hjá.
Rúmenar gerðu svo gott sem út
um leikinn á 83. mínútu þegar þeir
geystust fram völlinn eftir horn-
spyrnu íslenska liðsins.