Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 28

Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum 40 ÁRA Guðný Drífa fæddist í Keflavík en ólst að mestum hluta upp í Reykjavík. Hún gekk í Hlíð- arskóla og Æfingaskóla KÍ sem heitir núna Háteigsskóli. „Ég próf- aði alls kyns íþróttir sem krakki, var aðeins í ballett, en var mest- megnis í frjálsum íþróttum. Síðan söng ég í Skólakór Æfingaskólans og var í stofnhópnum þegar Stúlknakór Reykjavíkur var stofn- aður.“ Eftir grunnskólann fór Guðný að vinna en var með annan fótinn í menntaskóla. „Frá 18 ára aldri hef ég mest unnið við leik- og grunnskóla.“ Þegar hún var 23 ára varð mikil breyting á hennar högum. „Ég kynntist manninum mínum 23 ára og fluttist í Fellabæ, en núna bú- um við á Teigabóli í Fellum þar sem við erum sauðfjárbændur. Það var bara gott að fara úr mið- bænum og austur í sveit.“ Guðný Drífa er menntaður stuðningsfulltrúi og leikskólaliði og auk bænda- starfanna er hún heimilisfræðikennari við Fellaskóla í Fellabæ. „Svo var ég að hefja háskólanám við Háskóla Íslands í heilsueflingu og heimilisfræði- kennslu við menntavísindasvið.“ Helstu áhugamál Guðnýjar Drífu eru söngur og tónlist, útivist og hjólreið- ar. „Ég er í kirkjukórnum hérna og það er ofboðslega skemmtilegur fé- lagsskapur. Í svona litlu plássi er þetta líka svolítið samfélagsþjónusta því við syngjum við gleði- og sorgarstundir samfélagsins hér.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Guðnýjar Drífu er Einar Örn Guðsteinsson, bóndi og verktaki, f. 31.3. 1982, og þau eiga börnin Ragnar Sölva, f. 2007, og Laufeyju Helgu, f. 2009. Áður átti Guðný Vernharð Inga Snæþórsson, f. 24.9. 2001. Guðný Drífa Snæland Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur skuldbundið sjálfan þig til stórra hluta. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint. 20. apríl - 20. maí + Naut Gættu þín í samtölum við ættingja og ástvini, þú gætir sagt of mikið. Ekki ganga of langt en leyfðu öðrum heldur ekki að vaða yfir þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hlustaðu á þær raddir sem vilja leiðbeina þér og gefa góð ráð, því þær tala af reynslu. Slepptu því að ala með þér gremju eða erfa eitthvað við einhvern. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Veltu fyrir þér leiðum til þess að bæta vinnuaðstæður þínar eða aðferðir. Ef þú ert ekki viss um hvort þú eigir að eyða peningum, áttu líklega að sleppa því. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Reyndu að gera þér grein fyrir mun- inum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Verk þín í dag hafa áhrif á framann á komandi árum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gættu þess að ofmetnast ekki nú þegar allir vilja hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi. Gerðu ráðstafanir til þess að fækka streituvöldum í kringum þig. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur hvatt sjálfan þig til að sleppa takinu, láta alheiminn styðja þig og elska lífið þitt, og það virkar. Til að endurheimta kraft- ana skaltu njóta einveru og rólegheita í dag. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þegar stór verkefni eru í gangi og í mörg horn að líta má alltaf búast við að eitthvað fari úrskeiðis. Gerðu það að for- gangsverkefni að gera eitthvað skemmtilegt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú pælir í fórn sem þú getur fært til að gera líf þitt dýpra. Notaðu heldur tímann til að byggja þig upp á jákvæðan hátt. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Flýðu frá kæfandi fólki og fyrirtækjum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Allt í einu uppgötvar þú að það sem þú hélst að væri leyndarmál er á allra vitorði. Viljirðu leita í einveruna skaltu láta það eftir þér. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Trúnaðarsamtal við nána vinkonu mun gleðja þig í dag. Fáðu fólk til að tjá til- finningar sínar svo þú getir losað um þínar. ein af fyrstu flugfreyjunum sem fékk barnsburðarleyfi í þrjá mánuði og hélt vinnunni. Það var árið 1974.“ „Síðan fóru eiginlega bara öll börnin mín í flugið, maðurinn minn var framkvæmdastjóri hjá Iceland- air og ég á tvo syni sem eru flug- stjórar og dóttur sem er bæði flug- freyja og íslenskufræðingur og leiklistarkennari líka. Svo á ég son sem var flugþjónn og er verkfræð- ingur í dag og starfar á skrifstofu Icelandair. Flest tengdabörnin eru einnig í fluginu svo við erum ein stór flugfjölskylda,“ segir hún hlæj- andi. Hún segir að skemmtilegustu ferðirnar voru svokallaðar heims- ferðir þar sem flogið var með sama ast um Loftleiðir og flug og maður smitaðist af þessum áhuga eins og margir, en það var svolítill ævin- týraljómi yfir flugfreyjustarfinu enda ekki eins algengt að Íslend- ingar ferðuðust eins og nú er. Ég ætlaði að vera eitt sumar en það sumar varð að 48 árum.“ Íris byrjaði að fljúga 19 ára göm- ul hjá Loftleiðum. „Ég hugsa að ég hafi verið yngsta flugfreyjan sem byrjaði.“ Það hefur ýmislegt breyst frá þessum árum í fluginu. „Ég byrjaði að fljúga um leið og mamma hætti, en hún þurfti að hætta þegar hún varð fertug. Reglurnar voru ótrúlegar. Í upphafi voru þær þann- ig að þú þurftir að hætta þegar þú giftir þig eða eignaðist barn. Ég var Í ris Dungal fæddist 3. sept- ember 1951 í Reykjavík og ólst upp á Suðurgötu 12. „Æskuheimili mitt var mik- ið menningarheimili og þar var oft glatt á hjalla Þangað komu margir þjóðþekktir einstaklingar og man ég sérstaklega eftir þeim Páli Ísólfssyni og Ragnari í Smára sem voru einstaklega skemmtilegir og sögufróðir menn. Faðir minn var prófessor í læknisfræði og einn af stofnendum Krabbameinsfélagsins. Hann var forstöðumaður rannsókn- arstofu Háskólans og einn af frum- kvöðlum í rannsóknum á tengslum lungnakrabbameins og reykinga. Ég var mjög hænd að honum og fékk að eyða miklum tíma með hon- um í vinnunni sem var bæði lær- dómsríkt og skemmtilegt fyrir mig.“ Íris var í sveit í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu í 6 sumur. „Það var dásamlegt að vera þar og mér þykir alltaf vænt um Aðaldalinn. Faðir minn kom alltaf að heimsækja mig og hélt þá erindi fyrir bændurna í sveitinni í samkomuhúsinu. Þar var honum vel tekið, ekki síst vegna þess að hann hafði fundið upp orma- lyf fyrir sauðfé sem breytti miklu fyrir bændur í þá daga.“ Í bænum gekk Íris í Landakots- skólann og síðar í Hagaskóla og lauk verslunarprófi úr Verslunar- skóla Íslands. „Ég lauk ekki við stúdentinn fyrr en síðar á ævinni úr MH og svo fór ég í Háskóla Íslands 58 ára og útskrifaðist með meistara- gráðu þaðan í íslensku.“ Þegar Íris var nýkomin á ungl- ingsárin dró ský fyrir sólu. „Ég missti bæði systur mína, Lönu og föður minn sem dó ári síðar. Á þess- um tíma var lítið um sálfræðihjálp fyrir ungmenni sem lentu í slíkum áföllum, en sem betur fer held ég að mikil breyting hafi orðið þar á. En þarna urðu mikil vatnaskil í mínu lífi og þetta var mjög erfitt.“ Móðir Írisar giftist Edward Kristni Olsen nokkrum árum eftir dauða föður Írisar. Hann var einn af stofnendum Loftleiða og hún var þar flugfreyja en hafði áður starfað hjá Flugfélagi Íslands. „Þegar mamma giftist fór lífið mikið að snú- hópinn í kannski þrjár vikur og stoppað í nokkra daga á hverjum stað. „Ég fór í þannig ferð til Suður- Ameríku og síðan líka til Afríku og það er ekki annað hægt en vera þakklátur að fá svona tækifæri í starfi og geta séð framandi lönd og menningu sem maður myndi aldrei annars hafa kynnst.“ Íris er mjög mikil fjölskyldu- manneskja og hún segir að hennar bestu stundir séu með barnabörn- unum, sem séu orðin níu og það tí- unda sé á leiðinni. Einnig á hún sjö stjúpömmubörn svo fjölskyldan er orðin skemmtilega stór. „Síðan var ég mikið á skíðum þegar ég var yngri og ég hef alltaf haft mjög gaman af því að ferðast. Svo þykist Íris Dungal flugfreyja hjá Icelandair og íslenskufræðingur – 70 ára Myndaalbúmið Íris er mikil fjölskyldumanneskja og hér eru myndir úr fluginu og af barnabörnunum. Við erum ein stór flugfjölskylda Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.