Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 ✝ Álfheiður Mar- grét Jónsdóttir fæddist 21. febrúar 1921 á Akureyri. Hún lést 28. ágúst 2021 á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri. Foreldrar Álf- heiðar voru Jón Samsonarson, hús- gagnasmiður á Ak- ureyri, f. 1870, d. 1962, og Valgerður Sigurð- ardóttir, húsfreyja og sauma- kona á Akureyri, f. 1883, d. 1932. Systkini Álfheiðar voru Rebekka húsfreyja, f. 1914, d. 2005, og Matthías sjómaður, f. 1915, d. 1963. Álfheiður giftist Karli Hjalta- syni, hús- gagnasmiði og smíðakennara, f. 1921, d. 2000. Þau skildu. Sonur þeirra var Har- aldur Karlsson stöðvarstjóri, f. 1945, d. 2016. Maki Haraldar er Aldís Jónsdóttir fulltrúi, f. 1946. Börn þeirra eru 1) Jón Páll Har- aldsson skólastjóri, f. 1970. Maki, Sif Einarsdóttir prófess- or, f. 1966. Börn þeirra eru Al- dís, Arna Beth og Darri. 2) Álf- heiður Haraldsdóttir lýðheilsufræðingur, f. 1976. Maki, Jóhann Páll Ingimarsson, f. 1978. Dætur þeirra eru Freyja Bjarnveig, f. 2008, og Bríet Björk, f. 2013. Álfheiður ólst upp á bænum Garði í Grófargili á Akureyri. Hún vann verkamannavinnu og verslunarstörf nær alla sína starfsævi. Meðal vinnustaða voru fata- og skóverksmiðj- urnar á Akureyri, Skjaldborg- arbíó, Amaro-verslunin, Útgerð- arfélag Akureyrar og Menntaskólinn á Akureyri. Um hríð var hún verslunarstjóri og einn eigenda skóverslunarinnar Lyngdal við Hafnarstræti. Álf- heiður var virkur meðlimur í Ferðafélagi Akureyrar um ára- tugaskeið, sat í nefndum og stjórn félagsins ásamt því að vera fararstjóri í mörgum ferð- um. Þá var hún einnig í Skíða- félagi Akureyrar, keppti á fjöl- mörgum skíðamótum og varð m.a. Íslandsmeistari í bruni á Skíðamóti Íslands 1946. Útför Álfheiðar fer fram frá Höfðakapellu í dag, 3. septem- ber, klukkan 13. Ég á endalaust góðar minningar um ömmu mína. Í stuttu máli sá hún ekki sólina fyrir mér og eldri bróður mínum og án efa gjörspillti okkur á köflum. Við systkinin kom- um oft til Akureyrar að sumarlagi og nokkrum sinnum án foreldra okkar. Þar sem þessar heimsóknir voru oftast í júlí þá var að öllum lík- indum ekki sjónvarp í boði og aldr- ei átti amma vídeótæki. Ég man heldur ekki sérstaklega eftir leik- föngum á hennar heimili og ekki átti ég heldur alltaf leikfélaga á Ak- ureyri. Ekki man ég samt nokkurn tíma að mér hafi leiðst og þessar heimsóknir eru einar af mínum bestu bernskuminningum. Það var fátt sem jafnaðist á við þegar amma las upp og þýddi fyrir okkur úr dönskum Andrésblöðum (áður en þau komu á íslensku – ég veit ekkert hver þessi Guffi er, amma þýddi hann sem Feitmúla), enda- lausum sundferðum, mörgum ferð- um í lystigarðinn, bókasafnið og niður í bæ og ótal fleira. Þá var mikið dundað við saumaskap og það var fátt sem hún amma gat ekki saumað og nutum bæði ég (þó ég hafi ekki alltaf kunnað að meta það) og barbídúkkurnar mínar góðs af því, það einfaldlega lék allt í höndunum á henni. Á fullorðinsár- um hef ég einnig aldrei þurft að kaupa mér borðtusku þar sem amma prjónaði þær alltaf handa mér og ég held að ég sé birg fyrir lífstíð. Þá bakaði amma bestu kan- ilsnúðana og vínarbrauðin, og ef við vorum ekki á svæðinu til að borða afraksturinn þá einfaldlega sendi hún gúmmelaðið með pósti til okk- ar. Mikið hlakkaði ég líka alltaf til þegar hún kom til okkar vestur á Patró, síðar Grindavík, oftast um jólin. Ég held að henni hafi liðið eins, þar sem oft var mikið ferðalag á sig lagt. Ég man að ein jólin kom hún vestur með flutningaskipi seint um kvöld 23. desember. Ég man einnig eftir að hafa iðulega grátið mig í svefn þegar hún fór aftur til síns heima. Í gegnum árin lagði amma mikla áherslu á hollt líferni og mataræði og var farin að hafa áhyggjur af skordýraeitri á grænmeti og ávöxtum löngu áður en það komst í tísku, enda alltaf með eindæmum heilsuhraust miðað við aldur. Tæplega níræð fór hún létt með að setjast á gólfið hjá Freyju dóttur minni til að leika við hana og standa upp aftur án hjálpar. Bara núna í sumar sátum við svo öll fjölskyldan saman yfir kaffibolla og amma, 100 ára gömul, sagði okkur gamansögur úr æsku sinni og hélt þræði allan tímann. Hennar heilsusamlegi lífsstíll hefur eflaust leikið stórt hlutverk í henn- ar háa aldri og það hefði ekki komið mér á óvart þótt hún hefði lifað í mörg ár til viðbótar. En það hefur verið erfitt að vera svona fjarri henni síðustu ár og ennþá erfiðara að sjá hana eldast og geta ekki gert hlutina sem veittu henni alltaf svo mikla ánægju, þá aðallega hluti tengda handavinnu og útiveru. Það er því undarleg tilfinning að vera svona innilega glöð yfir að hún hafi loksins fengið hvíldina sem hún þráði svo mikið, en vera á sama tíma svo sorgmædd yfir að hún sé farin frá okkur. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ég mun ætíð sakna þín og það verður skrýtið að koma til Akureyrar án þess að heimsækja þig. Þín Álfheiður. Eftir eitt hundrað ár og ótelj- andi fjallaferðir og skíðabunur er loksins komið að leiðarlokum hjá elsku Heiðu ömmu. Um leið og ég finn til söknuðar þá finn ég hversu mikil forréttindi voru að eiga hana fyrir ömmu, vin og glæsilega fyr- irmynd. Hún var stórmerkileg manneskja og aðdáunarverð. Amma átti góðar minningar úr barnæsku. Hún ólst upp í hjarta bæjarins og bjó reyndar á Akur- eyri alla sína tíð. Sögur hennar úr bernsku fjölluðu nær alltaf um ást- ríka foreldra, systkini og góða vini. Hún eignaðist fljótt áhugamál sem hún sinnti af kappi. Þau fólust yf- irleitt í útiveru, hreyfingu og hvers kyns heilsurækt. Hún lærði að synda í fyrstu Sundlaug Akureyrar sem var rétt fyrir ofan æskuheim- ilið í Garði og sundið var henni alla tíð kært. Skíðin og fjallamennskan urðu þó helsta áhugamálið og í Skíðafélagi Akureyrar og Ferða- félagi Akureyrar eignaðist hún marga sína bestu vini og félaga. Hún ferðaðist um allt land með FA og bjó að miklum fróðleik um nátt- úru og sögu. En hún þurfti líka að glíma við mikið mótlæti og ég veit að móð- urmissir, bróðurmissir, skilnaður- inn við Kalla afa, atvinnuskortur og fátækt mörkuðu hana mjög. Þann- ig held ég að amma hafi oft bognað og átt erfitt. Á sama tíma virðist hún hafa byggt upp aðdáunarverða seiglu og lífsvilja og sem komu henni í gegnum súrt og sætt. Hún vann alla þá vinnu sem bauðst og lifði naumt til að sjá fyrir sér og pabba. Hún kveinkaði sér sjaldan, kom sér í gegnum allan mótbyr upp á eigin spýtur og ráðdeildin fylgdi henni alla tíð. Að sama skapi gat hún verið skoðanarík, hörð í horn að taka og gat meira að segja verið býsna langrækin. Hún var þannig alls ekki allra. Hin hliðin á þessari sterku manneskju var hins vegar einlæg og óbilandi ást í garð fjölskyldunn- ar. Við barnabörnin – og síðar barnabarnabörnin – nutum þess í alla staði og margar af okkar bestu æskuminningum eru stundirnar með Heiðu ömmu, ýmist þegar hún kom í heimsókn til okkar eða þegar við dvöldum hjá henni á sumrin. Við höfðum alltaf eitthvað fyrir stafni og hún naut þess að vera með okkur og við með henni. Hún dekr- aði við okkur, ferðaðist með okkur og fræddi okkur. Hún sagði okkur líka sögur um Akureyrina sína og mannlífið þar, enda finnst mér saga ömmu og saga Akureyrar eitt. Það er því í senn bæði viðeig- andi, fallegt og þakkarvert hversu vel Akureyrarbær sá um hana síð- ustu árin. Þá bjó hún á dvalarheim- ilinu Hlíð, en óþarft er að taka það fram að ömmu fannst það alveg ómögulegt að geta ekki séð um sig sjálf. Við fjölskyldan viljum senda okkar bestu kveðjur til starfsfólks- ins á Grenihlíð fyrir einstaka umönnun, þolinmæði og fag- mennsku í hvívetna. Elsku ömmu þakka ég ástina, uppeldið og ógleymanlegar minn- ingar. Það var gott að vera ömmu- strákur. Jón Páll. Það eru forréttindi að fá að kynnast Álfheiði og aldarsögu hennar. Álfheiður ólst upp að Garði á gilbrúninni rétt fyrir neðan sund- laugina í hjarta Akureyrar. Hún ólst upp við umhyggju og alúð en sorgin barði dyra snemma. Móðir Álfheiðar lést þegar hún var aðeins 10 ára gömul. Hún fór ekki með síðustu ferðina að Kristnesi, ekki mátti smita barnið af berklum. Þegar mamma dó hætti ég líklega að stækka sagði Álfheiður. Um það var ekki meira rætt. Álfheiður stundaði íþróttir og útivist langa ævi. Líf hennar er samofið sögu sundlaugarinnar. Hún synti í kaldri lauginni sem var fyrst stíflaður lækur. Hún var mikil skíðakona, glanni af myndunum að dæma hátt í bröttu fjalli hömrum girtu. Álfheiður varð Íslandsmeist- ari í bruni minna en þremur mán- uðum eftir að einkabarnið, tengda- faðir minn, Haraldur fæddist. Hún sagði okkur margar sögur af góð- um stundum að Skíðastöðum, for- vera Hlíðarfjalls, og svaðilförum á fjallaskíðum. Það fyrsta sem hún spurði, skömmu eftir 100 ára af- mælið þegar við vorum á ferð, „hvernig var færið“? Sonurinn var yndi augna hennar og barnabörnin tvö, á þau mátti ekkert halla þá var Álfheiði að mæta. Það var vel skiljanlegt, Álf- heiður ól ein upp son sinn eftir skilnað þegar Haraldur var tveggja ára, 1948. Skömmu síðar fékk hún Akureyrarveikina og annaðist hann ein að mestu. Hún var sjálfstæð móðir, vann við ýmis störf við sjáv- arútveg og iðnað á Akureyri. Hún átti hlut í og rak skóverslunina Lyngdal. Sonurinn fór í sveit til ættingja í Kinn að sumrum en Álf- heiður stundaði fjallamennsku. Álfheiður var mikil útvistarkona, fjallageit. Hún var í Ferðafélagi Ak- ureyrar fram á hinsta dag og byggði upp að Laugafelli. Hún lýsti fyrir okkur ólíkum leiðum sem farnar voru upp á hálendið hvernig vegarstæðin þróuðust og farkost- unum. Við leituðum til fararstjór- ans og lágum saman yfir kortabók- um. Hún gat fjálglega leiðbeint hvernig best væri t.d. að ganga á Herðubreið sem hún hafði farið á um hálfri öld áður. Hún þekkti hvern tind í Glerárdal eins og lóf- ann á sér Súlur, Kerlingu Hlíðar- fjall og henni er minnisstæð ferð á Tröllafjall. Á veggjum hennar voru myndir af horfnum perlum sem sökkt var við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Hún hafði komið að Töfrafossi í Kringilsárrana og lýsti hvernig þreytan eftir langa göngu hafi liðið úr henni. Álfheiður var umhverfis- sinni alla tíð, hjarta hennar sló í takt við náttúru landsins. Hún var ekki hrifin af ágangi mannanna og af- leiðingum fyrir landið sem ásamt ójöfnuði var í hennar huga versti óvinur þjóðar. Hún lýsti skoðun sinni skýrt í hárbeittum stökum og á kosningadögum. Móðir náttúra fóstraði hana í heila öld, nærði og veitti ómælda gleði þrátt fyrir þunga sorg í brjósti. Af aldargöngu Álfheiðar er margt að læra um samspil manns og náttúru í við- kvæmu landi á norðurhjara fyrir komandi kynslóðir. Takk fyrir samfylgdina Álfheið- ur. Þín verður minnst við silfur- reyninn sem þú gróðursettir í gilinu þar sem Garður stóð. Nú ertu horf- in í faðm ástvina loksins og þið orðin eitt – móðir náttúra og þú. Sif Einarsdóttir. Álfheiður Jónsdóttir ✝ Sigurður fædd- ist í Bolungar- vík 12. desember 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 19. ágúst 2021. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann J. Jensson, f. 15.4. 1898, d. 21.4. 1967, og Sigurða Sigurð- ardóttir, f. 9.7. 1895, d. 18.1. 1947. Bræður Sigurðar voru Hjörleifur Haf- liðason, f. 12.9. 1920, d. 30.11. 2008, Sturlaugur, f. 27.8. 1924, d. 24.7. 2003, og Ágúst, f. 31.7. 1926, d. 25.2. 2019. Sigurður kvæntist 25.12. 1957 Sæunni Sigríði Sigurjóns- dóttur, f. 25.6. 1936, fv. banka- starfsmanni. Foreldrar hennar voru Sigurjón Veturliðason og Kristín Kolbeinsdóttir, sem hans er Tinna Cleopetra Jóns- dóttir. b) Ragnheiður Eva, sam- býlismaður hennar er Kristinn Erlingur Árnason. Dóttir þeirra er Sunneva Karen c) Karen Harpa, sambýlismaður hennar er Jón Ágúst Gunnsteinsson d) Axel Freyr. e) Stjúpsonur Sig- urðu er Bjarni Magni Krist- insson. Sigurður ólst upp fyrstu átta árin í Bolungarvík en flutti þá með foreldrum sínum til Ísa- fjarðar. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Sigurður stundaði fyrst ýmis almenn verkamannastörf og skrifstofu- og verslunar- störf. Hann hóf störf við Lands- bankann á Ísafirði árið 1963, varð skrifstofustjóri útibúsins á Ísafirði 1972 og gegndi því starfi þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1988. Þar tók hann við sömu stöðu í Breið- holtsútibúi Landsbankans og var staðgengill svæðisstjóra þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurður starfaði mikið að félagsmálum. Hann sat í bæj- arstjórn Ísafjarðar um nokkurt skeið, fyrst sem varabæjar- fulltrúi og síðan aðalmaður. Hann átti sæti í bæjarráði sem og byggingarnefnd Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði. Þá var hann formaður Íþróttabanda- lags Ísfirðinga árin 1964 - 1978 og hafði áður átt sæti í stjórn þess. Hann átti sæti í sam- bandsstjórn ÍSÍ og stjórn knatt- spyrnufélagsins Vestra, sat um árabil í stjórnum Vlf. Baldurs og Sjálfsbjargar á Ísafirði. Hann starfaði einnig í Lions- klúbbi Ísafjarðar í 25 ár og var tvívegis formaður hans. Þá var Sigurður ritstjóri Skutuls, mál- gagns Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum árin 1964-1974. Hann ritaði einnig nær allar rit- stjórnargreinar Bæjarins besta (BB) um þrjátíu ára skeið. Fyr- ir störf sín að íþróttamálum hefur Sigurður hlotið gullmerki ÍSÍ og Íþróttabandalags Ísfirð- inga. Sigurður og Sæunn voru gerð að heiðursfélögum Ísfirð- ingafélagsins í Reykjavík árið 2017. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 3. sept- ember 2021, klukkan 10. bæði eru látin. Sig- urður og Sæunn eignuðust tvö börn. 1) Sigurjón Jó- hann, f. 10.4. 1957, eiginkona hans er Oddný Bára Birg- isdóttir, f. 4.4. 1958. Börn þeirra eru: a) Sæunn Sig- ríður, gift Stein- grími Rúnari Guð- mundssyni. Dætur þeirra eru Svava Rún, Elma Katrín og Hildur Lóa. b) Birgir Örn, sambýliskona hans er S. Tinna Miljevic. Börn hans eru Alexander Örn og Margrét Bára, c) Kristín Ósk sambýlis- maður hennar er Haukur Örn Gunnarsson. 2) Sigurða f. 19.4. 1961. Fyrrverandi eiginmaður hennar er Kristinn Sævar Jó- hannsson. Börn þeirra eru: a) Sigurður Jóhann, sambýliskona Farinn Þótt minn elskulegi faðir og kær vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á mín í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sigurða, Sigurjón og Oddný. Þegar ég lít til baka eru uppá- haldsstundirnar mínar kvöldin í Lækjarsmáranum. Eins og alltaf mætti ég með smá vindhviðu inn á heimilið, fór yfir liðna daga á á hundraðinu og þið amma hlóguð af því hvað ég talaði hratt. Ég kom mér fyrir í horninu í eldhúskrókn- um, sat og fletti efstu blöðunum úr staflanum af Morgunblöðunum meðan þú hringsnerist í eldhúsinu, mallaðir eitthvað ótrúlega gott og tókst fatið úr ofninum með berum höndum. Ég las yfir krossgátu Sunnu- dagsmoggans sem þú varst búinn að leysa eins og alltaf. Ef ég mætti nógu snemma, áður en þú varst bú- inn að ráða hana, reyndi ég að fylla inn í sjálf en samt bara með blýanti, ekki penna eins og þú. Eftir mat sat ég enn við borðið og þá byrjaði uppáhaldsstundin mín. Okkar móment. Þú hlustaðir á allar sögurnar mínar og pælingarn- ar og komst alltaf fram við mig sem jafningja. Kenndir mér að skrifa með blekpenna og ég reyndi að skrifa eins vel og þú. Við pældum í ljóðum og orðum, fórum yfir sunnudagskrossgátuna og þú sagð- ir mér sögurnar úr Víkinni. Það er skrítið að komið sé að kveðjustund hjá okkur. En allt í kring segir mér samt að þannig sé það nú. Síðustu dagar sumarsins eru að líða og haustið læðist inn, táknmynd tilfinninganna. Það er svo margt sem mér finnst ég vera að gleyma og vantar að taka upp símann til þess að spyrja þig og hef á þessum fáu dögum síðan þú kvaddir, hugsað um að hringja í þig ótal sinnum – því bara þú gætir svarað mér. Alltaf áður en ég fór aftur heim, vestur á Ísafjörð, baðstu mig um að skila kveðju á alla sem þú þekktir heima og kveðju til fjallanna. Ég trúi að þar sértu núna og hlakka til að heilsa upp á þig þar næst þegar ég kem. Þess á milli varðveiti ég þig í hjarta mínu. Elsku hjartans afi minn, þér verð ég ævinlega þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í lífinu. Ég þín sakna sárast þó, seinast þér ég gleymi. Án þín hvorki frið né fró finn í þessum heimi. (Páll Ólafsson – Mikaelsmessu 1890) Þín Kristín. Elsku besti Siggi afi minn er fallinn frá. Guð geymi þig, elsku afi minn, við munum hugsa um ömmu fyrir þig sem hefur staðið við hlið þér alla tíð og þú hugsaðir svo vel um. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og börnunum mínum t.d um lestur góðra bóka (og sérstaklega að fara vel með bækur), hin ýmsu ljóð og sögur sem þú varst vanur að segja okk- ur frá. Ég minnist þess þegar þú sagðir okkur sögur af einhverju sem gerðist þegar þú varst lítill strákur eða af einhverju fólki sem bjó á Ísafirði þegar þú bjóst þar, við könnuðumst sjaldnast við fólkið sjálft. Við hlustuðum samt alltaf af áhuga því þú sagðir svo skemmtilega frá. Ég þakka fyrir tímann sem ég fékk að njóta með ykkur þegar ég flutti í fyrsta sinn að heiman frá Ísa- firði til Reykjavíkur til að fara í frekara nám. Þið buðuð mér oft á rúntinn aust- ur fyrir fjall, þá var alltaf hlustað á sama geisladiskinn sem innihélt gömul íslensk dægurlög með Sin- fóníunni. Flest þessara laga met ég mikils og þykir undurvænt um, því þau minna mig á þessar góðu stund- ir. Vinkonur mínar öfunduðu mig af því hversu oft þú bauðst mér í bíó eða í ísrúnt. Þú hafðir mestar áhyggjur af því að ég vildi ekki fara með svona gömlum kalli en það hugsaði ég ekkert um því ég naut samverustundanna með þér. Alltaf var notalegt að koma til ykkar ömmu. Tekið var vel á móti okkur og iðulega var okkur Denna og stelpunum boðið í mat þegar við komum í heimsókn til ykkar og ykk- ur munaði ekkert um að bæta við heilli fjölskyldu í mat. Þegar ég var lítil stúlka kallað- irðu mig oft skottuna þína. Ef maður kenndi sér einhvers meins í hálsi þá varst þú mættur með alls kyns jurtaolíur og hvítlauk að vopni og lést okkur drekka. Allt- af batnaði manni fljótt og vel. Þú varst góð sál og vildir öllum vel. Það kenndi mér að bera virð- ingu fyrir náunganum. Elsku afi, þín verður sárt saknað. Ég ætla að vers dugleg að segja sögur af þér til barna og barna- barna minna um ókomna tíð. Þín skotta, Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir. Sigurður Jóhann Jóhannsson - Fleiri minningargreinar um Sigurð Jóhann Jóhanns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.