Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
» Bassaleikarinn Þorgrímur
„Toggi“ Jónsson hélt útgáfu-
tónleika á Jazzhátíð Reykjavík-
ur á þriðjudag vegna hljómplötu
sinnar Haga. Með Þorgrími léku
á tónleikunum þeir Rögnvaldur
Borgþórsson á gítar, Magnús
Trygvason Eliassen á trommur
og Tómas Jónsson á píanó og
hljómborð.
Þorgrímur Jónsson hélt útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur
Morgunblaðið/Eggert
Gaman Þorgímur á kontrabassanum og greinilegt að hann naut þess að flytja lög af nýju plötunni.
Fingrafimur Rögnvaldur fór fimum fingrum um gítarstrengina. Flottur Hljómborðs- og píanóleikarinn Tómas Jónsson í bleiku ljósi.
Innlinfun Einbeitingin leyndi sér ekki í svip flytjenda, eins og sjá má.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ritþing um rithöfundinn, ljóðskáldið
og leikskáldið Braga Ólafsson verður
haldið í Borgarbókasafninu í Gerðu-
bergi á morgun, laugardag, frá kl. 14
til 16.30 og ber það yfirskriftina
Stefnumót við Braga Ólafsson - „Á
horni Bayswater Road og Lækj-
argötu“. Hafa ritþing verið haldin
þar í húsi allt frá árinu 1999 og geng-
ur ritþingið þannig fyrir sig að höf-
undur svarar spurningum stjórn-
anda og spyrla,
leikin verður lif-
andi tónlist sem
tengist höfundi og
lesið verður upp
úr verkum hans.
Spyrlar á rit-
þinginu á morgun
verða Kristín
Svava Tóm-
asdóttir, sagn-
fræðingur og
skáld, og Einar
Falur Ingólfsson, ljósmyndari og
blaðamaður, og verður ritþingið
brotið upp með uppákomum í anda
höfundarins, að því er segir í tilkynn-
ingu.
Leikkonan Maríanna Clara Lúth-
ersdóttir mun flytja ljóð, Eggert
Þorleifsson leikari fer með brot úr
útvarpsverki Braga, Gestabókinni,
og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik-
ari mun flytja frumsamið verk inn-
blásið af skáldskap Braga. Þá verður
áður óbirtum texta eftir Braga dreift
ókeypis á ritþinginu. Ritþingin eru
hljóðrituð og gefin út rafrænt á
heimasíðu bókasafnsins og þurfa þeir
sem komast ekki því ekki að ör-
vænta.
Áhersla á höfundarverkið
Stjórnandi þingsins er Guðrún
Lára Pétursdóttir bókmenntafræð-
ingur og er hún spurð að því hvers
vegna hún hafi verið fengin til að
stjórna þinginu. „Ég hef haft mikinn
áhuga á verkum Braga og skrifaði
mastersritgerðina mína um tvær
bækur eftir hann, Hvíldardaga og
Samkvæmisleiki. Ætli það séu ekki
þau tengsl?“ svarar Guðrún en Bragi
hefur gefið út margar skáldsögur,
ljóðasöfn, smásögur og leikrit og því
hægt að nálgast hann frá ólíkum hlið-
um.
Guðrún er spurð að því hver
áherslan verði á ritþinginu. „Hún er í
rauninni á höfundarverkið og við ætl-
um að reyna að fá fram hans fag-
urfræði, hans sýn á veruleikann og
hverju hann er að miðla í gegnum sín
verk. Við ætlum að tæpa á – og von-
andi gengur það eftir – ljóðum og
smásögum og leikritum en skáldsög-
urnar verða kannski fókuspunktur-
inn og við gerum ráð fyrir að þær
taki mesta tímann. En umfram allt er
hugmyndin að reyna að taka þetta
saman, skoða hvað einkennir verk
hans og reyna að fá hann til að segja
okkur hvað hann er að hugsa,“ svar-
ar Guðrún.
Ótrúlega skemmtilegar
–Þú skrifaðir meistararitgerð um
tvær bækur eftir Braga, hvers vegna
varð hann fyrir valinu og þessar til-
teknu bækur?
„Bara af því mér finnst þær svo
ótrúlega skemmtilegar. Stundum er
sagt að maður eigi ekki að velja höf-
unda sem maður elskar til að skrifa
um því þá skorti mann alla gagnrýni
en ég bara gat ekki hugsað mér betra
og skemmtilegra efni að skrifa um.
Það er svo ótrúlega margt heillandi í
þessum bókum,“ segir Guðrún og
nefnir að í skrifum Braga séu undir
niðri alltaf spurningar um hvernig
saga sé sögð, spurningar um bók-
menntirnar sjálfar.
Hún segir bækur Braga líka mjög
persónulegar á einhvern sérstakan
hátt, lesandi kynnist mjög náið sögu-
persónum. „Maður fær svolítið ósíað
hugsanaflæði persóna og það getur
orðið mjög náið á mjög sérstakan
hátt,“ bendir Guðrún á.
Samofinn söguheimur
Guðrún segir margar af bókum
Braga tengjast hver annarri og það
sé mjög sérstakt. Þar birtist sam-
ofinn söguheimur. „Hann er að
stinga sér niður í risastórt persónu-
gallerí og það eru að dúkka upp aftur
sömu persónur í bókunum,“ segir
Guðrún og að persóna úr einni eða
tveimur bókum hafi meira að segja
dúkkað upp í útvarpsleikriti.
„Þetta er náttúrlega á einhvern
hátt einstakt og okkur langar svolítið
til að teikna þennan söguheim upp á
þessu þingi og fara ofan í þessi tengsl
og þennan stóra veruleika sem hann
er búinn að búa til þarna. Ég vona að
við getum fengið eitthvað upp úr
honum um hann og hvort hann eigi
eftir að segja sögur af einhverjum úr
þessum heimi,“ segir Guðrún.
Hlakkar brjálæðislega til
Guðrún er spurð að því hvort hún
hafi áður stjórnað ritþingi af þessu
tagi og segist hún ekki hafa gert það.
Hlakkar hún til þess eða er hún kvíð-
in? „Ég hlakka alveg brjálæðislega
til,“ svarar Guðrún létt í bragði og
nefnir að margoft sé búið að fresta
þinginu, sem átti upphaflega að
halda fyrir einu og hálfu ári, vegna
kófsins. „Við erum bara ótrúlega
spennt og mér finnst við búin að setja
saman áhugaverða dagskrá sem ég
vona að höfði bæði til þeirra sem
þekkja verk Braga og líka annarra.“
Enginn aðgangseyrir er að
þinginu og allir velkomnir á meðan
húsrúm leyfir en skráning fer fram á
slóðinni borgarbokasafn.is/vidburd-
ir/bokmenntir/ritthing-stefnumot-
vid-braga-olafsson. Borgarbókasafn-
ið býður til móttöku að ritþingi
loknu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Skáldið Bragi Ólafsson á vinnustofu sinni við Vesturgötu árið 1991.
Guðrún Lára
Pétursdóttir
Hvað er Bragi að hugsa?
- Ritþing um Braga Ólafsson haldið í Gerðubergi - „Það er svo ótrúlega margt
heillandi í þessum bókum,“ segir stjórnandi þingsins, Guðrún Lára Pétursdóttir
Nýjasta plata Víkings Heiðars
Ólafssonar, þar sem hann leikur
verk eftir Wolfgang Amadeus
Mozart og samtímamenn hans og
ber titilinn Mozart and Contemp-
oraries, kemur úr í dag hjá út-
gáfurisa klassískrar tónlistar,
Deutsche Grammophon. Víkingur
setur níu af styttri verkum Moz-
arts í áhugavert samhengi þegar
hann stillir þeim upp við hlið
verka eftir Baldassare Galuppi,
Carl Philipp Emmanuel Bach,
Domenico Cimarosa og Joseph
Haydn.
Umsagna um plötuna er beðið
með eftirvæntingu og hafa ein-
staka verið birtar nú þegar. Fiona
Maddocks hjá The Guardian lýsir
hrifningu sinni af plötunni og seg-
ir hana vera í sama gæðaflokki og
fyrri verk Víkings. David McDade,
gagnrýnandi hjá MusicWeb
International, segist munu verða
hlessa ef plata Víkings muni ekki
þykja einn af hápunktum ársins í
píanóheiminum. Hann segir Vík-
ing sýna andstæðu meðalmennsk-
unnar og að þessi nýja plata sýni
vel hvaða hæfileikum hann sé
gæddur.
Hæfileikar Gagnrýnandi The
Guardian er ánægður með nýút-
komna hlómplötu Víkings.
Ný plata
Víkings
komin út