Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála hefur hafnað því að
ógilda ákvörðun sveitarstjórnar
Rangárþings ytra um að sam-
þykkja deiliskipulag fyrir Leyni 2
og 3 í Landsveit. Um er að ræða
umdeildan landskika þar sem
Malasíumaðurinn Loo Eng Wah
hyggst koma á fót ferðaþjónustu.
Nágrannar Loo hafa sett sig
upp á móti áformum hans eins og
Morgunblaðið hefur greint frá. Í
kærunni kveðast þeir hafa fjárfest
í eignum og innviðum á svæðinu
en með fyrirhuguðum skipulags-
áformum sé hagsmunum þeirra
fórnað í þágu tiltekins aðila. Þá
átelja þeir meðferð sveitarfé-
lagsins og telja að ekki hafi verið
gætt að stöðu svæðisins sem
vatnsverndarsvæðis.
Þessu hafnaði sveitarfélagið í
svörum til úrskurðarnefndarinnar
og sagði að fyrirhugað væri að
hlúa að þeim lágstemmda takti
sem einkenndi svæðið. Loo sagði í
svörum sínum að breyting á land-
notkun að Leyni 2 og 3 væri í
samræmi við raunverulega notkun
landsins undanfarinn áratug.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
mál tengd uppbyggingunni að
Leyni 2 og 3 kemur fyrir úrskurð-
arnefnd umhverfis- og auðlinda-
mála. Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu felldi nefndin síð-
asta vor úr gildi ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um að framkvæmdir
þar skyldu ekki háðar mati á um-
hverfisáhrifum. Skipulagsstofnun
mun því ákvarða á ný hvort þörf
sé á umhverfismati á svæðinu.
Fyrr verður ekki gefið út fram-
kvæmdaleyfi.
Í fréttum Morgunblaðsins hefur
komið fram að Loo hyggst reisa
allt að 200 fermetra þjónustuhús
fyrir tjaldsvæði að Leyni 2 og 3,
allt að 800 fermetra byggingu fyr-
ir veitingastað, verslun, móttöku
og fleira og allt að 45 gestahús á
einni hæð, sum þeirra 60 fermetra
að stærð og kúluhús við hvert og
eitt.
Áfangasigur hjá Loo er
kröfu nágranna var hafnað
- Deiliskipulag fyrir Leyni 2 og 3 í Landsveit skal standa
Morgunblaðið/Hari
Stórhuga Malasíumaðurinn Loo við kúluhús sín og hjólhýsi að Leyni 2 og 3.
Þrjár bandarískar sprengjuvélar af
gerðinni Northrop Grumman B-2
hafa í um tvær vikur haft aðsetur á
öryggissvæðinu á Keflavíkurflug-
velli þaðan sem þær fljúga æfinga-
leiðangra út á Atlantshaf. Vélarnar
voru enn við æfingar í gær og liggja
engar upplýsingar fyrir um hvenær
þeim verður flogið burtu aftur. Aldr-
ei fyrr hafa sprengjuflugvélar af
þessari gerð haft svo langa viðkomu
hér á landi, en B-2 lenti fyrst í Kefla-
vík árið 2019 og stoppaði stutt við.
Guttormur Þorsteinsson, formað-
ur Samtaka hernaðarandstæðinga,
segir viðveru vélanna mikið
áhyggjuefni. „Við sem aðrir vitum af
þeim framkvæmdum sem unnið er
að á Keflavíkurflugvelli og snúa að
kafbátaleitarvélum. Hvort unnið sé
að því leynt að gera Keflavíkurflug-
völl að einhvers konar miðstöð fyrir
sprengjuflugvélar vitum við ekki.
Samtökin vinna nú að sér að afla
frekari upplýsinga um þetta mál,“
segir Guttormur við Morgunblaðið.
Bendir hann á að flotaforingjar
hafi með reglubundnum hætti lýst
yfir áhuga á að auka umsvif Banda-
ríkjanna enn frekar hér við land.
„Mikið af þeirri orðræðu sem á sér
stað vestra miðar að því að koma
aftur með herstöðina hingað. Sú
þróun er eitthvað sem við höfum
reynt að vekja athygli á,“ segir
hann.
Þá segir Guttormur ljóst að
íslenskir stjórnmálaflokkar hafi
margir hverjir afar takmarkaðan
áhuga og þekkingu á málefnum
norðurslóða. Slíkt verði að breytast.
„Utanríkismálum er sjaldan
hleypt inn í opinbera umræðu. Það
er eins og markvisst sé verið að
drepa niður umræðu um öryggis-
mál,“ segir hann. khj@mbl.is
Ljósmynd/Bandaríski flugherinn
Vígbúnaður Myndin er tekin í Keflavík og sýnir kjarnasprengjuvélarnar.
Löng viðvera B-2
vekur spurningar
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
„Við höfnum þessum skatthækkun-
aráformum alfarið,“ segir Teitur
Björn Einarsson, varaþingmaður og
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi, um stóreigna-
skattshugmyndir Samfylkingarinnar
og segir þau ganga gegn stjórnar-
skrá.
„Skattar á Íslandi eru mjög háir og
markmið okkar á að vera að lækka
skatta. Þessi áform fara bæði gegn
jafnræðisreglunni og eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrárinnar, og það á
mjög óljósum og veikum grunni.“
Tillögur Samfylkingarinnar um að
„innleiða á ný stóreignaskatt á hreina
eign umfram 200 milljónir“ hafa vakið
athygli, en Vinstri græn hafa tekið
undir þau sjónarmið.
Stóreignaskattur í Hæstarétti
Hugmyndir af þessu tagi eru ekki
ókunnar Samfylkingunni og Vinstri
grænum, því ríkisstjórn þeirra flokka
árin 2009-2013 lagði bæði á auðlegð-
arskatt og viðbótarauðlegðarskatt.
Um þá var deilt og skotið til Hæsta-
réttar (í máli nr. 726/2013) hvort þeir
stæðust eignarréttarákvæði og jafn-
ræðisreglu stjórnarskrár.
Þar töldu stefnendur annars vegar
að skattarnir væru svo íþyngjandi
(4,75% og 2,75% uppsafnað til þriggja
ára) að um eignaupptöku væri að
ræða, en einnig væri þeim beint að
svo afmörkuðum hópi að skattarnir
væru ekki almennir, beindust gegn
fámennum hópi og gengju því gegn
ákvæði um jafnræði borgaranna fyrir
lögum.
Hæstiréttur komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að þessi skatt-
heimta væri lögleg, en tók fram að
þar væri sérstaklega horft „til þess
við hvaða aðstæður lögin voru sett og
hvert hafi verið markmið þeirra“.
Rétturinn benti á að „… á þeim tíma
var við að etja einstæðan vanda í rík-
isfjármálum“ eftir bankahrun, eftir
að tekjustofnar ríkisins höfðu hrunið,
ríkisskuldir snarhækkað og ríkis-
reksturinn í megnum vandræðum.
Fallist var á að skatthlutfallið væri
hátt, en að teknu tilliti til allra að-
stæðna, sérstaklega þó þess að skatt-
arnir væru tímabundnir til þriggja
ára, þá brytu þeir ekki í bága við
stjórnarskrárákvæði um eignarrétt
eða jafnræði.
Engu gleymt
„Þessi hæstaréttardómur er ein-
staklega skýr og löggjafinn getur
ekki horft fram hjá því, hvað sem hug-
myndafræðingum Samfylkingarinnar
kann að finnast,“ segir Teitur Björn.
„Á þessari stóreignaskattshugmynd
eru engin tímamörk og það eru engar
þær forsendur í ríkisfjármálum sem
Hæstiréttur nefndi sem skilyrði fyrir
því að auðlegðarskatturinn stæðist
stjórnarskrárákvæði um eignarrétt
og jafnræði borgaranna.“
Hann telur tillögu Samfylkingar-
innar ganga í berhögg við skilyrði og
leiðbeiningu Hæstaréttar. Engin leið
er að halda því fram að ríkissjóður búi
við viðlíka aðstæður og fyrstu árin
eftir bankahrun og ekkert í málflutn-
ingi frambjóðenda Samfylkingarinn-
ar eða Vinstri grænna bendir til þess
að slíkur stóreignaskattur eigi sér
sérstakar og knýjandi ástæður, hvað
þá að hann eigi að vera tímabundinn.
„Það er rétt að almenningur átti sig
á því í aðdraganda kosninga, að þó að
vinstrimenn hafi engu gleymt og ekk-
ert lært af fyrri stóreignasköttum, þá
myndu slíkar hugmyndir hækka
skatta hjá þúsundum manns, sem
engum öðrum myndi detta í hug að
kalla stóreignafólk.“
Teitur segir blasa við að þó ekki
væri nema af þeim ástæðum yrði lög-
gjafinn að fara mjög gætilega í sak-
irnar við álagningu stóreignaskatts.
Þar yrði að gæta þess að álagning
væri ekki óhófleg, að skatturinn væri
nægilega almennur til þess að stand-
ast jafnræðisregluna en þó ekki svo
almennur að hann missti marks sem
stóreignaskattur. Við bætast svo auð-
vitað pólitísk sjónarmið um að óráð-
legt er að skatturinn hitti of marga
fyrir í hópi kjósenda, en eins að skatt-
urinn skili nægilega miklu, í pening-
um mælt eða öðrum markmiðum, til
að hann svari kostnaði.
Efar að stóreignaskatt-
ur standist stjórnarskrá
- Leiðbeining í
dómi Hæstaréttar
um auðlegðarskatt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skattstofn Auk fasteigna eru lífeyrisréttindi og verðbréf meðal helstu eigna.