Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
Allt stefnir í
að hinn
ógæfulegi
flótti vesturveld-
anna frá Afganist-
an muni hafa al-
varlegar
afleiðingar í för með sér á ýms-
um sviðum, ekki síst fyrir al-
menning í landinu. Fyrirséð er
því að Afganar muni freista
þess að flýja land, ekki síst þar
sem allar líkur eru á því að ta-
líbanar muni vilja hindra sam-
landa sína í leitinni að betra
lífi.
Spurningin um hvar eigi að
koma flóttafólkinu fyrir hefur
þegar vaknað, og ákvað Evr-
ópusambandið því að efna til
fundar innanríkisráðherra að-
ildarríkja sinna á þriðjudaginn
til þess að leita svara. Sam-
bandið er raunar brennt af
fyrri reynslu í þessum efnum,
en skemmst er að minnast þess
þegar stríður straumur flótta-
manna frá Sýrlandi og Líbíu
barst yfir Miðjarðarhafið árið
2015.
Viðbrögð Evrópusambands-
ins þá einkenndust af ráðaleysi
og máttleysi í senn. Olli þetta
hörðum deilum innan sam-
bandsins, bæði innan ríkjanna
sjálfra og þeirra á milli, um
málefni hælisleitenda. Vandinn
var ekki leystur, heldur ein-
ungis stagbættur með sam-
komulagi við Tyrki, þar sem
þeim var borgað sérstaklega
fyrir að hindra för sýrlenskra
flóttamanna til sambandsins.
Fundur innanríkisráðherr-
anna nú var haldinn í skugga
þessarar sögu, sem sást ekki
síst í sameiginlegri yfirlýsingu
fundarins, þar sem mörkuð var
sú stefna að reyna að endur-
taka sáttmálann við Tyrki frá
árinu 2015, með því að bjóða
nágrannaríkjum Afganistans
svipaðan samning. Rætt var
um 600 milljónir evra í því
sambandi til þess að borga
ríkjum Mið-Asíu, en Horst
Seehofer, innanríkisráðherra
Þýskalands, hafði áhyggjur af
því að þau myndu jafnvel vilja
enn hærri fjárhæðir.
Ekki skal gert lítið úr því, að
það er vandasamt að takast á
við bylgju flóttamanna af
þeirri stærðargráðu sem óttast
er að kunni að koma frá Afgan-
istan. Ekkert ríki getur ráðið
við það að opna landamæri sín
fyrir öllum þeim sem vilja
koma eins og stundum mætti
þó ætla af umræðunni, meðal
annars hér á landi. Staðfesta
og skýr skilaboð ríkja Evrópu-
sambandsins og annarra ríkja
Evrópu er nauðsynleg til að
skilaboð berist um að landa-
mæri séu ekki galopin, eins og
þau reyndust vera árið 2015
með þeim afleiðingum sem síð-
an hefur verið
glímt við. En ótti
Evrópusambands-
ins við að missa
tökin á ný og að
fortíðin endurtaki
sig virðist vera
ávísun á endalausa fjárkúgun,
þar sem nágrannaríki Afgan-
istans muni sífellt biðja um
meiri peninga eða aðrar íviln-
anir, ellegar verði flóttamenn-
irnir sendir af stað. Íran virð-
ist jafnvel geta orðið í þeim
hópi og eru þó veikleikar Evr-
ópusambandsins gagnvart
klerkastjórninni þar nægir fyr-
ir þó að þetta bætist ekki við.
Og Tyrkir hafa þegar beitt
slíkum hótunum fyrir sig í ann-
ars óskyldum deilum sínum við
aðildarríkin.
Nú þegar forseti Bandaríkj-
anna hefur að óþörfu búið til
margs konar vanda, meðal
annars mögulegan flótta-
mannavanda, er mikilvægt að
ríki Evrópu staldri við og finni
aðrar leiðir en þær sem hingað
til hafa brugðist í glímunni við
það viðfangsefni. Það kann að
felast í því að senda skýr skila-
boð um að Evrópusambands-
ríkin verji ytri landsmæri sín
en getur einnig falist í því að
aðstoða flóttamennina heima
fyrir. Í Afganistan getur það
til að mynda þýtt matvæla-
aðstoð, en óttast er að hung-
ursneyð vofi yfir landinu.
Ástandið var slæmt fyrir
valdatöku talíbana, en gæti
orðið skelfilegt innan skamms
tíma.
Viðbrögð ríkja Evrópusam-
bandsins nú einkennast af því
að þau voru óundirbúin, enda
gaf forseti Bandaríkjanna
þessum sögulegu vinaþjóðum
sínum engan fyrirvara þegar
hann ákvað að hraða herliði
sínu heim í slíku óðagoti að ta-
líbanar halda nú hersýningar
með nýjustu vígtólum og fagna
mjög. En viðbrögðin einkenn-
ast líka af því að umræða um
flóttamenn hefur ekki mátt
eiga sér stað á eðlilegum for-
sendum. Þeir sem lýsa áhyggj-
um af háskalegri þróun eru út-
hrópaðir af vandlæturum sem
þó bjóða engar lausnir. Um
leið og reynt verður að bregð-
ast við þeirri bylgju flótta-
manna sem óttast er að skelli
nú á Evrópu er óhjákvæmilegt
að umræða fari fram um
hvernig þessum málum skuli
háttað til framtíðar. Það geng-
ur ekki að bregðast ítrekað við
„óvæntum“ aðsteðjandi vanda
því að flóttamannabylgjur
munu ekki hverfa á meðan ríki
Evrópu reka ómarkvissa
stefnu og á meðan öfgahreyf-
ingar og ofbeldismenn vaða
uppi í nágrenni Evrópu, bæði í
Austurlöndum nær og Afríku.
Flóttamannabylgjan
sem menn óttast nú
verður að óbreyttu
ekki sú síðasta}
Fortíðarvandi
bítur Brussel
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
U
mfang mála sem koma til
kasta umboðsmanns Al-
þingis hefur vaxið veru-
lega á seinusta einu og
hálfu ári. Í fyrra fjölgaði til að
mynda kvörtunum til umboðsmanns
um þriðjung frá árinu áður og voru
rúmlega 540 mál skráð hjá umboðs-
manni. Þetta er metfjöldi kvartana á
einu ári að því er fram kemur í nýút-
kominni ársskýrslu umboðsmanns
fyrir árið 2020. Til samanburðar var
meðalföldi kvartana á ári 2015-2019
408 talsins.
Þessi þróun hefur svo haldið
áfram og verið viðvarandi í rúmlega
hálft annað ár. Á fyrri hluta yfir-
standandi árs hafa umboðsmanni
borist 315 kvartanir, sem er tæplega
20% vöxtur miðað við sama tíma í
fyrra.
Ekki er talið fyllilega ljóst hvað
skýrir þessa fjölgun og í umfjöllun í
ársskýrslunni kemur fram að fjölg-
unina í fyrra sé ekki hægt að rekja
beint til mála sem tengjast kórónu-
veirufaraldrinum, þó þau mál gætu
átt eftir að koma inn á borð umboðs-
manns ef og þegar borgararnir hafa
tæmt aðrar kæruleiðir í stjórnsýsl-
unni, sem tekur sinn tíma.
Í þessum tölum um kvartanir til
umboðsmanns eru ekki taldar með
allar þær ábendingar sem honum
berast vegna frumkvæðiseftirlits,
svo sem tengdar heimsfaraldrinum.
„Þess má geta að á fyrri hluta ársins
2021 hefur kvörtunum og ábend-
ingum tengdum Covid-19 fjölgað en
enn sem fyrr hafa ekki verið skilyrði
til að ljúka mörgum slíkum málum
með efnislegri umfjöllun,“ segir í
ársskýrslunni.
Hjá umboðsmanni voru einnig
afgreidd til muna fleiri mál í fyrra en
árið á undan en þeim fjölgaði um
meira en rúman helming og á fyrstu
sex mánuðum yfirstandandi árs hef-
ur afgreiddum málum fjölgað um lið-
lega 36%.
Fram kemur að á liðnu ári var
leyst úr 544 málum hjá umboðs-
manni. Þar af voru 27 álit þar sem
umboðsmaður beindi tilmælum til
stjórnvalda og 57 bréf þar sem
ábendingum var komið á framfæri.
Samhliða þessum vexti hefur átt sér
stað nokkur breyting á eðli þeirra
kvartana sem umboðsmaður fær inn
á sitt borð. Allt frá upphafi hafa þær
flestar verið vegna tafa á afgreiðslu
mála í stjórnsýslunni og hjá stjórn-
völdum en í fyrra varð sú breyting á
að kvartanir vegna opinberra starfs-
manna urðu í fyrsta sinn flestar.
Þær varða m.a. ráðningarmál. Hefur
umboðsmaður ítrekað velt því upp,
hvort þörf sé á að lögfesta sérstakar
bótareglur í tilefni af lögbrotum við
ráðningar í opinber störf og laga-
heimild til að bæta miska í slíkum
tilvikum.
Þörf á viðhorfsbreytingu
Á seinasta ári tvöfaldaðist einn-
ig fjöldi kvartana milli ára vegna að-
gangs að gögnum og upplýsingum.
Fram kemur að umboðsmaður hafi
ítrekað bent á „að oft virðist litið svo
á að beiðni um aðgang að gögnum sé
íþyngjandi fyrir viðkomandi stjórn-
vald og það sé einhvers konar kvöð
að afgreiða slík mál og þeim jafnvel
svarað seint og illa og aðgengi tak-
markað eins og kostur er. Þá eiga
stjórnvöld hér á landi nokkuð langt í
land með að beita reglum um aðgang
að gögnum með viðunandi og þá
sambærilegum hætti og tíðkast á
hinum Norðurlöndunum. Það er
mikil þörf á bæði viðhorfsbreytingu
innan stjórnsýslunnar og aukinni
þekkingu á þessum reglum hjá
starfsmönnum stjórnsýslunnar,“
segir í ársskýrslunni.
Metfjöldi kvartana á
seinustu misserum
Fjöldi kvartana til umboðsmanns Alþingis
2011-2020
600
500
400
300
200
100
0
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
5
2
8
5
2
8
4
73
4
73
5
3
6
5
3
6
4
9
4
4
9
4
4
9
4
4
9
4
4
3
9
4
3
9
4
1
6
4
1
6
3
8
9
3
8
9
3
8
4
3
8
4
4
1
1
4
1
1
5
4
1
5
4
1
5
0
2
5
0
2 5
4
3
5
4
3
5
5
8
5
5
8
4
5
0
4
5
0
4
2
0
4
2
0
3
5
8
3
5
8 4
0
6
4
0
6
3
5
3
3
5
3
5
3
7
5
3
7
Skráðar
kvartanir
Afgreiddar
kvartanir
Heimild: Umboðs-
maður Alþingis
Meðal mála sem sagt er frá í árs-
skýrslu umboðsmanns er kvört-
un frá konu yfir því að fasteign
hennar hefði verið seld nauðung-
arsölu til fullnustu kröfu Trygg-
ingastofnunar (TR) um endur-
greiðslu ofgreiddra bóta.
Fjárhæð kröfunnar nam um 590
þúsund kr. en fasteignin var boð-
in upp og seld á 23 milljónir kr.
Fram kemur að TR fékk um 65
þúsund kr. í sinn hlut eftir að
innheimtukostnaður hafði verið
dreginn frá en eftirstöðvarnar
voru afskrifaðar. Umboðsmaður
taldi að TR hefði ekki uppfyllt
ákveðnar skyldur svo sem að
leggja mat á nauðsyn þess að
fara fram á nauðungarsölu til að
innheimta kröfuna og gæta með-
alhófs. Ekki hefði heldur verið
upplýst með fullnægjandi hætti
hversu há endurkrafan ætti að
vera eða konunni verið leiðbeint
um að hægt væri að óska eftir
undanþágu frá henni.
Seld á nauð-
ungarsölu
INNHEIMTA TR GAGNRÝND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
É
g fór í Smáralindina að kjósa utan-
kjörfundar um daginn. Ég var
bara með símann á mér og ætlaði
að nýta mér nýtt rafrænt öku-
skírteini sem skilríki. En mér var
vísað frá þar sem ég var ekki með nein önnur
skilríki. Úr því varð lítil frétt. Í kjölfarið höfðu
fjölmiðlar samband við dómsmálaráðuneytið
sem lýsti því yfir að rafræn ökuskírteini bæri að
taka gild sem skilríki þegar fólk kæmi að kjósa í
alþingiskosningum. Ég fór því í gær og gerði
nákvæmlega það.
Frábært, ekki satt?
Ekki alveg. Í fyrradag birti tölvuöryggis-
fyrirtækið Syndis úttekt á innleiðingu rafrænna
ökuskírteina á Íslandi og fjallaði meðal annars
um fýluferð mína á utankjörfund. Úttektin er
ítarleg útlistun á því hvernig Stafrænt Ísland,
átaksverkefni fjármálaráðuneytisins í innleiðingu á raf-
rænum lausnum í opinberri stjórnsýslu, hefði klúðrað
grundvallaröryggismálum við gerð rafrænna ökuskírteina.
Tölvulæs einstaklingur gæti komist framhjá svokallaðri
rafrænni undirskrift forritsins, breytt hverjum þeim upp-
lýsingum sem hann vill og birt rafrænt ökuskírteini í síma
sínum með þeim. Nær ómögulegt er að greina fölsuð öku-
skírteini frá raunverulegum. Það tók starfsfólk Syndis um
fimmtán mínútur að búa til ökuskírteini sem aðeins fær-
ustu sérfræðingar gætu greint sem falsað. Eigandi þess
ökuskírteinis er Mikael Mús Walterson.
Það er þó til einföld lausn til að koma í veg fyrir þessar
tegundir falsana, eins og stjórnvöldum hefur margoft verið
bent á. Hún er sú að taka aðeins við rafrænum
ökuskírteinum ef hægt er að skanna strika-
merki ökuskírteinisins og bera saman við
gagnagrunna hins opinbera. Heyrst hefur að
Stafrænt Ísland sé með slíkt kerfi í burð-
arliðnum, en það er ekki tilbúið enn og var
klárlega ekki til staðar þegar ég fór í gær og
kaus.
Þrátt fyrir þessa augljósu galla á að hleypa
fólki að kjörborðinu eftir að hafa veifað raf-
ræna ökuskírteininu. Það er öllum ljóst að með
því að leyfa skilríki sem hægt er að breyta fyr-
irvaralaust eru dómsmálaráðuneytið, Stafrænt
Ísland og kjörstjórnir að bjóða upp á algjörlega
nýja, einfalda og endurnýtanlega aðferð til
kosningasvika. Stafrænu Íslandi er fullkunn-
ugt um þessa galla og ég ætla að gera ráð fyrir
að þær upplýsingar hafi komist til skila til
dómsmálaráðuneytisins.
Stafrænt Ísland er löngu tímabært verkefni og ber að
styðja hið opinbera í því að losa okkur öll við eyðublöð, bið-
tíma á skrifstofum ríkisins, ruglandi fyrirmæli og óþarfa
símtöl. En það gildir það sama um rafræn ökuskírteini eins
og aðgang að sjúkraskrám, upplýsingakerfum lögreglu,
Auðkenni og kjörskrám. Öryggið verður að vera í fyrsta
sæti. Falleg hönnun og þægilegt notendaviðmót skiptir
engu ef notendur, jafnt einstaklingar sem stofnanir, geta
ekki treyst gögnunum sem að baki þeim liggja.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kosningasvik!
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen