Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 Fylltu á flöskuna, ekki á ruslafötuna. Áfyllingarnar okkar nota að minnsta kosti 77% minna plast en venjulegar umbúðir. K g 4 2 7 70 w o anrin lan -1 | s. 57 - 40 | ww.l ccit e.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Erlendu listamennirnir sem við höf- um þurft að afbóka vegna þessarar ákvörðunar furða sig allir á þessu og skilja ekki þessar takmarkanir hér. Þeir eru flestir farnir að ferðast um og halda tónleika. Það virðast allir trúa því að hægt sé að halda hátíð sem Airwaves með öruggum hætti, nema yfirvöld á Íslandi,“ segir Ís- leifur B. Þórhalls- son, tónleikahald- ari hjá Senu live. Tilkynnt var í gær að tónlistar- hátíðinni Iceland Airwaves, sem halda átti í byrjun nóvember, hefði verið frestað um eitt ár. Þetta er ann- að árið í röð sem skipuleggjendur þurfa að fresta hátíðinni vegna sam- komutakmarkana af völdum kórónu- veirunnar. Ísleifur segir í samtali við Morgunblaðið að í fyrra hafi verið full- ur skilningur á því að ómögulegt hafi verið að halda hátíðina. Annað sé uppi á teningnum nú. „Það er allt að opnast í löndunum í kringum okkur, Bandaríkin eru opin, England er opið og það á að létta öll- um hömlum í Danmörku eftir viku. Þar gefa stjórnvöld það út að sam- félaginu standi ekki lengur ógn af Covid. Hver er munurinn á okkur og öllum þessum löndum? Við erum með hæsta bólusetningarhlutfall í heimi, af hverju er ekki hægt að treysta heilsu- hraustu fólki til að fara á stærri tón- listarviðburði? Við erum ekki að reyna selja tónleikamiða til viðkvæmra hópa, eða fólks með undirliggjandi sjúk- dóma. Það er ekkert mál að krefja fólk um bólusetningarskírteini. Af hverju þarf meiri hömlur ef fólk getur sýnt fram á bólusetningu og framvísað skyndiprófi, þegar sýnt er að þetta dugar erlendis og vel það?“ segir Ís- leifur. Nýverið ákváðu yfirvöld að leyfa 500 manna samkomur með ákveðnum skilyrðum. Ísleifur segir að sú ákvörð- un hafi vissulega verið skref í rétta átt. Hún gagnist leikhúsunum og Hörpu, nú sé unnt að halda sitjandi tónleika ef gestir bera grímur þar til þeir setjast í sæti, þeir mega ekki snúa andspænis öðrum og svo framvegis. Gestir þurfa einnig að fara í skyndipróf en allt er enn óljóst um framkvæmd þeirra og aðgengi tónleikagesta að þeim. Áfram gilda hins vegar 200 manna takmörk á aðra viðburði. „Fólk má fljúga út til Danmerkur eða Bretlands um helgar og fara á 60 þúsund manna fótboltaleik eða 100 þúsund manna tónlistarhátíð en það er ekki hægt að halda Airwaves í mið- borg Reykjavíkur. Finnst fólki mikið vit í þeirri stöðu?“ spyr tónleikahald- arinn. „Ég held að ráðherrar þurfi nú að svara til um grundvallaratriði málsins. Af hverju eru hömlur hér? Hver er til- gangurinn og hvað á þetta að vara lengi? Átta þau sig á fórnarkostnað- inum? Hvað er planið? Hér virðist ekki vera nein langtímastefna. Það eru gefnar út reglugerðir með nokkura daga fyrirvara sem gilda í þrjár vikur og því er ekki hægt að gera nein plön. Eftir hvaða upplýsingum er verið að bíða? Upplifunin núna er að vanda- málið sé ekki lengur vírusinn heldur yfirvöld og það er vond tilfinning.“ Iceland Airwaves var fyrst haldin árið 1998 og hefur frá upphafi verið einskonar uppskeruhátíð tónlistar- bransans hér á landi. Tónlistarfólk leggur mikið upp úr framkomu sinni á hátíðinni enda getur hún opnað tæki- færi úti í heimi. Ísleifur viðurkennir fúslega að það sé áhyggjuefni fyrir tónlistarheiminn að fresta þurfi hátíð- inni. Sena tók við rekstri Airwaves ár- ið 2018 og náði því að halda hana tvisv- ar áður en kórónuveiran setti strik í reikninginn. „Það er ekki sjálfgefið að Airwaves lifi af í núverandi mynd. Við töldum okkur vera búin að ná tökum á rekstri hátíðarinnar og það er ótrúlega niður- drepandi að öll þessi vinna sé að fara í súginn.“ Airwaves frestað annað árið í röð - Skipuleggjendur ósáttir við samkomutakmarkanir hér - Furða sig á stefnuleysi stjórnvalda Morgunblaðið/Eggert Airwaves Hljómsveitin Hjaltalín er ein þeirra sveita sem notið hafa vinsælda á hátíðinni á liðnum árum. Ísleifur Þórhallsson Nýr og endurbættur Reykjavegur í Bláskógabyggð var opnaður formlega í gær. Vegurinn styttir leiðina milli Laugarvatns og Reyk- holts um 4 km og leysir af hólmi gamlan malarveg. Einnig var byggð tvíbreið brú yfir ána Full- sæl. „Markmiðið með nýjum vegi er að stytta vegalengdir og efla sam- göngur fyrir íbúa og ferðafólk í uppsveitum Árnessýslu, en ekki síður að auka umferðaröryggi með því að leggja veg með bundnu slit- lagi sem uppfyllir nútíma hönn- unar- og öryggiskröfur. Þá er nýj- um vegi ætlað að bæta aðgengi ferðamanna og sumarhúsagesta að vinsælum áningar- og ferða- mannastöðum á svæðinu,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, í tilkynningu. Nýi vegurinn er um 8 km langur og liggur á milli Biskupstungna- brautar rétt neðan Reykholts og Laugarvatnsvegar ofan Brúarár. Stefnt er að því að leggja reiðveg meðfram veginum í vetur. Opnun Ella Sóley Grétarsdóttir að- stoðaði Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, og Sig- urð Inga Jóhannsson við opnunina. Reykjaveg- ur endur- nýjaður - Styttir leið milli Laug- arvatns og Reykholts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.