Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
20%
Ljósanætur-
afsláttur
20% Ljósanæturafsláttur
af allri GJAFAVÖRU dagana
2. – 5. september
ég alltaf vera á leiðinni í golfið en er
ekki alveg komin þangað enn,“ segir
hún hlæjandi. Íris er mjög fé-
lagslynd og fer líka mikið í leikhús
og prjónar heima. „Núna held ég
upp á afmælið með fjölskyldunni í
Toscana á Ítalíu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Írisar er Guðmundur
Þorlákur Pálsson, framkvæmda-
stjóri hjá Icelandair, f. 19.4. 1949.
Foreldrar hans eru hjónin Páll Guð-
mundsson, f. 23.8. 1922, d. 15.9. 2000
og Sveinbjörg Kristjánsdóttir, f.
22.3. 1927, d. 9.10. 2010. Börn Írisar
og Guðmundar eru 1) Níels Dungal
Guðmundsson flugstjóri, f. 29.4.
1974, í sambúð með Jóhönnu Krist-
ínu Ólafsdóttur. Hann á soninn Guð-
mund Pétur Dungal, f. 2004, með
Jóhönnu Dögg Pétursdóttur, f.
31.10. 1970. 2) Kristinn Páll Guð-
mundsson, flugstjóri, f. 16.11. 1977 í
sambúð með Telmu Björk Fjal-
arsdóttur, f. 6.10. 1984. Þau eiga
börnin Írisi Björk, f. 2013; Emblu
Björk, f. 2017, og Indí Björk, f.
2020. Áður átti Kristinn börnin
Lönu Björk, f. 2003, og Birki Thor,
f. 2006, með Ingibjörgu Sveins-
dóttur, f. 4.2. 1980. 3) Lana Íris
Dungal Guðmundsdóttir, flugfreyja
og íslenskufræðingur og leiklist-
arkennari, f. 16.12. 1986, í sambúð
með Magnúsi Snorra Ragnarssyni,
f. 7.11. 1975 og þau eiga börnin
Flóka Dungal, f. 2019 og Hrafnar, f.
25.9. 2020. 4) Arnar Gauti Guð-
mundsson, deildarstjóri hjá Ice-
landair, f. 2.3. 1990 í sambúð með
Maríu Þórisdóttur, f. 14.3. 1992. Þau
eiga soninn Guðmund Gauta, f.
2019. Albróðir Írisar er Haraldur
Dungal læknir, f. 21.5. 1950, og hálf-
bróðir samfeðra er Leifur Dungal
læknir, f. 18.5. 1945. Systir hennar
sammæðra er Lana Johnson, f. 26.6.
1943, d. 24.8. 1964.
Foreldrar Írisar eru Níels Har-
aldur Pálsson Dungal, f. 14.6.1897,
d. 29.10. 1965, og Ingibjörg Alex-
andersdóttir Olsen, f. 6.9. 1925, d.
22.7. 1995.
Íris
Níelsdóttir
Dungal
Sigríður Þorláksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ólafur Bjarnason
sjómaður í Reykjavík
Sólveig Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Alexander Desember
Jónsson
umboðssali í Reykjavík
Ingibjörg
Alexandersdóttir Olsen
húsfreyja í Reykjavík og
síðar Garðabæ
Ingibjörg Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Samsonarson
dyravörður í
Latínuskólanum í
Reykjavík
Sigríður Sveinsdóttir
húsfreyja á
Grímsstöðum í
Álftaneshr., Mýr.
Níels Eyjólfsson
bóndi á Grímsstöðum í
Álftaneshr., Mýr.
Þuríður Níelsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Páll Halldórsson
skólastjóri
Stýrimannaskólans í Reykjavík
Elín Pálsdóttir
húsfreyja á Seljalandi,
Eyrarhr., N.-Ís.
Halldór Halldórsson
bóndi á Seljalandi,
Eyrarhr., N.-Ís.
Úr frændgarði Írisar Níelsdóttur Dungal
Níels Haraldur
Pálsson Dungal
læknir og
háskólaprófessor
í Reykjavík
„LEGGÐU FRÁ ÞÉR BYSSUNA, DAVÍÐ.
ÞAÐ ER EKKI KOMIÐ AÐ ÞESSUM
TÍMAPUNKTI Í SAMNINGAVIÐRÆÐUNUM.“
„OG ÁTTU ÞÉR EINHVER ÖNNUR ÁHUGAMÁL
EN FUGLASKOÐUN?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elska
Valentínusardaginn!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSU FINNST ÉG
MYNDARLEGUR
LÍSA, TÝNDIRÐU
ÞESSUM?
ÉG SAGÐI, KOMDU
MEÐ ALLT GULLIÐ!
EKKI SKJÓTA
NEINU UNDAN!
BÍDDU HÆGUR!
TANNLÆKNIRINN
MINN ER Á LEIÐINNI!
STARFSMANNAHALD
Ég hef fengið góðan póst og
sendi hann áfram: „Hinn 6. júlí
sl. varð Björn Sigurðsson í Úthlíð 86
ára og bauð til veislu nágrönnum og
vinum. Guðni Ágústsson var einn
gestanna og tók með sér boðflennu
að fornum sið, Halldór Blöndal.
Á leiðinni í afmælið hringdi
Guðni í Pétur Pétursson lækni og
bað hann að senda sér ljóð yfir fjöll-
in. Pétur kvað að bragði erindi mik-
ið sem Guðni flutti afmælisbarninu:
Lékstu á lífsins svelli
af list um þína daga
illa gengur Elli
af þér fjör að naga.
Gakktu áfram glaður
gróðaveg að kanna,
hetja og höfðingsmaður,
hornstaur Tungnamanna.
Hér eru þingvísur úr erindi
Bjarna Ásgeirssonar alþingismanns
í Útvarpstíðindum:
Þegar til umræðu voru á Alþingi
lög um húsmæðrafræðslu í sveitum
varð það að ágreiningsefni hvert
lágmark skyldi setja um aldur
námsmeyja. Þingnefndin, sem
fjallaði um frumvarpið, hélt sér við
18 ára aldur, nokkrir þingmenn
töldu 16 ár heppilegri, en Ásgeir
Ásgeirsson kom með miðlunar-
tillögu um að ákveða það 17 ár. Þá
var kveðið:
Ýmsir beita orðum heitum
um er þráttað hvort sé betra
ungar meyjar upp í sveitum
átján eða sextán vetra.
Sextán áttu ýmsra hylli,
átján taldi nefndin betra,
Ásgeir var þar mitt á milli,
mat þær bestar seytján vetra.
Við sama tækifæri gjörði Bjarni
Bjarnason alþm. á Laugarvatni þær
athugasemdir, að ekki væru nægi-
lega tæmandi upplýsingar á þeim
námsgreinum, sem þarna skyldi
kenna. Ungum stúlkum væri nauð-
synlegt að fá leiðbeiningar um með-
ferð ungbarna fæddra og ófæddra.
Þá fæddust þessar vísur:
Kvennaskólum öllum á
eftir kröfu Bjarna
meyjar skulu fræðslu fá
um fyrstu myndun barna.
Skilyrði þó er hér eitt
um þá menntun kvenna,
ef hún skyldi verða veitt
vill hann sjálfur kenna.
Gömul vísa að lokum:
Farðu að sofa frændi góður,
fer að líða að nótt.
Sýsla þú um sálarfóður
svo þér verði rótt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Höfðinginn í Úthlíð
og þingvísur