Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 21

Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 ✝ Guðmundur Skúli Stefáns- son fæddist 6. nóv- ember 1952 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Stokkseyri 19. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Kristín Guð- mundsdóttir leik- skólakennari, f. 22. júní 1929, d. 6. ágúst 2006, og Stefán Eysteinn Sigurðsson bifvélavirki, f. 27. mars 2026, d. 6. ágúst 2008. Systkini Skúla eru fjögur, Sigurður Mar Stefánsson, f. 27. okt. 1950, Gunnar Helgi Stef- ánsson, f. 27. des 1957, Guðrún Margrét Stefánsdóttir, f. 27. ágúst 1959 og Andri Stefáns- son, f. 20. okt 1972. Skúli giftist árið 1977 Hólm- fríði Pálsdóttur tölvunarfræð- ingi. Þau skildu árið 2000. Syn- ir þeirra þrír eru: 1) Páll bú- fræðingur, búsettur í Svíþjóð, f. 6. júlí 1977, sambýliskona Lina Bardach, Páll á tvo syni frá fyrra hjónabandi, þá Mar- cus Andre og Victor Andre, 2) Garðar Snorri viðskiptafræð- náms- og starfsráðgjafi frá HÍ. Skúli var íþrótta- og sund- kennari í Kópavogi frá 1974 til loka starfsævi sinnar, fyrst við Víghólaskóla og síðan við Digranesskóla. Hann var íþróttanuddari frá 1976, bæði með eigin stofu og með ís- lensku landsliðunum í hand- knattleik. Hann stofnaði Nudd- skóla Íslands 1993, var skóla- stjóri skólans til 2001. Skúli var formaður fræðslunefndar 1993-2000 og Félags íslenskra nuddara um árabil. Hann kom að rekstri Félagsheimilis Karlakórsins Fóstbræðra 1976- 92, var þjálfari í handknattleik, blaki, knattspyrnu í fjölda ára. Skúli sat í stjórn Íþrótta- kennarafélags Ísland, var einn af stofnendum blakdeildar Þróttar og var í stjórn deild- arinn fyrstu árin, átti sæti í dómaranefnd HSÍ, starfaði í lyfjaeftirliti á vegum ÍSÍ og var formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar HSÍ um þriggja ára skeið auk þess að sitja í móttökunefnd HSÍ. Skúli var félagi í Oddfellow-reglunni frá árinu 2002 og var í mörg ár félagi í Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði. Útför Guðmundar Skúla fer fram frá Digraneskirkju í dag, 3. september 2021, kl. 13. Streymt verður frá útför á vef kirkjunnar og hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ingur, f. 14. mars 1980, kvæntur Ást- hildi Þóru Reyn- isdóttur tannsmið og eiga þau tvo syni þá Brynjar Frey og Arnar Breka. Fyrir á Garðar eina dótt- ur, Unu Borg, með barnsmóður sinni Kristínu Ýr Gunn- arsdóttur. 3) Hjörtur Pálmi Guðmundsson, f. 24. nóv 1990, kerfisstjóri, sam- býliskona Bella Debbie Jane Víðisdóttir, f. 9. okt 1992, kennari. Seinni kona Guð- mundar var Pensri Stefánsson, f. 9. janúar 1953, d. 18. apríl 2011. Skúli fæddist í Reykjavík og ólst upp í Smáíbúðahverfinu. Hann útskrifaðist frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands árið 1974. Skúli lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og námi í íþrótta- og sjúkranuddi 1976. Hann stund- aði nám við Háskóla í Kaup- mannahöfn, Institute of Exerc- ise and Sport Sciences og lauk þaðan B.Sc.-gráðu 1999. Árið 2002 lauk hann námi sem Elsku stóri bróðir. Það að vera langyngstur í systkinahópi hefur sína kosti og mín æska mótaðist í mörgu af því. Snemma fékk ég að fara með þér á hina ýmsu staði í tengslum við íþróttastarfið, en í íþróttastarfinu varst þú mjög virkur. Ég var við- staddur útskrift þína á Laugar- vatni þótt að ég væri smábarn og síðar átti ég einnig eftir að feta þau fótspor. Þú komst víða við í félagsstörfum, starfaðir innan sérsambanda ÍSÍ og þekktir starfsemi íþróttahreyfingarinnar vel. Við gerðum þjálfaradagbæk- ur þar sem áhugamál okkar beggja og hugmyndir runnu sam- an í eitt og fannst mér það frá- bært framtak. Ég fékk að koma í æfingakennslu til þín og lærði mikið og það má segja að það hafi verið þín sterka hlið að leiðbeina og kenna. Þú vildir alltaf hjálpa til og það að geta kennt einhverjum að synda eða leiðbeint með öðrum hætti, í gegnum þjálfaranámskeið eða í kennarastarfinu var þín sterka hlið. Þar sem ég var svo miklu yngri þá var ég jafnframt eins og elsti strákurinn þinn og ég man enn vel eftir skíðaferðum í Bláfjöll og ferðalögum þar sem strákarnir ykkar og ég vorum eins og bræð- ur. Ég fékk að upplifa svo margt með þér sem ég þakka fyrir. Það er með miklum söknuði að ég kveð þig elsku stóri bróðir. Þú kenndir mér svo margt. Þinn Andri. Guðmundur Skúli, eða Skúli eins og hann var alltaf kallaður af sínum nánustu, er fallinn frá að- eins 68 ára að aldri. Við erum allt- af óviðbúin því þegar kallið kemur hjá þeim sem standa okkur nær og svo er einnig hér þótt heilsu Skúla hafði hrakað mjög undan- farin ár. Við Skúli kynntumst kornung, ég 15 ára og hann 18 á gamlárskvöld 1970. Mér leist strax vel á hann, ekki síst vegna þess að hann var einn af fáum allsgáðum í Silfurtunglinu rétt eftir miðnætti á því gamlárs- kvöldi. Við urðum par og giftum okkur 7 árum seinna þegar við skírðum Palla, frumburðinn okk- ar. Við áttum saman tæp 30 góð ár og gerðum ótal skemmtilega hluti saman sem fjölskylda, s.s. skíðaferðir, tjaldferðalög um Ís- land og Evrópu og göngu- og jeppaferðir á hálendinu. Skúli lærði og sýndi samkvæmisdansa sem unglingur og við höfðum gaman af að dansa, hann var góð- ur stjórnandi og eftirsóttur dans- herra á böllum. Í löngum sum- arfríum kennara féll það að mestu leyti í hans hlut að sinna drengj- unum okkar þegar frí var í skól- um. Hann studdi ötullega við bak þeirra í íþróttum, þjálfaði og hvatti á alla vegu og var þannig á margan hátt á undan sinni sam- tíð, því þá þótti ekki eins sjálfsagt og nú er að feður sinntu börnum sínum svo mikið. Skúli var dreng- ur góður, hlýr og bóngóður og skipti sjaldan skapi þau tæp 30 ár sem við bjuggum saman, en hann þótti strangur kennari. Eftir íþróttakennaranámið lærði hann íþróttanudd, stofnaði Nuddskóla Íslands og var vinsæll nuddari sem margir nutu góðs af. Það var styrkur að hafa Skúla nálægt þegar einhver þarfnaðist að- hlynningar því hann var yfirveg- aður og flinkur að binda um sár, vefja með teygjubindum og þ.h. sem oft var þörf á hjá fjörugum drengjum, íþróttafólki og göngu- félögum. Skúli hafði einstaklega gaman af að braska með bíla og hef ég ekki tölu á fjölda þeirra bíla sem við áttum í okkar bú- skapartíð. Einu kröfurnar sem gerðar voru fyrsta áratuginn voru að bíllinn kæmist frá A til B og dræpi ekki á sér á ljósum. Árið 1984-85 tók Skúli sér frí frá kennslu og fylgdi mér og strákun- um okkar til Englands þar sem ég stundaði nám og vinnu. Þar vann hann í verksmiðju jafnframt því að þjálfa enskt handboltalið og sinna heimilinu. Árin okkar tvö 1984-1985 í Englandi voru einn besti tími okkar sem fjölskyldu, laus við hraðann og stressið á Ís- landi og allur frítíminn var helg- aður okkur og strákunum einum. Við vorum alla tíð samhent í því sem við gerðum en ýmislegt varð þess valdandi að við fjarlægðumst hvort annað og slitum að lokum samvistum í lok árs 2000. Síðar kynntist Skúli góðri konu, Pensri, sem hann giftist í janúar 2010 og virtist þá vera kominn á góðan stað í lífinu og við afar ánægð fyr- ir hans hönd. En lífið er oft órétt- látt og Pensri dó úr krabbameini einu og hálfu ári eftir brúðkaupið sem var mikið áfall fyrir Skúla sem náði sér aldrei á strik eftir það og er nú allur, 10 árum síðar, látinn langt um aldur fram. Hvíl í friði, elsku Skúli, vonandi ertu kominn á betri stað núna og við sem eftir lifum varðveitum góðar minningar. Hólmfríður. Það var breiður hópur sem hóf nám við Þróttó árið 1973. Þar eignaðist ég nokkra vini fyrir lífs- tíð. Einn af vinunum var Skúli. Hann var hraustmenni, skemmti- legur og sérlega notalegur ljúf- lingur, en kunni reyndar ekki á klukku. Hann hafði mikinn áhuga á bíl- um hér áður fyrr og hann hafði ætíð mikinn áhuga á söng. Var til að mynda lengi í karlakórnum Þröstum. Hann var vel frambæri- legur í bókstaflega öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Var alltaf já- kvæður og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hann var dreng- ur góður. Fyrir tæplega hálfri öld hljóp hann í skarðið, þegar veislustjóri í brúðkaupi okkar hjóna forfallað- ist. Hann tók það verk að sér nokkrum klukkutímum fyrir veisluna og fór létt með. Stjórnaði leikjum og söng og spilaði undir á gítar. Veislan þótti sérlega skemmtileg. Við hjónin eignuðumst mjög góða vini í þeim Skúla og Hófí og áttum við fjögur margar góðar stundir saman. Ein af þeim bestu var þegar við mættum í skemmti- legt kvöldverðarboð hjá þeim hjónum. Eftir góðan mat, gott spjall og mikinn hlátur var fjörug músík sett á fóninn og við skellt- um okkur á gólfið og dönsuðum eins og enginn væri morgundag- urinn. Hjörtur, þeirra yngsti, skottaðist í kringum okkur eins og kátur hvolpur. Þetta kvöld var okkur eftirminnilegt vegna þess að einungis viku seinna hringdi Skúli, þau Hófí voru að skilja. Það var lítið um svefn hjá okkur hjón- unum þá nótt. Eftir skilnaðinn var vinur minn mjög laskaður. Hann sagði alltaf að sér liði vel og hann væri ánægður, við hjónin fundum ann- að. Hann var ekki sáttur. Svo kynntist hann Perci. Þau gengu í hjónaband og loksins virtist vinur minn finna gleðina aftur. Yndis- leg kona, sagði hann. Ekki löngu seinna greindist hún með krabba- mein og lést einhverjum mánuð- um seinna. Þarna var Skúli farinn að mis- nota áfengi. Bakkus var ráðandi og hann var harður húsbóndi. Við heimsóttum Skúla á Stokkseyri. Eins og ætíð vildi hann allt fyrir okkur gera. Hon- um leið vel í litla þorpinu og sagð- ist ánægður með lífið þar. Hann var stoltur af öllum sín- um. Strákunum og barnabörnun- um þó hann talaði ekki oft um þau. Sýndi myndir og nafngreindi með smá fréttum bæði maður um það, annars ekki. Sennilega vildi þessi öðlingur hafa reynst öllum sínum svo miklu betur. Hann sagði mér að seinna nafn miðson- ar þeirra Hófíar hefði komið til vegna þess að ég bar það nafn. Það hefur mér alltaf þótt vænt um. Hann Skúli vinur minn var ekkert sérstaklega mikið fyrir að tala í síma. Hann svaraði bara stöku sinnum þegar ég hringdi, en vissi alltaf af því að ég hefði reynt að ná í hann. Fyrir örfáum vikum sló hann þó óvænt á þráð- inn til mín. Síðasta símtalið. Hann var að venju sáttur við lífið og til- veruna. Löngu hættur að gera einhverjar kröfur. Kærum vini þakka ég öll góðu árin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Hrefna Palla, Garðari Snorra, Hirti, Hófí og öllum þeim sem þótti vænt um Skúla. Í hvert sinn sem við missum vin deyjum við lítið eitt (hindu- máltæki). Snorri. Guðmundur Skúli Stefánsson ✝ Sigurður Egg- ertsson fæddist 9. janúar 1933 í Reykjavík. Hann lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut 29. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Helga Ágústa Halldórsdóttir, f. 1909, frá Hnífsdal og Eggert Sveins- son, f. 1906, frá Hálsi í Grund- arfirði og starfaði við málm- anía Guðný Guðmundsdóttir sem lést um aldur fram, þau eignuðust eina dóttur, Jónínu, hennar maður er Rafn Ingólfs- son. Seinni kona Sigurðar er El- ín Sigurvinsdóttir, börn þeirra, Sigrún, í sambúð með Helga Daníelssyni, Sigurður, í sambúð með Elínu Ólafsdóttur, og Sig- urvin, kona hans er Kristrún Daníelsdóttir. Barnabörnin eru níu, langafabörn eru 13 og langalangafabörnin eru sex. Sigurður hóf störf í Þjóðleik- húsinu við stofnun þess 1950, og lét af störfum 55 árum síðar. Starfaði lengst af sem hljóð- meistari hússins en síðari ár sem dyravörður við móttöku gesta. Jarðarförin fer fram í dag, 3. september 2021, kl. 15 frá Grensáskirkju. steypu í Reykjavík. Systkini Sigurð- ar, Halldór Sal- ómon, f. 1931, Guðný Anna, f. 1934, Salóme Ósk, f. 1935, Sveindís, f. 1940, Ásgeir Valur, d. 1952. Hálfsystkin samfeðra, Eggert, f.1950, Ómar, f. 1951, Kristín, f. 1952, og Sveinn, f. 1954. Fyrri kona Sigurðar var Stef- Tjaldið er dregið fyrir, stór- sýningu er lokið, og pabbi kveð- ur stóra sviðið. Hversu oft hefur pabbi upp- lifað sýningarlok á sínum rúm- lega 55 árum í stafi hjá Þjóð- leikhúsinu sem hófst við stofnun þess árið 1950, og hann 17 ára gamall. Störfin voru meðal ann- ars að vinna sem sviðsmaður, í propsinu, hljóp í skarðið sem sýningarstjóri en lengst var hann hljóðmeistari hússins. Síð- ustu árin sem yfirmaður fram- húss, þ.e.a.s. umsjón með öllu sem sneri að leikhúsgestum. Það var í leikhúsinu sem pabbi kynntist mömmu þegar hún var að stíga sín fyrstu skref þar með Þjóðleikhúskórnum. Fyrir okkur leikhúskrakkana, sem fengum að skottast um gangana og skoða flest skúma- skot var leikhúsið og það sem þar fór fram, einn ævintýra- heimur. Sem barn var þetta bara hluti af lífinu að alast upp við leikrit, söngleiki og óperur sem þá voru alltaf fluttar í Þjóðleikhúsinu og ekki fyrr en við eldumst að við áttum okkur á, hve mikil forréttindi þetta voru. Ekkert haggaði pabba, alltaf rólegur og yfirvegaður. Það skipti engu hvaða verkefni ég tók mér fyrir hendur alltaf var pabbi boðinn og búinn að hjálpa og átti ráð við öllu, allt gat hann lagað, sama hvað. Mér er minn- isstætt á ferðalagi einu sinni ég ein með son minn þá átta ára að það var vesen að starta bílnum og ég kom honum ekki í gang, þá gall við, opnaðu húddið mamma, svo klifraði strákurinn upp til að sjá og ná betur í húddið, gerði svo eitthvað og sagði; startaðu núna, og bíllinn hrökk í gang. Ég spurði hvernig honum hefði dottið þetta í hug, afi kenndi mér þetta var svarið. Þau eru ótal handtökin sem fengum að læra af pabba. Eftir að pabbi hætti að vinna vorum við duglegri að ferðast saman og minningarnar margar frá skemmtilegum ferðum, oft- ast vorum við bara með bíl og þvældumst um. Vínhéruð Frakklands, viskíverksmiðjur og sveitir Skotlands, heimsókn- ir til Bandaríkjanna til systra pabba, stórafmælisferðir til Kanada, Búdapest og Flórída og svo heimsóknirnar til mín þegar ég bjó í Salzburg og Brussel og margar fleiri ferðir. Veiði var í miklu uppáhaldi hjá pabba og var ásamt fleirum með laxveiði á, á leigu um tíma og naut þess að rölta langar leiðir með ánni. Það eru ótal minningar af tjaldferðum á Þingvöll, þar sem pabbi þreytt- ist aldrei á að laga flækjur á okkar veiðistöngum, man að hann var alltaf kominn út að veiða þegar við vöknuðum sennilega til að fá smá frið í veiðina sjálfur. Síðustu veiði- ferðirnar voru nú bara út á bryggjuenda á Ólafsfirði, þá var pabbi með langafabarni, nafna sínum og sólstólar hafðir með til að hvíla lúin bein. Við áttum fína ferð norður í lok júlí og pabbi naut sólar í góða veðrinu á pallinum við húsið okkar í Ólafsfirði og fjöl- skyldan með nýjustu langa- langafa börnin, þriggja vikna tvíbura kíktu í heimsókn og fengu að kúra smá í fanginu á afa. Pabbi lést á hjartadeild Landspítala eftir viku legu, og naut þá daga frábærar umönn- unar starfsfólksins þar. Pabba verður sárt saknað, en hlýjar minningar og leiðsögn hans mun fylgja okkur áfram. Hvíl í friði elsku besti pabbi og takk fyrir allt. Sigrún. Elsku afi. Okkur langar til þess að kveðja þig með nokkrum orð- um. Við systkinin sitjum hérna saman og rifjum upp allar minningarnar sem við áttum með þér. Það er frekar erfitt að koma með einhverja eina minn- ingu þar sem þú varst svo stór hluti af okkar lífi, við bjuggum öll saman í Drápuhlíðinni í rúm 20 ár. Það voru ófáar stundirnar á morgnana þegar við sátum niðri í eldhúsi, þið að borða hafra- graut og grape á meðan við systkinin gæddum okkar á Cheeriosi með fullt af sykri. Bíómyndakvöldin okkar með Indiana Jones og Star Wars eða kennsla í sjálfsvörn í forstof- unni. Það eru þessir hversdags- legu hlutir sem eru svo ómet- anlegir, að hafa fengið að alast upp með þig og ömmu á heim- ilinu og fyrir það erum við æv- inlega þakklát. Þú varst órjúfanlegur hluti af okkar rútínu á daginn. Þegar við komum heim úr skólanum stoppuðum við alltaf fyrst hjá ykkur ömmu í drekkutíma áður en við héldum áfram upp á efri hæðina. Fyrir okkur systkinin var Drápuhlíðin eitt heimili fyr- ir eina fjölskyldu, íbúðin ykkar á neðri hæðinni var jafn mikið heimilið okkar og risið. Eitt af því sem kemur upp í hugann þegar við ræðum búset- una í Drápuhlíð eru öll yatzi- kvöldin, þar sem við trítluðum niður til ykkar og spiluðum þangað til komið var að hátta- tíma, lykillinn var auðvitað að safna sexum. Það var líka þú sem varst fyrstur af stað niður Eskihlíðina þegar Daníel fót- brotnaði og þú hlúðir að honum þangað til sjúkrabíllinn kom. Það er okkur minnisstætt þegar Latibær var í sýningu í Þjóðleikhúsinu og við fengum að skoða sviðið og hitta alla leikarana. Þú varst alltaf til taks og allt- af til staðar fyrir litlu ormana á efri hæðinni, aldrei hækkaðir þú róminn eða æstir þig á okk- ur. „Afi getur allt“ voru orð sem foreldrar okkar fengu reglulega að heyra, það var bara þannig, ef eitthvað bilaði eða brotnaði þá gast þú alltaf lagað það. Elsku afi, þú fylgdist með okkur vaxa og dafna, sýndir okkur einstaka umhyggju og kenndir okkur svo margt. Við eigum þér svo ótalmargt að þakka, ofurhetjan okkar. Guð geymi þig. Þín Elín og Daníel. Sigurður Eggertsson - Fleiri minningargreinar um Sigurð Eggertsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæra, SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri, Hofakri 7, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 1. september. Arnar Þór Guðjónsson Áslaug Árnadóttir Halldór Fannar Guðjónsson Lára G. Sigurðardóttir Heiðar Guðjónsson Sigríður Sól Björnsdóttir Júlíus Sæberg Ólafsson Hjördís Gísladóttir Orri, Bjarki, Stefán, Flóki, Nökkvi, Sigrún, Rut og Fróði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.