Morgunblaðið - 03.09.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021
Ýmsar gerðir af heyrnar-
tækjum í mismunandi
litum og stærðum.
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki fást
í vefverslun heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
2007
HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600
HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS
Heyrðu
umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nýjar tölur um stækkun hraunsins
við Fagradalsfjall liggja ekki fyrir
því veðrið undanfarnar vikur hefur
ekki leyft loftmyndatökur. Síðasta
mæling var gerð 8. ágúst. Skýjahæð
þarf að vera minnst 2.000 metrar svo
hægt sé að taka loftmyndir sem lagð-
ar eru til grundvallar útreikningum
á stærð hraunsins, að sögn Magn-
úsar Tuma Guðmundssonar, pró-
fessors í jarðeðlisfræði við Háskóla
Íslands.
„Það er beðið eftir því að það gefi
til flugs og þær mælingar verða
nokkuð mikilvægar,“ sagði Magnús
Tumi. Hann sagði að gosið væri í
nokkuð föstum skorðum.
„Hraunið hefur ekkert stækkað að
flatarmáli og ekki brotið undir sig
nýtt land í nokkrar vikur. Það breið-
ist út ofan á sjálfu sér sem er afleið-
ing af því hvað gosið er lotubundið.
Það koma tímabil þegar er ekkert
hraunrennsli og þá lokast hraunrás-
ir. Svo byrjar þetta á ný með flæði á
yfirborðinu. Þá er kælingin miklu
meiri. Hraunið kemst í Meradali,
Geldingadali og Nátthaga en nær
ekki út að jaðrinum áður en það
stoppar. Þetta bunkast því upp ná-
lægt gígnum. Á meðan þetta varir er
að byggjast þarna upp eitthvað sem
líkist lítilli dyngju.“
Magnús Tumi segir að þegar
hraunrennslið sé stöðugt hafi það til-
hneigingu til að renna undir yfir-
borðinu. Það kólni þá mjög lítið og
geti runnið langt. Eitt dæmi um slíkt
er Tvíbollahraun, einnig nefnt
Hellnahraun, sem rann úr Grinda-
skörðum og náði niður undir sjó. Þar
hefur verið hægt en stöðugt hraun-
rennsli sem náði að renna töluvert
langa leið. Gengið er yfir þetta hraun
að hluta þegar farið er á Helgafell of-
an við Hafnarfjörð. Hluti af Valla-
hverfi í Hafnarfirði er byggður á
þessu hrauni.
Lækkar í gígnum í hléum
Ljóst er að yfirborð hraunsins í
gígnum í Geldingadölum lækkar
verulega mikið á milli goshrina. Jón
Steinar Sæmundsson í Grindavík tók
drónamyndir af gígnum í slíku gos-
hléi í júlí. Myndskeið frá honum birt-
ist á Facebook-síðu Víkurfrétta 27.
júlí og Jón Steinar leyfði Morgun-
blaðinu að birta meðfyljandi mynd
sem sýnir ofan í óvirkan gíginn.
„Á þessum myndum sést að gíg-
urinn er hyldjúpur og niður úr hon-
um er djúpt niðurfall. Hraunrennslið
dettur alveg niður og þrýstingurinn
fellur alveg þegar þetta stoppar. Það
er ljóst að það gerist mjög snöggt og
þá tæmist gígurinn alveg. Þegar
rennslið byrjar aftur tekur marga
klukkutíma að fylla gíginn áður en
hraun fer að renna út,“ sagði Magn-
ús Tumi. Gígskálin er um 60-70
metra djúp og svo nær niðurfallið
enn dýpra. Mælingar sem gerðar
hafa verið benda til þess að í gos-
hléum fari yfirborð hraunkvikunnar
í rásinni niður fyrir yfirborð landsins
eins og það var fyrir gos.
Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson
Geldingadalir Ljóst er að yfirborð hraunsins sígur djúpt í gígnum á milli goshrina. Fyrir neðan sjálfa gígskálina er nokkuð djúpt niðurfall. Svo þegar næsta
goshrina hefst tekur það töluverðan tíma fyrir hraunkvikuna að fylla gíginn upp á barma áður en hraunið fer að bulla upp úr honum og renna út frá gígnum.
Veður hamlar mælingum
- Yfirborð kvikunnar sígur mikið á milli goshrina - Hraun hætt að breiðast út
Karítas Ríkharðsdóttir
Oddur Þórðarson
Alls greindust 54 innanlands með
Covid-19 í fyrradag. Þar af voru 29 í
sóttkví við greiningu og 25 greindust
utan sóttkvíar.
Af þeim 54 sem smituðust í fyrra-
dag voru 33 óbólusettir, 20 voru full-
bólusettir og bólusetning hafin hjá
einum til viðbótar.
Alls voru tekin um fjögur þúsund
sýni svo að hlutfall jákvæðra sýna
var um 1,3 prósent.
Staðan söm á Landspítala
Staðan á Landspítalanum hélst
óbreytt á milli daga, tíu liggja inni á
spítalanum með Covid-19, allir á
bráðalegudeildum og enginn á gjör-
gæslu. Af þeim eru þrír óbólusettir
og sjö fullbólusettir.
Í sóttkví eru alls 2.333 og 816 í ein-
angrun. Lítillega fækkaði í báðum
hópum á milli daga.
Þokast í rétta átt
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í samtali við mbl.is að
hann væri nokkuð ánægður með töl-
urnar.
„Við sjáum að þó að það sé munur
á milli daga þá þokast þetta hægt og
bítandi niður á við og það er bara
ánægjulegt. Við erum væntanlega að
ná einhvers konar jafnvægi utan um
þetta myndi ég halda,“ sagði hann.
Óvenjuhátt hlutfall óbólusettra af
þeim sem greinst hafa undanfarna
daga með Covid-19 útskýrir Þórólfur
með ungum aldri greindra.
„Við erum að greina meira af
yngra fólki, börn á skólaaldri og
jafnvel börn sem eru ekki inni í bólu-
setningartölum almennt séð og eru
ekki inni í bólusetningaráformum.“
Fleiri óbólusett
börn smitast
- Þórólfur segir jafnvægi vera að nást
Morgunblaðið/Eggert
Bólusett Þórólfur kveðst nokkuð
ánægður með tölurnar núna.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Tillögur um að prófkjör yrðu megin-
reglan við uppstillingu framboðslista
voru felldar á landsþingi Viðreisnar,
sem fram fór um
liðna helgi. Nokk-
urrar óánægju
gætir með það
hjá hópi flokks-
manna, en breytt
fyrirkomulag um
uppstillingu var
meðal helstu at-
riða í sáttargjörð
Þorgerðar Katr-
ínar Gunn-
arsdóttur, for-
manns flokksins, og Benedikts
Jóhannessonar, stofnanda og fyrr-
verandi formanns, í júlí.
„Það stendur í sjálfu sér áfram að
það er vilji stjórnarinnar að prófkjör
verði notuð við val á lista í framtíð-
inni,“ segir Daði Már Kristófersson,
varaformaður Viðreisnar. Hann
minnir á að nú þegar sé heimilt að
halda prófkjör og á t.d. von á að því
að þannig verði valinn listi fyrir
borgarstjórnarkosningar í vor.
Í fyrrnefndri sáttargjörð var að-
eins kveðið á um að stjórnin legði
fram tillögu þessa efnis, en það var
eftir sem áður landsþingsins að
fjalla um hana og taka ákvörðun þar
að lútandi. Að því leyti hefur sam-
komulag Benedikts og Þorgerðar
ekki verið rofið.
„Þetta var tillaga stjórnarinnar og
það var búið að setja saman hóp til
þess að gera tillögur um útfærsl-
una,“ segir Daði. „Umræðurnar á
þinginu snerust fyrst og fremst um
það og að ekki væri alls staðar hægt
að koma prófkjörum við. Það er þá
hópsins að finna lausn á því og setja
fram nýjar tillögur.“ Það munu eink-
um hafa verið fulltrúar lands-
byggðakjördæmanna, sem töldu að
ákvæði um prófkjör væru of stíf.
Prófkjörs-
tillögur
felldar
- Kurr eftir lands-
þing Viðreisnar
Daði Már
Kristófersson