Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2021 Þó að lítið sé um málefnalega um- ræðu í kosningabaráttunni er þó aðeins byrjuð að dragast upp mynd af áherslum flokka. Í skattamálum hafa flokkar til að mynda afar ólíka sýn þar sem vinstri flokk- arnir tala fyrir hærri sköttum en aðrir ekki, eða fyrir skattalækkunum. Í viðtalsþættinum Dagmálum var í vik- unni rætt um efna- hagsmál og þar voru fulltrúar Vinstri grænna og Samfylk- ingar, sem báðar lýstu áhuga á hærri sköttum. - - - Kristrún Frosta- dóttir, frambjóðandi Samfylk- ingar, vill hækka eignaskatta og talar um „hóflega“ prósentu á eignir í því sambandi og segir það snúast um að „klípa af ávöxtun eigna“. Hún lýsti þessu svona: „Segjum sem svo að þú sitjir á [!] 500 milljónum króna. Ef þú færð 1 til 1,5 prósent ofan á þig, hvað gerir það? Jú, það þýðir að þú þarft í stað þess að sækja 3-4% ávöxtun þá reynir þú að sækja 5-7% ávöxtun. Og hvað þýðir það? Í stað þess að vera bara í ríkisbréfum, löngum skulda- bréfum, þá fjárfestir þú í einhverju ný- sköpunarfyrirtæki.“ - - - Þetta er auðvitað tær snilld og það eina sem hægt er að finna að þessari snjöllu hugmynd er að skatt- urinn eigi að vera hóflegur, því að með því að hafa hann óhóflegan mætti ná enn meiri árangri á sviði nýsköpunar. - - - Úr þessu verður eflaust bætt en þangað til geta kjósendur hugg- að sig við að frambjóðendur Samfylk- ingar og VG náðu ágætlega saman um að hækka fjármagnstekjuskattinn, sem mun augljóslega ýta undir ný- sköpun ekki síður en óhóflegur eigna- skattur. Kristrún Frostadóttir Óhóflegir skattar, allra meina bót STAKSTEINAR Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara, segir ákveðna ringulreið ríkja í skól- um landsins vegna reglna heilbrigð- isráðuneytisins, sem kynntar voru í ágúst, um sóttkví barna í leik- og grunnskólum. Samkvæmt reglunum tekur ákvörðun um sóttkví mið af sam- verutíma, nánd samskipta og tíðni þeirra. „Það er búið að vera gríðar- lega mikið álag inni í skólunum, en samt sem áður virðist þetta ekki vera nægilega skýrt. Það er að segja foreldrar eru ekki nægilega upplýstir að þeirra mati og jafnvel kennar- arnir eru ekki ásáttir um það hvaða upplýsing- ar smitrakningarteymin fá til sín, til þess að tilkynna þeim foreldrum sem eiga börn sem eiga að fara í sóttkví.“ Hún segir að sumir sem ættu lík- lega að fara í sóttkví fái ekki tilkynn- ingu, „samt sem áður eru foreldrarn- ir meðvitaðir um að þessi börn hafa verið í sama rými og verið að leika á sama stað. Því er ákveðið óöryggi í foreldrahópnum og kennarahópnum með þessar nýju reglur sem ætlað er að fækka þeim sem fara í sóttkví.“ Samfélagið þurfi að gera allt sem það geti til þess að fækka smitum. „Við gerum það með því að fækka þeim sem eru útsettir og það gerum við með því að minnka hópana og hólfa skólana.“ Víða sé hólfaskiptingu ábótavant. „Það má ekki gleymast í þessari til- raun okkar í því að fækka þeim sem fara í sóttkví. Þá erum við í raun að viðhalda þessari veiru inni í skólun- um.“ urdur@mbl.is Ringulreið ríki í skólum landsins - Mikið álag og foreldrar ekki nægilega upplýstir - Hólfaskiptingu ábótavant Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Jón Sveinbjörnsson, prófessor emeritus við guðfræðideild Há- skóla Íslands, lést 1. september sl. 93 ára að aldri. Jón fæddist í Reykjavík 27. júlí 1928, sonur Svein- björns Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Þórunnar Berg- þórsdóttur. Jón lauk fil. kand.-prófi í grísku, trúar- bragðafræðum og heimspeki frá Upp- salaháskóla árið 1955, cand. theol.- prófi frá Háskóla Íslands árið 1959 og stundaði framhaldsnám í grísku og nýjatestamentisfræðum við Uppsalaháskóla og Háskólann í Cambridge á Englandi. Jón varð lektor í grísku við guðfræðideild Háskóla Íslands ár- ið 1966, dósent 1971 og skipaður prófessor í nýjatestamentis- fræðum 1974. Hann lét af störfum 1998 fyrir aldurs sakir en hélt áfram þýðingarstörfum. Jón var tvívegis forseti guðfræðideildar og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Háskóla Íslands. Hann leitaðist við að laga nám í guðfræði að kröfum nýrra tíma og tileinkaði sér kennsluhætti sem tíðkuðust við erlenda háskóla. Hann ein- beitti sér að biblíu- rannsóknum og þýð- ingarfræðum og kynnti nýjustu að- ferðir og tækni á því sviði. Hann nýtti þessar aðferðir í starfi sínu við þýð- ingu Nýja testament- isins og Apokrýfra bóka Gamla testa- mentisins um ára- tugaskeið en um þá reynslu ritaði hann m.a. grein í Lesbók Morgunblaðsins í október 2007. Jón var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla Ís- lands árið 2000. Jón bjó nánast alla ævi sína í Ártúnsbrekku við Elliðaár, og nýtti hverja lausa stund við trjá- rækt og umhirðu í skógarlundi sínum sem faðir hans hóf ræktun á fyrir nær 90 árum. Skógurinn er í dag eitt af kennileitum Elliðaár- dalsins. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Guðrún Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Sveinbjörn, Þórunn Bergþóra, Magnús Bjarni, Halldór og Ingi- björg. Andlát Jón Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.