Morgunblaðið - 05.11.2021, Side 4

Morgunblaðið - 05.11.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Árleg sala Neyðarkalls björgunar- sveitanna hófst formlega í gær úti fyrir Reykjavíkurhöfn, þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Eliza Reid forsetafrú tóku þátt í æfingu á sjó með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Guðni var hífður frá borði í björg- unarskipinu Ársæli og um borð í TF- GNA til þess að vekja athygli á fjár- öfluninni. Eliza stýrði síðan Ársæli í land, eftir að Guðni hafði verið tekinn úr sjónum. Þetta þótti vel við hæfi þar sem Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunar- maður í gulum skrúða. „Þetta var ljúf sigling, ekki síður ferðin upp í þyrluna, að vera hífður þarna upp af vönu fólki og þaul- reyndu. Og það sem situr eftir er bara öryggistilfinning og ánægja yfir því að vita að við eigum allt þetta frá- bæra fólk hjá Gæslunni, í björgunar- sveitunum. Nú bara hvet ég öll sem geta að styrkja starf björgunar- sveitanna með því að kaupa Neyðar- kall, úr endurunnu plasti, og sýna það í verki líka að við kunnum vel að meta störf þessa fólks,“ sagði Guðni við mbl.is þegar í land var komið. Guðni segir brýnt að landsmenn taki þátt í fjáröfluninni, enda sé hún hryggjarstykki starfsemi björgunar- sveita og tryggi aðbúnað þeirra sem „kasta öllu frá sér og henda sér út í óvissuna til þess að bjarga þeim sem eru hjálparþurfi,“ eins og hann orðar það. Og forsetinn fer ekkert með fleipur þegar hann talar um mikilvægi Neyð- arkallsins. Undir þau orð tekur Otti Rafn Sigmarsson, formaður Lands- bjargar, og segir að björgunarsveit- irnar gætu ekki án fjáröflunarinnar verið. „Kostnaðurinn við Kallinn er ekki mikill, en allur ágóði rennur óskiptur til félagseininganna,“ segir Otti. - En í hvað fara peningarnir, hvað er efst á baugi núna? „Peningarnir fara auðvitað bara beint í að reka sveitirnar. Til þess þurfum við eldsneyti og við þurfum að þjálfa fólkið okkar, svo það sé sem best búið þegar kallið kemur. Svo þarf auðvitað að kaupa alls kyns tæki og tól og uppfæra það sem fyrir er.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Æfing Forsetahjónin tóku þátt í björgunaræfingu Landsbjargar í gær, í tilefni af sölu Neyðarkallsins í ár. Með Guðna og Elizu Reid eru sjálfboðaliðarnir Þóra Dagný Stefánsdóttir og Valdimar Hannesson. Fjáröflunin hryggjar- stykkið í starfseminni - Sala björgunarsveitanna á Neyðarkallinum er hafin Morgunblaðið/Eggert Neyðarkall Björgunarsveitarfólk hóf sölu á Neyðarkallinum í gær. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Niðurstaða áhættumats er að það sé nægur tími fyrir okkur í Flugstjórn- armiðstöðinni til að bregðast við á réttan hátt og halda uppi öryggi verði eldgos. Við sem sérfræðingar höfum ekki áhyggjur af þessu,“ segir Árni Guðbrandsson, sérfræðingur hjá Isavia ANS. Það er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast flugleiðsögu- hlutann innan samstæðunnar. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emerítus, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að farþega- flugi sé beint yfir Heklu því hún geti gosið með mjög skömmum fyrirvara. Hann segir stuttan fyrirvara á Heklu- gosum gera hana að varasömu eld- fjalli. „Það sem Páll vísar í eru hnit jarð- arinnar og hnitpunkturinn 64°N og 20°W. Flug sem fara yfir hafið fljúga mikið eftir svona hnitum og þar á meðal er þessi punktur oft notaður,“ segir Árni. Punktur þessi er rétt við Leirubakka í Landsveit sem er í næsta nágrenni eldfjallsins Heklu. Árni segir að það fari eftir vindum í háloftunum hvort margar flugvélar leggi leið sína yfir þennan hnitpunkt hverju sinni. Hann bendir á að far- þegaflugvélar fljúgi á tæplega 900 km hraða á klukkustund og séu því fljótar að bregðast við skapist einhver hætta. Isavia ANS gerði áhættumat árið 2016 í samvinnu við náttúruvárdeild Veðurstofu Íslands. Áhættumatið heitir „Möguleg áhrif af eldgosi í Heklu með skömmum fyrirvara.“ Árni segir að samkvæmt áhættumat- inu sé ekki talin þörf á að gera neinar breytingar á flugferlum eða flughnit- um vegna farþegaflugs yfir hafið og mögulegrar vár vegna eldgoss á Ís- landi. Svigrúm er til að bregðast við gosi - Isavia ANS gerði áhættumat 2016 Hekla Einn af hnitpunktum sem notaðir eru í flugi er nálægt Heklu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hólmfríður María Ragnhildardóttir Steinar Ingi Kolbeins Stjórn Eflingar fundaði í gærdag og var afsögn Sólveigar Önnu Jónsdótt- ur úr embætti formanns formlega af- greidd á fundinum. Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við embætti for- manns og kemur til með að gegna því fram að næstu formanns- og stjórnarkosningum. Samkvæmt lögum félagsins fara kosningar til formannsembættis og stjórnar fram í mars á næsta ári. Á fundinum var varaformaður kjörinn úr stjórn félagsins og tekur Ólöf Helga Adolfsdóttir við embættinu. Stór verkefni fram undan Í tilkynningu félagsins kemur fram að þeirra bíði það mikla verk- efni að undirbúa næstu kjarasamn- ingsviðræður enda verði samningar lausir í lok næsta árs. „Í þessu verk- efni mun Efling áfram vera sterkur málsvari verkafólks,“ sagði í tilkynn- ingu félagsins. Þá var snert á þeim vandræðum sem hafa umlukið félagið undan- farna daga í tilkynningunni. „Stjórn Eflingar mun nú einbeita sér að þeim verkefnum sem henni ber að sinna. Formaður mun starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Þrátt fyrir þann ágreining sem ratað hefur í fjölmiðla eru stjórn og starfsfólk ein- huga í því að tryggja þjónustu við fé- lagsmenn Eflingar.“ Neituðu að ræða við fjölmiðla Fjölmiðlar höfðu beðið fregna frá fundinum í húsakynnum Eflingar frá því að fundur hófst klukkan eitt í gær. Voru fjölmiðlar ítrekað beðnir um að yfirgefa bygginguna. Meðal ann- ars kom til tals að kalla til lögreglu. Þegar fundi lauk tóku stjórnar- menn að tínast út og vildi enginn þeirra tjá sig um málefnin sem komu þar fram. Báðust þeir allir undan því að tala við fjölmiðla, að Guðmundi Baldurssyni undanskildum sem sagði þó einungis að hann gæti ekki greint frá því hvað hefði verið rætt. Einungis að fundurinn hefði verið upplýsandi. Hlupu frá blaðamönnum Tilkynning barst þá fjölmiðlum þar sem m.a. var greint frá því að Agnieszka tæki við embætti for- manns. Þegar Agnieszka ásamt fleiri stjórnarmönnum yfirgaf fundarher- bergið baðst hún undan því að tjá sig við fjölmiðla og kvaðst ekki telja sig geta svarað neinum spurningum. Í fyrstu reyndu þau að komast nið- ur á jarðhæð með lyftu og voru spurð út í fundinn á meðan beðið var eftir henni. Þegar í ljós kom að lyftan virt- ist ekki að koma nógu snögglega tóku þau á rás, fóru fram hjá blaða- mönnum og hlupu niður stigagang- inn. Agnieszka formaður Eflingar - Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður - Neituðu að ræða við fjölmiðla - Stefnt að því að lægja öld- urnar innanhúss - Nýkjörinn formaður tók á rás undan blaðamönnum - Næst kosið til stjórnar í mars Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður Agnieszka Ewa Ziólkowska kemur af fundi stjórnarinnar í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.