Morgunblaðið - 05.11.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.11.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónskáldið og píanóleikarinn Anna Gréta Sig- urðardóttir hefur gert það gott í heimi djassins í Svíþjóð þar sem hún hefur verið búsett í sjö ár, nánar tiltekið í Stokkhólmi. Hefur hún þar hlotið bæði verðlaun og tilnefningar til verð- launa, hlaut til að mynda hin þekktu og virtu verðlaun kennd við Monicu Zetterlund fyrir tveimur árum sem eru veitt ungum og upp- rennandi djasstónlist- armönnum. Má einnig nefna að Anna kom fram við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í fyrra og í mars á þessu ári var henni boðið að halda tónleika í tón- leikahöll Stokkhólms, Stockholm Concert Hall. Þar mun hún einnig fagna útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar, Nightjar in the Northern Sky, sem kom út fyrir skömmu, á næsta ári. Frekar feimin til að byrja með Anna hefur verið virk sem tónskáld og var m.a. valin í að semja verk fyrir stjörnupíanó- leikarann Bobo Stenson og Norrbotten Big Band haustið 2019. Nú flytur hún eigin lög og texta á fyrstu sólóplötunni, leikur á píanó og syngur. Anna er þaulreynd í píanóleik en söngnum hefur hún ekki spreytt sig á að ráði fyrr en nú og liggur því beinast við að spyrja hana hvort það hafi reynst henni auðveld ákvörðun eða hvort hún hafi þurft að peppa sig upp í að koma fram sem söngkona,. „Já, já, það var alveg svo- lítið þannig. Ég fékk þessa hugmynd sumarið 2019, var búin að vera að gæla við að semja lög með texta og hugsaði með mér að ég ætti að prófa að syngja þetta sjálf. Ég var frekar feim- in með þetta fyrst, sendi þetta á systur mína og hún peppaði mig áfram,“ svarar Anna og segist í framhaldi hafa haft samband við upptöku- stjórann Alfreð Finnbogason sem vann svo plötuna með henni. Blaðamaður hrósar Önnu fyrir fallegan söng og spyr hvort hún hafi hlotið einhverja söng- kennslu eða -leiðsögn. „Nei, í rauninni ekki, ég sá mest um þetta sjálf,“ svarar Anna, þakkar hrósið og nefnir svo að Ragnheiður Gröndal, sem syngi bakrödd með henni í einu lagi, hafi aðeins hjálpað henni við söngupptökurnar. „Þetta var mjög gefandi og lærdómsríkt ferli, myndi ég segja,“ bætir Anna við og á þar við upptökuferlið í heild sinni. Spennandi tækifæri Anna segist hafa farið í marga hringi með það hvernig hún ætti að vinna plötuna, velt því fyrir sér hvort hún ætti að vera ein við píanóið eða með hljómsveit. Hún hafi viljað gera eitt- hvað með öll þessi lög sín og texta og á endan- um hafi hljómsveit orðið fyrir valinu og platan tekin upp eins og djassplata, hljóðfæraleik- ararnir saman í einu rými í Sundlauginni. All- ur hljóðfæraleikur var tekinn upp „live“ og söngupptökum síðar bætt við. Hljómsveitin var ekki skipuð neinum auk- visum, þeim Einari Scheving á trommur, Skúla Sverrissyni á bassa, Hilmari Jenssyni á gítar, Sigurði Flosasyni á saxófón, Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur og Johan Tengholm á kontrabassa. Þess má geta að sá síðastnefndi er unnusti Önnu og Sigurður faðir hennar. Anna er beðin um að lýsa tónlistinni og segir hún alltaf erfitt að lýsa eigin tónlist. „Ég myndi segja að þetta sé djass undir áhrif- um frá „singer/songwriter“, poppi og „indie“,“ segir hún en þýska djassútgáfufyrirtækið ACT gefur plötuna út og segir Anna það eitt af þeim merkari í slíkri útgáfu í Evrópu. „Það var frábært að komast á samning hjá þeim því þeir skrifa ekki upp á marga samninga á ári,“ segir Anna. Hún er spurð út í dreifinguna á plötunni og segir Anna hana mjög góða í Þýskalandi og að plötunni verði einnig dreift í Evrópu. „Það er spennandi að fá tækifæri til að dreifa þessu betur,“ segir Anna en þeir sem vilja hlusta á plötuna rafrænt geta fundið hana á streymis- veitum, þeirra á meðal Spotify. Á auðvelt með að fela sig Titill plötunnar vísar til sjaldséðs fugls, náttfara, sem flýgur um himininn í norðri. „Mér finnst þetta fallegt orð,“ segir Anna um heiti fuglsins. Hún segist hafa eytt töluverðum tíma í kófinu á Gotlandi sem sé mikið fugla- skoðunarsvæði. „Kærastinn minn, Johan Tengholm, er mikill fuglaskoðari og ég hef svona aðeins dregist inn í þetta. Við vorum mikið þar að skoða fugla og m.a. að vinna við fuglamerkingar,“ segir Anna. Á Gotlandi hafi þau séð hinn sjaldséða náttfara og henni hafi þótt fuglinn ágætismyndlíking fyrir leitina að hinu sérstaka, líkt og gert er í fuglaskoðun og í listinni. „Maður vonast til að upplifa eitthvað sérstakt eða einstakt, svolítið eins og þegar leitað er að ástinni líka,“ bendir Anna á. Erfitt sé að koma auga á náttfara sem eigi auðvelt með að fela sig. En er platan kannski um fugla? „Nei, titil- lagið er kjarninn í plötunni en svo er farið um víðan völl í textunum. Þeir eru frekar persónu- legir, um alls konar sambönd, lífið og tilver- una, um tímann og svo er eitt lag um andvöku, það heitir „Sleepless“,“ svarar Anna og er spurð að því hvort andvaka hafi hrjáð hana mikið. „Já, ég hef aldrei átt auðvelt með að sofna, alveg frá því ég var lítil,“ svarar hún kímin. Hugsanirnar eigi það til að láta hana ekki í friði þegar hún leggi höfuðið á koddann. Útgáfutónleikar plötunnar fara fram í febrúar í Stokkhólmi og vonast Anna til að geta líka haldið tónleika á Íslandi. Heimasíðu hennar má finna á vefslóðinni annagreta.is. Gefandi og lærdómsríkt ferli - Nightjar in the Northern Sky er fyrsta sólóplata Önnu Grétu Sigurðardóttur - Titillinn vísar í fuglinn náttfara - Syngur eigin texta - Listin er leit að hinu sérstaka líkt og fuglaskoðun Ljósmynd/Birna Ketilsdóttir Schram Hæfileikarík Anna Gréta Sigurðardóttir hefur hlotið verðlaun fyrir listsköpun sína og er bæði hæfileikaríkur píanóleikari og söngkona. Ferðagarpurinn Erró nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. „Ferðalög eru einkennandi fyrir líf og list Er- rós. Hann stundaði listnám í Reykjavík, Ósló, Ra- venna og Florence þar til hann settist að í París árið 1958 eftir nokkurra mánaða dvöl í Ísrael. Mörg ferðalög fylgdu þar á eftir og má nefna sögulegar ferðir til New York í Bandaríkjunum, Moskvu í þáverandi Sovétríkjunum og Havana á Kúbu. Ferðalög Errós gegna mikilvægu hlut- verki í tilurð verka hans. Hvert sem hann fer sankar hann að sér hundruðum mynda. Hann nýtir þær í samklippuverk sem smám saman verða að málverkum. Hugmyndin um ferðalög og tilfærslur birtist í mörgum verkum, þar sem hann notar mótíf eins og flugvélar, eldflaugar, lestir, fugla, hesta eða jafnvel ofurhetjur,“ segir í tilkynningu. Öll verkin eru í eigu Listasafns Reykjavíkur en sýningin var fyrst sett upp í Listasafninu á Ak- ureyri fyrr á þessu ári. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Ferðagarpurinn Erró í Hafnarhúsi Ferðalag Eitt verka Errós sem sjá má á sýningunni. Breytingar nefnist þriðja árlega samning Vatnslitafélags Íslands sem opnuð hefur verið í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi á Sel- tjarnarnesi. „Alls voru sendar inn um 200 myndir og í dóm- nefndinni voru þrír listamenn sem hafa unnið með vatnsliti. Dómnefndina skipuðu Daði Guðbjörnsson, Lóa Hjálmtýs- dóttir og Lena Gemzøe. Þeim var falið að velja 63 verk með þemað að leiðarljósi en líka með það að markmiði að verkin mynduðu góða heild og að þau sýndu vel þá fjöl- breytni sem vatnsleysanleg efni á pappír geta kallað fram,“ segir í kynningu. Vatnslitafélag Íslands var stofnað í febrúar 2019. Félagar eru nú 211 talsins á aldrinum 27 til 95 ára og eru ýmist atvinnumenn eða áhugamenn í listinni. Vatnslitafélag Íslands með Breytingar Fjölbreytni Samsett mynd af nokkrum verkum eftir félaga í Vatnslitafélagi Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.