Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Sigurður Már Jónsson blaðamað-
ur ræðir um umræðuna um ís-
lenskan sjávarútveg í pistli á mbl.is
og segir að þrátt
fyrir „að við Íslend-
ingar séum með
einn framsæknasta
sjávarútveg í heimi
þá er umræðan um
hann stundum fá-
tækleg og fyr-
irsjáanleg. Fyr-
irkomulag fiskveiða
og þá sérstaklega fiskveiðistjórn-
unarkerfið fær sérstaka og um
margt óvenjulega umfjöllun í reyk-
vískum fjölmiðlum. Líklega er und-
arlegasta umræðan í Fréttablaðinu
þessa dagana en sjónarhóll blaðsins
nær varla upp fyrir Arnarhól. Rík-
isútvarpið er á líkum slóðum.“
- - -
Sigurður Már segir umræðuna
setta af stað þrátt fyrir að
„augljóslega séu íslensk
sjávarútvegsfyrirtæki í alþjóðlegri
samkeppni og séu harla smá á þann
mælikvarða. Það sem þau hafa
helst fram að færa er einstök fram-
leiðni sem skapast hefur af hagræð-
ingu sem leitt hefur af fiskveiði-
stjórnunarkerfinu.“
- - -
Þá bendir Sigurður Már á nokk-
uð sem allt of oft gleymist, sem
er að íslenskur sjávarútvegur
keppir við ríkisstyrktan sjávar-
útveg annarra landa: „Höfum í
huga að á meðal OECD-ríkjanna er
það aðeins á Íslandi sem sjávar-
útvegur skilar meira til hins op-
inbera en hann fær greitt úr op-
inberum sjóðum. Í hinum 28
OECD-ríkjunum hefur hlutfall af
heildarútgjöldum þeirra sem renn-
ur til sjávarútvegsins aukist úr 5,6%
á árunum 2012 til 2014 í 6,8% á ár-
unum 2016 til 2018. Í öllum helstu
samkeppnislöndum Íslands eru til
staðar ríkisstyrkir til sjávarútvegs
en á móti er íslenski sjávarútvegur-
inn sá eini sem greiðir sérstök gjöld
umfram venjulega skattlagningu.“
Sigurður Már
Jónsson
Staða íslensks
sjávarútvegs
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, gefur ekki kost á sér til
endurkjörs við bæjarstjórnarkosn-
ingar í maí á næsta ári og hættir sem
bæjarstjóri. Hann tilkynnti þetta á
fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks-
ins í Mosfellsbæ í fyrrakvöld. Har-
aldur er oddviti sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ og hefur verið bæjar-
stjóri frá árinu 2007, setið í bæjar-
stjórn frá 2002 og var varabæjar-
fulltrúi 1998 til 2002. Ferillinn í
bæjarmálum verður því alls 24 ár.
Haraldur segist hafa ákveðið í
upphafi líðandi kjörtímabils að þetta
yrði hans síðasta skeið í bæjarmál-
unum í Mosfellsbæ. Árin í bæjar-
stjórastarfinu hafi verið einkar
skemmtileg, umbygging í bænum
mikil og íbúafjölgun sömuleiðis.
Þannig eru Mos-
fellingar í dag
12.589 en voru
7.519 þegar Har-
aldur settist í
bæjarstjórastól-
inn árið 2007.
Sjálfur kveðst
hann þakklátur
fyrir þennan tíma
og mikils um vert
að bæjarbúar eru
stoltir af sínu sveitarfélagi. Þeir
standi vörð um samfélagið og sú
þjónusta sem bærinn veiti sé góð,
skv. mælingum sem gerðar eru.
„Nei, ég hef ekki ákveðið hvað ég
tek mér fyrir hendur þegar bæjar-
stjórastarfinu sleppir næsta vor ann-
að en ég byrja á því að taka mér gott
frí. Ég er viðskiptafræðingur að
mennt, hef reynslu af störfum í
stjórnsýslunni og var skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu áður en ég
varð bæjarstjóri. Ég hef engar
áhyggjur af því að fá ekki eitthvað að
starfa,“ sagði Haraldur í samtali við
Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Haraldur bæjarstjóri hættir í vor
- Hefur stýrt bænum frá 2007 - Íbúum
fjölgað um helming - Byrjar í fríi
Haraldur
Sverrisson
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkurborgar, stendur við
fullyrðingar sínar um að sam-
dráttur í útlánum viðskiptabank-
anna til byggingargeirans sé
ástæða mikillar hækkunar á fast-
eignamarkaði í Reykjavík. Þetta
kemur fram í skriflegu svari við
fyrirspurn Morgunblaðsins um
hvort Dagur hygðist draga til baka
orð sín um að viðskiptabankarnir
hafi „allir skrúfað fyrir lánveit-
ingar“ eftir að nýleg greining Jóns
Magnúsar Hannessonar, hagfræð-
ings hjá Seðlabanka Íslands, birtist
í Vísbendingu, þar sem útlán til
fasteignauppbyggingar eru greind.
Niðurstaða greiningarinnar er sú
að ný útlán bankanna til fasteigna-
uppbyggingar jukust ef eitthvað er
á síðustu árum.
Dagur kallar í svari sínu stað-
hæfingu Samtaka atvinnulífsins, um
að hækkun fasteignaverðs á Íslandi
væri vegna lóðaskorts í Reykjavík,
rakalausa.
„Þetta hefur reynst innihalds-
laust og ekki staðist neina skoðun.
Síðustu tvö tölublöð Vísbendingar
og málflutningur fjölda annarra
vitna um það.“ Þá bendir hann á að
faseignaverð hafi hækkað víða um
heim í heimsfaraldri.
„Athyglin hef-
ur meðal annars
beinst að því að
bankakerfið á Ís-
landi dró úr lán-
um til bygging-
arstarfsemi á
sama tíma og lán
voru stóraukin til
fasteignakaupa
heimilanna svo
nam hundruðum
milljarða. Þetta skapaði mjög mikið
ójafnvægi og átti klárlega hlut í
hækkun fasteignaverðs, þótt vaxta-
lækkanir og aukið aðgengi að lánsfé
væru þar stærsta ástæðan.“ Þá
sagði Dagur að fjölmarkir verktak-
ar og þróunaraðilar með verkefni í
Reykjavík hafi átt erfitt með að
fjármagna verkefni sín undanfarin
ár.
„Það kom heim og saman við
nettósamdrátt í útlánum til bygg-
ingarverkefna átta ársfjórðunga í
röð.[...] Samtök iðnaðarins hljóta að
verða að leggja af ruglingslegan og
vandræðalegan málflutning þar
sem spjótum er beint að Reykjavík
þegar ástæður núverandi stöðu eru
allt aðrar og flóknari. Staðreyndin
er sú að það vantar íbúðir á sölu-
skrá um allt land.“
Dagur stendur við
orð sín um bankana
- Segir málflutning SI ruglingslegan
Dagur B.
Eggertsson