Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meðalfallþungi dilka í nýlokinni sláturtíð var
17,40 kíló. Eru dilkarnir vænni en áður hefur
þekkst, hálfu kílói þyngri en í fyrra sem þó
var metár.
Sauðfjárslátrun lauk í lok síðustu viku hjá
þeim sláturhúsum sem lengst voru opin.
20 þúsund færri lömb
Til slátrunar komu liðlega 465 þúsund
lömb, rúmlega 20 þúsund færri en árið á
undan, samkvæmt upplýsingum frá Mat-
vælastofnun. Samdrátturinn samsvarar rúm-
um fjórum prósentum. Er það svipaður sam-
dráttur í slátrun og í fyrra.
Sauðfjárræktin hefur verið að dragast
saman undanfarin ár. Til samanburðar má
geta þess að árið 2017 komu til slátrunar
tæplega 561 þúsund lömb þannig að fram-
leiðslan hefur dregist saman um liðlega 95
þúsund dilka á fjórum árum. Ekki hafa verið
lagðir inn færri dilkar síðan haustið 2006.
Samdráttur í dilkakjöti er minni en nemur
fækkun sláturfjár vegna aukins fallþunga. Út
úr slátruninni kom liðlega 100 tonnum minna
af dilkakjöti en árið áður.
Slátrun á fullorðnu fé var nokkurn veginn
sú sama og í fyrra. Vitað er að einhver
stórbú hafa hætt í haust og margir bændur
fækkað fé með það í huga að hætta á næstu
árum. Einar Kári Magnússon, fagsviðsstjóri
hjá Matvælastofnun, segir að út frá upplýs-
ingum um slátrun á fullorðnu fé í haust megi
leiða líkum að því að áfram verði samdráttur
næsta haust, um 15-20 þúsund dilka. Hann
tekur þó fram að það verði ekki fyllilega ljóst
fyrr en bændur hafi skilað öllum haust-
skýrslum. Ef tilfinning hans reynist rétt
verða næsta haust lögð inn færri lömb en
þekkst hefur á þessari öld.
Meiri fækkun virðist hafa orðið norðan-
lands en sunnan. Þannig heldur Sláturfélag
Suðurlands sínu betur en Kaupfélag Skag-
firðinga, svo dæmi séu tekin af stærstu slát-
urhúsum landsins.
Hagstætt veður um allt land
Einar segir að ekki hafi orðið röskun á
slátrun vegna kórónuveirufaraldursins en
takmarkanir vegna veirunnar hafi þó sett
mark sitt á sláturtíðina. Þannig hafi gengið
erfiðlega að manna sláturhús og þar af leið-
andi ekki verið hægt að ná fullum afköstum.
Veður hefur verið hagstætt í sumar fyrir
sauðfjárræktina um allt land. Alls staðar
voru dilkar vænni en í fyrra og meðaltalið
var nýtt Íslandsmet, 17,40 kg.
Tíðarfarið virðist þó hafa verið best fyrir
fé á Suðurlandi. Einar segist hafa óttast að
hitar og þurrkar á Norður- og Austurlandi
yrðu ekki til góðs fyrir sauðfé en það hafi
sloppið til.
„Sauðfjárbændur keppast við að skila af
sér hágæðavöru og eiga hrós skilið fyrir að
halda áfram að sækja fram, þrátt fyrir slaka
afkomu í greininni,“ segir Einar Kári.
Nýtt Íslandsmet í fallþunga dilka
- Framleiðsla dilkakjöts dregst saman enn eitt árið og útlit fyrir að sú þróun haldi áfram á næsta ári
- 95 þúsund færri dilkum slátrað en fyrir fjórum árum - Meðalfallþungi dilka aldrei verið meiri
Morgunblaðið/RAX
Slátrun Auðveldara ætti að vera að selja dilkakjötið á næsta ári vegna þess að framleiðslan hefur dregist saman.
17,0
16,5
16,0
15,5
15,0
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Sauðfjárslátrun 2021
Meðalvigt sláturlamba 2011-2021 (kg)
Heimild: Mast
2020 2021 Breyting 2020-2021
Heildarfjöldi sláturlamba 485.701 465.292 -20.409 -4,2%
Innvegið (kg) 8.203.490 8.096.632 -106.858 kg -1,3%
Meðalvigt (kg) 16,89 17,40 +0,51 kg +3,0%
15,77
16,28
15,99
16,32
16,18
16,70
16,52
16,89
17,40
16,41
16,56
Fjöldi Meðalvigt (kg)
2021 2020 2021
Kaupfélag Skagfirðinga 86.392 16,90 17,34
Sláturfélag Suðurlands 94.800 16,51 17,28
Sláturfélag Vopnfirðinga 26.566 16,56 16,81
Sláturhús Norðlenska 77.188 16,99 17,26
Fjallalamb 20.914 16,89 17,35
Sláturhús KVH ehf. 84.081 17,37 17,86
SAH afurðir ehf. 73.874 16,81 17,46
Sláturhús Vesturlands 776 17,42 18,19
Sláturhús Seglbúðum 701 18,35 18,49
Alls 465.292 16,89 17,40
Óskum Landhelgisgæslunni og Íslendingum
innilega til hamingju með nýja varðskipið.
Freyja, líkt og Þór, er hannað og með
búnað frá Kongsberg Maritime
Mynd:
Guðmundur St. Valdimarsson
Undanfarið hefur samstarfshópur
unnið að gerð stjórnunar- og vernd-
aráætlunar fyrir náttúruvættið
Kirkjugólf. Í áætluninni er lögð fram
stefnumótun til 10 ára, ásamt að-
gerðaáætlun til þriggja ára. Í að-
gerðaáætluninni kemur m.a. fram að
á næsta ári er áætlað að svæðið
verði gert aðgengilegt fyrir fólk með
fötlun. Þar segir líka að fylgst verði
með ágengum, framandi tegundum
og þær fjarlægðar eftir því sem unnt
er. Gróður og annað verði hreinsað
af og frá Kirkjugólfinu eftir þörfum
þannig að stuðlarnir njóti sín.
Tillaga að stjórnunar- og verndar-
áætluninni hefur verið lögð fram til
kynningar á heimasíðu Umhverfis-
stofnunar og þar kemur fram að
áætluninni er ætlað að vera stefnu-
mótandi skjal, unnið í samvinnu við
fulltrúa landeigenda, sveitarfélag og
hagsmunaaðila og er hugsað sem
stjórntæki til að móta framtíðarsýn
svæðisins.
Markmiðið með gerð hennar er að
leggja fram stefnu um verndun nátt-
úruvættisins og hvernig viðhalda
skuli verndargildi svæðisins þannig
að sem mest sátt ríki um. Á heima-
síðu Umhverfisstofnunar er eftirfar-
andi lýsing á náttúruvættinu:
Kirkjugólf er lág jökul- og brimsorf-
in stuðlabergsklöpp þar sem endar
lóðréttra stuðlabergssúlna ná upp úr
jörðu. Kirkjugólf er staðsett í túni í
austurjaðri þorpsins Kirkjubæjar-
klausturs. Kirkjugólf var friðlýst
sem náttúruvætti árið 1987. Það hef-
ur jarðfræði- og sögulegt verndar-
gildi sem og fræðslugildi. aij@mbl.is
Kirkjugólf verði að-
gengilegt fötluðum
- Stefnumótun til
10 ára í stjórnunar-
og verndaráætlun
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Náttúruvætti Hluti stuðlabergsins
í Kirkjugólfinu við Klaustur.