Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 40

Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 40
40 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 DUKA.IS Singlesday Tilboð í vefverslun okkar 15% afsláttur af öllu á duka.is 11.11. 2021 11. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.91 Sterlingspund 176.15 Kanadadalur 104.47 Dönsk króna 20.221 Norsk króna 15.261 Sænsk króna 15.193 Svissn. franki 141.99 Japanskt jen 1.149 SDR 183.33 Evra 150.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.8223 « Hreinar vaxta- tekjur Kviku banka jukust um 121% á fyrstu níu mán- uðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Hafa þær skilað bank- anum 2.928 millj- ónum það sem af er ári og bendir bank- inn á að helst megi skýra vöxtinn með breyttri samsetningu útlánasafns og lausafjáreigna ásamt hag- stæðri þróun fjármagnskostnaðar. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins í gær og þar kemur fram að virðisbreytingar séu jákvæðar sem nemi 160 milljónum króna en hafi verið neikvæðar um 228 milljónir yfir sama tímabil fyrra árs. Hreinar fjárfest- ingatekjur námu 4.110 milljónum og þóknanatekjur uxu um 18% og voru 5.094 milljónir. Afkomuspá bankans fyrir árið hefur verið hækkuð. Byggði hún áður á að hagnaður bankans fyrir skatta yrði 8,6- 9,6 milljarðar. Nú er gert ráð fyrir að hann verði á bilinu 9,8-10,3 milljarðar. Uppfærð afkomuspá tekur tillit til ein- skiptiskostnaðar að fjárhæð 400 milljónir vegna flutninga samstæðunnar undir eitt þak í Katrínartúni. Í tilkynningu frá bank- anum segir Marinó Ö. Tryggvason for- stjóri hans að í lok nóvember muni bank- inn „kynna metnaðarfull markmið sem eiga að leiða til aukinnar samkeppni á næstu árum“. Vaxtatekjur Kviku aukast um 121% Marninó Örn Tryggvason STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, FHG, segir að þessa dagana séu menn að reyna að átta sig á stöð- unni hvað varðar þörfina á nýjum hótelherbergjum á næstu misserum og árum í ljósi faraldursins. „Ég held að mjög fáir séu farnir að velta fyrir sér einhverjum nýjum upp- byggingarverkefnum,“ segir Krist- ófer aðspurður. Í ViðskiptaMogganum í gær var birt yfirlit yfir hótel sem átti að byggja en hætt var við, þar sem rekstrarforsendur voru ekki fyrir hendi. Tvær breytur skipta máli Kristófer segir að það ráðist af því forskoti sem stjórnvöld veiti nýrri tegund gistingar, hvort skyn- samlegt verði að byggja fleiri hótel á næstu misserum og árum. Hann nefnir tvær breytur sem ráði mestu. Annars vegar sé það þróun AirBNB-íbúðaleigumarkaðarins, en í byrjun sumars 2018 hafi til dæmis verið rúmlega 8.000 framboðin her- bergi í AirBNB á móti 5.000 á hót- elum á landinu. Hin breytan sé hin svokölluðu hótelskip, skemmtiferða- skip sem eru í raun hótel, en gest- irnir fljúgi til landsins í vikuferðir. „Ef við fáum að búa við sama rekstrarumhverfi og þessir aðilar þá verður mikið byggt af hótelum á næstu árum.“ Kristófer er ómyrkur í máli þegar hann ræðir samkeppnisumhverfi hótelanna. Íbúðaleiga sé að mestu undanþegin þeim sköttum, sem hót- elin greiði og öllum leyfum. Hót- elskipin segir hann vera nýju „sprengjuna“ þegar kemur að gist- ingu ferðamanna. „Hótelin borga tvær milljónir á ári í ýmiss konar gjöld fyrir hvert herbergi á meðan skipin borga 185 krónur fyrir hvern ferðamann í farþegagjald við komu, auk hafnargjalda.“ Kristófer segir að rekstrarum- hverfi hótelanna skipti öllu varðandi uppbyggingu. Hann bendir t.d. á sameiginlega uppbyggingu ríkisins og Ísafjarðarbæjar á eins milljarðs króna hafnargarði á Ísafirði sem sé byggður til að bærinn geti tekið á móti fleiri og stærri skemmtiferða- skipum. „Þarna er hið opinbera að styrkja gististarfsemi sem er utan íslenskrar lögsögu. Spyrja má hvort bærinn væri betur settur til lengri tíma ef þessu fé væri veitt í heils- árshótel.“ Í stöðugri skoðun Guðjón Auðunsson forstjóri Reita, sem á fjölda fasteigna sem hótel eru rekin í, segir að þörfin á hótelum í framtíðinni sé í stöðugri skoðun hjá félaginu. Hann segir að faraldurinn hafi kennt mönnum að það sé erfitt að spá um framtíðina. Margir hafi gert bjartsýnar spár á árunum fyrir faraldurinn sem ekki hafa raungerst. „Ég hef fulla trú á að Ísland verði vinsæll áfangastaður á ný og ferða- mannastraumurinn taki við sér á komandi ári,“ segir Guðjón. Hann segir að margar breytur hafi áhrif á þörf á nýjum hótelum. „Til dæmis er þeirri spurningu enn ósvarað hvað verður um Hótel Sögu, þar sem eru um 260 her- bergi.“ Ekki sjálfstætt mat Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að samtökin hafi ekki lagt sjálfstætt mat á þörfina fyrir hóteluppbygginu. Hann segir að augljóslega sé framboðið í dag of mikið miðað við fjölda ferðamanna. Hann vonist þó til að fjöldi ferða- manna og útflutningsverðmæti vegna þeirra verði árið 2024 komið upp í svipaða tölu og árið 2019. „Ár- ið 2019 var orðinn nokkur þrýst- ingur og nýting var orðin há yfir sumartímann. Þannig að ef við höld- um áfram að vaxa sem ferðamanna- staður þá þarf að fjárfesta í gisti- rými,“ segir Jóhannes. Frekari uppbyggingarverk- efni ekki á dagskrá að sinni Morgunblaðið/Guðlaugur Albert Ferðamennska Crystal Endeavor á Patreksfirði síðasta sumar. Skip borga 185 kr. fyrir hvern ferðamann í farþegagjald við komu, auk hafnargjalda. Gisting » 181 skipakoma bókuð 2022 með 210.432 farþega. » 98 af 181 skipi verða sk. hót- elskip með farþegaskipti. » Íbúðaleiga, sumarhúsaleiga, orlofshús, fjallakofar, camper- bílar og skemmtiferðaskip eru að sögn Kristófers undanþegin lögum um gististaði svo og sköttum og skyldum sem hót- el- og gistihúsarekendum er gert að greiða. - Þróun AirBNB og hótelskipa hefur áhrif - Einnig framtíð Hótels Sögu Markaðsaðilar vænta þess að verð- bólga verði að meðaltali 4,6% á yfir- standandi ársfjórðungi en hjaðni á næsta ári og verði að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Þetta kemur fram í könnun Seðla- banka Íslands. Þá vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Í frétt um málið á vef bankans seg- ir að þetta sé meiri verðbólga en markaðsaðilar hafi vænt í ágústkönn- un bankans en þá hafi þeir gert ráð fyrir að hún yrði að meðaltali 4% á yfirstandandi fjórðungi og myndi minnka eftir það. „Verðbólguvænt- ingar til tveggja ára eru nánast óbreyttar frá síðustu könnun og mæl- ast 2,6%. Verðbólguvæntingar til tíu ára eru einnig áfram í samræmi við verðbólgumarkmið. Könnunin gefur til kynna að markaðsaðilar vænti þess að gengi krónunnar hækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 143 krónur eftir eitt ár,“ segir á vef Seðlabankans. Miðað við miðgildi svara í könnun- inni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans verði áfram 1,5% í lok þessa árs en að þeir hækki um 0,5 prósentur á fyrsta fjórðungi næsta árs og um 0,25 prósentur til viðbótar á öðrum fjórðungi. Þá vænta þeir þess að meginvextir verði 2,5% eftir eitt ár og 3% að tveimur árum liðnum. 4,6% að meðaltali - Markaðurinn spáir minni verðbólgu Væntingar markaðsaðila til verðbólgu og veðlánavaxta Miðgildi væntinga til skamms og meðallangs tíma Heimild: Seðlabanki Íslands Ársfjórðungur Ársverðbólga Veðlánavextir Seðlabanka Íslands Núverandi 4,6% 2,25% 1+ 4,4% 2,75% 2+ 3,75% 3,0% 3+ 3,4% 3,25% 4+ 3,0% 3,25%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.