Morgunblaðið - 11.11.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.11.2021, Qupperneq 42
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is T alsverður hluti einstaklinga sem eru á leigumark- aðinum borga yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum mánaðarlega í leigu. Ætla má sam- kvæmt svörum í nýrri skýrslu um niðurstöður könnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), að þetta eigi við um nálægt tíu prósent þeirra sem búa í leiguhúsnæði. Ef á heildina er litið greiða leigjendur á leigumarkaðinum að meðaltali um 45% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og hefur það hlutfall hækkað á seinustu tveimur árum. HMS hefur unnið ítarlegar nið- urstöður árlegrar mælingar á stöðu leigjenda sem byggð er á spurn- ingakönnun meðal þeirra. Þar eru leigjendur m.a. spurðir hvort þeir séu sammála eða ósammála því að þeir búi við húsnæðisöryggi. Svörin benda til að húsnæðisóöryggi sé að þokast upp á við en hlutfall þeirra sem eru mjög og frekar ósammála þessari fullyrð- ingu um húsnæðisöryggið hækkaði úr 16,1% í fyrra í 18,9% á þessu ári. Heimsfaraldur kórónuveirunnar virðist hafa haft töluverð áhrif á bú- setu fólks en tilfærslur á búsetu fólks eru ólíkar á milli aldurshópa. Nú búa fleiri í eigin húsnæði (73,1%) en gerðu það fyrir faraldurinn (70,8%). Lægra hlutfall er á leigumarkaði en það fór úr 16,6% fyrir faraldurinn í 13% í vor og fleiri búa nú í foreldrahúsum eða 11,2% samanborið við 9,7% fyrir far- aldurinn. „Yngsti hópurinn, 18-24 ára, hefur fært sig að miklu leyti aft- ur í foreldrahús en meðaltal á hlutfalli þeirra í foreldrahúsum er rúmlega 16 prósentustigum hærra í mælingum yfir eitt ár eftir COVID-19 farald- urinn samanborið við meðaltal mæl- inga yfir eitt ár fyrir COVID-19 far- aldurinn. Með sama hætti má sjá að aldurshópurinn 25-34 ára hefur hins vegar verið að færa sig af leigumarkaði og að einhverju leyti úr foreldrahúsum og yfir í eigið húsnæði. Hlutfall þess hóps í eigin húsnæði mælist 8,1 prósentu- stigi hærra að meðaltali yfir heilt ár eftir COVID-19 samanborið við heilt ár fyrir faraldurinn. Mest hefur til- færsla þess hóps verið af leigumark- aði og mælist hlutfall hópsins á leigu- markaði rúmlega 5 prósentustigum lægra eftir COVID-19,“ segir í skýrslu HMS um niðurstöðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti leigj- enda segjast ánægður með húsnæði sitt og 83% segjast vera ánægð með leigusalann sinn. Hins vegar virðast nú fleiri en áður telja erfiðara að verða sér úti um húsnæði á þessu ári en í fyrra en um 36% segja það vera frekar eða mjög erfitt. Hlutfall þeirra sem segja erfitt að verða sé úti um húsnæði var þó langtum stærra árið 2015 þegar um 55% sögðu það vera erfitt. Vægi Facebook eykst „Vægi Facebook sem vettvangs í leit að leiguhúsnæði hefur aukist á síðustu þremur árum og eykst tölu- vert á milli ára. Svipað hátt hlutfall leigjenda útvegaði sér leiguhúsnæði í gegnum vini og kunningja og eykst það einnig á milli ára,“ segir í grein- ingu á niðurstöðunum og þar kemur enn fremur fram að einungis 1,3% og 1,7% leigjenda á höfuðborgarsvæðinu leigja einbýlishús og raðhús eða par- hús. Það gera þó mun fleiri utan höf- uðborgarsvæðisins eða 13% og 8,2% leigjenda. 66,3% leigjenda segjast leigja af nauðsyn og hefur það hlutfall hækkað á seinustu árum. 9,4% segjast vilja vera á leigumarkaði. Margir hinna yngri fóru aftur í foreldrahús Staðan á leigumarkaði skv. könnun HMS* Ástæða þess að leigjendur segjast vera á leigumarkaði 2003-2021 Hlutfall ráðstöfunartekna sem fara í leigu 2015-2021 (%) 80% 60% 40% 20% 0% 50% 40% 30% 2003 2015 2017 2018 2019 2020 2021 2015 2017 2018 2019 2020 2021 Af nauðsyn Tímabundið Vilja vera á leigumarkaði 66,3%65,0% 56,9% 29,0% 14,1% 65,9% 24,9% 10,1% 46% 35% 19% 24,4% 9,4% 45%44% 40%40%41%42% *Niðurstöður spurningakönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skuggalegir útreikningar á skulda- stöðu Reykjavíkur birtust í frétt í Við- skiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að í lok þessa árs myndu hreinar skuld- ir og skuldbindingar A-hluta borgarinnar nema 123 millj- örðum króna. Það eru 91,7% af þeim tekjum borgarinnar, sem ætlað er að standa undir rekstri A-hlutans. Þar vega útsvarstekjur og fasteigna- gjöld þyngst, en fleira kemur til. Samkvæmt útreikningunum mun skuldastaðan versna veru- lega á næstu þremur árum og er ráðgert að hreinar skuldir og skuldbindingar vegna A- hlutans verði 180 milljarðar króna í lok árs 2025. Það eru 107,6% reiknað á móti tekjum. Þetta er ekki beysin staða og það er ekki hægt að kenna kór- ónuveirunni um að svona sé komið. Staðreyndin er sú að vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar til að halda hjólum at- vinnulífsins gangandi hafa flest sveitarfélög sloppið við tekju- fall og sum jafnvel fengið bú- bót. Líklegt er að það skýri að hluta að á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa íbúar Reykja- víkur greitt 8,6% hærri upp- hæð í útsvar en á sama tíma í fyrra. Haldi fram sem horfir verða útsvarstekjurnar þegar árið verður gert upp 85 millj- arðar, sem er tæp- um sjö milljörðum meira en í fyrra. Hér fyrir ofan er horft til A-hlutans, en sé litið til heild- arskulda syrtir enn í álinn. Þær eru í kringum 400 milljarðar og hafa sjálfstæðismenn bent á að þær bólgni út um rúmar 100 milljónir á dag. Kannski væri ráð að setja teljara á ráðhúsið? Staðan er í raun þannig að spyrja mætti hvort þrot blasi við borginni. Reksturinn á borginni er með miklum ósköpum. Hörgul á íbúðum má að miklu leyti rekja til þess hvernig haldið hefur verið á spöðunum í Reykjavík, þótt reynt sé að skella skuldinni á banka og aðra. Stefna meirihlutans skap- ar ekki bara vandamál í borg- inni, hún hefur beinlínis áhrif á þjóðarhag. Ekki bæta óraunhæfar áætl- anir um borgarlínu úr skák. Mikill skuldaklafi mun fylgja lántökum vegna hennar og hug- myndir um að hún muni leysa allan umferðarvanda í borginni eru byggðar á óskhyggju frek- ar en staðreyndum. Verðmið- inn er geigvænlegur, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir hefð- bundinni framúrkeyrslu. Það er fráleitt að ráðast í fjárfest- ingu upp á von og óvon. Það væri nær að meirihlut- inn héldi sig við fyrirheitið úr samstarfssáttmála sínum frá 2018 um að draga úr skuldum ef til þess viðraði. Meirihlutinn í borg- inni áformar að stjórna upp á krít} Skuldir á skuldir ofan Vinsældakann- anir eru ekki auðmeltanlegar fyrir metnaðarfulla stjórnmálaleið- toga. Biden hefur fundið það und- anfarið. Út frá því er gengið í fjölmiðlaheiminum að spurningin sé ekki hvort heldur hvenær fundin verði af- sökun fyrir því að Kamala Harris sé kippt upp í „vegna ófyrirsjánlegra atburða“. Kannanir um getu Bidens hafa verið í frjálsu falli og breytir litlu hvort horft sé til innanríkis- eða utanríkismála. En það sem verra er þá birtust kannanir í gær sem sýndu Harris sem óvinsælasta vara- forseta Bandaríkjanna í hálfa öld! Það fækkar kostunum þegar varadekkið er sprungið líka. Hinum megin hafs er áber- andi hversu herskár Macron forseti Frakklands er í garð Breta, en hann hefur einnig sent Bandaríkjunum og Ástr- alíu tóninn eftir að ríkin þrjú skildu Frakkland eftir illa til reika eftir stórsamninga um nýja öfluga kafbáta. Frakkar gengu út frá því að verða í lykilhlut- verki í þeim við- skiptum. Fróðleiksmenn í fjöl- miðlum gefa sér að vaxandi ergelsi Macrons eigi rót í for- setakosningunum á næsta ári og þá um leið hversu óhag- stæðar kannanir eru forset- anum. Það minnir óneitanlega á hvernig fór fyrir Francois Hollande, forsetanum á undan, en Macron þroskaðist í póli- tísku skjóli hans. En þegar vinsældakúrfa Hollande sner- ist, þá gerði Macron það líka, svo Hollande hlaut að hverfa frá sínum framboðsáformum. Macron skrifaði lokaritgerð um Machiavelli og leitar sjálf- sagt í þá smiðju núna. En Maciavelli ráðlagði vonbiðlum valdanna það fyrst og síðast að kynda ekki undir hatri annarra á sér. Gæti ekki verið rétt að rýna í gömlu ritgerðina sína? Mótvinds gætir nú í pólitíkinni jafnt austan hafs sem vestan, ef marka má kannanir} Andar köldu víða S íminn ætlar að selja Mílu ehf. Og hvað með það? Er ekki alltaf verið að selja fyrirtæki? Jú – en Míla er ekkert venjulegt fyrirtæki sem engu máli skiptir hverjir eiga eða hvernig er rekið. Rekstur fyrirtækisins varðar íslenskan almenning og öryggi þjóðarinnar. Míla á stærsta hlutinn í stofnljósleiðara landsins á móti NATO og það er Míla sem sér um rekstur og viðhald allra þráðanna í strengn- um. Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetra- neyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnateng- inga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennr- ar nettengingar landsmanna. Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Sambandsrof getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar á efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni. Neyðarhemill Fjárfestingafélagið Ardian France SA ætlar að kaupa Mílu. Okkur er sagt að stjórnendur félagsins séu viðkunn- anlegir en það er ekki nóg. Við þurfum að gera ríkar kröf- ur til félags sem er með eignarhald á svo mikilvægum inn- viðum. Míla má ekki fara í hendur fjárfestingasjóðsins án skilyrða um samfélagsöryggi sem halda. Ef illa fer verður almenningur fyrir skaða. Í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri segir í 12. grein að ef erlend fjár- festing ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Samningurinn var gerð- ur 23. október síðastliðinn. Ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur því tíma til 17. des- ember til að stöðva sölu Símans á Mílu ef stjórnvöld telja að salan geti leitt til þess að þjóðaröryggi sé ógnað. Alls ekki má ganga frá sölunni nema Alþingi Íslendinga hafa rýnt skilyrðin vel og telji víst að þjóðaröryggis sé gætt. Alþingi hefur ekki komið saman í marga mánuði og þegar þessi pistill er skrifaður vitum við ekki enn hvenær þing kemur saman. Ríkisstjórnin fráfarandi getur ekki leyft sér að hunsa Alþingi í svo mik- ilvægu máli. Ef í það stefnir verður forsetinn að skipa starfsstjórn og kalla þingið saman. Við snúum víst ekki tímanum við til að leiðrétta þau mis- tök sem gerð voru með sölu Símans. En við getum sett lög og regluverk sem tryggja viðhald, öryggi og heimild yfir- valda til að taka fyrirtækið yfir ef neyðarástand skapast eða einkaaðilinn er ekki hæfur til að sinna svo mikilvægri starfsemi. Það verður að koma í veg fyrir að eigendur geti af geðþótta eða vegna vanhæfni lamað íslenskt samfélag, farið með fyrirtækið út fyrir lögsögu Íslands eða selt úr landi nauðsynleg tæki til starfseminnar. Oddný G. Harðardóttir Pistill Sala Mílu varðar öryggi þjóðarinnar þingmaður Samfylkingarinnar. oddnyh@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hátt leiguverð er að mati flestra leigjenda stærsti gallinn við að leigja íbúðarhúsnæði skv. könn- un HMS eða 86,1% en hlutfallið hefur þó lækkað á seinustu ár- um. Margir nefna einnig sem galla að engin eignamyndun eigi sér stað og erfitt sé að spara. Fram kemur að fjárhagur leigj- enda hefur batnað ögn á milli ára og þegar spurt var um fjölda flutninga á milli heimila kemur í ljós að leigjendur sem eru 25-34 ára fluttu langoftast eða 4,8 sinnum á síðustu tíu árum. Spurðir hvort þeir vildu frek- ar búa í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði ef nægjanlegt framboð væri á öruggu leiguhúsnæði og húsnæði til kaups svöruðu 88% að þeir myndu frekar velja eigin húsnæði en 12% sögðu leigu- húsnæði. Hátt leigu- verð galli SVÖR LEIGJENDA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.