Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Vetrarverk hjá Veitum Að ýmsu er að huga þegar hallar að hausti og veturinn fer að banka á dyr. Þessir vinnandi menn frá Veitum voru að huga að verkefnum sínum, þótt napurt væri úti við.
Eggert
Það er ekki alveg sjálfgefið að
fyrirtæki sem byggja á því að
þjónusta jafn breytilegan og
sveiflukenndan atvinnuveg og ís-
lenskan sjávarútveg lifi blómlegu
lífi áratugum saman. Aðlagist
þeim breytingum og umbylt-
ingum sem verða í greininni og
vinni sig í gegnum andstreymi og
niðursveiflur á eigin afli – sama
kennitalan allan tímann.
Þetta hefur Skipalyftan í Vest-
mannaeyjum gert og hún fagnar
40 ára afmæli sínu nú um helgina – stofnuð
14. nóvember 1981 af vélsmiðjunum Magna og
Völundi og raftækjaverkstæðinu Geisla.
Magni og Völundur hættu rekstri og samein-
uðust inn í hið nýja fyrirtæki.
Til að byrja með voru breytingar og end-
urbætur á fiskiskipum uppistaðan í starfsem-
inni og allt að 80 skip tekin upp árlega. Síðan
hafa orðið miklar breytingar á útgerð-
arháttum – skipum fækkað mikið og þau
stækkað. Nú er svo komið að upptökumann-
virkin ráða ekki við nema lítinn hluta Eyja-
flotans – og Skipalyftan samhliða þessu sér-
hæft sig sem plötusmiðja og véla- og
renniverkstæði. Mikilvægt er fyrir atvinnu-
lífið í Vestmannaeyjum að hjá Skipalyftunni
komast iðnnemar í ýmsum greinum á samn-
ing sem flýtir fyrir þeim í ávinnslu réttinda.
Starfsmenn Skipalyftunnar eru núna um 40
en losuðu 100 þegar umsvifin voru mest.
Framtíðarsýnin er að geta aftur aukið starf-
semina og þjónustað Eyjaflotann og önnur
skip með sama hætti og áður. Til þess þarf ný
upptökumannvirki – þurrkví –
sem hlýtur að koma til alvar-
legrar athugunar hjá öllum hlut-
aðeigandi aðilum á næstunni.
Mikilvægi fyrirtækis eins og
Skipalyftunnar fyrir samfélag
eins og Vestmannaeyjar verður
hins vegar ekki bara mælt í
veltu og starfsmannafjölda.
„Lyftan“, eins og fyrirtækið er
kallað í daglegu tali í Eyjum,
hefur alla tíð lagt sig fram um
að vera góður samfélagsþegn;
láta allt bæjarfélagið njóta vel-
gengni fyrirtækisins í rekstri.
Þannig hefur æskulýðs- og íþróttastarf og
menningarstarfsemi af ýmsu tagi notið góðs
af örlæti fyrirtækisins til þeirra mála áratug-
um saman. Ekki síst hefur stuðningur fyrir-
tækisins við ÍBV verið dyggilegur.
Að öllu samanlögðu hefur starfsemi Skipa-
lyftunnar verið til mikilla heilla fyrir atvinnu-
líf og mannlíf í Vestmannaeyjum í 40 ár. Fyrir
það ber að þakka – og jafnframt eru fyrir-
tækinu, starfsmönnum þess og eigendum,
sendar hamingju- og velfarnaðaróskir á þess-
um merku tímamótum.
Eftir Páll Magnússon
» Að öllu samanlögðu hefur
starfsemi Skipalyftunnar
verið til mikilla heilla fyrir
atvinnulíf og mannlíf í
Vestmannaeyjum í 40 ár.
Páll Magnússon
Höfundur er fv. alþingismaður.
Til farsældar í 40 ár
Skýrsla Þjóðskjalasafns um
skjalavörslu prestakalla, sem ný-
lega var gefin út, var bæði þörf
og tímabær. Hún byggist á nið-
urstöðum úr spurningakönnun
safnsins á skjalavörslu og skjala-
stjórn prestakalla sem gerð var í
byrjun árs. Í framhaldi þess
hyggst Þjóðskjalasafn gefa út
leiðbeiningarrit um skjalavörslu
prestakalla og verður það sjálf-
sagt til mikilla bóta enda mörg
og fjölbreytt verk unnin af
prestum landsins. Fyrir vikið safnast mikið af
upplýsingum fyrir hjá prestaköllum og mik-
ilvægt að halda þeim til haga og tryggja að-
gengileika þeirra fyrir fræðimenn og aðra þá
er geta nýtt sér þær. Biskupsstofa og Þjóð-
skjalasafn hafa átt gott samstarf við und-
irbúning spurningakönnunarinnar, þar sem
meðal annars komu fram tillögur til úrbóta.
Fyrirhugað er að kynning á Þjóðskjalasafni
um skjalavörslu prestakalla verði hluti af
starfsþjálfun prestsefna. Einnig er til um-
ræðu að fræðsluerindi um skjalavörslu verði
haldin reglubundið á prestastefnum.
Þess má geta að í ársbyrjun 2020 var hafið
átak í að safna tölulegum upplýsingum frá
prestaköllum og sérþjónustuprestum. Þær
varða meðal annars fjölda messa, barnaguðs-
þjónusta og annarra prestsverka eins og
fjölda skírna, ferminga, giftinga og jarð-
arfara. Að auki hefur verið bætt
við skýrslu vegna safnaðarstarfs
sem safnar tölum um barna-,
fullorðins- og eldriborgarastarf
svo og um námskeið sem haldin
eru á vegum prestakallanna.
Einnig hefur verið byrjað á því
að kalla eftir upplýsingum um
sálgæslu, viðtöl vegna athafna og
útköll presta sem er mikilvægur
hluti af starfi þeirra. Markmiðið
er að almenningur, starfsfólk
þjóðkirkjunnar og fræðimenn
geti nýtt sér upplýsingarnar í
framtíðinni.
Vönduð skjalavarsla presta-
kalla er mikilvæg sem aldrei fyrr. Nokkrar
breytingar hafa orðið á prestaköllum vegna
sameininga og það hefur eðlilega áhrif á skrif-
stofuhald þeirra. Fyrir tíu árum voru presta-
köll landsins 95 talsins en eru í dag 70. Í kjöl-
far þessara breytinga hefur mikið að segja að
fyrirkomulag skjalavörslu sé skýrt. Framtak
Þjóðskjalasafns er gott upplegg í að svo megi
verða.
Eftir Guðbjörgu
Gígju Árnadóttur
»Nýlega kom út skýrsla Þjóð-
skjalasafns um skjalavörslu
prestakalla. Þjóðskjalasafn og
Biskupsstofa áttu gott samstarf
við undirbúning.
Guðbjörg Gígja
Árnadóttir
Höfundur er skjalastjóri Biskupsstofu.
Skjalavarsla prestakalla
í endurskoðun