Morgunblaðið - 11.11.2021, Qupperneq 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
✝
Emilía Lilja
fæddist í Braut-
arholti í Dölum 12.
janúar 1934 og ólst
þar upp til 17 ára
aldurs. Hún lést 31.
október 2021. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ingileif Sig-
ríður Björnsdóttir,
f. 1899, og Að-
alsteinn Baldvins-
son, f. 1897, sem
ráku þar verslun, símstöð, póst-
hús, bensínsölu o.fl. ásamt hefð-
bundnum búskap þess tíma.
Systkini hennar voru Svava, f.
1922, Ingólfur Aðils, f. 1923,
Guðrún, f. 1924, Gunnar Aðils, f.
1926, Svanhildur Lillý, f. 1929,
3) Alvilda Þóra, f. 1957, gift
Svavari Jenssyni. Þau eiga Fjólu
Borg, Elís, Emil, Sif og fimm
barnabörn.
4) Gilbert Hrappur, f. 1958.
Hann á Elmar Þór, Emilíu Lilju,
Sigurð Bjarna, Þórönnu Hlíf og
fjögur barnabörn.
5) Guðrún Vala f. 1966, gift
Arnþóri Gylfa Árnasyni. Þau
eiga Sölva, Nökkva, Salvöru
Svövu, Elís Dofra og sjö barna-
börn.
Emilía Lilja vann ýmis störf
meðfram barnauppeldi og hefð-
bundnum heimilis- og sveita-
störfum. Hún var matráðskona í
fjallaferðum, vegavinnu og brú-
argerð. Eftir að hún flutti í
Kópavog starfaði hún m.a. á
bókasafni. Hún varlistfeng og
eftir hana liggja málverk, út-
saumsverk og fjölbreytt handa-
vinna, m.a. munir úr postulíni.
Kveðjustund vegna andláts Em-
ilíu Lilju verður í Fossvogskirkju
í dag, 11. nóvember 2021, kl. 15.
og Brynjólfur Aðils,
f. 1931.
Emilía Lilja gift-
ist 15. september
1951 æskuástinni
sinni, Elísi Gunnari
Þorsteinssyni, f. 5.7.
1929. Hún var þá 17
og hann 22 ára.
Hann lést 3.12.
2017. Börn þeirra
eru:
1) Leifur Steinn,
f. 1951, kvæntur Sveinbjörgu
Júlíu Svavarsdóttur. Þau eiga
Elfu Dögg, Unni Mjöll, Sindra
Snæ, Silju Ýr og tíu barnabörn.
2) Bjarnheiður, f. 1954, gift
Kára Stefánssyni. Þau eiga Erni,
Elísu og þrjú barnabörn.
Strjál eru laufin
í loftsölum trjánna,
blika, hrapa
í haustkaldri ró.
Virðist þó skammt
síðan við mér skein
græn angan af opnu brumi.
(Snorri Hjartarson)
Elsku mamma kvaddi um miðj-
an dag á hrekkjavökunni, um-
kringd sínum nánustu. Hún var
ferðbúin og sleppti tökunum í friði
og ró.
Mamma ólst upp í Brautarholti í
Dölum á stöndugu heimili. Hún
var yngst sjö systkina, fór snemma
að hjálpa til og taka á sig snúninga.
Hún var bóngóð og hlýðin: „Alltaf
hljóp Della“ sagði Steinunn mág-
kona hennar mér.
Hugur mömmu stóð til mennta
enda var hún skarpgreind. Ung
lærði hún sjálf að lesa á hvolfi með
því að sitja gegnt Binna bróður
sínum og fylgjast með honum
stauta. Hún lauk öllu skyldunámi
ári fyrr vegna dugnaðar, en mátti
ekki halda áfram. Sama hversu oft
og vel hún bað, foreldrar hennar
létu ekki undan. Segja má að
mamma hafi bæði verið fórnar-
lamb tíðarandans og svo aftur-
haldssemi foreldranna. Í uppreisn
ákvað hún að eignast barn 17 ára,
þá búin að kynnast pabba. Form-
leg skólaganga varð því engin um-
fram skylduna. Þetta sat í mömmu
alla tíð og þegar hún flutti úr sveit-
inni síðar á ævinni skorti hana
kjark til þess að fara í nám. Ís-
lenskt þjóðfélag fór mikils á mis
með því að vel gefnar konur eins
og hún fengu ekki menntun.
Mamma lagði þunga áherslu á
að ég skyldi mennta mig. Svo oft
heyrði ég það að enn þá ég tel mig
ekki fullnuma. „Hvað ertu að læra
núna?“ spurði mamma gjarnan.
Ég veit að hún gladdist yfir hverju
loknu prófi, lokinni ritgerð og
gráðu, ekki bara mínum heldur
fyrir hönd okkar allra.
Mamma var ófeimin, með sterk-
ar skoðanir og lét þær í ljós. Hún
hélt ræður í veislum, var hagyrt og
sagði skrýtlur í mannfögnuði. Hún
var rösk og dugleg, vildi hafa eitt-
hvað fyrir stafni og leiddist mjög í
Covid þegar takmarkanir giltu um
flest.
Ást foreldra minna var sterk og
heil alla tíð. Þegar pabbi missti
heilsuna og fór til dvalar í Sunnu-
hlíð, heimsótti mamma hann dag-
lega. Því miður fékk hann ekki
góða umönnun þar, nokkuð sem
Embætti landlæknis hefur nú
staðfest, og því vildi mamma vera
hjá honum eins og mikið og hún
gat. Þetta varð til þess að eftir and-
lát hans fór heilsu hennar að
hraka, enda kyrrseta í langan tíma
varasöm. Sorgin var djúp og hún
bjóst ekki við að lifa lengi án hans.
Það urðu tæp fjögur ár og allan
þann tíma vorum við systkinin
samheldin í því að láta henni líða
sem best.
Ég á góðar minningar um
mömmu, er þakklát fyrir hver hún
var, hreinskilin og hvöss en jafn-
framt ástrík og blíð.
Lífið heldur áfram, en ekkert
verður eins og áður. Ég kveð elsku
mömmu með söknuði og hugheil-
um kærleik yngstu dótturinnar.
Guðrún Vala.
Tengdamóðir mín, Emilía Lilja
Aðalsteinsdóttir, lést þann 31.
október sl. umkringd sínum nán-
ustu. Mig langar til að minnast
Emilíu í nokkrum orðum. Hún var
einstök kona, afburðagreind, rétt-
sýn, hreinskilin, hispurslaus í
framkomu og húmorinn alltaf við
höndina eftir því sem passaði. Fyr-
ir þessa eiginleika voru hún og Elís
lífsförunautur hennar elskuð og
dáð af öllu sínu fólki. Þau hafa
skapað stóra fjölskyldu sem telur
49 afkomendur plús viðhengi.
Þetta ríkidæmi er ekki sjálfgefið
og að baki liggur oftar en ekki út-
rétt hjálparhönd og stuðningur
sem einkenndist af ósérhlífni, óeig-
ingirni, velvild og gestrisni. Börnin
okkar voru ósjaldan í pössun hjá
þeim. Kannski voru þetta bara eig-
inleikar kynslóðar sem við erum að
kveðja eitt af öðru, þ.e kynslóð
Emilíu og Elísar sem ólu börn sín á
sjötta og sjöunda áratug síðustu
aldar. Nú reynir á mig og mína
kynslóð í hlutverki afa og ömmu og
samanburðurinn við Emilíu og El-
ís verður erfiður. Gullkornin sem
rakin eru til Emilíu eru mörg en
minnisstæðast er mér orðatiltæki
hennar: „Maður er þá til einhvers
ef hægt er að gera grín að manni“
og hentar fólki sem fer ótroðnar
slóðir. Ég er þakklátur fyrir að
hafa kynnst þeim Emilíu og Elísi
og gleymi aldrei velvild þeirra og
gestrisni alveg frá því að ég fyrst
kom í heimsókn til þeirra á Hrapp-
staði í Dölum á árinu 1986. Minn-
ingin um þau einkennist af hlýhug
og virðingu.
Gylfi Árnason.
Við fráfall tengdamóður minn-
ar, Emilíu Lilju Aðalsteinsdóttur
(Dellu) lít ég til baka. Ég vann í
happdrætti að hafa kynnst svo
magnaðri konu. Hún kenndi mér
margt, sem ég nota í daglega lífinu.
Amma Della, eins og hún á
seinni árum vildi láta kalla sig, var
með okkur á mörgum góðum
stundum á uppvaxtarárum barna
okkar Leifs Steins. Hún lagði sitt
af mörkum við undirbúning skírn-
arveislna, afmæla, ferminga, brúð-
kaupa o.fl. Hún skipaði stóran sess
í okkar lífi, var hrókur hvers fagn-
aðar og reyndist mér sem besta
móðir.
Ég átti því láni að fagna að
dvelja á Hrappsstöðum í Dölum
hjá tengdaforeldrum í eitt sumar,
þegar þau bjuggu þar og kynntist
ég þá tengdafjölskyldunni vel.
Minningar hrannast upp. Ég fékk
stundum það hlutverk að hengja út
á snúrur eða í hjallinn, ná í þvott-
inn að nokkrum tímum liðnum,
ilmandi hreinan, og brjóta svo
saman á réttan hátt, sem ekki var
einfalt í upphafi, en lærðist. Slíkri
natni hafði ég ekki kynnst áður.
Tengdamamma var snillingur á
mörgum sviðum. Hún málaði
myndir, prjónaði, bakaði og gerði
frábæran og afar lystugan mat.
Ein jólin gaf hún börnum sínum
hverju fyrir sig könnu og 13 postu-
línsbolla sem hún hafði handmálað
á af miklu listfengi, íslensku jóla-
sveinana, samtals fimm könnur og
65 bolla.
Að fá að taka virkan þátt í lífi
hennar og fjölskyldu á mínum
yngri árum var mjög lærdómsríkt
og mikils virði, efldi mig og þrosk-
aði. Elsku tengdamamma, þetta
voru alltaf góðar stundir, sem ég
geymi í minningunni.
Þó svo að stundum höfum við
haft ólíkar skoðanir og hugmyndir
um lífið og tilveruna og hlutverk
hvers og eins þá lærðum mikið
hvor af annarri og nálguðust skoð-
anir okkar æ meir eftir því sem ár-
in liðu.
Tengdamamma dvaldi hjá okk-
ur í Lundi í um þrjá mánuði og
tengdapabbi einnig, en skemur.
Það var mikill fengur fyrir okkur
og stelpurnar okkar tvær, sem þá
voru fæddar. Hún skellti sér á
námskeið í sænsku og varð tals-
vert ágengt í því námi, sér til
ánægju.
Amma Della hafði alltaf mikinn
áhuga á lífi okkar og störfum,
menntun og áhugamálum fjöl-
skyldunnar. Hún hvatti börnin til
þess að láta drauma sína rætast,
læra það sem hugur þeirra stæði
til, en hún taldi og hafði stundum
orð á að hún hefði ekki sjálf fengið
tækifæri til þess.
Ýmsa góða kosti hafa börnin
okkar fjögur erft frá ömmu Dellu.
Frjóan huga, skýrar skoðanir og
vilja og getu til þess að fylgja þeim
eftir og að standa með sjálfum sér
og vera heiðarlegt og gott fólk í
orði og verki.
Amma Della skildi við lífið um-
vafin ást og umhyggju og með
virðingu eins og hún hafði alla tíð
gefið af sér og sýnt sjálf. Við dán-
arbeð hennar voru börnin hennar,
tengdabörn og mörg ömmu-
barnanna.
Elsku amma barnanna minna,
mínar innilegustu þakkir fyrir ást
þína, umhyggju og virðingu í sam-
skiptum, sem til fjölda ára hefur
allt verið okkur svo dýrmæt. Takk
fyrir þær stundir sem ég og fjöl-
skylda mín höfum átt með þér um
dagana.
Sveinbjörg Júlía (Böggý).
Nú þegar hún Della, mín kæra
fyrrverandi tengdamóðir, er horfin
úr þessu jarðlífi er margs að minn-
ast.
Hlýjuna og væntumþykjuna
ber þar hæst; umhyggjan fyrir öllu
sínu fólki og áhuginn sem hún
sýndi barnabörnum sínum í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur í
leik og starfi, hvort sem það var
þungarokk, óperutónlist eða allt
þar á milli – hún sýndi áhuga og
fylgdist vel með öllum.
Della var viðstödd fæðingu Em-
ilíu minnar og kom aldrei annað til
greina en hún fengi nafnið hennar.
Nöfnurnar áttu svo einstakt
samband, alltaf miklar vinkonur
og eins og þær væru jafnaldra –
svona var hún, nálgaðist alla á
jafningjagrundvelli.
Emilía hefur sjálf sagt að amma
Della sé fyrirmyndin sín og hún
hafi einsett sér að verða eins
amma þegar hennar barnabörn
vaxa úr grasi – fylgjast vel með og
hafa áhuga á öllu sem þau taka sér
fyrir hendur. Della var svo undur
góð við Emilíu og Elmar – og svo
þegar ég eignaðist Rakel Ingu
taldi hún hana með sínum barna-
börnun – þó ekki væri blóðtenging.
Fylgdist áhugasöm með henni og
þegar hún eignaðist drenginn sinn
fyrir nokkrum vikum gladdist hún
innilega og tók Myrkva litla sem
sínu langömmubarni. Samband
okkar var alltaf gott og átti ég
hauk í horni þegar við Gilbert slit-
um samvistum og ég flutti suður.
Alltaf gat ég leitað til Dellu og Ella
og hús þeirra stóð mér alltaf opið.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
það. Þó sambandið hafi minnkað á
ákveðnu tímabili þá slitnaði það
aldrei og við fylgdumst vel hvor
með annarri í gegnum börnin mín
Elmar og Emilíu. Síðustu árin
jókst sambandið svo aftur og mikið
er ég þakklát fyrir að hafa heim-
sótt hana fáum vikum fyrir andlát-
ið. Þar tjáðum við væntumþykju
hvor til annarrar og þeirri stund
mun ég aldrei gleyma. Nú er kæra
Della mín komin í Sumarlandið til
elsku Ella sem hún hefur saknað
svo sárt og mikið held ég að þau
eigi eftir að hafa það gott saman.
Ástvinum votta ég innilega sam-
úð.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
Þín
Rakel.
Í dag kveðjum við elsku ömmu
Dellu sem kvaddi nýverið þessa
jarðvist í faðmi ástvina sinna.
Margs er að minnast á slíkum
stundum og er það m.a. hlýja
faðmlagið, spékopparnir, smitandi
hláturinn, húmor og kátína sem
koma fyrst upp í hugann. Amma
Della var eldklár og ákveðin og
hafði sterkar skoðanir sem hún var
ófeimin við að láta í ljós en glettnin
var ávallt skammt undan. Hún var
líka þeim kostum gædd að vera
ákaflega gestrisin og örlát. Það eru
ófáar stundirnar sem við barna-
börnin eigum minningar um á
heimili þeirra afa og ömmu þar
sem verið var að gæða sér á
bakstri frá ömmu, þær allra bestu
kleinur, pönnsur, randalínur og
smákökur sem hægt er að hugsa
sér. Oft deildi hún uppskriftum að
kræsingum sem við reyndum svo
að gera en alltaf vantaði aðeins upp
á ömmubragðið. Amma var fjölhæf
og allt lék í höndunum á henni. Það
var dásamlegt að fá handprjónað
eða saumað frá ömmu. Hún lagði
sig líka mikið fram um að allir
fengju afmælis- og jólagjafir og
var ansi minnug á þá daga, hug-
ulsemin og væntumþykjan var
alltumlykjandi.
Amma hafði alla tíð mikinn
áhuga á hvernig öllu hennar fólki
vegnaði, af einlægum áhuga spurði
hún frétta af ættingjum, börnum
og barnabörnum. Hún fylgdist vel
með öllu og var svo þakklát fyrir
allt sitt fólk. Það er margt hægt að
læra af henni og afa og þeirra ein-
staka sambandi sem varði í ára-
tugi. Auðvitað gengu þau í gegnum
súrt og sætt eins og aðrir en þau
leiddust t.d. alltaf þegar þau gengu
saman og kysstust alltaf þegar þau
heilsuðust og kvöddust. Þau ferð-
uðust líka saman um allan heim og
nutu samvista við hvort annað
(auðvitað með fulla tösku af ís-
lenskum mat meðferðis).
Amma var svo mikil fyrirmynd
að mörgu leyti. Söknuðurinn er sár
en minningarnar ylja. Öll eigum
við okkar minningabrot sem gott
er að rifja upp. Hún kenndi sum-
um okkar t.d. að prjóna, sulta og
taka slátur. Hún var innanhandar
þegar upp komu veikindi og spít-
alainnlagnir. Hún var svo hjálp-
söm og bóngóð, ef aðstoðar þurfti
við varðandi barnapössun eða ann-
að var amma Della alltaf boðin og
búin að létta undir meðan heilsan
leyfði. Hún lagði mikið inn í kær-
leiksbankann og fékk svo sannar-
lega ástina til baka frá okkur öllum
ættingjum hennar sem nutum
samvista við hana fram á hinsta
dag.
Við munum halda minningu
þessarar dásamlegu ömmu okkar
á lofti um ókomna tíð með þakk-
læti í hjarta fyrir alla umhyggjuna.
Elfa Dögg, Unnur Mjöll,
Sindri Snær og Silja Ýr.
Elsku amma mín.
Nú ertu farin frá okkur.
Ég kveið því mikið að þurfa að
horfast í augu við að kveðja þig.
Og ég veit að þú gerðir það líka.
En tími okkar allra tekur enda.
Það eitt er víst.
En þú varst svo heppin að eiga
marga að til að deila lífinu með og
elska.
Ég mun alltaf geyma þig í
hjarta mínu.
Þegar afi dó var tómleiki meðal
okkar allra. Tómleiki sem við gát-
um ekki fyllt upp í. Nema með
samveru.
Þá urðum við mjög nánar, við
vorum saman í tómleikanum. En
við dvöldum ekki lengi þar því áður
en við vissum af vorum við komnar
í draumafríið til Spánar með öl í
hendi og Emilíu okkar.
Síðan þá hefur sjaldan liðið vika
þar sem við heyrðumst ekki á sím-
leiðis eða hittumst.
Sannarlega fleiri minningar
sem skjóta upp kollinum hjá mér.
Hver á núna að fussa og sveia
þegar ég segi einhverja vitleysu?
Þín verður sárt saknað. En þér
verður aldrei gleymt. Takk fyrir
allt.
Þitt barnabarn og vinkona,
Salvör Svava.
Í dag fylgjum við ömmu Dellu
síðasta spölinn í sumarlandið að
dansa við afa Ella sinn. Þótt hún
hafi ekki verið alvöru amma mín
þá kallaði ég hana aldrei annað en
ömmu enda var það alveg sjálfsagt
fyrir svona ömmulausa manneskju
eins og ég var.
Amma Della var einstök mann-
eskja með risastórt hjarta sem
elskaði alltaf að fá Hrappana sína í
heimsókn. Hún henti í pönnsur
þegar maður ætlaði bara rétt að
reka inn nefið eða átti nýbakaðar
kleinur og hjónabandssælu klára.
Mér var kennt strax og ég kom
inn í Hrappa-fjölskylduna fyrir
réttum 23 árum að amma Della
ætti alla jassabossa sem fæddust
og þannig var það þegar okkar
Ernis börn fæddust að hún og auð-
vitað afi átti þau með húð og hári.
Þann 18. nóvember eigum við von
á lítilli Hrappólínu og þykir okkur
óskaplega leiðinlegt að hún fái ekki
að hitta hana í persónu. Við tvær
áttum þó fallega stund á þriðju-
deginum fyrir andlátið þar sem
litla var að dansa fyrir langömmu
sína í bumbunni og ljómaði amma
öll þegar hún fann hana hreyfa sig.
Elsku amma Della, takk fyrir
allt og allt og við geymum góðar
minningar í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Dögun hafði orð á því um dag-
inn að nú væruð þið afi að hjálpast
að við að passa hamsturinn okkar.
Þitt skábarnabarn,
Dúna.
Nú fer fækkandi tápmiklum og
glæsilegum föðursystrum mínum
frá Brautarholti í Dölum vestur,
þeim sem báru mig kornungan á
örmum sér uns þær eignuðust sín
fyrstu börn, og reyndust mér auk-
inheldur ráðhollar löngu eftir að
mín eigin börn komu til sögunnar.
Yngst þessara systra, og næstsíð-
ust til að yfirgefa þennan heim, var
Emilía Lilja, aldrei kölluð annað
en Della. Þótt hún risi snemma
öndverð gegn væntingum móður
sinnar, Ingileifar ömmu minnar,
með því að trúlofa sig æskuástinni,
Elís Þorsteinssyni, 17 ára gömul
og eignast um svipað leyti sitt
fyrsta barn, var hún sennilega lík-
ust móður sinni af þeim systrum,
bæði að útliti og í háttum. Enda
varð ágreiningur þeirra hvorki
djúpur né langlífur. Þær mæðgur
voru eðlisgreindar, stórar í lund og
veitular, vörðu sitt fólk og hags-
muni en máttu um leið ekkert
aumt sjá. Þær voru báðar fjörmikl-
ar, hlógu innilega og lá hátt rómur
þegar þeim var mikið niðri fyrir.
Þær voru magnaðar sögurnar
af elju og framtaksemi þessarar
frænku minnar. Á bæ þeirra Ella á
Hrappstöðum í Laxárdal gekk
Della í öll verk gjörvalla búsetutíð
þeirra, ferðaðist með manni sínum
og vegavinnuflokki um sveitir að
sumarlagi, hún sem kokkur, hann
sem verkstjóri. Þess á milli fann
hún tíma til að ala upp herskara af
fjörmiklum börnum, baka aragrúa
af tertum á tyllidögum og taka að
jafnaði fleiri slátur en nokkur ann-
ar í sveitinni.
Ívið eldri skynjaði ég einnig
hversu fallegt samband þeirra El-
ísar var. Eftir hálfrar aldar hjóna-
band leiddust þau eins og kær-
ustupar og töluðu aldrei nema af
virðingu hvort um annað. Eftir lát
Elísar bognaði mín kona um skeið,
en brotnaði aldrei og helgaði sig í
staðinn fjölmörgum afkomendum
sínum.
Væn kona er gengin til feðra
sinna. Ég og mitt fólk sendum
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum þeirra Dellu og Ella
hugheilar samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Emilía Lilja
Aðalsteinsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HJÁLMARSSON,
skipstjóri og veiðieftirlitsmaður,
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
lést 8. nóvember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
18. nóvember klukkan 15.
Rannveig Sigurðardóttir
Ásgerður Sig. Barrueco Manuel Barrueco
Sigurður Andri Sigurðsson
Hafþór Örn Sigurðsson Mette Skaaurp Pedersen
Jóna Svava Sigurðardóttir Kristinn Helgi Guðjónsson
og afabörn
Útför í kirkju
Hvernig á að
standa að undir-
búningi útfarar?
utforikirkju.is