Morgunblaðið - 11.11.2021, Page 60

Morgunblaðið - 11.11.2021, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 ALVÖRU VERKFÆRI 190 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Yfirmateiðslumeistari Hnoss er Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem er einn af reyndari matreiðslumönnum landsins en hún segir markmiðið hafa verið að opna stað með þægilegu and- rúmslofti, þar sem hægt væri að koma í mat eða kíkja bara í drykk, halda vinnufundi í hádeginu eða koma með fjölskylduna í bröns um helgar. „Við viljum framreiða alvörumat á fumlausan og faglegan máta, með bros á vor og vinalegu viðmóti. Mark- mið okkar er að bjóða upp á eitthvað fyrir alla! Mataráhugafólk fær áhugaverða rétti og þeir sem hugsa um heilsuna geta valið heilsu- samlegan mat,“ segir Fanney Dóra. Staðurinn hefur vakið eftirtekt fyrir skemmtilega grænmetisrétti og er Fanney að vonum ánægð með það. „Sjálfri þykir mér mjög skemmti- legt að nota grænmeti í rétti sem allir geta og vilja borða. Ég held að ef við tökum öll lítil græn skref þá hjálpi það mikið. Okkur Stefáni og Þórunni, meðeigendum mínum, finnst líka svona matur skemmtilegur, hress- andi og passa vel inn í þetta fallega hús sem Harpa er. Margir af gestum okkar eru á leið á viðburði í húsinu og kannski ekki alveg í stuði fyrir þung- an mat. Svo er bara svo gaman að koma kjötelskandi fólki á óvart með ótrúlegustu grænmetisréttum!“ Fanney segir viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum og hún sé afar þakklát fyrir það. „Bæði hafa aðrir íbúar hússins verið duglegir að koma í mat eða nýta staðinn til funda eða skemmtunar, en einnig hafa gestir Hörpu verið fljótir að kveikja á perunni. Hjá okkur er nánast fullt allar helgar, hádegin eru frábær og alltaf meira og meira að gera í bröns- inum okkar um helgar. Við erum því mjög glöð með viðtökurnar,“ segir Fanney. „Það er náttúrlega ótrúleg upp- lifun að verja meginþorra dagsins í þessari fallegu byggingu sem Harpa er! Það er eiginlega sama hvernig veðrið er, húsið breytist með veðrinu; skuggasýningar í sólinni eða sjón- steypan verður allt í einu hlýleg þeg- ar það snjóar úti. Svo erum við núna á þessum rúmu tveimur mánuðum búin að kynnast mörgum af íbúum hússins, s.s. Sinfóníuhljómsveitinni, Íslensku Óperunni og starfsfólki Hörpu, sem er afskaplega ánægju- legt. Smávegis svona Staupasteins- stemning og vinalegt spjall inn á milli er algjörlega frábært!“ Fiskur er mikið uppáhaldshráefni hjá Fanneyju og svo auðvitað græn- meti. „Grænmetið getur verið svo frábærlega fjölbreytt en oftar en ekki þarf ansi lítið til að gott græn- meti bragðist eins og sælgæti. Ég hætti að borða fisk á sínum tíma sem unglingur en hef tekið út minn fiski- skammt margfalt síðustu árin. Við eigum svo æðislegan fisk hérna á Ís- landi, ótrúlega auðlind sem gaman er að framreiða á fjölbreyttan máta. Svo ELSKA ég að gera brauðtertur! Er einmitt með mína uppáhalds- brauðtertu í brönsinum okkar um helgar – „spicy“ túnfisk með jala- peno, súrum gúrkum og BBQ-sósu!“ Ertu byrjuð að undirbúa jólin? „Ekki ég persónulega, en á Hnossi erum við svo sannarlega byrjuð að undirbúa jólin. Megija, desertmeist- arinn okkar, er byrjuð að baka sörur í frystinn og fleira góðgæti. Við erum einnig tilbúin með spennandi fjög- urra rétta hátíðarseðil sem við ætlum að bjóða upp á hjá okkur á kvöldin. Núna 20. nóvember hefjast jólin hjá okkur, þegar við breytum brönshlað- borðinu okkar í „julefrokost- brönsborð“ og hristum kanilinn yfir mann og annan.“ Aðspurð hver sé hennar uppá- haldsveitingastaður segir Fanney að hægt sé að svara þeirri spurningu á nokkra vegu. „Ef ég tek inn í dæmið hvar ég ver mestum tíma, þá er það klárlega Hnoss! Bestu staðir sem ég hef borðað á eru Frantzén í Stokk- hólmi og Koks í Færeyjum, en ég er nú ekki að hanga þar svona dags- daglega. Á sumrin er algjört möst að fara á Viðvík á Hellissandi og á pall- inn til mömmu og pabba í grill. En ef ég hugsa um hvað ég borða þegar ég er ekki að vinna og nenni ekki að elda, þá elska ég nautatartarinn á Báli, tom kha-súpuna á Mai Thai og kálfinn á Eiriksson. Þetta er mjög erfið spurning!“ Við hverju má fólk búast þegar það kemur til þín? „Það má búast við því að láta koma sér á óvart með ferskum og góðum mat. Margir réttanna hjá okkur vekja spurningar og kátínu meðal gesta, eins og t.d. rækjukok- teillinn okkar sem er með Hnoss- kimchi-dressingu í stað þessarar gömlu góðu Mary Rose-sósu – eða kokteilsósu. Svo hefur rófan okkar verið mjög vinsæl, en flestir þekkja rófu mauksoðna í stöppu eða í kjöt- súpu. Við förum aðeins aðra leið, hæ- geldum hana og grillum svo þannig að enn sé bit í henni og berum fram með sesam-hnetusósu. Skemmtileg nálgun finnst mér á vanmetnasta hráefni okkar Íslendinga!“ Hnossgæti í Hörpunni Veitingastaðurinn Hnoss var opnaður í sumar og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir góðan og dálítið öðru- vísi mat þar sem bragð, áferð og upplifun leika stórt hlutverk á matseðli sem er merkilega grænmetismið- aður þótt þar sé að finna íslenskan fisk og kjöt. Ceviche „Lúðu-ceviche-ið er einn af mínum uppáhalds, enda byggður á uppáhalds- súpunni minn; tom kha,“ segir Fanney Dóra. Sælgæti Súkkulaðidesertinn okkar er gerður úr uppáhaldssúkkulaðinu mínu frá Omnom, kaffisúkkulaði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magnaður réttur Aðalrétturinn sem hefur komið mörgum kjötætum á óvart enda einstaklega bragð- mikill, flókinn og skemmtilegur. Algjör rófa Þessi réttur er einn sá skemmtilegasti á seðlinum. Sannkallað hnossgæti Fanney Dóra segir að viðtökurnar hafi verið framar björtustu vonum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.