Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 50 ÁRA Þórey er Garðbæingur en á ættir að rekja norður til Siglu- fjarðar. Hún ólst upp í Smáíbúða- hverfinu í Reykjavík, var í Hvassa- leitisskóla alla barnæskuna og síðan Menntaskólanum við Hamra- hlíð en hefur búið í Garðabæ sl. 20 ár. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík, löggiltur fasteignasali og er fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum LANDMARK fasteignamiðlunar. „Ég hef starfað mikið við sölu- og markaðsmál, vann lengi hjá Flug- leiðum og hef unnið frá 2012 við fasteignasölu. Það er alltaf nóg að gera hvort sem það er kaupenda- eða seljendamarkaður, lítið fram- boð af eignum eins og núna eða mikið. Starfið er mjög fjölbreytt og alltaf jafn gefandi og ótrúlega skemmtilegt.“ Þórey sat í stjórn Félags fast- eignasala en situr nú í fagráði í námi til löggildingar hjá EHÍ. Áhugamál Þóreyjar eru útivist og almennt heilbrigt líferni. „Ég stunda mjög mikla hreyfingu, æfi reglulega og geng fjöll af kappi, stunda skíði og spila golf í alveg frábærum félagsskap góðra vinkvenna. Það er bara allur pakkinn held ég, alltof mikið af áhugamálum og tíminn aldrei nægur.“ Þórey er í gönguhóp hjá Tómazi Þór Verusyni leiðsögumanni, en hópurinn telur 20- 30 manns. „Við erum búin að ganga út um allt, hef farið á Hvannadalshnúk og Birnudalstind, Eyjafjallajökul og Snæfellsjökul í sumar. Næsta sumar er svo fyrirhuguð ganga á Mont Blanc og margt fleira skemmtilegt.“ FJÖLSKYLDA Maki Þóreyjar er Gunnar Sverrisson, f. 1965, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Fálkinn-Ísmar. Börn þeirra eru sex samtals: Sverrir Geir og Halldór Árni, f. 1997, Andri Már, f. 2000, Arnar Már, f. 2001, Þórunn Hanna, f. 2004, og Thelma Lind, f. 2005. Það er komið eitt barnabarn, Sigríður Thea Sverrisdóttir, f. 2021. Foreldrar Þóreyjar eru Ólafur Björns- son, f. 1946, húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík, og Jónína Helga Jóns- dótir, f. 1946, d. 2015, húsmóðir. Þórey Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Dagurinn í dag hentar alls ekki fyrir samningaviðræður við yfirmanninn eða aðra sem hafa yfir þér að segja. Gættu þess að ganga ekki á hlut annarra. 20. apríl - 20. maí + Naut Þótt gaman sé að fljúga er nauðsyn- legt að hafa báða fætur á jörðinni þegar kemur til þess að ráða fram úr vanda- málum dagsins. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er engin skoðun svo skotheld að hún geti ekki breyst vegna nýrrar vitn- eskju eða einhvers annars. Ef þú kýst að taka til hendinni skaltu láta verða af því. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ekki láta sannfæra þig um eitthvað sem þér er á móti skapi. Þú hefur lagt hart að þér en munt nú uppskera árangur erf- iðis þíns. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Einhver óróleiki ríkir á vinnustað þín- um og þér finnst erfitt að átta þig á stöðu mála. Allt sem þú gerir í dag mun bæta heimili þitt, heimilislífið og samband þitt við fjölskylduna. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það getur verið freistandi að falla fyrir nýjum hugmyndum. Sýndu tillitssemi og þá leysast öll mál af sjálfu sér fyrr en varir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft á öllum þínum góðu hæfi- leikum að halda til þess að leiða viðkvæmt fjölskyldumál til lykta. Hafðu þitt á hreinu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það hefur hver sína skoðun og þér er óhætt að treysta fyrst og fremst á eigið innsæi. Búðu þig undir að hlutirnir fari öðruvísi en áætlað er. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ekki leggja svo hart að þér við vinnu að þú finnir þér aldrei stund eða stað til þess að sinna eigin hugðarefnum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hamingja er hugsanamynstur. Reyndu að stunda líkamsrækt þér til skemmtunar, lesa eitthvað sem heillar þig og dansa af því að þú ert lifandi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sýndu þínum nánustu hversu vænt þér þykir um þá því í raun og veru eru þau sannindi aldrei of oft kveðin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú munt komast að því að hæfi- leikar þínir liggja á mörgum sviðum. Not- aðu krafta þína til þess að laða nýjan vin inn í vinahópinn. taka þessu sjónvarpsleysi illa, þvert á móti. Félagsstarf hvers konar var gjarnan sett á fimmtudaga og marg- ir sögðust fegnir því að fá frí frá sjónvarpsglápi í júlí enda stór hluti þjóðarinnar í sumarfríi hvort sem var.“ Eftir 15 ár í fréttamennskunni í daga myndbandstækjanna. Þar af leiðandi var áhorf á fréttir allt að 70% og sama var að segja um fréttaskýringaþætti. Vegna þess hve starfsliðið var fámennt var sjón- varpslaust einn dag í viku (fimmtu- dag) og allan júlímánuð vegna sum- arleyfa. „Almennt virtist þjóðin ekki G uðjón Einarsson fæddist í Reykjavík 11. nóv- ember 1946 og hefur búið í Vesturbænum frá barnæsku. Hann gekk í Melaskólann og Hagaskólann og þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi árið 1966 innritaðist hann í Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í ensku og sagnfræði árið 1970. Sem barn og unglingur var hann í sveit á sumrin á Hreðavatni í Borg- arfirði og á menntaskóla- og háskólaárunum vann hann á sumrin hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem verkamaður, línumaður, verk- stjóri, vörubílsstjóri og margt fleira. Haustið 1970, að loknu BA- náminu, sótti hann um og fékk stöðu fréttamanns á fréttastofu sjón- varpsins þar sem hann starfaði næstu 15 árin, þar af síðustu sjö sem varafréttastjóri. Starfið fólst í fréttaskrifum, fréttalestri og um- sjón með fréttaskýringaþáttum og umræðuþáttum. „Ég hafði alltaf haft áhuga á blaðamennsku og sótti námskeið á vegum Blaðamannafélags Íslands en hafði aldrei unnið á fjölmiðli þeg- ar ég var ráðinn á sjónvarpið 24 ára gamall. Þá hafði sjónvarpið aðeins starfað í fjögur ár og meirihluti starfsmanna ungt fólk undir þrí- tugu. Eins og gefur að skilja var þetta afar skemmtilegur vinnu- staður, metnaðurinn mikill og fólk tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu. Um þetta leyti voru miklir umbrota- tímar í þjóðfélaginu sem endur- spegluðust í fréttaumfjölluninni. Tólf ára tímabili Viðreisnarstjórn- arinnar var að ljúka og við tók vinstristjórn sem flestu vildi breyta, meðal annars reka herinn úr landi. Tvö landhelgisstríð við Breta voru háð með fárra ára millibili. Eldgos í Heimaey, Heklu og Kröflu og svo má áfram telja,“ segir Guðjón. Guðjón rifjar upp að þar sem þetta var eina íslenska sjónvarps- stöðin voru allir landsmenn að horfa á sama efnið samtímis og ef fólk missti af fréttatíma eða áhugaverðri mynd eða þætti var það efni að ei- lífu „glatað“, að minnsta kosti fyrir sjónvarpinu ákvað Guðjón að söðla um og réð sig árið 1985 sem rit- stjóra hjá tímaritaútgáfunni Frjálsu framtaki sem síðar varð Fróði. Þar ritstýrði hann vikublaðinu Fiski- fréttum og tímaritinu Sjávar- fréttum. Seinna keypti útgáfufélag Viðskiptablaðsins Fiskifréttir og Guðjón Einarsson, fyrrverandi fréttamaður og ritstjóri – 75 ára Í Mývatnssveit Fjölskyldan stödd í Reykjahlíð sumarið 2021. Á myndina vantar Margréti Söru sem býr erlendis. Vann við fjölmiðla í 47 ár Hjónin Guðjón og Bryndís við Langasjó sumarið 2020. Fréttamaðurinn Guðjón Einarsson. Til hamingju með daginn SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS LAND ROVER DISCOVERY SPORT Aksturstölva Bluetooth Bakkmyndavél Fjarlægðarskynjarar aftan Dráttarbeisli Hiti í framsætum Hæðarstillanlegt sæti ökumanns ISOFIX festingar í aftursætum USB tengi Loftkæling Rafdrifnar rúður Rafdrifnir hliðarspeglar Vökvastýri ABS hemlakerfi Hraðastillir Spólvörn Stöðugleikakerfi Reyklaust ökutæki Aðgerðahnappar í stýri Regnskynjari Rafdrifin handbremsa Lykillaus ræsing Fjarlægðarskynjarar framan Leðurklætt stýri Gírskipting í stýri Raðnúmer 397148 Ekinn 53 Þ.KM Nýskráður 11/2018 Næsta skoðun 2022 Sjálfskiptur Dísel Sjálfskipting Fjórhjóladrif Verð kr. 5.690.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.