Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 68
HM 2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir Rúmeníu í J-riðli
undankeppni HM 2022 á Ghencea-
leikvangingum í Búkarest í Rúmen-
íu í kvöld.
Allir leikmenn íslenska liðsins
eru klárir í slaginn en Viðar Örn
Kjartansson þurfti að draga sig úr
hópnum vegna meiðsla. Þetta stað-
festi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór
Viðarsson, þjálfari liðsins, á fjar-
fundi með blaðamönnum á þriðju-
daginn.
Ísland er með 8 stig í fimmta og
næstneðsta sæti riðilsins á meðan
Rúmenía er með 13 stig í öðru sæt-
inu, átta stigum minna en topplið
Þýskalands, en Þýskaland er
öruggt með efsta sæti riðilsins.
Íslenska liðið á enn þá töl-
fræðilega möguleika á því að enda í
öðru sæti riðilsins sem er jafnframt
umspilssæti um laust sæti í loka-
keppni HM sem fram fer í Katar
dagana 21. nóvember til 18. desem-
ber á næsta ári. Til þess þarf Ísland
að vinna Rúmeníu í kvöld og Norð-
ur-Makedóníu í lokaleik sínum í
undankeppninni hinn 14. nóvember
í Skopje.
Ísland þarf að vinna Rúmeníu
með meira en tveimur mörkum til
þess að vera með betri innbyrðisvið-
ureign á Rúmena. Ísland og Norð-
ur-Makedónía gerðu 2:2-jafntefli á
Laugardalsvelli í september og því
dugar Íslandi sigur í Skopje til þess
að vera með betri innbyrðisvið-
ureign á Norður-Makedóna.
Norður-Makedónía er í þriðja
sæti riðilsins með 12 stig og mætir
Armeníu, sem er í fjórða sætinu
með 12 stig, í Yerevan í kvöld. Fyrri
leik liðanna lauk með markalausu
jafntefli í Skopje og Ísland þarf að
treysta á að liðin geri einnig jafn-
tefli í Yerevan í kvöld.
Í lokaumferð undankeppninnar
tekur Armenía á móti Þýskalandi í
Yerevan og Rúmenía heimsækir
Liechtenstein. Ísland þarf því að
treysta á að Þýskaland vinni Arme-
níu og að Rúmenía annaðhvort tapi
eða geri jafntefli í Vaduz.
Endurheimta lykilmann
Rúmenía er sem stendur í 41.
sæti heimslista FIFA en liðið var í
45. sæti þegar liðin mættust á Laug-
ardalsvelli 2. september. Dennis
Man kom Rúmenum yfir á 47. mín-
útu og Nicolae Stanciu innsiglaðir
2:0-sigur rúmenska liðsins með
marki á 83. mínútu.
George Puscas og Florin Tanase
voru báðir fjarverandi hjá Rúmen-
um þegar liðin mættust í september
en þeir eru báðir í hópnum fyrir
leikina tvo gegn Íslandi og Liech-
tenstein.
Puscas, sem er 25 ára gamall og
leikur með Reading í ensku B-
deildinni, er hættulegasti sókn-
armaður Rúmena en hann á að baki
24 landsleiki þar sem hann hefur
skorað átta mörk. Aðeins Nicolae
Stanciu hefur skorað fleiri mörk eða
ellefu mörk í núverandi leik-
mannahóp Rúmena en Stanciu er
miðjumaður sem hefur leikið 52
landsleiki og spilar með FCSB í
heimalandinu.
Rúmenar eru hins vegar án
miðjumannsins Alexandru Mitrita
sem er að glíma við meiðsli en hann
leikur með PAOK í Grikklandi á láni
frá New York City. Mitrita hefur
skorað þrjú mörk í sextán lands-
leikjum. Þá er Claudiu Keseru, leik-
maður FCSB, einnig fjarverandi, en
hann var ekki valinn í hópinn af
landsliðsþjálfaranum Mirel Radoi.
Keseru er 34 ára gamall sókn-
armaður sem á að baki 47 landsleiki
þar sem hann hefur skorað 13 mörk.
Dæmdir af úrslitunum
„Ég hefði viljað vera með þrjú til
fjögur stig til viðbótar og þá væri
möguleikinn enn þá stærri að ná
þessu öðru sæti,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn Arnar Þór á fjarfundi
með blaðamönnum á þriðjudaginn.
„Ég er mjög sáttur við mikið af
því sem við höfum verið að vinna í
með hópnum undanfarna mánuði.
Það hafa miklar breytingar átt sér
stað innan leikmannahópsins síðan
ég tók við liðinu en mér finnst við
samt sem áður vera á réttri leið.
Þjálfarar og lið eru dæmd af úr-
slitum og þannig verður það og mun
alltaf verða. Tölfræðin úr þeim leikj-
um sem við höfum spilað er hins
vegar jákvæð að mörgu leyti og ég
er ánægður með það. Þetta hafa
verið mörg skref sem við höfum
þurft að taka og núna er bara að
halda áfram,“ sagði Arnar.
Arnar Þór skrifaði undir þriggja
ára samning við KSÍ þegar hann tók
við karlalandsliðinu í desember
2020.
„Á meðan möguleikinn er til stað-
ar þá höldum við áfram, sama hvað
á bjátar. Við ætlum okkur að vinna
næstu tvo leiki og svo kemur það
bara í ljós hverju það skilar okkur
en það er ljóst að örlögin eru ekki í
okkar höndum.
Þegar ég tók við liðinu stóð til að
árið 2022 yrði svokallað þróunarár
þar sem markmiðið væri að gera
nýtt lið tilbúið fyrir undankeppnina
2023. Þessi þróun og endurnýjun
hefur átt sér stað fyrr en við reikn-
uðum með en árið 2022 er árið sem
við þurfum að brúa bilið og taka
stóra skrefið,“ bætti Arnar við.
Kemur ekkert annað til
greina en sigur í Búkarest
- Íslenska karlalandsliðið heimsækir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Laugardalur Albert Guðmundsson í fyrri leiknum gegn Rúmeníu í und-
ankeppni HM í september en þá höfðu Rúmenarnir betur 0:2.
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Olísdeild karla
HK – Selfoss ......................................... 23:28
KA – Fram ............................................ 37:33
Víkingur – Haukar ............................... 20:31
Grótta – Stjarnan ................................. 34:32
Valur – FH ......................................... (25:26)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun.
Staðan fyrir leik Vals og FH:
Haukar 7 5 1 1 207:174 11
Stjarnan 6 5 0 1 189:174 10
Valur 6 5 0 1 179:148 10
ÍBV 5 4 0 1 144:138 8
Afturelding 6 3 2 1 175:163 8
FH 6 4 0 2 161:145 8
Fram 7 4 0 3 195:194 8
KA 7 3 0 4 190:204 6
Selfoss 6 2 0 4 144:157 4
Grótta 6 1 1 4 155:165 3
HK 7 0 0 7 175:204 0
Víkingur 7 0 0 7 152:200 0
Olísdeild kvenna
Valur – ÍBV........................................... 35:22
Staðan:
Valur 6 6 0 0 177:132 12
Fram 6 4 1 1 166:150 9
KA/Þór 6 4 1 1 170:155 9
Haukar 6 2 1 3 158:165 5
HK 6 2 1 3 140:149 5
Stjarnan 6 2 0 4 143:157 4
ÍBV 6 2 0 4 157:158 4
Afturelding 6 0 0 6 129:174 0
Þýskaland
RN Löwen – Lemgo............................. 30:33
- Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen og stal boltanum einu sinni.
- Bjarki Már Elísson skoraði 12 mörk fyr-
ir Lemgo.
Flensburg – Füchse Berlín................. 28:23
- Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk
fyrir Flensburg.
Göppingen – Magdeburg.................... 24:25
- Janus Daði Smárason lék ekki með
Göppingen.
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 1 mark.
Melsungen – Minden ........................... 25:29
- Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Melsungen en hvorki Arnar Freyr Arnars-
son né Alexander Petersson skoruðu.
Staða efstu liða:
Magdeburg 20, Füchse Berlín 17, Kiel 12,
Flensburg 12, Göppingen 11, Hamburg 11,
Lemgo 10, RN Löwen 9, Bergischer 9.
Danmörk
SönderjyskE – Fredericia .................. 26:26
- Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir
SönderjyskE.
Skanderborg – Herning-Ikast ........... 16:29
- Steinunn Hansdóttir komst ekki á blað
hjá Skanderborg.
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
Holstebro – Aalborg............................ 20:30
- Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Frakkland
Deildabikar, 8-liða úrslit:
Chambéry – Aix ................................... 27:26
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 3
mörk fyrir Aix.
Nimes – Montpellier............................ 28:32
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 1
mark fyrir Montpellier.
Svíþjóð
Sävehof – Kristianstad ....................... 32:26
- Andrea Jacobsen skoraði 5 mörk fyrir
Kristianstad.
Höör – Lugi .......................................... 25:35
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
Sviss
Zug – Herzogenbuchsee..................... 38:30
- Harpa Rut Jónsdóttir leikur með Zug.
E(;R&:=/D
Magdeburg hefur unnið fyrstu tíu
leikina í þýsku bundesligunni í
handknattleik en í gær vann liðið
Göppingen á útivelli 25:24. Ómar
Ingi Magnússon var við sama hey-
garðshornið og skoraði 9 mörk fyr-
ir Magdeburg en gaf einnig 5 stoð-
sendingar. Gísli Kristjánsson
skoraði 1 mark fyrir Magdeburg.
Forskot liðsins á toppnum jókst
og er nú þrjú stig því Flensburg
vann Füchse Berlín 28:23. Bjarki
Már Elísson fór á kostum og skor-
aði 12 mörk í útisigri Lemgo á
Rhein-Neckar Löwen.
Tíundi sigurinn
hjá Magdeburg
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markahæstur Ómar Ingi skoraði 9
mörk fyrir Magdeburg í gær.
Óvænt frétt barst úr herbúðum
kvennaliðs París Saint-Germain í
knattspyrnu í gær þegar félagið til-
kynnti að leikmaður liðsins, Am-
inata Diallo, hefði verið handtekin.
Íþróttablaðið L’Equipe segir að
Diallo sé grunuð um að hafa skipu-
lagt árás á Kheiru Hamraoui sem
leikur með henni í Parísarliðinu.
Tveir grímuklæddir menn réðust á
Hamraoui 4. nóvember og beittu
hana ofbeldi. Diallo og Hamaroui
eru einnig í franska landsliðinu og í
báðum tilfellum keppa þær um
sömu stöðuna á vellinum.
Óhugnalegt mál
komið upp í París
AFP
París SG Aminata Diallo kom aðeins
við sögu gegn Blikum í Smáranum.
Valur burstaði ÍBV 35:22 í Olís-
deild kvenna í handknattleik á Hlíð-
arenda í kvöld 35:22.
Valur var yfir 16:11 að loknum
fyrri hálfleik og var því með ágætt
forskot en stakk ÍBV gersamlega af
í síðari hálfleik.
Mariam Eradze átti stórleik hjá
Val og skoraði 10 mörk úr fimmtán
tilraunum. Lilja Ágústsdóttir var
næstmarkahæst með 6 mörk.
Saga Sif Gísladóttir varði tólf
skot í marki Vals og var með 35%
markvörslu. Markverðir ÍBV vörðu
samtals 9 skot. Marta Wawrzy-
kowska varði sex skot og Erla Rós
Sigmarsdóttir þrjú skot.
Marija Jovanovic var at-
kvæðamest hjá ÍBV með 8 mörk og
var með 100% skotnýtingu. Lands-
liðskonan Sunna Jónsdóttir skoraði
5 mörk fyrir ÍBV.
Valur er á toppnum með 12 stig
eftir sex leiki og hefur þriggja stiga
forskot á Fram og KA/Þór. ÍBV er
með 4 stig eftir sex leiki og í næst-
neðsta sæti. Liðið er reyndar með
jafn mörg stig og Stjarnan. Aftur-
elding er án stiga í botnsætinu.
sport@mbl.is
Stórleikur hjá Mariam Eradze
þegar Valur burstaði ÍBV
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hlíðarendi Karolina Olszowa og Sunna reyna að stöðva Mariam í gær.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Subway-deild karla:
Smárinn: Breiðablik – Þór Þ. ...............18:15
Höllin Akureyri: Þór Ak – Keflavík.....19:15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Vestri.......19:15
Hlíðarendi: Valur – ÍR..........................20:15
HANDKNATTLEIKUR
Olís-deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding...18:30
Í KVÖLD!
Freyja Karín Þorvarðardóttir er
gengin til liðs við kvennalið Þróttar
úr Reykjavík í knattspyrnu. Freyja,
sem er fædd árið 2004 og uppalin hjá
Þrótti í Neskaupstað, kemur til fé-
lagsins frá Fjarðabyggð/Hetti/
Leikni.
Þá hefur Ída Marín Her-
mannsdóttir gert nýjan tveggja ára
samning við Íslandsmeistara Vals.
Freyja Karín
fer til Þróttar