Morgunblaðið - 08.11.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
LAND ROVER
DISCOVERY SPORT
Aksturstölva
Bluetooth
Bakkmyndavél
Fjarlægðarskynjarar aftan
Dráttarbeisli
Hiti í framsætum
Hæðarstillanlegt sæti ökumanns
ISOFIX festingar í aftursætum
USB tengi
Loftkæling
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir hliðarspeglar
Vökvastýri
ABS hemlakerfi
Hraðastillir
Spólvörn
Stöðugleikakerfi
Reyklaust ökutæki
Aðgerðahnappar í stýri
Regnskynjari
Rafdrifin handbremsa
Lykillaus ræsing
Fjarlægðarskynjarar framan
Leðurklætt stýri
Gírskipting í stýri
Raðnúmer 397148
Ekinn 53 Þ.KM
Nýskráður 11/2018
Næsta skoðun 2022
Sjálfskiptur
Dísel
Sjálfskipting
Fjórhjóladrif
Verð kr. 5.690.000
Forvarnadagur gegn
einelti á vinnustöðum
er í dag, 8. nóvember.
Undanfarin ár hefur fé-
lagslegt vinnuumhverfi
hlotið aukna athygli og
mikilvægi þess verið
undirstrikað. Vandamál
á borð við einelti, of-
beldi og áreitni á vinnu-
stöðum hafa orðið sýni-
legri og í kjölfarið hefur krafan um að
þeir skapi góðan félagslegan aðbúnað
aukist.
Að skapa gott félagslegt vinnuum-
hverfi er aðkallandi verkefni sem
vinnustaðir þurfa að horfast í augu
við, enda hafa þeir bæði lagalega og
samfélagslega skyldu til að stuðla að
öryggi, betri heilsu og vellíðan starfs-
fólks.
Menning vinnustaða
Góð vinnustaðamenning er for-
senda þess að viðhalda og stuðla að
öruggum og heilbrigðum sam-
skiptum á vinnustöðum. Hún setur
ákveðin viðmið um hvers sé vænst af
starfsfólki og hvernig sé viðeigandi að
hegða sér, tjá tilfinningar og eiga
samskipti við aðra. Vinnustaðamenn-
ing felur ekki aðeins í sér þær hug-
myndir og hefðir sem eru uppi á yfir-
borðinu og hægt er að sjá til dæmis í
hegðun, samskiptum, framkomu og
ákvarðanatöku. Hún geymir einnig
þær upplifanir og þær tilfinningar
sem geta kraumað undir yfirborðinu
og erfiðara er að bera kennsl á. Nei-
kvæðar tilfinningar og ósögð orð, sem
finna sér ekki viðeigandi farveg og
krauma undir niðri, geta haft áhrif á
menninguna og skapað vandamál
sem vinnustaðir fá aftur og aftur í
fangið.
Þau gildi og viðmið sem menning
vinnustaða heldur á lofti geta stuðlað
að góðum eða slæmum siðum á vinnu-
stöðum og haft veruleg áhrif á fé-
lagslega vinnuumhverfið. Alvarleg
vandamál eins og einelti og áreitni
eru því miður enn hluti af þeim raun-
veruleika sem blasir við okkur í
vinnuumhverfinu og getur verið af-
sprengi neikvæðrar vinnustaðamenn-
ingar.
Félagslega vinnuumhverfið getur
vafist fyrir fólki, enda upplifun og líð-
an einstaklinga margslungið og flókið
fyrirbæri. Það er vissulega ekki hægt
að stjórna tilfinningum og upplif-
unum annarra, en það er hægt að
ramma inn og stýra samskiptum og
skipulagi vinnuumhverfisins, svo þar
rúmist síður einelti, áreitni og ofbeldi.
Skipulag
Skipulag og hönnun vinnurýmis
getur falið í sér áhættu og álag sem
getur leitt til neikvæðrar vinnumenn-
ingar og óheilsusamlegs vinnuum-
hverfis. Það er því afar mikilvægt að
vinnustaðir skoði hvaða áhrif vinnu-
skipulag, dreifing verkefna og verk-
lag hefur á öryggi, heilsu og vellíðan
starfsfólks. Stuðla þarf að því að
vinnutími, vaktafyrirkomulag, ein-
hæfni og/eða fjölbreytni verkefna
styðji við þann félagslega aðbúnað
sem leitast er við að skapa.
Innan vinnustaða starfar fólk með
ólíka reynslu saman í ólíkum teymum
og hópum. Því þarf einnig að taka mið
af samsetningu starfshópa og upp-
byggingu teyma og huga vel að und-
irbúningi og innleiðingu breytinga á
vinnustöðum, enda vinnustaðir í stöð-
ugri þróun. Góð nýliðafræðsla og sí-
menntun eru dæmi um aðgerðir sem
geta lagt grunninn að góðri vinnu-
staðamenningu og góðu félagslegu
vinnuumhverfi.
Samskipti
Margar leiðir eru færar að því
markmiði að stuðla að jákvæðum og
uppbyggilegum samskiptum á vinnu-
stöðum. Mikilvægt er að vinnustaðir
setji sér viðmið eða samskiptagildi í
samvinnu við starfsfólk og leggi þann-
ig grunninn að sameiginlegum skiln-
ingi á þeim þáttum sem skipta máli í
félagslega vinnuumhverfinu.
Gott upplýsingaflæði og skýrar
boðleiðir þurfa að vera til staðar til að
tryggja árangursríka miðlun á þeim
menningarlegu áherslum sem sam-
mælst hefur verið um að skapa. Opin-
ská umræða um hefðir á vinnustaðn-
um getur opnað augu starfsfólks fyrir
samskiptavanda, einelti og/eða öðrum
vandamálum sem geta grasserað í
vinnuumhverfinu. En stöðugt samtal
getur auk þess lyft upp þeim gildum
og viðmiðum sem sóst er eftir að festa
í sessi.
Regluleg starfsmannasamtöl,
formleg eða óformleg snerpusamtöl
eða spjall um verkefni eða líðan fólks
eru mikilvægur liður í því að stuðla að
sameiginlegum skilningi á því sem
skiptir máli svo hægt sé að bregðast
við vandamálum og bæta vinnuum-
hverfið.
Heilbrigður ágreiningur getur
skapað frjósaman jarðveg fyrir nýjar
hugmyndir en línan yfir í neikvæð
samskipti getur verið þunn. Því þurfa
allir að þekkja mörkin þannig að þeir
geti gert athugasemdir ef ekki er
starfað samkvæmt þeim samskipta-
gildum sem sammælst hefur verið um
að fara eftir.
Vinnustaðir þurfa að styðja við
starfsfólk og veita uppbyggilega end-
urgjöf þar sem tekið er markvisst á
ágreiningi og niðurrifi áður en í óefni
er komið.
Forvarnir
Allir vinnustaðir eiga að hafa við-
bragðsáætlun við einelti, áreitni og of-
beldi og tryggja að starfsfólk þekki til
viðeigandi ferla og boðleiða ef slík mál
koma upp. Mikilvægt er að stjórn-
endur fái þjálfun í því að takast á við
ágreining og valdbeitingu í vinnuum-
hverfinu og að taka erfið samtöl, því
það lærist ekki af sjálfu sér.
Það er ekki alltaf auðvelt að upp-
ræta óæskileg samskipti eða hefðir
sem skapast hafa á vinnustöðum og
hefjast handa við að skapa nýjar, en
forsenda þess að vel takist til er þátt-
taka allra sem starfa á vinnustaðnum.
Það er enginn einn sem breytir
vinnustaðmenningu, það er sameigin-
legt verkefni stjórnenda og starfs-
fólks að skapa menningu þar sem ein-
elti, áreitni og ofbeldi fær ekki að
þrífast.
Vinnueftirlitið heldur ráðstefnuna
Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar
á Grand hóteli 19. nóvember nk. þar
sem meðal annars verður fjallað um
félagslegt vinnuumhverfi. Sjá nánar á
www.vinnueftirlitid.is.
Sættum okkur ekki við einelti,
áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Eftir Margréti
Ingólfsdóttur og
Svövu Jónsdóttur
» Það er enginn einn
sem breytir vinnu-
staðmenningu. Það er
sameiginlegt verkefni
stjórnenda og starfs-
fólks að skapa menn-
ingu þar sem einelti,
áreitni og ofbeldi fær
ekki að þrífast.
Margrét Ingólfsdóttir
Margrét er sérfræðingur hjá Vinnu-
eftirlitinu og Svava sviðsstjóri heilsu-
og umhverfissviðs Vinnueftirlitsins.
Svava Jónsdóttir
Nýliðnar kosningar
hafa minnt okkur á,
hvers konar vandamál
geta komið upp vegna
flókinna reglna um
kjördæmaskipan og út-
hlutun þingsæta. Ef
landið væri eitt kjör-
dæmi myndu slík
vandamál hverfa eins
og dögg fyrir sólu.
Þetta hefur alla tíð ver-
ið augljóst, en þingmenn hafa þráast
við að breyta kerfinu nema að tak-
mörkuðu leyti.
Fyrir fjórum áratugum, nánar til-
tekið árið 1983, var gerð tilraun til að
fá þessu breytt. Þá var safnað undir-
skriftum og þær afhentar Alþingi.
Þessi undirskriftasöfnun virðist nú að
mestu gleymd. Hér skulu rifjuð upp
nokkur atriði, en ítarlegra yfirlit er að
finna á vefsíðunni:
http://halo.internet.is/jofnun.html.
Árið 1972 var samþykkt þings-
ályktunartillaga á Alþingi um mynd-
un stjórnarskrárnefndar til að vinna
að heildarendurskoðun stjórn-
arskrárinnar og var sjö manna nefnd
kosin af Alþingi til að sinna því verki.
Tíu árum síðar bárust fréttir af því að
starfi þessarar nefndar væri senn
lokið og frumvarps væri að vænta. Af
því tilefni tóku nokkrir einstaklingar
sig til og sömdu áskorun til nefnd-
arinnar . Þar sagði m.a.:
„Almennur kosningaréttur, þar
sem atkvæði allra mega sín jafnt, er
forsenda hins sanna lýðræðis. Þetta
grundvallarmarkmið má nálgast eftir
mismunandi leiðum, en ein þeirra er
þó einföldust að okkar dómi. Hún er
sú, að landið allt verði gert að einu
kjördæmi.“
Þessi áskorun var afhent Gunnari
Thoroddsen þáverandi forsætisráð-
herra 28. október 1982.
Morgunblaðið birti frétt af málinu
30. október og lét fylgja textann af
áskoruninni, sem und-
irrituð var af tíu mönn-
um. Þeir efndu síðan til
blaðamannafundar 27.
janúar 1983 þar sem til-
kynnt var um fyrirhug-
aða skoðanakönnum um
kjördæmamálið. Sökum
kostnaðar myndi könn-
unin takmarkast við
suðvesturhorn landsins,
en tíumenningarnir
lýstu áhuga á að ná til
annarra landshluta.
Skömmu fyrir fundinn hafði birst í
Morgunblaðinu grein þar sem fram
hafði komið að „léttvægustu“ þing-
mennirnir hefðu minna en 700 at-
kvæði á bak við sig en þeir „gildustu“
hátt á 5. þúsundið.
Í dreifibréfi sem sent var út eftir
fundinn var almenningi gefinn kostur
á að segja álit sitt á því hvort eða
hvernig ætti að breyta stjórn-
arskránni til að ná meiri jöfnuði í at-
kvæðisrétti. Alls bárust 15.037 svör.
Af þeim töldust 14.968 gild. 90% þátt-
takenda vildu jafna kosningaréttinn
að fullu. Eins og við var að búast var
þátttakan mest í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi. Ekki hafði
þetta framtak nein sjáanleg áhrif á
það frumvarp sem Gunnar Thorodd-
sen lagði fram á sama tíma um breyt-
ingar á stjórnarskrá og þar með
kosningalögum. Í dag, fjórum áratug-
um síðar, er vandamálið enn óleyst.
Baráttan fyrir jöfn-
un kosningaréttar
Eftir Ragnar
Ingimarsson
Ragnar Ingimarsson
»Ef alþingismenn
hefðu komið til móts
við óskir landsmanna
um jafnan kosningarétt
hefði mátt komast hjá
vandræðum í kjölfar síð-
ustu kosninga
Höfundur er prófessor emeritus.
ragnargi@simnet.is
Allt um sjávarútveg