Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga 12-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is GEFÐU HLÝJU Í JÓLAGJÖF B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL ER Í LEIÐINNI TRAUST Í 80 ÁR Ítalskar hágæða ullar- kápur Skoðið laxdal.is Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Skyrta Kr. 9.400 Peysa Kr. 9.500 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Falleg náttföt sem fara vel í jólapakka Skoðið // hjahrafnhildi.is Vinsælu dúnúlpurnar frá MosMosh komnar aftur í svörtu og dökkbláu Verð 45.980 XS-XXL (34-46/48) Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Smáhýsi í Aðalvík þurfa ekki að víkja. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað í tveimur málum er varða meintar óleyfisframkvæmdir á Látrum í Aðalvík. Svæðið er hluti af frið- landinu á Hornströndum. Annars vegar var hafnað kröfu um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um að synja kröfu um að viðbygg- ing við svonefnt Sjávarhús á Látr- um í Aðalvík verði fjarlægð. Hins vegar var hafnað kröfu um að fella úr gildi ákvörðun bygging- arfulltrúans um að synja kröfu um að fimm smáhýsi, sem staðsett eru í fjörukambinum á Látrum í Að- alvík verði fjarlægð. Athugasemdir og kærur Í lýsingu ÚUA í málinu varð- andi smáhýsin kemur fram að kærandi hafi um langt skeið komið á framfæri athugasemdum við Ísa- fjarðarbæ vegna meintra óleyf- isbygginga, þ.e. svonefnds Sjáv- arhúss, viðbyggingar við það hús, sem og smáhýsa/áhaldahúsa í fjörukambinum. Nefndin hefur sömuleiðis áður haft til úrlausnar mál kæranda er þetta varðar og eru nefndir úrskurðir frá síðustu árum. Í kærunni er bent á að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu. Beri byggingarfulltrúa að leita leiðsagnar Umhverfisstofn- unar áður en veitt sé leyfi til fram- kvæmda. Það hafi ekki verið gert og byggingarleyfi vegna smáhýs- anna ekki verið gefið út. Í úrskurðinum segir m.a. að telja verði það mat byggingarfull- trúa að beita ekki þvingunarrú- ræðum stutt efnislegum rökum. Þar segir einnig að þótt leyfi Ust. þurfi til allrar mannvirkjagerðar á Látrum hafi stofnunin ekki nýtt sér þvingunarúrræði sem hún hafi samkvæmt lögum til að knýja á um úrbætur vegna smáhýsanna. Stofnuninni sé þó kunnugt um þau. Smáhýsi þurfa ekki að víkja - Deilt í Aðalvík Barnavernd Reykjavíkur lauk máli starfsmannsins sem ásakaður var um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum Sælukoti án athugasemda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni leikskól- ans en þar segir að starfsmaðurinn hafi verið sendur í leyfi eftir að ásakanirnar voru lagðar fram. Að- standendur hafa kært málið til lög- reglu en umræddur starfsmaður starfar ekki lengur á Sælukoti. Fyrrverandi starfsfólk hefur kallað eftir því að Sælukoti verði tafarlaust lokað eða að gerðar verði róttækar breytingar á starfs- háttum leikskólans. „Hópur fyrrverandi starfsmanna Sælukots hefur valið að kasta rýrð á sinn gamla vinnustað með ein- hliða frásögnum í fjölmiðlum,“ seg- ir í tilkynningu frá leikskólanum. Þá segir að stjórnendur Sælukots hafi fylgt ábendingum eftirlitsaðila í gegnum árin. Enginn þeirra aðila sem hafi eftirlit með starfsemi skól- ans hafi þó gert alvarlegar athuga- semdir við nokkuð í skólanum. Máli starfsmannsins lokið án athugasemda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.