Morgunblaðið - 24.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.2021, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju hef- ur endurnýjað helgiklæði kirkj- unnar og má segja að það hafi ver- ið lokapunkturinn í endurnýjun kirkjunnar, sem hófst árið 2012 og miðaði að því að færa kirkjuna í upprunalegt horf fyrir 100 ára af- mæli hennar árið 2015. Endurnýjun orgels kirkjunnar var einnig liður í endurbótunum og var það tilbúið til notkunar fyrir rúmu ári þótt vígsla þess hafi farið fram nýverið. Keflavíkurkirkja er orðin öll hin glæsilegasta og orgeltónarnir hreinni og kraftmeiri en áður. Það var því mikil ánægja þegar Ívar Valbergsson sóknarnefndarmaður kynnti nefndinni mynd- og veflist- arkonuna Elínu Stefánsdóttur sem er þekkt fyrir helgiklæði sín og ýmis kirkjulistaverk. „Þannig var að þegar móðir mín Ríta Prigge Helgason var jarð- sungin frá Kálfatjarnarkirkju árið 2018 af séra Erlu Guðmunds- dóttur, sóknarpresti í Keflavíkur- kirkju, þá fengum við fjölskyldan lánaða svarta stólu sem Erla not- aði við útförina. Ég sá strax hversu vönduð stólan var og fékk upplýsingar um að Elín hefði unnið hana. Ég varð heillaður af hand- verki hennar og fór í framhaldi að afla mér upplýsinga um hana,“ segir Ívar í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins. Þakklát að kynnast verkum Elínar Ívar og bræður hans, Reynir og Haraldur Valbergssynir, færðu Keflavíkurkirkju í framhaldi svarta stólu eftir Elínu að gjöf til minningar um móður þeirra, Rítu. Eftir kynningu á Elínu ákvað nefndin að láta endurnýja helgi- klæði kirkjunnar sem sum voru orðin ónothæf eða komin til ára sinna og hæfðu illa nýju útliti kirkjunnar. „Ívar var ekki lengi að telja okk- ur hin í nefndinni á að fá ný helgi- klæði hjá þessari frábæru lista- konu sem er m.a. þekkt fyrir sín fallegu helgiklæði. Við vissum að þörf var á nýjum í kirkjuna og urð- um því afar þakklát kynningu Ív- ars,“ segir Ragnheiður Ásta Magn- úsdóttir, formaður sóknarnefndar. Sóknarnefnd valdi liti og tákn Séra Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, grípur orðið og segir helgiklæðin ekki bara falleg, heldur séu þau svo létt og þægileg að vera í. „Það er fátt eins vont og að vera í þungum og óþægilegum helgiklæðum, að mað- ur tali nú ekki um í miklum hita því undir þeim erum við prestarnir í skrúða.“ Helgiklæðin eru fern í fjórum mismunandi litum og eru notuð á mismunandi tímabilum í kirkju- árinu. Á aðventu hefur fjólublár litur verið ríkjandi en sá litur táknar iðrun og yfirbót. Þyrnikór- ónan sem skreytir klæðin er tákn um þjáningu Jesú Krists og eru klæðin einnig notuð á föstutím- anum. Núna um jólin verða hvítu helgi- klæðin notuð en sá litur táknar hreinleika, gleði og fullkomleika. Framan á helgiklæðinu er lút- ersrós og vísar hjartað í rósinni á að trúin gefi frið og huggun. Hvítu helgiklæðin eru einnig notuð um páska og aðrar gleðilegar hátíðir. Á rauða klæðinu er dúfa á leið niður, sem er tákn heilags anda, en liturinn táknar eldmóð, anda og kærleika. Klæðin eru notuð um hvítasunnu og á merkisdögum písl- arvotta. Síðustu helgiklæðin eru þau grænu, en það er litur vonar, lífs og vors. Þau prýðir lárviðargrein sem er tákn um vöxt og ódauðleika og á kirkjuárinu er græni liturinn aðallega notaður sunnudaga eftir þrenningarhátíð. Krossar í klæðum og stólum því enginn er í kirkjunni sjálfri Elín kom og heimsótti Kefla- víkurkirkju áður en hún hófst handa við verkið til þess að kynna sér útlit hennar og umgjörð. Sókn- arnefnd fékk sjálf að velja táknin á helgiklæðin ásamt því að taka þátt í litavali. Síðustu klæðin voru afhent fyrr á þessu ári og hafa nú öll verið vígð. Ásamt þeim keypti kirkjan stól- ur í sömu litum og klæðin, einnig sakramentisdúka og prédikunar- stólsklæði. Þá keypti sóknarnefnd listaverk af helgiklæðunum fern- um sem Elín gerði og rammaði inn ásamt skýringartexta, sem vitnað var í hér að ofan. Þau prýða fund- arsal í safnaðarheimili en listaverk þess litar sem ríkjandi er hverju sinni er hengt upp í fordyri kirkj- unnar, kirkjugestum til yndis og fróðleiks. Sóknarnefnd hefur einnig pant- að djáknastólur hjá Elínu en djákninn Heiða Björg Gústafs- dóttir tók nýverið til starfa í Keflavíkurkirkju. Séra Erla vekur athygli á krossunum sem prýða stólurnar og klæðin. „Þannig er að það eru engir krossar í kirkjunni þótt kirkju- byggingin sjálf myndi kross og því lögðum við áherslu á að vera með krossa í klæðunum.“ Uppistaðan í klæðunum er sér- litað silki, einnig í fóðri, og ull er í ívafi og gullþráður þar sem við á. Tæknin er damaskvefur og við verkið naut Elín aðstoðar eigin- manns síns, Gerts Madsens, sem lærði vefnað af móður sinni. Í klæðin fóru um 16 kílómetrar af örfínum ullarþræði og 15 kílómetr- ar af silkiþráðum. Lokapunktur endurnýjunar - Elín Stefánsdóttir var fengin til að endurnýja helgiklæði Keflavíkurkirkju - Orgelið var einnig endurnýjað - Sóknarnefndarmaður og bræður hans gáfu kirkjunni stólu í minningu móður þeirra Gjöf Ívar Valbergsson með svörtu stóluna sem hann og bræður hans, Reynir og Haraldur, færðu kirkj- unni til minningar um móður sína Rítu Prigge Helgason. Keflavíkurkirkja Sr. Erla Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Ívar Valbergsson og sr. Fritz Már Jörgensson með og í helgiklæðunum fernum sem Keflavíkurkirkja hefur keypt af Elínu Stefánsdóttur listakonu. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Elín Stefánsdóttir mynd- og veflistarkona hefur sérhæft sig í helgiklæð- um og öðrum listmunum fyrir kirkjur. Verk hennar prýða nokkrar ís- lenskar kirkjur og um 115 danskar. Á vef Elínar Stefánsdóttur (https://elinstefansdottir.dk/) má lesa að Elín hefur lengst af búið í Danmörku, þar sem hún starfrækir vinnu- stofu og gallerí ásamt eiginmanni sínum í Mols, rétt austan Árósa, þar sem þau njóta mikillar náttúrufegurðar. Hún segir stórkostlega náttúru Íslands, litadýrð og andstæður í landslaginu, ekki síður hafa verið mik- inn innblástur fyrir sig í listsköpuninni. Ásamt vefnaði málar Elín og vinnur glerlistaverk, m.a. steint gler í kirkjur. Sjá má sýnishorn af verkum Elínar á vefnum, ásamt nánari upp- lýsingum um listakonuna. ELÍN HEFUR SÉRHÆFT SIG Í HELGIKLÆÐUM Helgiklæði Frá afhendingu helgiklæðanna fyrr á árinu. Ívar Valbergsson og Gert Madsen halda á græna helgiklæðinu og Elín Stefánsdóttir og sr. Erla á því rauða. Með verk í íslenskum og dönskum kirkjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.