Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u 595 1000 Alicante u. At h. t 5. janúar, önnur leið Flugsæti til 9.900 Flug aðra leið frá Flugsæti MANNDÝRIÐ EINAR ÞORGRÍMSSON MANN DÝRIÐ er beint framhald af Óðali óttans sem seldist vel Fæst í Eymundsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Maður sem varð fyrir verulegu tjóni á bíl sín- um þegar hann ók þjóðveginn um Kjalarnes, þar sem unnið er að tvöföldun vegarins, sættir sig ekki við að bera tjónið sjálfur. Efni sem verið var að vinna með fauk yfir bíl hans svo nauðsynlegt er talið að heilsprauta bílinn, sem gæti kostað tvær milljónir. Vegagerðin og tryggingafélag verktakans hafna því að bæta tjónið og hefur maðurinn ákveðið að leggja það fyrir úrskurð- arnefnd í vátrygginga- málum. Ístak vinnur að breikkun Vesturlandsvegar á Kjal- arnesi fyrir Vegagerðina. Ólafur H. Knútsson prestur býr á Akranesi en vinnur í Reykjavík og ekur því þarna um tvisvar á dag. „Ég er farinn að þekkja leiðina eftir að hafa ekið þarna um dag- lega í tólf ár og reiknaði með að það yrði tals- vert hvasst þegar ég ók af stað í vinnuna 7. október, þótt engar viðvaranir hafi verið fyrir Kjalarnes í veðurfréttum kvöldið áður,“ segir Ólafur. Raunin varð sú að talsvert hvasst var á Kjalarnesi en eigi að síður voru starfsmenn verktakans við vinnu. Ólafur segir að þeir hafi verið að ýta grófri og þurri möl upp í hrúgur á framkvæmdasvæðinu sem stendur mun hærra en þjóðvegurinn. „Skyndilega virtist koma vindhnútur sem feykti upp malarskafli, ekki sandi, og gekk yfir veginn og nokkra bíla. Skaflinn var svo þéttur að það dimmdi. Ég hélt að rúðurnar ætluðu inn úr bílnum þegar skaflinn skall á. Ég vissi strax að þetta myndi ekki fara vel en vegna umferðar og aðstæðna hafði ég ekki aðstöðu til að stoppa. Fór því beint á lögreglustöðina á Vínlandsleið, fékk lögregluþjón til að skoða bílinn og gera skýrslu. Bíllinn er allur úti í skellum, þetta var stórtjón eins og lögreglumaðurinn staðfesti. Fleiri fengu mölina yfir sig og lögreglumað- urinn sagði að einhverjir hefðu hringt inn og tilkynnt um tjón. Maður sem var þarna stadd- ur gaf sig á tal við mig og sagðist sjálfur hafa lent í tjóni á Kjalarnesi og vissi um fleiri.“ „Vítavert gáleysi“ Bíll Ólafs er ársgamall. Skellur eru í lakki á vélarhlíf bílsins, allri vinstri hliðinni og eitt- hvað uppi á þaki einnig. Þá sjást að minnsta kosti tvær dældir eftir grjót. Hann er með bíl- inn í kaskótryggingu en sættir sig ekki við að bera tjónið vegna sjálfsábyrgðar trygging- arinnar eða hækkunar iðgjalda þar sem hann hafi verið að aka um opinn veg, eins og hundr- uð ökumanna geri daglega, og ekki sé um aðra leið að ræða. Hann tilkynnti tjónið til Vega- gerðarinnar sem vísaði honum á verktakann, Ístak. Þaðan var honum vísað á VÍS sem er tryggingafélag Ístaks. VÍS hafnaði kröfum um bætur úr frjálsri ábyrgðartryggingu fyrirtækisins á þeim for- sendum að ekki hefði verið um að ræða sak- næma eða ólögmæta háttsemi hjá starfs- mönnum Ístaks sem þarna voru við vinnu, þar sem skilti hefði verið sett upp til að vara öku- menn við sandfoki og grjótkasti á þessu svæði. Ólafur er ósammála þessu. Telur að það hafi verið vítavert gáleysi hjá verktakanum að vera við umrætt verk við þessar aðstæður. Starfs- mennirnir hefðu getað bleytt í efninu eða lagt niður vinnu. Hann bendir á að viku síðar hafi þeir verið búnir að jafna út efninu og þjappa og binda efnið í veginum. Þá hafi þeir lagt niður vinnu 19. október þegar stormur gekk yfir Kjalarnes. Hann hafi ekki fengið eitt sandkorn á bílinn þegar hann ók þar um þann dag. Ólafur vísar einnig til þess að Vegagerðin beri sína ábyrgð sem veghaldari og er ósáttur við að hún vísi málinu frá sér. Vitnar hann sér- staklega til yfirlýsinga forstjóra Vegagerð- arinnar um bætt regluverk og auknar kröfur til verktaka og eftirlitsaðila en hörmulegt slys varð á nýlögðu slitlagi á veginum um Kjalarnes í júní á síðasta ári. Vegagerðin hefur fengið samtals átta tjóns- tilkynningar, í gegnum rafræna tilkynn- ingasíðu, sem rekja má til framkvæmda á Kjal- arnesi á bilinu 19. febrúar til 19. október. Í svari frá Vegagerðinni kemur fram að verktak- ar þurfi að svara fyrir þau tjón sem orðið hafi innan vinnusvæðis og rekja megi til fram- kvæmdarinnar. Sex af átta tilkynntum tjónum hafi orðið innan vinnusvæðis verktaka og tjón- þolum því vísað á þá. Leðja á malbikinu Á þjóðveginum við vinnusvæðið er stundum leirlag á malbikinu eftir stóra malarflutn- ingabíla verktakans sem fara þar um. Ólafur segir að til að mynda hafi vegurinn verið eitt svað í tvær vikur á aðventunni og ekkert gert til að hreinsa það af. Það skapi hættu vegna bremsuskilyrða og leðjan hlaðist utan á og undir bílana. Nóg var að gera hjá bílaþvotta- stöðvum vegna þess. Ólafur segist vita að fleiri bílar hafi lent í malarskaflinum 7. október og einhverjir hafi tilkynnt það til lögreglu. Þá hafi hann frétt af mörgum ökumönnum sem orðið hafi fyrir tjóni á bílum sínum á þeim tíma sem framkvæmd- irnar hafa staðið yfir. Sættir sig ekki við að bera tjónið - Möl sem vegaverktaki var að vinna með við þjóðveginn um Kjalarnes fauk á bíla sem fóru þar um - Þarf að heilsprauta bílinn - Vegagerðin vísar á verktakann og tryggingafélag hans neitar ábyrgð Tjón Skellur eru í lakki á vélarhlíf, vinstri hlið og þaki eins árs gamals bíls Ólafs. Ólafur H. Knútsson Snjó kyngdi niður í fyrrinótt á Akur- eyri, sem varð til þess að dagurinn byrjaði snemma, klukkan fjögur, hjá Guðna Þóroddssyni, snjómoksturs- manni á Akureyri. „Ég hef unnið við þetta síðan ’83 og hef séð miklu meira en þetta. Ég er ekki að segja að þetta sé lítið, þetta er með því meira á svona stuttum tíma,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru tuttugu snjó- mokstursvélar kallaðar út þegar mest snjóar, en nú hafi þurft að kalla út tíu aukavélar. Spurður hvort ökumenn hafi mikið verið að festast í gær svarar Guðni því neitandi en segir að þó séu alltaf nokkrir óheppnir sem lenda utan veg- ar, sérstaklega minni bílar. „Það er ekki hált, það er bara leiðinlegt færi. Þetta gerist sjálfkrafa eftir svona hret. Ég held að það hafi allir farið upp Gilið í morgun þegar búið var að moka.“ Að sögn Guðna er fólk mistillits- samt í garð snjómokstursvéla. „Sumir eru mjög pirraðir ef þeir lenda á eftir okkur en aðrir sýna þessu skilning og eru tillitssamir.“ Guðni segir veturinn í ár hafa verið þægilegan fram að þessu, sérstaklega miðað við síðustu tvo vetur þar sem snjóaði óhemjumikið. „Veturinn er búinn að vera fínn þangað til núna. Þetta er í fyrsta skipti sem það kem- ur alvöruhret.“ logis@mbl.is Morgunblaðið/Margrét Þóra Hret Þegar Akureyringar vöknuðu við snæviþakta jörð í gærmorgun, þá var snjómoksturinn þegar hafinn. Snjó kyngdi niður á Akur- eyri og bílar hurfu í fönn - Gærdagurinn hófst snemma hjá snjómokstursmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.