Morgunblaðið - 30.12.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
& "!(%'$#
"$&'%#!
"-+ ! !" &,'*)%(!$#
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Afli frystitogarans Sólbergs ÓF 1 á
árinu var 11.216 tonn (13.164 tonn af
óslægðu), sem er 708 tonnum minni
afli en í fyrra. Aflaverðmæti (CIF)
Sólbergs var rúmlega 5,5 milljarðar,
sem er 177 milljónum minna en met-
árið 2020, samkvæmt upplýsingum
frá Ramma hf. sem gerir skipið út.
Mun það vera mesta aflaverðmæti
hjá fiskiskipi í íslenska flotanum á
árinu og það næstmesta sem skip
hefur skilað í aflaverðmæti á einu ári
í krónum talið. Skipið var þrjár vik-
ur í slipp á þessu ári, en ekkert á síð-
asta ári.
Sólbergið kom nýtt til landsins
2017, smíðað í Tyrklandi. Allur afli
er fullunninn og frystur um borð í
Sólberginu, en skipið er tæplega 80
metrar að lengd og 15,4 metrar á
breidd. Skipstjórar eru Sigþór
Kjartansson og Trausti Kristinsson.
Ævintýri á Dhorn-banka
Tveir ísfisktogarar Samherja
veiddu yfir átta þúsund tonn á árinu.
Björgúlfur EA 312 var með 8.654
tonn og var aflaverðmætið 1.972
milljónir. Kaldbakur EA var með
8.379 tonn, aflaverðmætið 1.891
milljón. Þar sem skipin voru á sjó
þegar tölurnar voru teknar saman
var afli áætlaður síðasta veiðidaginn.
Einnig má nefna að Harðbakur fisk-
aði 6.733 tonn á árinu, að verðmæti
um 1.500 milljónir. Skipið er 29
metra langt og ein af sjö systrum,
sem smíðaðar voru hjá Vard-Aukra í
Noregi 2019.
Árið var um margt gott til sjávar-
ins og yfirleitt góð aflabrögð, að mati
viðmælenda. Í haust tregaðist
þorskafli tímabundið hjá togurunum
á heimamiðum, en í nóvember veidd-
ist vel á Dhorn-banka við miðlínuna
milli Íslands og Grænlands, rúmlega
hundrað sjómílur vestur af Látra-
bjargi. Talað var um ævintýralegan
afla á skömmum tíma eftir að Ásgeir
Pálsson og hans menn á Björgvini
EA létu reyna á veiði þar.
Fiskifræðingar telja líklegast að
þessi þorskur sé af íslenskum upp-
runa fremur en að hann sé úr klaki
grænlensks þorsks. Ekki liggur hins
vegar fyrir hvort hér var á ferðinni
þorskur sem ólst upp á Íslands-
miðum eða hvort hann rak sem lirfur
yfir til Grænlands og óx upp þar.
Loðna í hæstu hæðum
Af veiðum uppsjávarskipa má
nefna að loðnuvertíðin síðasta vetur
skilaði yfir 20 milljörðum í útflutn-
ingsverðmæti. Kvóti íslenskra skipa
var aðeins um 70 þúsund tonn, en
verðmæti afurða í hæstu hæðum.
Stóra frétt ársins var síðan kvóti
upp á samtals 900 þúsund tonn á
yfirstandandi fiskiveiðiári, þar af
koma um 670 þúsund tonn í hlut ís-
lenskra skipa. Heildarkvótinn í
loðnu hefur ekki verið jafn hár síðan
í byrjun aldarinnar og er búið að
veiða tæp 75 þúsund tonn.
Langt var að sækja makríl í ár, en
hann veiddist að stórum hluta í Síld-
arsmugunni langt austur af landinu.
Norsk-íslenska síldin veiddist hins
vegar að stórum hluta við bæjar-
dyrnar út af Austfjörðum. Þá má
nefna að af 190 þúsund tonna kol-
munnaafla ársins veiddust 38 þús-
und tonn í íslenskri lögsögu.
Nýsmíðar í ár og fram undan
Meðal nýsmíða sem bættust í upp-
sjávarflotann í ár má nefna að nýr
Börkur NK kom til Síldarvinnsl-
unnar og Vilhelm Þorsteinsson EA
til Samherja og fleiri útgerðir
styrktu flota sinn á árinu. Þá var
skrifað undir nýsmíði uppsjávar-
skips fyrir Skinney-Þinganes.
Af togurum má nefna að nýr Bald-
vin Njálsson GK kom til Nesfisks í
Garði og stefnt er að því að nýr ís-
fisktogari hefji veiðar fyrir Ramma
hf. á Siglufirði haustið 2023, en skip-
ið verður smíðað í Tyrklandi.
Gott ár til sjávarins að kveðja
- Aflaverðmæti Sólbergsins um 5,5 milljarðar - Vel veiddist af þorski af íslenskum uppruna á
Dhorn-banka - Mesti loðnukvóti síðan í upphafi aldarinnar - Langt var að sækja makrílinn
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Aflaskip Sólbergið ÓF öslar sjóinn í Barentshafinu í febrúar 2019. Aflinn í ár var yfir 13 þúsund tonn upp úr sjó.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veghald ákveðinna þjóðvega í þétt-
býli, svokallaðra skilavega, færist frá
Vegagerðinni til sveitarfélaganna um
áramót þótt ekki hafi náðst full sátt
um yfirfærsluna. Ágreiningi um
kostnað við viðhald og rekstur skila-
vega á höfuðborgarsvæðinu verður
vísað til samstarfsnefndar sveitarfé-
laganna og ríkisins sem fjallar um
tekjustofna sveitarfélaganna.
Umræddir vegir eru um allt land,
alls um 70 kílómetrar. Vegagerðin
hefur byggt þá og kostað viðhald og
rekstur alla tíð. Vegirnir eru í raun
orðnir hluti af gatnakerfi viðkomandi
sveitarfélaga.
Á árinu 2007 var gert samkomulag
milli ríkis og sveitarfélaga og sam-
þykkt lög um yfirfærslu veganna til
sveitarfélaganna.
Síðar var ákveðið
að Vegagerðin
myndi annast
veghaldið til loka
árs 2019 á meðan
samið væri við
sveitarfélögin um
yfirfærsluna og
hefur fresturinn
tvisvar verið
framlengdur.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviða-
ráðherra segir að öll sveitarfélögin
hafi samþykkt yfirtökuna nema Sam-
tök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu. Eins og fram hefur komið hefur
SSH áréttað við ráðherra þá afstöðu
að flutningur veganna eigi ekki að
hafa í för með sér aukinn rekstrar-
kostnað fyrir sveitarfélögin. Sigurður
Ingi segir ekki gert ráð fyrir því í lög-
unum að sveitarfélög fái hluta af fjár-
veitingum til Vegagerðarinnar til
rekstrar vegakerfisins enda væri það
galin nálgun. Hann segist ekki
þekkja upphaf málsins en telur ekki
eðlilegt að Vegagerðin sitji uppi með
rekstur þessara vega þótt hún hafi af
einhverjum ástæðum byggt þá í upp-
hafi. Sveitarfélögin hljóti að hafa séð
sér hag í að taka yfir veghaldið.
Sigurður Ingi segir að starfshópur
sveitarfélaganna og ríkisins hafi
komist að þeirri niðurstöðu að það
kostaði rúma tvo milljarða að koma
þessum vegum í gott stand og Vega-
gerðin mætti vinna verkið á fjórum
árum. Segist ráðherra sáttur við þá
tillögu fulltrúa Sambands íslenskra
sveitarfélaga í starfshópnum að vísa
ágreiningi SSH til umfjöllunar í sam-
starfsnefnd um tekjuskiptingu ríkis
og sveitarfélaga.
Vegir færast til sveitarfélaga
- Ágreiningi SSH vísað til nefndar um skiptingu tekjustofna
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Þór Þórarinsson, skipstjóri á frysti-
togaranum Örfirisey RE, skipi
Brims, tekur undir það að heilt yfir
hafi aflabrögð togaraflotans verið
góð í ár. Hann segir að Örfirseyin
hafi komið með yfir tíu þúsund tonn
að landi og sé í þriðja sæti í tonnum
talið á eftir Sólbergi og Vigra RE.
„Góður kvóti er á skipinu og hefur
verið síðan Brim tók við útgerðinni,“
segir Þór. „Við megum hins vegar
ekki veiða mikið af þorski, kannski
um 100 tonn í mánaðartúr, sem get-
ur gefið samtals um þúsund tonn.
Hann hafi því ekki verið að veiðum á
Dhorn-banka þegar mest veiddist
þar af þorski í haust. „Þetta var
mjög gott og spennandi fréttir.
Menn hafa lengi verið að hugsa um
þetta og svo lét einn vaða og það
gaf fínustu veiði.“
Þór segir að þeir hafi mikið verið í
ufsa og gengið vel í haust. Sömu-
leiðis væri karfi ofarlega á blaði,
bæði gull- og djúpkarfi. Það hefði
verið ánægjulegt að í sumar hafi
meira sést af djúpkarfa á Reykja-
neshryggnum heldur en í langan
tíma. Ekki væri lengur um karfaveið-
ar á Hryggnum utan landhelgi að
ræða vegna ástands stofna þar.
Eftir meira en hálfa öld til sjós er
Þór nú kominn í land. Hann varð sjö-
tugur í maímánuði síðastliðnum og
þegar Örfirisey kom að landi fyrir jól
gekk Þór niður landganginn í síð-
asta skipti sem skipverji.
Illa sjóveikur í fyrstu
Hann byrjaði sem ungur maður á
bátum frá Reyðarfirði, sínum
heimabæ, m.a. Gunnari og Snæfugli.
„Ég var illa sjóveikur í fyrstu túr-
unum, en það var eitthvað sem tog-
aði í mig og ég hélt áfram.“
Þór lauk prófi frá Stýrimannaskól-
anum 1975 og var um tíma á Klakki
frá Vestmannaeyjum. Síðan lá leiðin
til Reykjavíkur og hjá Brimi og for-
verum þess fyrirtækis, Granda og
HB Granda, hefur hann verið frá
1989. Hann tók við sem stýrimaður
á Örfirisey þegar skipið var keypt
frá Færeyjum 1992 og hefur verið
þar síðan. Lengst af sem stýrimaður
og afleysingaskipstjóri, en skipstjóri
síðustu tvö ár.
Hann segir að ævinlega gangi á
ýmsu í veiðiskapnum og ekki sé allt-
af á vísan að róa með afla. Síðustu
ár hafi þó ekki þurft að kvarta. Á Ör-
firisey hafi hluti áhafnarinnar verið
móti einum í landi, en núna sé það
yfirleitt 1/1. Þetta hafi verið miklar
útilegur, en áður fyrr hafi lengur
verið stoppað í landi eða einn dag á
móti hverri viku á sjó. Nú sé aðeins
stoppað í landi í um einn sólarhring
til að landa, taka kost og olíu og
skipta um áhöfn.
-Og hvað tekur við eftir 50 ár til
sjós?
„Nú fer ég bara að leika mér á
Spáni, það verður ekki vandamál.
Kannski fer maður í golfið,“ segir
Þór Þorfinnsson.
um borð frá því að skipið kom til
landsins fyrir 30 árum og aðrir í um
20 ár. „Það hefur ekki verið mikið
rót á mannskapnum. Þetta er góð
áhöfn og sami kjarninn lengi. Menn
sem kunna til verka,“ segir Þór.
Túrar frystiskipanna eru langir eða
um mánuður, en Þór segist að það
hafi fljótlega komist upp í vana. Fyst
var kerfið þannig hjá yfirmönnum að
róið var í tvo túra, en frí í einn. Fyrir
nokkrum árum hafi verið farið að
róa annan hvern túr. Hjá öðrum í
áhöfn hafi kerfið lengi verið þrír á
Sækja í ufsa og karfa frekar en þorsk
ÞÓR ÞORFINNSSON, SKIPSTJÓRI Á ÖRFIRISEY, LÆTUR AF STÖRFUM EFTIR HÁLFA ÖLD TIL SJÓS
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Í landi Þór Þorfinnsson skipstjóri.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar
Örfirisey RE Sami kjarni hefur verið í áhöfninni í áratugi. „Menn sem kunna til verka.“