Morgunblaðið - 30.12.2021, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021
✝
Þorgerður
María Gísla-
dóttir fæddist í
Stykkishólmi 9.
september 1925.
Hún lést á Hrafnistu
Hafnarfirði 17. des-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Gísla-
son, f. 1890, d. 1974,
og Sigríður Guð-
mundsdóttir, f.
1891, d. 1981. Systir hennar var
Kristín G. Gísladóttir.
Hinn 9.9. 1952 giftist Þorgerð-
ur Jóni Ólafi Bjarnasyni frá Bol-
ungarvík, f. 1.10. 1925, d. 14.3.
2019. Þau áttu eina dóttur, Sig-
ríði, f. 1953. Börn hennar: 1) Jón
Ólafur Gestsson, maki Katrín
Ásta Stefánsdóttir. Börn þeirra
Ólafur Vilhelm, Bjarney María og
Bjarni Friðrik. 2) Þorgerður
María Halldórsdóttir. Áður átti
Jón Bentínu, maki Halldór Ár-
mannsson.
Þriggja mánaða flutti Þorgerð-
ur til Hafnarfjarðar og bjó þar æ
síðan. Lengst af á Austurgötu 31,
en flutti á Hringbraut 5 er þau
Jón hófu búskap. Þau byggðu svo
á Klettahrauni 23 og bjuggu þar í
tæp 30 ár. Síðast var heimili
maður félagsins frá stofnun og til
1978. Þótt formennskan tæki
enda rofnuðu ekki tengslin við fé-
lagið. Þorgerður hélt áfram að
kenna nýjum fánaberum rétt
handbrögð, enda hafði hún ætíð
metnað fyrir því að íslenska fán-
anum væri sýnd tilhlýðileg virð-
ing.
Þorgerður kom að stofnun Fé-
lags áhugafólks um íþróttir aldr-
aðra, ásamt fleiri eldri íþrótta-
kennurum.
Þorgerður hlaut fjölmargar
viðurkenningar fyrir störf sín;
gullmerki ÍBH 1985, gullmerki
FSÍ 1986, heiðursfélagi í Hafn-
arfjarðardeild RKÍ 2001. Árið
2002 hlaut Þorgerður heið-
urskross ÍSÍ sem er æðsta við-
urkenning sambandsins. 2015 var
hún gerð að heiðursfélaga Fim-
leikafélagsins Bjarkar, fyrst til
að hljóta þann heiður. Henni þótti
einna vænst um þá viður-
kenningu vegna tengslanna við
félagið. Áður var hún sæmd silf-
ur- og gullmerkjum Bjarkanna.
Þorgerður lét að sér kveða og
sat í mörgum nefndum. Síðustu
árin nutu Kvenfélag Fríkirkj-
unnar og Hringurinn krafta
hennar.
Þorgerður og Jón ferðuðust
mikið.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
30. desember 2021, klukkan 13.
Hlekkir á streymi:
https://youtu.be/sNyz1pzX4-U
https://www.mbl.is/andlat
þeirra á Hjallabraut.
Þorgerður gekk í
Barnaskóla Hafnar-
fjarðar og Flens-
borg. Útskrifaðist
frá Íþróttakenn-
araskólanum á
Laugarvatni 1944,
fyrsti árgangur eftir
að skólinn varð rík-
isskóli.
Þorgerður kenndi
leikfimi og sund við
skóla Hafnarfjarðar og lauk
kennsluferlinum í Flensborg
1985. Síðast kenndi hún sund á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrstu
starfsárin sinnti hún aukakennslu
í Verzlunar- og Kvennaskólanum.
Hún fór jafnvel oft á dag á milli
bæja, en á kvöldin æfði hún fim-
leika í Ármanni.
Árið 1945 fór Þorgerður í
íþróttaskóla á Snohoj í Dan-
mörku. Var sú sigling ein af
fyrstu farþegaferðum eftir seinna
stríð.
1948 fór hún til London að
horfa á Ólympíuleikana ásamt
stórum hópi frá Íslandi. Eftir þá
snerist lífið um fimleika. 1951 tók
hún þátt í að stofna Fimleika-
félagið Björk, átti m.a. hugmynd
að nafninu. Þorgerður var for-
Það er ekki auðvelt mál að
gera ömmu minni skil í fáum
orðum. Ég var svo heppin frá
fyrstu stund að fá að vera
nafnan. Það eru stór fótspor að
feta í. Amma mín var nefnilega
svo margt. Hún var þessi klass-
íska amma sem eldar og bakar,
saumar og prjónar, er í kven-
félaginu og fer í sólarlandaferð-
ir. En amma var svo miklu
meira. Hún var frumkvöðull.
Fór ung í Íþróttakennaraskól-
ann á Laugarvatni og var orðin
íþróttakennari fyrir tvítugt.
Kenndi stelpum sem voru bara
nokkrum árum yngri. Aðeins
tvítug fór hún á íþróttaskólann
á Snohoj í Danmörku. Seinni
heimsstyrjöldinni var rétt ný-
lokið og hún sigldi bara á vit
ævintýranna! Þremur árum síð-
ar, 1948, flaug hún ásamt
stórum hópi frá Íslandi til Lond-
on að fylgjast með Ólympíuleik-
unum. Hún æfði fimleika. Fyrst
með Ármanni. Seinna tók hún
þátt í að stofna fimleikafélag og
varð fyrsti formaður þess. Fim-
leikafélagið Björk er enn starf-
andi og þar æfa næstum þúsund
iðkendur. Hún kenndi sund og
leikfimi, þjóðdansa og fimleika
og sýndi innanlands og utan,
æfði handbolta og margt fleira
og þegar hún var sjálf um sex-
tugt tók hún þátt í að setja á fót
íþróttastarf fyrir eldri borgara,
þótt reyndar yrði hún aldrei
nógu gömul til að taka þátt í
slíku (að eigin mati). Fyrir allt
þetta starf fékk hún fjölmargar
viðurkenningar, meðal annars
heiðurskross ÍSÍ. Samt fannst
henni hún ekki hafa gert margt
merkilegt um dagana.
Amma var glæsileg og gekk
bein í baki. Hún gat þekkt fólk á
göngulaginu einu saman. Hún
hafði líka skoðanir á göngulagi.
Það var ekki sama hvernig fólk
gekk. Það á að rétta úr sér.
Ég var svo lánsöm að vera
nafna. Því fylgdu ýmis fríðindi.
Ég var varla farin að ganga
þegar hún var byrjuð að kenna
mér. Þegar ég byrjaði að æfa
fimleika naut ég góðs af því að
eiga ömmu sem þekkti til.
Seinna tók ég smá við keflinu
hennar þar.
Amma reyndi líka að vekja
hjá mér sundáhuga þótt það hafi
ekki tekist eins vel og með fim-
leikana.
Heima hjá ömmu og afa var
gott að vera. Gæfa okkar systk-
inanna var að búa nálægt þeim.
Því var hægur leikur að koma í
hádegismat. Þar var lítilli mat-
vandri stelpu gert til geðs, oft-
ast. Maturinn hjá ömmu var
alltaf aðeins betri.
Þegar ég var lasin fékk ég
stundum að vera hjá ömmu. Ef
ég kom nógu snemma gat ég
kúrt í afaholu við hlið ömmu. Og
þá var dekrað við nöfnuna sína.
Síðustu árin snerust hlut-
verkin okkar aðeins við. Elli-
kerling fór að hrella ömmu. Þá
fékk ég tækifæri til að endur-
gjalda örlítið allt sem hún hafði
gert fyrir nöfnuna sína. Fyrst
var það oftast eitthvert skutl en
síðustu árin fór það meira út í
dekur. Reyndar kannaðist
amma aldrei við að hún ætti
þetta skilið. En hún kunni að
taka við og var þakklát. Og ég
er þakklát fyrir að hafa átt
þessar ómetanlegu gæðastundir
með ömmu að dedúa við hana og
gera fína. Það var svo gott að
koma til ömmu og sitja með
henni.
Þetta voru óneitanlega tóm-
legri jól án ömmu. Og skrítin til-
hugsunin að geta ekki framar
lagt höfuðið í hálsakotið eða
kysst mjúka ömmukinn.
Takk elsku amma.
Ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta
mínu.
Þín nafna,
Þorgerður María
Halldórsdóttir.
Núna á dimmustu dögum árs-
ins þegar gróðurinn hefur lagst
í dvala og konungur vetrar sýnir
vald sitt með kulda og myrkri
hafa laufin fallið af trjánum og
„björkin“ sem stóð í heimilis-
garðinum við Austurgötuna hjá
Þorgerði Maríu Gísladóttur
kveður hana ásamt okkur í Fim-
leikafélaginu Björk, en Þorgerð-
ur nefndi félagið eftir bjarkar-
trénu þegar hún stofnaði
Fimleikafélagið Björk 1. júlí
1951.
Frá barnæsku áttu íþróttir
hug Þorgerðar allan. Fimleikar
og sund voru hennar aðaláhuga-
greinar. Að loknu námi í Flens-
borg fór Þorgerður í Íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni
og lauk þaðan íþróttakennara-
prófi 1944. Þorgerður gekk ung
til liðs við FH. Hún kynntist
fimleikum og sundi í skóla hjá
Hallsteini Hinrikssyni. Í FH var
hún í fimleikaflokki árin 1938-
1940 og lék einnig handknattleik
með meistaraflokki FH. Hún
var sunddrottning Hafnarfjarð-
ar um árabil. Þorgerður var í
fimleikasýningarflokki Ármanns
undir stjórn Guðrúnar Nielsen
en eftir íþróttakennaraprófið
starfaði Þorgerður sem þjálfari
hjá FH en sneri sér síðan alfar-
ið að eigin fimleikaflokki. Þor-
gerður vildi að fimleikar yrðu
fyrir allan almenning og til að
tryggja tíma í íþróttahúsum í
Hafnarfirði varð hún að stofna
félag. 25 ungar stúlkur mættu á
stofnfund sem haldinn var í
Flensborg og var Þorgerður
kosinn formaður og gegndi hún
formennsku í félaginu til 1978
eða í 27 ár. Árið 1971 fékk Þor-
gerður Hlín Árnadóttur til fé-
lagsins og saman unnu þær að
því að auka virðingu og við-
urkenningu á fimleikum innan
íþróttahreyfingarinnar sem
keppnisgreinar og var fyrsta Ís-
landsmótið haldið 1974 þar sem
Bjarkarstúlkan Björk Sverris-
dóttir varð fyrst til að vinna Ís-
landsmeistaratitilinn. Fáninn og
fánavenjur voru Þorgerði mik-
ilvægar. Fyrir mót og sýningar
mætti hún í salinn og fór yfir
göngu og fánakveðju með stúlk-
unum en þjóðfáninn var notaður
þar til félagið eignaðist félags-
fána. Á meðan Þorgerður var
formaður félagsins var skrif-
stofa félagsins við eldhúsborðið
heima hjá henni þar sem málin
voru rædd yfir kaffibollum.
Þorgerður hlaut margar við-
urkenningar fyrir störf sín,
meðal annars Gulllauf frá Fim-
leikafélaginu Björk og gullmerki
ÍBH, FSÍ og ÍSÍ ásamt því að á
65 ára afmæli félagsins var hún
útnefnd fyrsti heiðursfélagi hjá
Fimleikafélaginu Björk og þar
var einnig ákveðið að einn dag-
ur á ári yrði tileinkaður henni
og nefndur „Þorgerðardagur“
þar sem færi fram kynning á
starfsemi félagsins. Á 65 ára af-
mæli félagsins var sett upp í
anddyri félagsins myndræn
minning um starf Þorgerðar
fyrir og í þágu Fimleikafélags-
ins Bjarkar.
Félagadeild sendir ættingjum
Þorgerðar og félagsmönnum öll-
um samúðarkveðjur með von
um að algóður Guð haldi áfram
verndarhendi sinni yfir því
starfi sem Þorgerður vann svo
ötullega að í þágu æsku og fim-
leika í Hafnarfirði og á lands-
vísu.
Fyrir hönd Félagadeildar hjá
Fimleikafélaginu Björk,
Hafsteinn Þórðarson
Anna Kristín
Jóhannesdóttir.
Þorgerður María
Gísladóttir
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ERNA SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR,
Skálagerði 13 / Sóltúni,
lést 9. desember á B5 á Landspítalanum í
Fossvogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
4. janúar kl. 13. Kirkjugestir eru beðnir að framvísa neikvæðu
hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Streymt verður
frá útförinni á https://youtu.be/H0x9ljHC-50
Erna Dagbjört Stefánsdóttir
Dagbjört H. Guðm. Manzone Rodolfo Manzone
Björg Lárusdóttir Sigurður Þorbjörnsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Elsku bróðir okkar, mágur og frændi,
HANS WÍUM ÓLAFSSON
lögfræðingur,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
þriðjudaginn 21. desember.
Í ljósi aðstæðna mun jarðarförin fara fram
í kyrrþey.
Eyjólfur Ólafsson Kirstine Ólafsson
Magdalena M. Ólafsdóttir Kristján Ásgeirsson
Gyða Ólafsdóttir Kjartan Sigurðsson
og frændsystkini
Okkar ástkæra vinkona,
REGÍNA BERNDSEN,
lést sunnudaginn 19. desember.
Útför verður tilkynnt síðar.
Bergþór Ingi Leifsson
Bogi Halldórsson
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
LEIFS ÞORLEIFSSONAR,
bifreiðasmíðameistara
og verslunarmanns,
Hörgslundi 19, Garðabæ.
Marta Pálsdóttir
Erla Leifsdóttir
Páll Þór Leifsson Helga María Fressmann
og barnabörn
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR GÚSTAVSSON
hagfræðingur,
Víðihlíð 33, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 18. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Auður Torfadóttir
Sigurður Þór Sigurðsson
Torfi Sigurðsson
Gústav Sigurðsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÓLAFUR P. SVEINSSON
leigubílstjóri,
Rjúpnasölum 10,
lést 27. desember.
Útför hans fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Marít Davíðsdóttir
Grímur H. Pálsson Kristjana Sigurðardóttir
Marít Grímsdóttir Daníel Grímsson
Lárus Sveinsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓNSSON,
gjaldkeri, bridgespilari
og laxveiðimaður,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landakoti
föstudaginn 24. desember.
Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 7. janúar klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna geta einungis nánustu aðstandendur verið
viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á slóðinni:
https://youtu.be/HXrnRun5guM
Þökkum starfsfólki Landakots fyrir hlýja og góða aðhlynningu.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
Ásgeir Guðjón Stefánsson Kristín Alfreðsdóttir
Stefán Örn Stefánsson Kristjana Ólafsdóttir
Orri Stefánsson Björk Filipsdóttir
Hákon Stefánsson Ása Fríða Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn