Morgunblaðið - 30.12.2021, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.12.2021, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2021 Á sælgætisbásnum í Smárabíó völdu aðdá- endur Köngulóarmannsins sér ýmislegt góðgæti fyrir bíómyndina sem þeir höfðu lengi hlakkað til að sjá. Eftir- væntingin lá í loftinu, sumir veltu fyrir sér kenn- ingum um fléttu kvikmyndarinnar á meðan aðrir brugðu sér í hlutverk Köngulóarmannsins og mættu í búningi, mörgum til mikillar skemmt- unar. Starfsmenn báðu íslensku Köngulóarmenn- ina að þrífa vefina eftir sig og hætta að sveifla sér í ljósakrónum. Áður er lengra er haldið er rétt að vara við því að þessi gagnrýni inniheldur spillingarefni. „Með miklum mætti fylgir mikil ábyrgð,“ segir May (Marisa Tomei), frænka Peters Parker (Tom Holland), og eru orðin eins konar einkunnarorð í nýju Köngulóarmannsmyndinni, Engin leið heim, sem er framhald af kvikmyndunum Heimkoma (2017) og Langt að heiman (2019) og 27. myndin sem á sér stað í Marvel-heiminum (MCU). Þessa sterku setningu má sjá í fyrri Köngulóarmanns- myndum og hefur alltaf öfluga þýðingu fyrir aðal- söguhetjuna. Því fylgir þó ekki einungis mikil ábyrgð að búa yfir mætti ofurhetju heldur einnig því að fullorðnast og er kvikmyndin í raun þroska- saga Peters Parker/Köngulóarmannsins úr því að vera unglingur í fullorðinn einstakling. Í kvik- myndinni má sjá skýran aldursmun milli hans og annarra ofurhetja úr Marvel-heiminum. Það er ekki skrýtið enda er kjánaskapur hans, sem fylgir oft ungdómnum, það sem heillar áhorfendur. Peter Parker tekur sig ekki of alvarlega enda er hann bara unglingur. Hins vegar getur kjána- skapurinn líka orðið honum að falli. Kvikmyndin hefst á upprifjun úr síðustu mynd þegar Quentin Beck, betur þekktur sem Mystéríó (Jake Gyllenhaal), deilir því á samfélagsmiðlum að Köngulóarmaðurinn sé sekur um að myrða hann og sviptir um leið hulunni af því hver Köngulóarmaðurinn er. Peter Parker verður um leið frægasti maður í heimi og almenningur skipt- ist í tvo hópa eftir því hvort fólk trúir að Könguló- armaðurinn sé góður eða vondur. Í kjölfar ásak- anna er Peter Parker yfirheyrður af lögreglunni ásamt öllum sem honum standa næstir. Kærurnar eru fljótlega felldar niður en Köngulóarmaðurinn hlýtur ekki lengur sama lof í samfélaginu og verð- ur fyrir miklu áreiti. Peter reynir að láta sem ekk- ert hafi í skorist og heldur áfram með líf sitt en þegar honum og vinum hans, MJ (Zendaya) og Ned (Jacob Batalon), er neitað um skólavist í MIT vegna neikvæðra umfjallana er honum nóg boðið og leitar hjálpar hjá galdrakarlinum Dr. Strange (Benedict Cumberbatch). Dr. Strange er tilbúinn að hjálpa honum og stingur upp á álögum sem gera það að verkum að allir myndu gleyma því að Peter væri Köngulóarmaðurinn sem Peter sam- þykkir. En álög eru alltaf varasöm. Ákvörðun Pet- ers er merki um fífldirfsku. Hann er tilbúinn að fórna heiminum til þess að vinir hans geti komist í MIT, háskólann sem þá langar að stunda nám við. Þegar Dr. Strange er að leggja álögin á heiminn truflar Peter hann í sífellu með því að bæta við fleiri og fleiri einstaklingum sem hann vill ekki að gleyma sér út af álögunum. Þetta verður til þess að álögin mistakast og Dr. Strange dregur þau til- baka í reiði sinni. Atriðið er skemmtilegt og minn- ir helst á barn sem í sífellu truflar foreldrið sitt í símanum til þess að fá það sem það vill. Bæði áhorfendur og Dr. Strange eru minntir á það að Peter er einungis unglingur og því ekki hægt að ætlast til þess að hann taki alltaf réttar ákvarð- anir. Síðar kemur í ljós að álögin virkuðu öfugt. Álög- in kölluðu á þá einstaklinga og verur úr öðrum víddum alheimsins sem þekktu Köngulóarmann- inn. Rétt eins og áhorfendurnir í myrka bíósalnum í Smárabíó höfðu margir aðdáendur Köngulóar- mannsins myndað sér skoðanir um hverjir myndu láta sjá sig í kvikmyndinni og meðal þeirra voru fyrrum fjendur Köngulóarmannsins og aðrar út- gáfur af Köngulóarmanninum leiknar af Andrew Garfield og Tobey Maguire. Þegar ljóst var að kenningar aðdáenda voru réttar heyrðist mikið fagnaðarhóp í áhorfendasal Smárabíós. Kvikmyndin tekur snögga beygju þegar óvinir úr öðrum víddum, sem margir þekkja úr fyrri myndum með Köngulóarmanninum, mæta til leiks og þrjár útgáfur af Köngulóarmanninum, sem leiknar eru af Tobey Maguire, Andrew Gar- field og Tom Holland, mynda lið gegn þeim. Þeir fjendur sem láta sjá sig eru Græni púkinn, eða illa hlið Norman Osborn (Willem Dafoe), Dr. Kol- krabbi eða vísindamaðurinn Dr. Ottó Oktavíus (Alfred Molina), Eðlan eða eðlisfræðingurinn Dr. Curt Connors (Rhys Ifans), Straumi eða Max Dillon (Jamie Foxx) og Sandmaðurinn eða glæpa- maðurinn Flint Marko (Thomas Haden Church). Eins og sjá má í ofangreindri setningu eiga allir fjendur Köngulóarmannanna sér tvær hliðar, enginn þeirra er alslæmur en allir þurfa þeir að borga fyrir gjörðir sínar með sínu eigin lífi í sinni veröld. Peter Parker (Tom Holland) er ekki tilbú- inn til að senda illmennin aftur heim í sína vídd og opinn dauðann og fer gegn vilja Dr. Strange sem vill losa sig sem fyrst við illmennin. May hvetur Peter til að hjálpa þeim og ákveður hann að gera það með hjálp hinna Köngulóarmannanna. Þessi ákvörðun á hins vegar eftir að kosta hann allt rétt eins og eldri Köngulóamennirnir þekkja af eigin reynslu. Loks fær nýi Peter Parker að finna fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir því að vera ofur- hetja og um leið að vera fullorðinn. Þegar kvikmyndinni var lokið sátu áhorfendur fastir í sætum sínum. Örfáir einstaklingar yfir- gáfu salinn á meðan aðstandendalistinn rúllaði, fákunnandi um Marvel og að kvikmyndin sé í raun og veru ekki búin fyrr en skjárinn verður svartur. Í aukaatriðinu sem fylgir kvikmyndinni smeygði sér síðan svört og slímug vera inn í heiminn sem við þekkjum á skjá Marvel. Hver vegur að heiman … Pirringur Benedict Cumberbatch og Tom Holland í hlutverkum sínum sem Dr. Strange og Spider-Man. Smárabíó Spider-man: No Way Home / Köngulóarmaðurinn: Engin leið heim bbbbn Leikstjórn: Jon Watts. Handrit: Chris McKenna, Erik Sommers. Aðalleikarar: Tom Holland, Zendaya, Bene- dict Cumberbatch, Marisa Tomei og Jamie Foxx. Bandaríkin, 2021. 148 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Bandaríska ljóðskáldið og tónlistar- konan Patti Smith var heiðruð við hátíðlega athöfn í vikubyrjun þegar Bill de Blasio, borgarstjóri New York, afhenti henni lyklana að borginni. „Ég vildi óska að ég gæti gefið New York lykilinn að mér, því þannig líður mér gagnvart borginni okkar. Þrátt fyrir allar sínar áskor- anir og erfiðleika er borgin ávallt – og ég ferðast mikið – fjölbreyttasta borg í heimi. Að hljóta þennan heið- ur 75 ára að aldri fær mig til að hlakka enn meira til næstu 25 ár- anna,“ sagði Smith þegar hún veitti lyklunum viðtöku. Við athöfnina flutti Smith ásamt Lenny Kaye, samstarfsmanni sínum til margra ára, lagið „Ghost Dance“. Morgunblaðið/Kristinn Heiðruð Patti Smith á tónleikum á Íslandi. Patti Smith hlaut lykil að New York Keri Hulme, sem fyrst Nýsjálend- inga hlaut Book- er-verðlaunin, er látin, 74 ára að aldri. Þessu greinir The Gu- ardian frá. Verð- launin hlaut Hulme 1985 fyrir skáldsöguna The Bone People, sem var frumraun hennar. Bókinni hefur verið lýst sem „einstöku dæmi um maóra töfraraunsæi,“ en Hulme var sjálf af maóri-ættum. Hún sagðist fá hugmyndir úr draumum og rann- sakaði í skrifunum hugmyndir um sjálfsmynd og einangrun. Það tók Hulme tólf ár að skrifa verðlauna- bókina The Bone People, en enginn vildi í framhaldinu gefa hana út fyrr en Spiral, lítið femínískt for- lag, gaf hana út í 2.000 eintökum sem seldust hratt upp. Síðan hefur bókin verið seld í milljónum eintaka á heimsvísu. Keri Hulme látin Keri Hulme

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.