Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.12.2021, Blaðsíða 48
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18.30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 30-60% afÚTSÖLU- vörum SKOÐAÐU ÖLL T I L BOÐ I N Á I LVA . I S 40% 50% 40% Útsala27. DESEMBER - 7. FEBRÚAR 40% FRÍ HEIMSENDING Þegar keyptar eru smávörur fyrir 9.900 kr. eða meira.Hæstiréttur Belgíu hefur snúið við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar þess efnis að loka menningarhúsum á borð við leikhús og kvikmyndahús til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19. Frá þessu greinir tímaritið Var- iety. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var kynnt 22. desem- ber, en það sem fór fyrir brjóstið á forsvarsfólki menn- ingarhúsa var að þeim væri gert að loka á sama tíma og barir og veitingastaðir máttu hafa opið til kl. 23 og töldu að slíkt stæðist ekki jafnræðisregluna. Í niður- stöðu dómsins kemur fram að ekki verði séð að almenningi stafi sérstök heilsufarsleg hætta af því að hafa menningarhúsin opin né að smit sé útbreiddara í þeim húsum en annars staðar í landinu. Menningarhús opnuð á ný í Belgíu FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Englandsmeistarar Manchester City eru með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1:0-sigur gegn Brentford á útivelli, en Chelsea, sem er í öðru sæti deildarinnar, tapaði dýrmætum stigum gegn Brighton á heimavelli á sama tíma. »40 Meistararnir með átta stiga forskot ÍÞRÓTTIR MENNING síðan með prófunum aðallega fyrir mig þar sem ég vildi hafa yfirsýn yfir fyrri próf.“ Tilgangurinn hafi verið að reyna að sjá fyrir hvað hann þyrfti að læra, en síðan gagn- ist öllum laganemum. Hann er meðal annars í málefnahópi Öryrkjabandalagsins um atvinnu- og menntamál og skoðunarmaður reikninga hjá Íslensk-japanska fé- laginu. „Að morgni 1. janúar ár hvert minni ég formann félagsins á að senda mér ársreikninginn.“ Áramót eru algengur tími fyrir markmiðasetningu en frá 2015 hef- ur Svavar sett sér markmið á vor- dögum fyrir sumarið. Hann segir að þegar skóla ljúki á vorin hafi hann meiri frítíma og því setji hann sér sumarmarkmið. „Auk þess er meira í boði á þessum tíma,“ segir hann og bætir við að hann óski alltaf eftir tillögum frá öðrum, því þannig verði markmiðin fjölbreyttari. „Það sárasta er þegar ég næ ekki einhverju markmiði.“ Skilgreiningin sé stundum ekki nógu góð, þótt hann reyni alltaf að setja sér raunhæf markmið. Hann hafi til dæmis einsett sér að gefa blóð en hafi ekki fengið það. „Á þeim tíma tók ég lyfið concerta og þegar það er tekið má ekki gefa blóð.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafnfirðingurinn Svavar Kjarrval Lúthersson, tölvunarfræðingur og starfandi formaður Einhverfu- samtakanna, er með mörg járn í eldinum. Hann er langt kominn með að endurskanna registur hæstaréttardóma og í vor gerir hann ráð fyrir að útskrifast með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, en að loknu síðasta prófinu hefst hann handa við að setja sér markmið fyrir sumarið. Svavar greindist með Asperger- heilkennið fyrir rúmum áratug og er fyrsti formaður Einhverfu- samtakanna með slíka greiningu. Hann hefur verið í stjórninni í ára- tug og var varaformaður frá 2019 til 2. desember síðastliðins. Þá fór Inga Aronsdóttir, formaður sam- takanna, í leyfi og gegnir Svavar formennskunni meðan á því stend- ur. Helstu baráttumál Einhverfu- samtakanna eru stytting biðlista eftir greiningu, búsetumál, atvinnu- mál og skólamál. „Við erum í sam- skiptum við hið opinbera til að ýta á réttindi fólks á einhverfurófinu,“ segir Svavar og leggur áherslu á að innri málefni séu ekki síður mik- ilvæg, að fólk á einhverfurófi geti hist og rætt málin. „Nýlega hafa samskiptin aðallega verið rafræn af skiljanlegum ástæðum,“ segir hann og bætir við að auk þess séu hitt- ingar fyrir aðstandendur. Margir hattar Hattar Svavars eru margir. Lengi hefur hann unnið við að skanna inn ýmislegt af útgefnum ritum, eins og til dæmis Stjórnar- tíðindi og dómasafn Hæstaréttar (urlausnir.stuff.is). „Stjórnartíð- indin eru stærsta verkefnið en þau ná aftur til 1874 og líklega lýk ég verkinu á næsta ári.“ Skömmu eftir að hann byrjaði í laganáminu útbjó hann síðu þar sem hann setti inn gömul próf á einfaldan hátt og dómsmál (urlausnir.stuff.is og gomulprof.stuff.is). „Fyrst var vef- Skönnun og sumar- markmið Svavars - Starfandi formaður Einhverfusamtakanna önnum kafinn Formaður Hafnfirðingurinn Svavar Kjarrval Lúthersson hefur nóg að gera. Vinna Svavar er nær búinn að endurskanna registur hæstaréttardóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.