Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 8

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 8
LAUN HEIMSINS INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON Hann var dökkhærður, grannvaxinn og stæltur, og drakk brennivín og kleip lausa- konur og við vorum þannig vinir, að ég mátti aldrei koma í plássið öðruvísi en eiga nokkra stund með honum, sem við eyddum í kristilegt spjall um ýmiskonar útisport og bindindishreyfinguna, væri hann í stúku í það skiptið. Húsið hans stóð á grænum bala frammi við sjóinn. Norðan við það var gamalt bátanaust, þar sem trillan hans hafði verið að grotna niður síðastliðin tíu ár, og þegar ég spurði hann hvers vegna hann fengi sér ekki kvenmann í húsið, gnísti hann tönnum og sagðist láta nægja að horfa á trilluna. Stundum vissi ég hann var samt að horfa út um gluggana á bakhlið hússins. Hún sneri út að götunni sem lá þvert í gegnum plássið. Það var sjaldan mikið að sjá á þeirri götu. En upp af þessu plássi risu tveir fjall- garðar. Annar endaði í háum tindi skammt norðurundan, en hinn náði langt til suðurs ' og hvarf í lágum ásum, sem lágu í sjó fram fyrir sunnan plássið, og þegar honum leiddist skrapp hann upp í þessi fjöll og var í burtu í nokkra daga og enginn hafði fyrir því að auglýsa eftir honum eða þá að gerð væri leit að honum einum á rölti um þessi fjöll. Það var ekkert tröllakyn að honum en samt fór hann um óbyggð- irnar eins og honum sýndist, hvort held- ur var sumar eða vetur, og menn höfðu á orði, sæu þeir svarta þúst bera við jökul að þarna væri hann, þótt þústin væri að- eins sílaður og veðurbarinn klettur, sem stóð upp úr fönninni. Og fólk sem fór undir sterkri leiðsögn í einsýnu blíðviðri á skíðum upp í fjöllin fyrir ofan plássið, gat allt eins átt von á því að sjá hann koma snærokinn innan úr auðninni með vikugamalt kolsvart skegg, þar sem sá í andlitið, og mjöllina rjúkandi undan skíðunum. Hann hafði lengi verið næstum einráð- ur í þessum fjöllum, þegar sportmenn brugðu á það ráð að flytja gamalt hús upp í syðri hlíðina til að hafa það fyrir einskonar skíðahótel. Og af því að brekk- an upp á fjallsbrúnina fyrir ofan hótelið var nokkuð brött og varla mönnum bjóð- andi, þótti einsýnt að þar yrði að koma skíðalyfta. Og til þess að fólk þyrfti ekki að mæðast á leiðinni upp að hótelinu 8 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.