Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 29
ÞATTAKENDUR
ÚR
REYKJAVÍK
sem svo mörgu fötluðu fólki er gefið,
myndi því varla trúað nema af eigin reynd,
að fólk sem kemst ekki leiðar sinnar, nema
við tvær hækjur, skyldi fara hjálparlítið
upp í Borgarvirki. Fannst okkur hinum
þetta svo sérstæður atburður, að hann
mætti ekki gleymast. Um ferðina í Borgar-
virki var þetta kveðið:
Þau bröltu í Borgarvirki
og blöskraði eklci hót,
höltruðu með hörku
og hcekjum lömdu í grjót.
Seigir þóttu forðum þeir
Suðurnesjamenn,
en táp og fjör og friskar konur
finnast hér enn.
Á leiðinni suður síðasta daginn var ekið
um Reykholt og hópmynd tekin við minn-
ismerki Snorra, einnig var ekið að Barna-
fossum og Hraunfossar skoðaðir, þetta sér-
stæða náttúrufyrirbrigði, sem sennilega á
fáa sína líka. Komið var heim til Reykja-
víkur á mánudagskvöld og voru allir
ánægðir og hlakka til næsta ferðalags.
Þátttakendur senda hlýjar kveðjur til
ferðafélaganna og þakka innilega ánægju-
lega samveru. Á slíkum samfundum styrk-
ist félagsandinn, innri bönd knýtast og
styrkjast og safnað er í dýrmætan minn-
ingarsjóð, sem yljar og gleður á komandi
tíma.
Ferðafélagi.
HOLL RÁÐLEGGING
Klukkan var tvö eftir miðnætti. Rithöf-
undurinn var orðinn dauðþreyttur. Hann
hafði setið svo að segja hvíldarlaust í 24
klukkustundir við að fullgera nýju skáld-
söguna sína. „Elskan", sagði kona hans,
„ætlarðu ekki að fara að hátta?“ „Nei,
tautaði hann, „ég er ekki búinn enn. Nú
er fallega stúlkan fallin í hendur þorpara,
ég þarf að bjarga úr voðanum“. „Hvað er
hún gömul?“ „Tuttugu og fimm ára“.
„Uss, slökktu ljósið strax og farðu að
hátta. Hún er víst nógu gömul til að passa
sig sjálf“.
Kennarinn hafði skrifað orðið Köttur á
og var að reyna að láta Dísu litlu stafa
í það, en það gekk hálf stirðlega. „Veiztu
ekki hvað þetta er, Dísa mín?“ sagði kenn-
arinn. „Þetta er nafn á dýri, sem er með
skeggkampa í kringum munninn og kemur
stundum á gluggann, þegar því er kalt.
„Ó, nú veit ég það“, svaraði Dísa himin-
lifandi og vandræðasvipurinn hvarf af
andlitinu: „Það er pábbi“.
„Hefur þú nokkuð frétt af bræðrum þín-
um nýlega?“
„Já, annar er giftur, en hinum líður vel“.
Sjálfsbjörg 29