Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 10
verið að skemmta sér eða þá að hún var
enn svo ung að ekki sást þótt hún vekti.
Við settumst líka út við glugga og
horfðum niður eftir hlíðinni, og þangað
sem skíðaselin voru, og nú sáum við bak-
hliðina á tindinum við endann á hinum
fjallgarðinum og norðar sást í jökulhettu.
Við þurftum ekki að tala um þetta land
og ég var ekki að hafa orð á því að nú
sæist til jökulsins, af því ég vissi hann
hafði verið þar mörgum stundum, og að
ekkert sem ég segði um snjóinn þar uppi
væru fréttir í hans eyrum.
— Það eru góðar brekkur hérna, sagði
ég.
— Þær hafa alltaf verið hér, sagði hann.
— En nú kemst fólkið hingað, búið að
fá bílveg og skíðalyftu.
— Eins og það hafi ekki haft fætur.
— Þú veizt hvernig þetta er.
— Já, sport með skilyrðum, sagði hann.
— Þetta eru þægindi. Þau geta stund-
um virzt óþarfa umhyggjusemi.
— Umhyggjusemi, sagði hann. — Það
vantar ekki að nú er nóg af henni. Þeir
hafa drifið upp björgunarsveit þarna
neðra. Þeir vita sem er, að ekki er nóg
að koma fólkinu hingað upp eftir. Það
þarf lika að koma því niður.
— Það er eins og þetta skíðahótel hafi
verið reist í veg fyrir þig persónulega,
sagði ég.
— Biddu guð fyrir þér.
— Þú ert fúll út í það.
— Alls ekki. Það eru víðar brekkur en
hér.
— Svo þú ætlar ekki að nota skíðalyft-
una, sagði ég.
— Ég þarf ekki á henni að halda. Ég
færi mig norðar í fjöllin. Þar eru líka
brekkur. Ég veit ekki betur en fjöll og
brekkur fari saman.
— Þú villt meina að seint gangi að
leggja þessi fjöll undir sportfólkið, þannig
að þú eigir ekki einhvers staðar land.
— Kannski drita þeir þessum skíða-
lyftum um allt.
— Þú mátt fara að vara þig, þegar
menningin er komin svona hátt yfir sjávar-
mál, sagði ég.
— Þá er að vona, að hún verði ekki
loftveik.
— Þeir eru vísir til að senda björgunar-
sveitina á eftir þér, fyrst þeir eru búnir
að stofna hana.
— Þeir eru þegar byrjaðir á því, sagði
hann.
— Ha.
— Þeir fóru að leita að mér skömmu
eftir að hótelið var opnað, sagði hann.
— Þeir voru ansi uppveðraðir um það
leyti.
— Og hvar fundu þeir þig.
— Hvergi. Ég slapp.
— Hver narraði þá af stað.
— Þetta var nú ekki svo einfalt, sagði
hann. — Þú veizt um dalinn hérna hinum
megin. Hérna handan við þetta fjall. Og nú
gerði hann snögga hreyfingu með höfðinu í
áttina að hlíðinni og skíðalyftunni. — Jæja.
Þeir voru búnir að vígja þetta skíðahótel
og halda upp á opnun þess með ýmsu móti.
Það voru miklar hríðar um þetta leyti, og
nógur snjór, og sumir notuðu jafnvel tæki-
færið og fóru hingað upp í hlíðina til að
renna sér, þótt skíðalyftan kæmi ekki fyrr
en síðar. Ég hafði lítið hreyft mig og varla
tekið skíðin mín út. En svo kom kunningi
minn til mín og spurði hvort ég vildi ekki
koma með sér upp að hótelinu og prófa
brekkurnar. Ég sagði honum að það væri
nú lítið sem ég ætti eftir að prófa í þess-
um fjöllum, en af því hann var alltaf að
nudda um þetta, stakk ég upp á þvi við
hann að við fengjum okkur bil upp í dal-
inn hérna fyrir handan og gengjum síðan
á skíðum yfir fjallið og kæmum þann veg
hingað í brekkurnar. Ég vissi ekki hvað
hann var seigur þessi náungi, en hann var
beinastór og vildi ólmur fara á skíði, og
hann vildi ólmur fara hér yfir í dalinn og
10 SJÁLFSBJÖRG